Morgunblaðið - 01.04.2007, Side 22
tónlist
22 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
S
erbókróatíski tónlist-
armaðurinn Goran Brego-
vic hefur átt ævintýralega
ævi svo ekki sé meira
sagt. Hann var á sinni tíð
ein helsta rokkstjarna Júgóslavíu en
varð síðan eignalaus á einni nóttu
þegar borgarastyrjöld hófst í landinu
og þurfti að byrja upp á nýtt. Hann
sneri því þó sér í hag og er í dag með
virtustu höfundum kvikmynda-
tónlistar, aukinheldur sem hann nýt-
ur vinsælda um alla Evrópu fyrir
sólóskífur sínar og tónleikahald með
sannkallaðri risahljómsveit. Sú risa-
sveit, og Bregovic með, heldur ein-
mitt tónleika hér á landi í Laug-
ardalshöll 19. maí næstkomandi, en
tónleikarnir, sem haldnir eru í sam-
vinnu við Listahátíð, eru liður í tón-
listarhátíðinni Vorblóti, sem haldin
verður 17. til 19. maí næstkomandi.
Goran Bregovic fór ungur að fást
við tónlist, gerðist snemma þunga-
rokkari og spilaði á bassa í hljóm-
sveitinni Bestije í Sarajevo og síðar í
hljómsveitinni Kodek. Hann stofnaði
svo eigin hljómsveit, Bijelo Dugme,
„Hvíti hnappurinn“, sem er alla jafna
talin brautryðjandi í júgóslavnesku
rokki og náði gríðarlegum vinsældum
– sagt var um helstu breiðskífu sveit-
arinnar að af henni hefðu selst fleiri
eintök en til voru af plötuspilurum í
Júgóslavíu. Sú sveit skreytti rokkið
gjarnan með þjóðlegri tónlist, sveita-
söngvum og sígaunastemmum en
Bregovic var helsti lagasmiður henn-
ar.
Þegar skálmöld hófst í Júgóslavíu
og ríkið leystist upp í upphafi síðasta
áratugar settist Bregovic að í París
og haslaði sér völl á nýju sviði, varð
mikilvirkur og virtur kvikmynda-
tónlistarsmiður, samdi meðal annars
tónlistina við myndir Emirs Kust-
irica, Neðanjarðar og Svartur köttur,
hvítur köttur. Hann sendi líka frá sér
sólóskífur og fór síðan að ferðast um
heiminn og halda tónleika.
Alltaf verið hundrað árum á eft-
ir
Ég hitti Goran Bregovic að máli í
Cannes eftir að hafa séð tónleika
hans í hátíðarsal Cannes fyrir stuttu,
þar sem Bregovic skemmti með full-
skipaðri hljómsveit, vel á þriðja tíma
af músík. Á tónleikunum mátti heyra
að hann stendur föstum fótum í Balk-
anskagatónlist, því þótt hann sé að
flytja eigin tónlist þá er hún svo þjóð-
leg á köflum að hún hljómar helst
eins og hrein þjóðlagamúsík. Brego-
vic tekur undir það að af músíkinni sé
þjóðlegur keimur, en hann hafi þó
ævinlega það eitt í hyggju að semja
nútímatónlist „en fyrir mér er nútím-
inn hundrað ára gamall“, segir hann
og kímir. „Ég vinn eins og tónskáld
hafa gert í gegnum tíðina, stel frá
hefðinni og reyni að skila einhverju til
nútímans með vöxtum. Ég er því ekk-
ert að vinna öðruvísi en tónskáld hafa
gert í gegnum tíðina, frá Stravinskíj
til Gershwins, frá McCartney til Bo-
nos – allir byrja á hefðinni og vinna
þaðan.
