Morgunblaðið - 04.03.2007, Side 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 4. MARS 63. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Samtök sprota-
fyrirtækja
Samtök íslenskra
líftæknifyrirtækja
Samtök upplýsinga-
tæknifyrirtækja
Ráðstefna 9. mars um samskipti fjárfesta og frumkvöðla:
Sjá nánari upplýsingar, dagskrá
og skráningu á www.si.is
Framtíðin er í okkar höndum
Iðnþing Samtaka
iðnaðarins fer
fram föstudaginn
16. mars á Grand
Hótel Reykjavík
Sjá dagskrá
á www.si.is
Er uppskeran eins og til var sáð?
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Hæg suðlæg átt
víðast en A 5–10
m/s syðst. Bjart-
viðri N- og A-lands
en smáskúrir SV til. Vax-
andi A-átt síðdegis. » 8
Heitast Kaldast
5°C -2°C
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
UMFERÐARLJÓS á 40 gatnamótum í Reykjavík
verða tengd sameiginlegri stjórntölvu í næsta mán-
uði og stefnt er að því að árið 2010 verði sameiginleg
stýring á öllum umferðarljósum í borginni. Þá verð-
ur hægt að stýra umferðarljósunum eftir umferðar-
þunganum hverju sinni, en það skilar sér í styttri
aksturstíma og biðtíma á ljósum. Talið er að það
leiði af sér árlegan sparnað fyrir ökumenn, á bilinu
125 milljónir kr. til 933 milljónir kr.
Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu 2002 á
vegum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar, en
rannsókn sem þá var gerð leiddi í ljós að ná mætti
fram umtalsverðum sparnaði í ferðatíma í borginni
væri stýring umferðarljósanna sveigjanlegri en hún
er nú. Allar breytingar á núver-
andi kerfi eru mjög óþjálar og
tímafrekar, auk þess sem kerfið
lætur ekki vita sjálfkrafa af bil-
unum umferðarljósa, eins og
nýja kerfið mun gera. Þannig
verður hægt að bregðast strax
við bilunum og minnka líkur á
slysum af þeim sökum.
Umferðarljós
á 116 gatnamótum
Fjallað er um verkefnið á framkvæmdavef
Reykjavíkurborgar, en þar kemur fram að nú í árs-
byrjun var 116 gatnamótum stýrt með umferðar-
ljósum. Þau eru öll tímastillt og stór hluti þeirra er
samtengdur í „grænum bylgjum“ til þess að auð-
velda umferðarflæði. Í nýja kerfinu er gengið út frá
sömu skiptingu í bylgjur en í stað fastákveðinnar
tímastillingar tekur við miðlæg stýring sem tekur
tillit til umferðar og velur þau stýriforrit sem ná
bestum árangri fyrir umferðina á svæðinu í heild.
Kerfið safnar jafnframt umfangsmiklum upplýsing-
um um umferðina, eins og hún er á hverjum tíma,
með umferðarskynjurum sem eru við gatnamótin
og fara samskiptin fram um ljósleiðara. Miðlæg
stýring umferðarljósanna gerir kleift að hafa still-
ingu þeirra eins og best verður á kosið í hverju til-
felli með tilliti til umferðar, en það skilar sér í um-
talsverðri styttingu aksturstíma og auk fjár-
hagslegs ávinnings dregur það úr mengun vegna
útblásturs bifreiða, auk þess sem kerfið býður upp á
þann möguleika að veita strætisvögnum forgang á
umferðarljósum.
Sameiginleg stýring á
öllum umferðarljósum 2010
Sveigjanleg stýring gefur möguleika á að stýra ljósunum eftir umferðinni
TÆPLEGA fimmtugur karlmaður
fannst liggjandi í blóði sínu undir
berum himni við Bæjarlind í Kópa-
vogi í gærmorgun og var lögregla
kölluð til. Manninum var komið und-
ir læknishendur á slysadeild Land-
spítalans í Fossvogi. Var hann þá
meðvitundarlítill og hafði misst mik-
ið blóð að sögn lögreglu. Hafði hann
hlotið áverka á höfði og víðar á lík-
amanum. Lögreglan telur að maður-
inn hafi verið búinn að liggja í nokk-
urn tíma áður en hann fannst.
Vegfarandi kom auga á hann og
hringdi í lögregluna.
Rannsóknarlögreglumenn voru
sendir á vettvang og leikur grunur á
að líkamsárás hafi átt sér stað, þótt
ekki sé vitað hver eða hverjir hafi
komið þar við sögu. Staðurinn þar
sem maðurinn fannst var girtur af til
að verja möguleg sönnunargögn og
heldur rannsókn málsins áfram hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Árás rannsökuð Lögreglan girti af svæðið og skoðaði aðstæður þar sem maðurinn fannst í Bæjarlind í gærmorgun.
Fannst liggjandi í blóði sínu
Leit Lögreglan rannsakaði
sönnunargögn á vettvangi.
Hlaut nafn-
ið BYR –
sparisjóður
NÝR sparisjóður sem orðinn er til
við samruna Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hef-
ur hlotið nafnið BYR – sparisjóður.
Mun hið nýja fyrirtæki starfa undir
þessu nafni frá og með þessari
helgi.
Spurðir hvort sameiningin muni
skila sér í lægri viðskiptakostnaði
og jafnvel lægri vöxtum segjast
sparisjóðsstjórarnir Magnús Ægir
Magnússon og Ragnar Z. Guðjóns-
son bjartsýnir á það. „Þegar tímar
líða mun þetta örugglega þýða að
við getum boðið betra verð, fræðin
segja að fjármögnunarkostnaður
okkar ætti að lækka eftir því sem
við verðum stærri, sérstaklega er-
lendi fjármagnskostnaðurinn en
hluti af okkar starfsemi er fjár-
magnaður í útlöndum. Þar erum við
á sömu hringekjunni og viðskipta-
bankarnir,“ segir Magnús. | 30
MIKIL umræða hefur undanfarið
átt sér stað um stærð fyrirsætna
eða öllu heldur um litla stærð
þeirra. Fyrirsæturnar eru hávaxn-
ar en þær eru afar grannar. Nýtt
viðmið hjá mörgum fyrirsætum og
leikkonum er „size zero“ eða stærð
núll.
Raddir um viðmiðunarreglur sem
þessar hafa orðið háværari eftir að
tvær suður-amerískar fyrirsætur
létust úr anorexíu á síðasta ári.
Reglurnar gera að verkum að
fyrirsætunum finnst þær að mörgu
leyti vera enn meiri söluvara en áð-
ur, að þurfa að sæta vigtun og mæl-
ingum eins og hver önnur kjöt-
stykki. | 16
Eins og
hvert annað
kjötstykki
AP
Kröfur Fyrirsæta í stærra lagi.