Morgunblaðið - 01.04.2007, Side 16
16 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Upprunalegir Skjaldbökupiltarnir
árið 1990.
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
B
aráttuglöðu og stökk-
breyttu unglings-
skjaldbökurnar hafa
snúið aftur! Þeir
Leonardo, Michelang-
elo, Donatello og Rafael ætla enn
á ný að bjarga heiminum. En ætli
þeim takist að endurheimta gríð-
arlegar vinsældir fyrri tíma?
Fyrir nærri tuttugu árum voru
skjaldbökur þessar helstu átrún-
aðargoð barna um allan heim, en
frægð þeirra reis hæst á árunum
1988–1991. Foreldrar áttu erfitt
með að skilja hrifningu barnanna,
enda voru þetta græn, stökk-
breytt kvikindi, sem dvöldu að-
allega í holræsum, hlutu þjálfun í
bardagalistum hjá rottu og börð-
ust við alls konar illþýði. En svo
rammt kvað að aðdáun barna á
lifnaðarháttum hinna stökk-
breyttu að lögreglan neyddist til
að biðja foreldra hér á landi að
ræða alvarlega við börn sín um
hætturnar sem fælust í að skríða
niður í holræsakerfi borgarinnar.
Fyrir nú utan óþrifin, sem slíku
athæfi fylgdu.
Hugmyndafluginu voru engin
takmörk sett þegar stökkbreyttu
unglingaskjaldbökurnar litu dags-
ins ljós. Ekki er nóg með að
skjaldbökuunglingarnir njóti leið-
sagnar rottu til að læra bardaga-
list að fornum japönskum sið,
heldur hafa andstæðingarnir
ávallt verið hinir fjölbreytileg-
ustu. Allt frá smáþjófum, sem
hrifsa veski af gömlum konum,
upp í árásarheri frá fjarlægum
sólkerfum.
Skjaldbökurnar eru nefndar eft-
ir nokkrum af frægustu málurum
endurreisnartímabilsins.
Leonardo er leiðtogi skjald-
bökuhópsins. Hann ber bláa
grímu og sveiflar fremur stuttum
ninja-sverðum.
Rafael er uppstökkur háðfugl,
ber rauða grímu og er vopnaður
japönsku stungusverði.
Michelangelo er sú skjaldbakan
sem léttust er í lund. Honum
finnst skemmtilegast að lesa
teiknimyndasögur og borða pítsu.
Hann ber appelsínugula grímu og
vopn hans eru keðjustafir.
Donatello er klári náunginn í
hópnum, vísindamaður og tækni-
snillingur. Hann vill fremur nota
gáfur sínar en ofbeldi til að leysa
deilur, en er samt vopnaður
löngum staf sem hann notar til að
berja á andstæðingunum. Dona-
tello er sá með fjólubláu grímuna.
Félagarnir Kevin Eastman og
Peter Laird sköpuðu þessar
óvenjulegu ofurhetjur og voru í
raun að gantast að teiknimynda-
hetjum á borð við X-Men. Þeir
náðu með herkjum að skrapa
saman peningum til að gefa fyrstu
söguna út. Tímaritið náði tölu-
verðum vinsældum og í kjölfarið
voru gerðar teiknimyndir fyrir
Megi holræsin haldast lokuð
HETJUDÁÐIR»
Tölvuteikning Skjaldbökurnar árið 2007 eru tölvuteiknaðar og töluvert meira ógnvekjandi en þær voru áður fyrr.
»Hugmyndafluginuvoru engin takmörk
sett þegar stökkbreyttu
unglingaskjaldbökurnar
litu dagsins ljós
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
GREINA má breytingu, á því leikur
enginn vafi. En hversu djúpstæð er
hún og til hvers mun hún leiða?
Stjórn George W. Bush hefur á und-
anliðnum vikum tekið ákvarðanir á
sviði utanríkismála, sem óhugsandi
hefðu verið í upphafi valdaferils
þessa umdeilda forseta. Aukið
„raunsæi“ sýnist nú ráða ferð í utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna. Afleit
staða mála í Írak ræður trúlega
mestu um að „hugsjónir“ hafa vikið
fyrir þeirri raunsæisstefnu, sem
margir telja að jafnan beri að móta
framgöngu þessa mikla veldis.
George Bush lagði þunga áherslu
á nauðsyn „lýðræðisvæðingar“ í
Mið-Austurlöndum á fyrra kjörtíma-
bili sínu. Forsetinn blés til „hnatt-
ræns stríðs gegn hryðjuverkaógn-
inni“ eftir árás flugumanna Osama
Bin Ladens á Bandaríkin í septem-
bermánuði árið 2001 og enn heldur
Bush því fram að djúpstæðar hug-
myndafræðilegar breytingar séu
mikilvægur liður í þeirri baráttu.
Tæpast verður því á móti mælt.
Vandinn er fólginn í hvernig knýja
má þær fram.
Innrásina í Írak réttlættu Bush og
undirsátar hans með ýmsu móti. Ein
röksemdin var sú að risi upp á rúst-
um veldis Saddam Hússeins forseta
nýtt og öflugt lýðræðisríki myndu
þau umskipti hafa gríðarleg áhrif í
þessum heimshluta og jafnvel víðar.