Ef ég vil vera sjálfum mér sam-
kvæmur hlýt ég að semja samkvæmt
minni menningarhefð og þótt ég sé að
semja nútímatónlist má vel vera að
aðrir upplifi það sem gamaldags mús-
ík, sem er þá kannski vegna þess að
ég kem frá menningarhefð sem er
gamaldags á evrópskan mælikvarða,
við höfum alltaf verið hundrað árum á
eftir Vestur-Evrópu,“ segir Bregovic
og bendir á Vuk Karadžic, fyrsta
serbneska leikskáldið, til að sanna
mál sitt: „Hann var vinur Goethes og
ég sé þá fyrir mér þar sem þeir fara
út á kvöldin að skemmta sér, skála og
daðra við stúlkurnar. Daginn eftir
setjast þeir síðan við skriftir – Kara-
džic að skrifa fyrstu serbnesku leik-
ritin og Goethe að skrifa Faust, sem
sýnir vel þá menningarlegu gjá sem
er á milli okkar og vestur-evrópskrar
menningar.“
Úr litlum menningarheimi
Hvað sem þeirri menningarlegu
gjá líður er ljóst að fólk í Vestur-
Evrópu kann vel að meta tónlist frá
Balkanskaga og því betur sem það
heyrir meira af henni. Ég segi Brego-
vic frá hljómsveitinni Stórsveit Nicks
Noltes, þar sem hópur tónlistar-
manna sem fengist hafa við fram-
sækna tónlist kemur saman til að
spila lúðrasveitamúsík á balkneska
vísu. Honum finnst það fyndin saga
og segir síðan að við séum að upplifa
það í fyrsta sinn í mannkynssögunni
að lítið menningarsvæði hafi áhrif á
stærri menningarsvæðum.
„Við erum lánsamir að vera uppi á
þessum tímum, en vissulega væri
auðveldara að tilheyra stóra svæðinu,
að njóta þess sjálfstrausts sem fylgir
því að starfa í ríkjandi menningar-
hefð; það er auðvelt að hafa sjálfs-
traust sem listamaður ef maður er
Kínverji eða Rússi eða engil-
saxneskur. Þeir sem tilheyra litlum
menningarheimi eins og ég, menn-
ingarheimi sem er að segja óþekktur
utan Serbíu, sem á engin þekkt tón-
skáld, hafa eðlilega minna sjálfs-
traust. Ef stríðið hefði ekki komið til
hefði ég líklega aldrei fengið það
sjálfstraust sem þurfti til að hasla
mér völl sem tónlistarmaður utan
Serbíu.“
Eins og getið er í upphafi var
Bregovic rokkstjarna í heimalandi
sínu, leiðtogi vinsælustu og áhrifa-
mestu rokksveitar Júgóslavíu, að
spila sömu tónlistina undir miklum
áhrifum af þjóðlagatólist en í rokk-
búningi, eins og hann lýsir því sjálfur.
„Mér datt aldrei í hug að ég ætti
eftir að spila utan Serbíu, mér fannst
músíkin vera svo staðbundin. Í dag
get ég svo séð að fólk er að hlusta á
tónskáld frá svo smáum menning-
arsvæðum sem eru meira að segja
sérkennilegri en ég,“ segir Bregovic
brosandi.
Brúðkaup og jarðarfarir
Balkanskaginn er sannkölluð
menningardeigla sem enn er að mót-
ast og þótt tónlist hverrar þjóðar eða
þjóðarbrots hafi sín sérkenni þá er
mikill samhljómur milli landa. Miklu
ráða í þeim efnum áhrif frá margra
alda yfirráðum Tyrkja á Balk-
anskaga, sérstaklega í lúðrasveita-
tónlistinni sem er sprottin að miklu
leyti frá mahtar-sveitum herja Ot-
tómana, herlúðrasveitum, sem eru
elstu dæmi um herlúðrasveitir og
höfðu áhrif víðar en á Balkanskaga.
