Morgunblaðið - 01.04.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
S
amkvæmt nýjustu fylgis-
könnun Capacent Gall-
up fyrir Morgunblaðið
og RÚV hlyti hið ný-
stofnaða framboð, Ís-
landshreyfingin, 5,2% atkvæða ef
gengið yrði til alþingiskosninga
nú. Það hefur nokkrum sinnum
gerst frá lýðveldisstofnun að ný
framboð hafi náð góðum árangri í
alþingiskosningum og sum þeirra
hafa meira að segja komið fram á
elleftu stundu.
Þjóðvarnarflokkur Íslands
Fyrsta nýja framboðið til að
hljóta brautargengi á lýðveldistím-
anum var Þjóðvarnarflokkur Ís-
lands sem kom tveimur mönnum á
þing árið 1953 í krafti 6% atkvæða.
Verulegan þátt í vinsældum
flokksins átti efsti maður á fram-
boðslista hans í Reykjavík, Gils
Guðmundsson, ritstjóri og rithöf-
undur. Flaug hann inn á þing og
tók með sér uppbótarmann. For-
maður flokksins var Valdimar Jó-
hannsson bókaútgefandi.
Þjóðvarnarflokkurinn missti
báða sína menn í kosningunum
1956 og árið 1963 rann flokkurinn
að mestu saman við Alþýðubanda-
lagið.
Eins og nafnið gefur til kynna
barðist Þjóðvarnarflokkurinn eink-
um fyrir brottför erlends herliðs
frá Íslandi og voru stuðningsmenn
hans aðallega fólk sem ekki gat
hugsað sér að berjast fyrir þessu
innan vébanda Sósíalistaflokksins.
Í efnahagsmálum var flokkurinn
fylgjandi blönduðu hagkerfi.
Lýðveldisflokkurinn
Í kosningabaráttunni 1953 benti
margt til þess að annar nýr flokk-
ur, Lýðveldisflokkurinn, kæmi
mönnum að á Alþingi. Svo fór þó
ekki. Að Lýðveldisflokknum stóðu
einkum óánægðir Sjálfstæðismenn
og lagði flokkurinn m.a. áherslu á
aukið athafnafrelsi og aðskilnað
framkvæmdar- og löggjafarvalds.
Formaður flokksins var Gunnar
Einarsson, prentsmiðjustjóri Ísa-
foldar. Flokkurinn lagði upp laup-
ana 1955.
Samtök frjálslyndra
og vinstri manna
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna (SFV) voru stofnuð að
frumkvæði Hannibals Valdimars-
sonar og Björns Jónssonar árið
1969 og buðu fyrst fram til Alþing-
is tveimur árum síðar. Flokkurinn
hlaut 8,9% atkvæða og fimm menn
kjörna, þrjá kjördæmakosna og
tvo uppbótarþingmenn. Var al-
mennt litið á SFV sem sigurveg-
ara kosninganna.
Í kjölfarið áttu samtökin aðild
að ríkisstjórn ásamt Framsóknar-
og Alþýðuflokki en klofningur kom
upp í þingflokknum og sumir þing-
menn hættu stuðningi við stjórn-
ina. SFV fengu tvo menn kjörna í
alþingiskosningunum 1974 og buðu
síðast fram í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum árið 1978.
SFV byggðu á jafnaðarstefnu,
vildu brjóta upp flokkakerfið og
sameina íslenska jafnaðar- og sam-
vinnumenn í einn sterkan flokk.
Samtökin voru andvíg aðild Ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
Framboðsflokkurinn setti sterk-
an svip á kosningabaráttuna 1971
en að honum stóðu ungir æringjar
og vakti þingmennska síst af öllu
fyrir þeim. Um tíma leit út fyrir að
flokkurinn fengi mann kjörinn en
því var afstýrt á elleftu stundu.
Gripu sumir frambjóðendur m.a.
til þess ráðs að kjósa aðra flokka.
Bandalag jafnaðarmanna
Bandalag jafnaðarmanna (BJ)
var stofnað í ársbyrjun 1983 að
frumkvæði Vilmundar Gylfasonar
sem skömmu áður hafði sagt sig
úr Alþýðuflokknum. Í kosningum
til Alþingis sama ár hlaut BJ 7,3%
atkvæða og fékk fjóra þingmenn
kjörna. Eftir fráfall Vilmundar í
júní 1983 kom upp ágreiningur
innan BJ og árið 1986 hvarf þing-
flokkurinn þegar þrír þingmenn
flokksins gengu í Alþýðuflokkinn
og einn í Sjálfstæðisflokkinn.
Flokkurinn var eigi að síður til
áfram og bauð fram í Alþingis-
kosningunum 1987 en fékk engan
mann kjörinn og aðeins 0,2% at-
kvæða.
BJ hafði að stefnumiði umbreyt-
ingu stjórnkerfis og uppstokkun
flokkakerfis, beina kosningu hand-
hafa framkvæmdavalds og aðskiln-
að þess frá löggjafarvaldi.
Samtök um kvennalista
Annað nýtt framboð kom fram
fyrir alþingiskosningarnar 1983,
Samtök um kvennalista. Buðu
Gegn ríkjandi gildum
Sigurvergari Albert Guðmundsson hafði sannarlega ástæðu til að fagna eftir Alþingiskosningarnar 1987.