Mjög margir höfnuðu raunar rök-
semdafærslu þessari og sögðu til-
ganginn með innrásinni þann einan
að komast yfir gífurlegar olíuauð-
lindir Íraka. Að sönnu má færa rök
fyrir því að olían hafi ráðið miklu um
ákvarðanir Bush-stjórnarinnar en
furðu oft er horft framhjá þeirri hug-
myndafræðilegu vissu um áskapað
eða óhjákvæmilegt forystuhlutverk,
sem löngum hefur mótað utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna. Þessi nálgun
á grundvelli hugsjóna skapar að
sönnu skýra og um leið heldur ein-
feldningslega sýn til umheimsins. En
hún hefur lengi, að vísu í mismiklum
mæli, ráðið för vestra. George W.
Bush og sveinar hans hafa gengið
lengst allra ráðamanna í síðari tíma
sögu Bandaríkjanna við að fram-
kvæma – nákvæmnikrafan kallar á
sagnorðið „raungera“ – þessa sýn til
ríkisins og heimsbyggðarinnar. Í
anda þessarar hugmyndafræði hefur
gildi samstarfs, t.a.m. á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, ýmist verið
dregið í efa eða því beinlínis hafnað.
Hagsmunir þjóðarinnar og áskapað
forustuhlutverk hennar á vettvangi
heimsmálanna hafi í för með sér að
ávallt beri að horfa fyrst til Banda-
ríkjanna (e. „America First“ ), sem
aftur kunni að kalla á einhliða
ákvarðanir og aðgerðir.
Viðræður við „útlaga“
Nú er á hinn bóginn komið annað
hljóð í strokkinn. Nefna má þá
ákvörðun Bush-stjórnarinnar að
semja við ráðamenn í Norður-Kóreu
í því skyni að hefta áætlanir þeirra
um frekari kjarnorkuvígvæðingu.
Og þvert á fyrri ummæli heimilaði
forsetinn viðræður við Írani, að vísu
innan ramma fjölþjóðlegrar ráð-
stefnu. Ríki þessi hafði forsetinn
sagt að mynduðu „öxul hins illa“ í
heimi hér og iðulega vísað til ráða-
manna þar sem „útlaga“. Banda-
ríkjamenn hafa og á síðustu vikum
beitt sér af auknum þunga fyrir við-
ræðum Palestínumanna og Ísraela,
sem felur í sér samskipti við nýja
þjóðstjórn þeirra fyrrnefndu er hýs-
ir m.a. fulltrúa Hamas-hreyfingar-
innar. Rétt er það, þau samskipti eru
ekki bein, en hafa ber í huga að
Bandaríkjamenn og Ísraelar telja
Hamas til hryðjuverkasamtaka.
Bandaríkjamenn ræða nú við
ýmsa („aðila“), sem óhugsandi hefði
verið áður. Hrakfarirnar í Írak hafa
sýnilega kallað fram breytt stöðu-
mat og við framkvæmd (og jafnvel
mótun) utanríkisstefnunnar er nú
horft til hins „alþjóðlega raunveru-
leika“ í stað þess að dregnar séu upp
áætlanir um að breyta honum.
Er þetta í raun eitthvað nýtt og ef
svo er hverju breytir þessi nýja sýn?
Já og mörgu. Vissulega hafa átök
verið innan Bush-stjórnarinnar um
utanríkisstefnuna þar sem stinn stál
raunsæis- og hugsjónamanna hafa
mæst. Í því sambandi kemur upp í
hugann Colin Powell, sem beið lægri
hlut í þeim viðskiptum í utanríkis-
ráðherratíð sinni. Nú hafa hugsjóna-
mennirnir og nýja-íhaldið orðið und-
ir líkt og brotthvarf þeirra Donalds
Undanhald
hugsjónanna
ERLENT»
Reuters
Fórnir Syrgjendur við kistu bandarísks hermanns sem féll í sprengjutilræði í Írak. Ört þverrandi stuðningur við
hernaðinn í landinu og breytt valdahlutföll á Bandaríkjaþingi þrengja nú mjög svigrúm George Bush forseta.
Reuters
Írak Bush forseti ásamt Condo-
leezzu Rice utanríkisráðherra.
Í HNOTSKURN
»Condoleezza Rice hefurgegnt embætti utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna í
rúm tvö ár. Á þessum tíma
hefur hún fylgt mun „virkari“
utanríkisstefnu en Colin Po-
well, forveri hennar í embætti.
»Rice hefur lagt auknaáherslu á aðild Banda-
ríkjamanna að svæð-
isbundnum deilum með hefð-
bundum „diplómatískum“
aðferðum, sem nýju-íhalds-
mennirnir svonefndu hafa
lengi haft efasemdir um.
»Almennt hefur Rice þóeinkum sýnst boðberi
nýrrar nálgunar fremur en að
breyting hafi verið gerð á
grundvallarstefnumiðum
Bush-stjórnarinnar. Óhugs-
andi er að frá þeim verði
formlega horfið en fram-
kvæmdin verður önnur.
Erlent | Stjórn George W. Bush hefur tekið ákvarðanir á sviði utanríkismála, sem hefðu verið óhugsandi í upphafi valda-
ferils forsetans. Hetjudáðir | Stökkbreyttu skjaldbökurnar hafa snúið aftur. Framboð | Ný framboð hafa nokkrum sinn-
um náð góðum árangri. Stjórnmál | Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfingarinnar setur stefnuna á 10 - 15% fylgi.
VIKUSPEGILL»
Mun raunsæi móta utanríkisstefnuna
út kjörtímabil Bush Bandaríkjaforseta?