Morgunblaðið - 04.03.2007, Page 37

Morgunblaðið - 04.03.2007, Page 37
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 37                                ! "#$ % & ' ( (  )* (+                $  ,        )*! (         -& . %   . /) (+ . (( * 0  (   *12  & . %  *!  (  *!& . 3      !( *  * 0 * ! " $   ,        ( (  %             -& ! "       # $ %    $ & # #    $  # " # '''("  !   5 666&(  (& ! $$ , , 5 666&   & . 7  (  )   (  (*& 8  (+ .   (*&70              . 9! ( * (( * 0  (   *12  & . %  *!  (  *!& . 9   ()    !( * !  ()(* **!& . : ! ( *  (!     ;!)   !  <& . =()    !( *& . % 0 *  0 *) 0 *            )                             ! " # "    $!  !  %   & ' (     ! % '  )  )!" *    $!    %  +!  " ,      -" !)       ( "       !!      . / %   )  /     "+" /  +     +    " 0 1 2   34"  - 2     34"  5  6 5 % &" 2 "     7  889: 5#;, <0=88 þjónustu fyrir börnin sín, oftast vegna eyrnabólgu tengdrar kvefi og veirusýk- ingum, í stað að leita til „eigin“ læknis, sem getur ákveðið að fylgja málum eftir og end- urmetið sýking- arástandið í stað þess að gefa út ótímabærar sýklalyfjaávísanir. Mjög mikil og stöðugt aukin aðsókn á kvöld- og helgarvaktir lækna á höfuðborgarsvæðinu sýnir þessa þróun. Góð skyndiþjónusta er auðvit- að nauðsynleg ef hún þarf að vera í jafnvægi við eðlilega dagþjónustu þar sem allt kapp er lagt á að upp- fylla gæðakröfur til slíkrar þjónustu. Erfið staða foreldra og víta- hringur sýklalyfjanotkunar Það er óásættanlegt að íslensk börn búi við „áskapaða“ vanheilsu vegna vítahringsáhrifa sem tengjast ótímabærum lyfjaávísunum og skyndilausnum. Eins og staðan er í dag er ekki endilega spurt hvað börnunum henti best í þessu sam- bandi heldur stuðlar kerfið meira að því að foreldrar þurfi ekki að fá frí frá vinnu á daginn til að sækja lækn- ishjálp fyrir börnin og að foreldr- arnir þurfi jafnvel ekki að taka sér frí næstu daga vegna veikinda barnanna þar sem sýklalyfin eru oft látin duga sem einhverskonar „gæðatrygging“ fyrir batanum. Af- leiðingar eru hins vegar slæmar þeg- ar til lengi tíma er litið, hratt vakandi ónæmi sýkla þannig að stöðugt verð- ur erfiðara að treysta á örugga sýklalyfjameðferð við alvarlegri sýk- ingum, meiri líkur á endurteknum sýkingum eins og miðeyrnabólgum og þá meiri notkun hljóðhimnuröra eins og sást í ísl. rannsókninni þar sem við eigum sennileg heimsmet, en upp undir helmingur allra barna fær rör á sumum stöðum. Þessu fylgir einnig sífellt meira óöryggi foreldra þegar nýjar sýkingar banka upp á og sem kallar þá á svipaða úrlausn eins og áður og þrýsting á nýja sýkla- lyfjameðferð. Þótt íslenska rann- sóknin hafi aðeins náð til barna má draga þá ályktun að líklega eigi sér svipað stað með sýklalyfjaávísanir til foreldranna sjálfra og reyndar allra aldurshópa. Heilbrigðiskostnaðurinn eykst síðan auðvitað í takt við þessa þróun og aukið sýklalyfjaónæmi í þjóðfélaginu hefur ófyrirsjáanlegar alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu allra landsmanna í náinni framtíð. Á hitt ber einnig að líta að töluvert vantar upp á að heilsugæslan geti annað mikið meiri eftirspurn á dag- inn eins og staðan er í dag, svo þar verður að einnig að gera stórátak í uppbyggingu og skipulagningu. Við berum öll ábyrgð á heilsu barnanna okkar Hagur barna í þessu ljósi er sér- staklega athyglisverður þar sem börnin sem hópur eiga sér ekki neinn ákveðinn málsvara eins og staðan er í dag, eins og t.d fullorðnir eiga með ýmsum hagsmunasamtökum. Hags- munaaðilar barnanna eru hins vegar oft illa settir foreldrar, sundurleitur hópur með takmarkaðan frítökurétt vegna veikinda barnanna sinna og miklar skuldir og mikið vinnuálag. Umræðan nú um fátækt barna á Ís- landi er þó athyglisverð í þessu sam- bandi, sérstaklega ef tölur um 7% barna undir fátæktarmörkum eru réttar. Takmörkuð læknis- og sálfræðiað- stoð barna og unglinga með bráðageðvandamál er einnig mikið áhyggjuefni. Fleira mætti nefna um slæma stöðu barna í íslenska heilbrigðiskerfinu eins og t.d. sést í nið- urstöðum nýlegrar rannsóknar MUNNIS þar sem tannskemmdir meðal ísl. barna eru al- gengari en á hinum Norðurlöndunum og helmingi al- gengari en í Svíþjóð. Sennilega ræð- ur efnahagur og tímaleysi foreldra þarna einnig miklu. Vilhjálmur Ari Arason Höfundur er heilsugæslulæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.