Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 33 Sömuleiðis er nánast óskiljanlegt, þegar horft er til þess hversu miklu minna af gróðurhúsaloft- tegundum kemur frá dísilvélum en benzínvélum, að dísilolía skuli ekki vera talsvert ódýrari en benzín á eldsneytisstöðvunum. Þessu ræður rík- isvaldið einnig með skattlagningu sinni. Þegar lög um álagningu olíugjalds voru samþykkt fyrir nokkrum misserum átti að reyna að tryggja að dísilolían yrði ódýrari en benzín. Síðan hafa verð- sveiflur á þessum eldsneytistegundum á heims- markaði verið með þeim hætti, að dísilolían er oft dýrari en benzínið; þannig háttar t.d. til þessa dagana. Í fjármálaráðuneytinu hafa menn afsakað sig með því að ekki sé hægt að sjá hræringar á olíumarkaðnum fyrir, en auðvitað er til einföld lausn á málinu; að hafa einfaldlega gjaldið á dísil- olíunni það miklu lægra að hún verði aldrei dýrari en benzínið. Ekki sama jeppi og jeppi Þ eim fer vafalaust fjölgandi, sem vilja sýna ábyrgð gagnvart umhverfinu með því að kaupa sér umhverfis- vænan bíl. Ekki er hins vegar hægt að segja að bílaumboðin haldi slík- um bifreiðum að viðskiptavinum sínum í markaðsstarfi sínu. Þau leggja iðulega meira upp úr krafti og vélarstærð, en slíkir bílar eru einmitt líklegir til að losa mun meira af gróð- urhúsalofttegundum. Þegar gluggað er í heimasíður bílaumboðanna er almennt talað erfitt að sjá hvaða bílar eru boðn- ir jafnt með dísil- og benzínvél og upplýsingar um útblástur gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi gerðum bíla liggja heldur ekki alltaf á lausu. Frá þessu eru þó undantekningar. Þegar tækniupplýs- ingar fyrir Toyota Land Cruiser, einn vinsælasta jeppann á vegum landsins, eru t.d. skoðaðar á heimasíðu Toyota eru upplýsingar um umhverf- isþætti efstar á blaði og gefa forvitnilega mynd af því hvað það skiptir umhverfið miklu máli hvernig bíll er valinn. Land Cruiser með þriggja lítra dísilvél og fimm þrepa sjálfskiptingu eyðir 11,6 lítrum af dísilolíu á hundrað ekna kílómetra í innanbæjarakstri. Út- blásturinn er 312 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra í innanbæjarakstri. Sama bíl er hægt að fá með fjögurra lítra benzínvél. Hann er auðvitað miklu kraftmeiri en hinn, en eyðir líka 17,1 lítra af benzíni á hundraðið innanbæjar og blæs frá sér 407 grömmum af koltvísýringi á kílómetra. Með öðrum orðum munar nærri hundrað grömmum á kílómetrann í útblæstri. Ef miðað er við 15.000 kílómetra akstur á ári eru það 1,5 tonn af koltví- sýringi. Með öðrum orðum er ekki sama jeppi og jeppi. Fjölgun jeppa er gjarnan talin ógnun við umhverf- ið, en dísiljeppar geta verið bæði sparneytnari og umhverfisvænni en kraftmiklir fólksbílar með stórri vél. Nissan Pathfinder-jeppi með 2,5 lítra dísilvél blæs þannig út 238 grömmum af koltvísýr- ingi á kílómetra, en BMW 645Ci-lúxusfólksbíll með 4,4 lítra benzínvél 283 grömmum. Krafa um umhverfisvænni bíla B ílaframleiðendur víða um heim standa nú frammi fyrir því að krafa bæði stjórnvalda og neyt- enda er sú, að þeir framleiði um- hverfisvænni bíla. Þannig segir í forsíðufrétt bílablaðs Morgun- blaðsins í gær, föstudag: „Núna þegar Evrópu- sambandið berst fyrir minnkandi losun gróður- húsalofttegunda er mikil pressa á bílafram- leiðendur að þróa umhverfisvænni bíla. Á bílasýningunni í Genf, sem stendur frá 8. til 18. mars, munu bílaframleiðendur sýna heiminum hvernig þeir muni bregðast við þessum kröfum en aldrei fyrr hafa umhverfissjónarmið verið jafn fyrirferðarmikil á sýningunni enda hefur aldrei eins mikið legið við og í ár … Því munu umhverf- isvænir og sparneytnir bílar vera aðalstjörnur há- tíðarinnar í Genf að þessu sinni, andstætt kraft- miklum eyðsluseggjum sem voru áberandi á bílasýningunni í Detroit í janúar.“ Líklegt er að á næstu árum sjái bílaframleið- endur vaxandi markaðstækifæri í framleiðslu eyðslu- og útblástursgrannra bíla. Einhver hluti markaðarins mun áfram kjósa hina kraftmiklu benzínsvelgi. Og út af fyrir sig ekki ástæða til að amast við því, að því gefnu að þeir hinir sömu greiði fyrir þann skaða, sem þeir valda umhverf- inu, umfram hina, sem taka vistvænni kost. Slíkt gerist til dæmis með þeim hætti, sem hér hefur verið mælt með, að innflutningsgjöld á bíla miðist við útblástursgildi þeirra en ekki eingöngu vél- arstærð. Stjórnvöld, bílaframleiðendur og bílaumboð bera öll hluta af ábyrgðinni á því að gera bílaflot- ann vistvænni. Fjölmiðlar, sem fjalla mikið um bíla, bera líka sína ábyrgð. Bílablaðamönnum hættir til að heillast af krafti og vélarstærð þegar þeir reynsluaka nýjum bílum og er kannski ekkert skrýtið. Stundum benda þeir á að bílar séu dýrir eða ódýrir í rekstri eftir atvikum. En það er lítið fjallað um hvernig nýr bíll kemur út hvað um- hverfisvernd varðar. Morgunblaðið hyggst nú breyta þessu í sínu bílablaði og mun framvegis birta tölur um útblástur með öðrum grunnupplýs- ingum um nýja bíla. Bíleigendur bera auðvitað ekki sízta ábyrgð, hver og einn. Eins og fram kom í máli fram- kvæmdastjóra Orkuseturs er val á bíl líklega ein- hver stærsta umhverfisákvörðun, sem hver og einn neytandi tekur. Ef neytendur vilja umhverf- isvæna bíla verða umhverfisvænir bílar framleidd- ir. Skynsamlegur og sparneytinn akstur er sömu- leiðis þáttur í því að lágmarka skaðleg áhrif bílvélarinnar á umhverfið. Átak gegn hraðakstri er þannig ekki aðeins í þágu öryggis, heldur líka umhverfisins. »Ef það er óumflýjanlegt að Reykjavík sé og verði bílaborg,eins og sumir halda fram, er að minnsta kosti hægt að reyna að stuðla að því að hún verði eins vistvæn bílaborg og mögulegt er. rbréf Morgunblaðið/RAX Loftmengun í Reykjavík Umfjöllun um svifryk frá umferð að undanförnu hefur gengið af þeirri goðsögn dauðri, að Reykjavík sé borg hreina loftsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.