Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 35
spara mætti ógrynni fjár með ærlegri
tiltekt þar. Trúlega eigum við met í
sendiherrafjölda miðað við fólksfjölda.
Á örstuttu tímabili fyrrverandi for-
sætisráðherra sem utanríkisráðherra
gerði hann á annan tug afdankaðra
gæðinga að sendiherrum. Af þeim
voru flestir nálægt eftirlaunaaldri.
Hér gildir að þeir embættis- og stjórn-
málamenn sem losna þarf við eða
„gera vel við“ (t.d. vegna fjárstuðn-
ings) fá sendiherrastarf. Ekki blása
ráðamenn úr nös yfir uppsögnum
venjulegs fólks sem hvergi fær vinnu,
sé því sagt upp, t.d. eftir fimmtugt. Ef
það fólk neyðist til að þiggja atvinnu-
leysisbætur er mikið rætt um „leti“
þess.
Aðrar vestrænar þjóðir spara og
sameina sendiráð sín í skrifstofu sem
sinnir sendiráðsstörfum flestra sendi-
ráða þeirra fljótt og vel vegna tækni-
væðingar nútímans. Auk þess eru
símafundir milli landa jafnauðveldir
og að senda SMS.
Við byggjum óþarfa sendiráð út og
suður, kaupum lóðir á dýrustu stöðum
í Berlín og Tokyo undir hálfmannlaus
lúxussendiráð. Auðvitað er ráðið fólk á
fínum launum og eytt ógrynni fjár í
móttökur og „protocol“. Skattgreið-
endur borga.
Í virku lýðræði þykir rétt, eðlilegt
og sjálfsagt að skipta um stjórnir með
vissu millibili. Stjórnir sem sitja of
lengi verða ekki „stjórnir fólksins“,
frekar líkari einræðisstjórnum. Þær
fara að telja almenning lítilfjörlega
þjóna sína og sér óæðri.
Svo mjög eru stjórnarflokkarnir
firrtir af langri setu að staðreyndum
um síaukinn ójöfnuð er harðneitað. Öll
réttmæt gagnrýni er tekin sem „aðför
og óvild“ í garð stjórnvalda.
Það er sárt að sjá flokk sinn sem eitt
sinn var flokkur jafnra lífskjara,
mannúðar, (sbr. Sjúkrasamlagið okk-
ar), flokkur sem setti í forgang gott
heilbrigðiskerfi allra einstaklinga alla
ævi, vera nú flokk sem við eigum ekki
lengur samleið með.
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknar er harðlínufólk hreinnar
markaðshyggju sem þekkir ekki til
lífsbaráttu eldra fólks, öryrkja, ann-
arra á hungurmörkum og leiðir ekki
hugann að því.
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn
gersamlega úr takti við gamla, góða
Sjálfstæðisflokkinn okkar.
Hræðsluáróður stjórnarflokkanna
um að „þeir séu besti kosturinn“ því að
hinir flokkarnir komi sér ekki saman
um neitt er liðin tíð. Ójöfnuðurinn er
nú þegar meira en óþolandi.
Ætli „góðærisstjórninni“ í velsæld
sinni brygði ekki við ef meiri hluti
píndrar íslenskrar þjóðar byndist
samtökum og kæmi stjórnvöldum frá
ásamt „gæðingum þeim sem nú lifa
flott á ólöglega fengnum eignum henn-
ar?
Spilltu íslensku stjórnkerfi þarf að
skipta út og manna nýju fólki – stjórn-
in verður að víkja og
stjórnarandstöðutröllin líka.
Fólk á öllum aldri – sýnum einhug
og hittumst á fundi Baráttuhóps eldri
borgara og öryrkja á Grand Hótel 4.
mars kl.14. Við þurfum nýtt blóð í
stjórn.
Höfundur er formaður baráttu-
samtaka eldri borgara og öryrkja.
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
SUMARHÚS - HELLUSKÓGI
Heilsárshús ca. 110 m2 á einni hæð við Helluskóg í landi Jarðlandsstaða í
Borgarbyggð. Húsið stendur á 7000 fm eignarlandi. Steyptir sökklar og bot-
nplata með hitalögnum. Burðarvirki hússins er timbur. Bjartir og stórir gluggar.
Verðið miðast við að húsið sé fullfrágengið að utan með veröndum og fokhelt
innan.Möguleiki er að fá húsið afhent á öðru byggingarstigi.
SUMARHÚS - ÁSATÚN - FLÚÐIR
Mjög vandað og nýtt 66 fm sumar-/heilsárshús í landi Ásatúns á frábærum
útsýnisstað. Stendur á 5.000 fm lóð með mjög rúmt í kring. Fullbúið og vand-
að hús með heitu og köldu vatni. Tvö herbergi ásamt svefnlofti. Verönd með
einstöku útsýni til Langjökuls, Skálholts og víðar. V. 20,5 m. 6631
SUMARHÚS - HRUNAMANNAHREPPI
EITT MEÐ ÖLLU! Glæsilegt, nýtt hús 72,4 fm með ca 200 fm verönd með hei-
tum potti. Stórkostlegt útsýni til jökla og fjalla. Ljósar eikarinnréttingar og ljóst
eikarparket. 3 herbergi og mjög vönduð tæki, allt í stíl. Uppþvottavél, ísskápur
o.fl. Húsið stendur á 5.160 fm lóð. Rennandi heitt og kalt vatn. Heilsárshús.