FRAMBOл
Nokkur ný framboð sem orðið hafa til utan hins hefðbundna flokkakerfis í íslenskum stjórnmálum
frá stofnun lýðveldisins hafa hlotið góða kosningu og mest komið sjö fulltrúum á Alþingi
» Í alþingiskosning-
unum 1987 bauð
Kvennalistinn fram í öll-
um kjördæmum og
hlaut 10,1% atkvæða og
tvöfaldaði þingmanna-
fjölda sinn.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
É
g er bjartsýn kona að
eðlisfari og set því
stefnuna á 10–15%
fylgi í komandi al-
þingiskosningum en
ég yrði ánægð með helminginn af
því. Það yrði mjög góður árangur í
fyrstu atrennu,“ segir Margrét
Sverrisdóttir, varaformaður Ís-
landshreyfingarinnar, sem nú býð-
ur fram til Alþingis í fyrsta skipti.
Margrét segir flokkinn hafa fallið
í góðan jarðveg. „Framboðið er
bara rétt vikugamalt og miðað við
það er mín tilfinning mjög góð. Ég
held að það sé vegna þess að það
var tómarúm þarna í pólitíkinni. Ís-
landshreyfingin er flokkur með
einkaframtak og frelsi einstaklings-
ins til athafna að leiðarljósi ásamt
ríkri áherslu á umhverfismál.“
Flokkurinn hefur verið gagn-
rýndur fyrir að kynna ekki ítarlega
stefnuskrá um leið og tilkynnt var
um framboðið. „Ég get alveg skilið
það,“ segir Margrét, „en við
ákváðum að fara þessa leið. Stefnu-
skrá er lifandi plagg. Við höfum
lagt grunninn og munum örugglega
bæta við hann eftir því sem nær
dregur kosningum. Heimasíða Ís-
landshreyfingarinnar mun að öllum
líkindum fara í loftið núna um
helgina og þar verður stefnuskrána
að finna.“
Margrét segir ákveðið að Ís-
landshreyfingin bjóði fram í öllum
kjördæmum. Aðeins sé eftir að
hnýta lausa enda. Framboðslistar
hafa enn ekki verið kynntir og segir
hún að unnið sé hörðum höndum að
þeim málum þessa dagana. Mar-
grét segir ótímabært að nafngreina
fleiri frambjóðendur en fram hafa
komið nú þegar.
Látum fjölmiðla
ekki stjórna okkur
„Ég veit að menn eru óþreyju-
fullir og bíða spenntir eftir fram-
boðslistum okkar. Og þeir munu
líta dagsins ljós fyrr en síðar. Við
tökum okkur eigi að síður þann
tíma sem við þurfum og það er al-
veg ljóst að við látum Stöð 2 ekki
stjórna okkur í þessum efnum.
Spyrlarnir þar eru svo ágengir að
þeir drepa ekki bara áhuga almenn-
ings á stöðinni heldur hreinlega
fæla fólk frá stjórnmálaþátttöku.
Það er ekki heiglum hent að hoppa
inn í sjónvarpsviðtal og maður hef-
ur séð ráðherra til tólf ára standa
þar stamandi. Fjölmiðlarnir hafa
auðvitað sína hentisemi en þeir
mega ekki stýra kosningabarátt-
unni.“
Margrét reiknar með að fylgi Ís-
landshreyfingarinnar muni fyrst og
fremst koma úr þremur áttum: Frá
Vinstrihreyfingunni – grænu fram-
boði, Frjálslynda flokknum og
Sjálfstæðisflokknum. „Fólk sem
gekk með mér úr Frjálslynda
flokknum á mikið í þessu framboði.
Það hefur líka verið mín tilfinning,
og mér finnst kannanir staðfesta
það, að náttúruverndarsinnað
hægra fólk, sem ætlaði að kjósa
Vinstri græna, hafi snúist á sveif
með okkur. Ég hef ekki trú á því að
við eigum eftir að fá meira fylgi
þaðan en hins vegar er ég sannfærð
um að Sjálfstæðisflokkurinn á eftir
að missa meira fylgi til okkar á
næstu vikum. Margt sjálfstæðisfólk
fagnar þessu framboði.“
Margrét gerir ráð fyrir að fylgi
flokksins verði að hluta bundið við
einstakar persónur. Nefnir hún
Ómar Ragnarsson, formann Ís-
landshreyfingarinnar, sérstaklega í
því sambandi. „Fólk veit að Ómar
fer „nauðugur“ í framboð vegna
þess að honum þykir svo brýnt að
breyta stefnunni í umhverfis-
málum. Um leið veit fólk að hann
hefur alltaf verið hófstilltur hægri-
maður, eins og ég sjálf, og það þarf
því enginn að efast um trúverðug-
leika okkar. Fólk veit hvar það hef-
ur okkur.“
Hún segir ferska vinda blása um
Íslandshreyfinguna og bindur vonir
Vonast eftir
10–15% fylgi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bjartsýn Margrét Sverrisdóttir gerir ráð fyrir að Íslandshreyfingin eigi einkum eftir að taka fylgi frá Vinstri-
hreyfingunni – grænu framboði, Frjálslynda flokknum og Sjálfstæðisflokknum í Alþingiskosningunum í vor.
Margrét Sverrisdóttir segir Íslands-
hreyfinguna hafa fallið í góðan jarðveg
STJÓRNMÁL»