Við ræðum þessa sögu fram og aft-
ur og Bregovic segir að nærtæk skýr-
ing á því af hverju sígaunar á Balk-
anskaga hafi tekið til við að spila
lúðrasveitamúsík sé að þegar þjóð-
irnar brutust undan yfirráðum
Tyrkja á nítjándu öld var skortur á
lúðrasveitum. „Fljótlegasta leiðin til
að bæta úr því var að útvega sígaun-
um lúðra, enda tók það þá ekki nema
hálfan dag eða svo að læra á þá. Þeg-
ar þeir voru síðan komnir með hljóð-
færin í hendurnar fóru þeir að spila í
brúðkaupum og við jarðarfarir því
hefðin er sú að í jarðarför á að spila
uppáhaldstónlist hins látna.“
Það þarf ekki mikla þekkingu á
tónlist til að tengja hér beint við
greftrunarsiði blökkumanna í New
Orleans á nítjándu öld (og vel voru
kynntir hér á landi Dirty Dozen
Brass Band í maí 1986). Þær lúðra-
sveitir urðu til fyrir áhrif frá evrópsk-
um lúðrasveitum, sem aftur urðu fyr-
ir áhrifum af herlúðrasveitum
Tyrkja. Ég nefni þessa pælingu við
Bregovic og hann tekur svo hraust-
lega undir hana að hann tekst allur á
loft. „Já, já,“ segir hann, „einmitt,
einmitt og ef maður skoðar gamlar
myndir af djasshljómsveitum, einmitt
hljómsveitum eins og spiluðu í jarð-
arförum í New Orleans, þá sjást
samskonar trommur og notaðar eru í
serbneskri lúðrasveitatónlist.“
Tónlist er fyrsta tungumálið
Við erum á einu máli um að það sé
stórmerkilegt fyrirbæri hvernig svo
líkar hefðir geta orðið til í órafjar-
lægð hvor frá annarri, en Bregovic
bætir við eftir smáumhugsun að
kannski sé það ekki svo skrýtið:
„Tónlist er fyrsta tungumálið, fyrsta
tækið sem fólk notaði til samskipta,
hún varð til áður en menn fóru að
nota tungumál, stjórnmál og trúar-
brögð. Þess vegna er svo auðvelt að
ná til fólks með tónlist, tala tungumál
sem allir skilja. Ég hef spilað um all-
an heim, í Japan, New York, Seúl,
Noregi, St. Pétursborg, Tel Aviv, í
fjölmörgum borgum, fjölmörgum
löndum, og þegar mér tekst vel upp,
þegar ég næ að tala nógu skýrt
tungumál tónlistarinnar, þá skilja
mig allir.“
Gagnrýni undir rós
Í Vestur-Evrópu var rokktónlist
fyrst og fremst hluti ungmenna-
menningar, einn fjölmargra þátta, en
austan járntjaldsins skipti hún öllu
meira máli, varð eiginlega eini vett-
vangur ungs fólks til að tjá óánægju
sína með staðnað og stíft kerfi.
Bregovic segir þannig að rokkið hafi
verið nánast eina leið sín og félaga
sinna til að skera sig úr, að fara á svig
við ríkjandi gildismat og hann skilji
ekki enn þann í dag hvers vegna þeir
hafi alla jafna fengið að vera í friði
með það sem þeir voru að gera, enda
voru þeir sífellt að láta reyna á
hversu langt þeir gætu gengið í gagn-
rýni undir rós.
„Það lifir ekki mikið af tónlistinni
sem við vorum að spila, sú rokkhefð
er ekki til lengur, en sem tjáning-
arform skipti rokkið gríðarlegu máli
og við gátum gengið býsna langt. Í
einni tónleikaferð okkar var Tifa,
söngvarinn, þannig í hvítum mar-
skálksbúningi, eins og Tító, á fyrri
hluta tónleikanna og í seinni hlut-
anum var hann í svörtum nasistabún-
ingi. Tengingin var augljós og það
urðu læti vegna þessa en við lentum
þó ekki í fangelsi. Við vorum eins og
margir aðrir listamenn sem héldu sig
á línunni, gengu eins langt og þeir
gátu en gættu sín samt á því að ganga
ekki svo langt að þeir yrðu settir inn.
Svo þegar kommúnisminn hvarf
misstu margir listamenn líka hvatn-
inguna til að halda áfram, ótal lista-
menn hurfu, misstu áhugann á list-
inni og fóru að gera eitthvað annað.“
Goran Bregovic varð mikil stjarna í
heimalandi sínu og vellauðugur á
júgóslavneskan mælikvarða. Á end-
anum varð hann þó leiður á frægð-
inni, leiður á vinsældunum, enda seg-
ist hann hafa byrjað snemma og verið
búinn að taka út allan pakkann þegar
hann var kominn um þrítugt.