V. 22,5 m.6630
HÆÐARENDI GRÍMSNESI
Um er að ræða rúmlega 80 fm heilsárshús sem stendur á eignalóð með glæsi-
legu útsýni til suðurs.. Húsið er tilbúið til innréttinga. Stór verönd í kringum
hús. Heitt, kalt vatn og rafmagn komið í hús. Hlutur í hitaveitu Selhóls fylgir
bústað.Tilboð óskast.
INDRIÐASTAÐIR - SKORRADAL
Erum með í sölu þetta vandaða 45 fm heilsárshús ásamt rislofti og nýju gesta-
húsi. Húsið stendur á 3.100 fm kjarrivöxnu eignarlandi með fallegu útsýni yfir
Skorradalsvatn og víðar. Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. Húsið er tengt við
hitaveitu og er kynding með lokuðu frostfríu hringrásarkerfi. Mikil verönd
umhverfis húsið og góð bílastæði. Hlutur í hitaveitunni fylgir með í kaupunum.
V. 14,9 m. 6380
GLÆSIHÚS FYRIR OFAN SOGIÐ
Glæsilegt heilsárshús í landi Ásgarðs. Stærð húss er 125 fm auk 25 fm.
aukahús. Hús stendur á ca.7900 fm eignarlóð í 5 húsa botnlanga þannig að
bílaumferð er í algjöru lágmarki. Einstök staðsettning með glæsilegu útsýni.
Húsið skilast fullfrágengið að utan og tilbúið til innréttingar.
SUMARHÚS - SVÍNHAGA, HEKLUBYGGÐ
Um er að ræða 80 fm sumarhús auk 16 fm gestahús í Heklubyggð.
Heildarfermetrar 96,7 fm, 130 fm verönd. Afhendist tilbúið til innréttinga,
ásamt frágengnu rafmagni. V. 17,5 m. 6583
HEILSÁRSHÚS Í
FRÍSTUNDABYGGÐ
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Nýkomið í sölu mikið endurnýjað endaraðhús á einni hæð innst í lok-
aðri götu á frábærum stað miðsvæðis á Akranesi. Húsið er samt.165
fm m. viðbyggðum 29 fm bílsk., sem tengir húsið við næsta hús.
Húsið er nánast allt endurnýjað á vandaðan hátt m.a. nýl. eldhús,
parket, skápar, hurðir, endurn. bað, glæsil. suðvesturverönd m.
vönduðum heitum potti og fl. Í göngufjarlægð er sundlaug, allir
skólar, íþróttir, verslanir og þjónusta. Sjón er sögu ríkari. Verð 31,9
millj. Uppl. gefur Þórarinn Friðgeirsson sölumaður 899 1882
Sími 588 4477
Akranes - Glæsilegt endaraðhús
á einni hæð á frábærum stað
Nýkomin í einkasölu skemmtileg
112 fm efri sérh. á mjög góðum
stað í Kleppsholti. 3-4 svefnherb.,
tvennar svalir, gott útsýni. Íbúðin
er nokkuð upprunaleg að innan en
mjög vel með farin. Innaf forstofu
er gestasnyrting og sérherbergi
áður en gengið er í sjálfa íbúðina.
Verð 25,5 millj. Uppl. gefur Ingólfur í 896 5222.
Kambsvegur
- vel skipul. efri sérhæð
Nýkomið 282 fm endaraðhús neð-
an götu innst í lokaðri götu, stutt
frá skólum og verslanamiðst. í
Hverafold. Mjög vel skipulagt hús
sem þarfnast þó smávægilegra
lagfæringa. 4-5 rúmgóð svefnher-
bergi, stórar stofur, glæsilegur ar-
in í stofu, fallegt útsýni á Bláfjöll,
Hengil og fl. Innbyggður rúmgóður bílskúr með góðu geymslulofti og
fl. Til afhendingar s.t. strax. Verð 53,8 millj./tilboð. Uppl. gefur
Ingólfur í 896 5222.
Logafold - fallegt endaraðhús
innst í lokaðri götu - Laust strax
SKRIFSTOFU- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI ÓSKAST
– KAUP EÐA LEIGA –
Eignamiðlun ehf. hefur verið beðið um að útvega viðskiptavin
sínum ca 1.000 fm húsnæði. Eignin má skiptast á tvær hæðir en
best væri ef allir fermetrarnir væru á einni hæð. Skilyrði er að
eigninni fylgi 40-50 bílastæði. Hverfin sem koma til greina eru
101, 103, 105 og 108. Önnur hverfi koma ekki til greina.
Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson, lögg. fasteignasali.
Glæsileg nýbygging við Laugaveg
Húseignin er á fjórum hæðum, samtals að gólffleti um 3.300
fm og skiptist þannig: á götuhæð er um 800 fm verslunar-
húsnæði, sem er í útleigu í dag með langtímaleigusamning-
um. Á 2., 3. og 4. hæð eru 31 glæsilegar íbúðir samtals að
gólffleti um 2.500 fm. Íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herbergja
frá 70 fm upp í 130 fm og eru allar fullbúnar, að frátöldum
tveimur íbúðum á efstu hæð, á vandaðan og smekklegan
hátt. Svalir eru út af hverri íbúð og bílastæði fylgir hverri íbúð.
Allar nánari uppl. veittar á skrifstofu.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Laugavegur 86-94 - Heil húseign