„Ég byrjaði að spila á strípibúllum
sextán ára í Júgóslavíu og átján ára
var ég farinn að spila á strípibúllum á
Ítalíu,“ segir hann og hlær við. Svo
gekk hann líka í gegnum hefðbundna
rokkerfiðleika, var til að mynda í mik-
illi eiturlyfjaneyslu um tíma, en náði
svo áttum og þegar hann var á síðasta
ári í háskóla kom út fyrsta breið-
skífan og hann varð frægur um alla
Júgóslavíu.
Orðinn dauðleiður
„Þegar maður er ungur dreymir
mann um að verða ríkur og frægur,
en þegar því er náð magnar rokkið
allt upp, allt verður stærra og meira
en það er í raun, allt frá persónuleika
manns í tónlistina, allt þarf að magna
upp. Síðustu árin sem ég var í rokk-
inu var ég eiginlega hættur að vinna,
spilaði kannski í tvo til þrjá mánuði í
einu og tók mér svo frí á milli, dauð-
leiður á því sem ég var að gera. Skatt-
arnir voru líka svo svakalegir, 90%
skattur, að það borgaði sig ekki að
vinna. Ég keypti mér því hús á Ír-
landi og annað við Adríahaf og eyddi
tímanum þar á milli þess sem ég var á
tónleikaferðum.
Ég var nánast búinn að fá nóg af
því að vera rokkstjarna og svo ofbauð
mér hve mikið bar á þjóðernissinnum
í lok níunda áratugarins, allir voru að
veifa fánum þjóðernissinna. Ég ákvað
því að draga mig í hlé í rokkinu,
hætta í bili, þótt ég ætlaði að halda
áfram að fást við tónlist,“ segir
Bregovic og bætir við að það hafi ver-
ið nánast fyrir tilviljun að hann fór að
gera kvikmyndatónlist.
„Ég þekkti Emir Kusturica og tók
að mér að semja tónlist við eina
stutta senu í mynd hjá honum. Ég
man að ég borgaði meira að segja fyr-
ir upptökurnar sjálfur því ég átti nóg
af peningum en hann átti ekki neitt.
Hann vildi svo meira og ég fór til Par-
ísar að vinna tónlistina við Arizona
Dream. Þá byrjaði stríðið.“
Eignalaus á einni nóttu
Eftir hrun kommúnismans á ní-
unda áratugnum jókst spenna milli
þjóðarbrotanna sem mynduðu Júgó-
slavíu og sauð upp úr 1991 með borg-
arastyrjöld. Þá var Bregovic staddur
í París, eins og getið er, en heimili
hans var í Sarajevo og nánast á einni
nóttu glataði hann öllum eigum sín-
um.
„Það var merkileg upplifun að
missa allt, húsið í Sarajevo, sum-
arhúsin, snekkjurnar, bílana – allt
horfið á einni nóttu. Áður fyrr varð ég
brjálaður ef einhver rispaði einhvern
af bílunum mínum en þegar ég missti
allt í einu lagi var mér eiginlega alveg
sama. Það var ekki fyrr en löngu síð-
ar sem ég fór að sakna smáhluta eins
og mynda frá menntaskólaárunum og
álíka.
Það var mjög merkileg upplifun
fyrir listamann að þurfa að byrja upp
á nýtt, að geta byrjað upp á nýtt. Ég
byrjaði að vinna eins og brjálaður
maður, enda sárvantaði mig peninga,
Tónlist fyrir brúðkaup o
Tónlist frá Balkan-
skaga er í miklum
metum víða um heim
og fólk virðist kunna
því betur við hana sem
það heyrir hana oftar.
Árni Matthíasson
ræddi við serbókróat-
íska tónlistarmanninn
Goran Bregovic sem
heldur tónleika með
stórsveit sinni á Vor-
blóti í maí.
Hljómsveitarstjóri Bregovic stýrir hljómsveit og kór á tónleikum fyrir stuttu - „ég gef smá merki hér og þar, spila smá gítar og drekk smá viskí“.