Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 23 og fékk líka nóg að gera. Allur tíminn fór í kvikmyndatónlist og ég hafði engan tíma aflögu til að halda tón- leika sjálfur.“ Þá var það að Bregovic var beðinn að skrifa tvo strengjakvartetta fyrir Balanescu-kvartettinn og fór til Róm- ar að vera viðstaddur flutninginn. Hann segir að það hafi verið mikil upplifun, enda var það í fyrsta sinn sem hann sá aðra spila tónlist eftir sig – „ekkert rokk og ról, bara fjórir hljóðfæraleikarar sem sátu á stólum og spiluðu, og það vantaði ekkert upp á, engan samsöng, hróp og köll,“ seg- ir Bregovic og hrópar upp á ensku: „Eru ekki allir í stuði!“ Vantaði pönk „Mér fannst frábært að upplifa þetta og ákvað að svona vildi ég líka gera, ákvað að nota tækifærið og byrja nýjan feril neð nýrri gerð tón- listar og um leið og ég kom til Parísar aftur setti ég saman sinfón- íuhljómsveit með kór og fór svo í fyrstu tónleikaferðina.“ Bregovic segir að allt hafi gengið að óskum, en hann hafi ekki verið fyllilega ánægð- ur með afraksturinn, í flutningi sin- fóníuhljómsveitar og klassísks kórs hafi útkoman verið allt of venjuleg, allt of vönduð, alltof góður sam- hljómur. „Ég losaði mig því við allar kvenraddirnar úr kórnum og síðan við alla blásarana og réð sígauna í staðinn. Að lokum rak ég slagverks- leikarana og fékk mér trommuleikara sem spilar líka á slagverk og bætti svo við tveimur búlgörskum söng- konum.“ Hvers vegna, spyr ég og hann svarar að það hafi vantað pönk: „Pönkið dó þegar Sex Pistols tóku upp God Save the Queen með Chris Thomas sem upptökustjóra, mann sem unnið hafði með Elton John og fleiri álíka listamönnum. Pönkið dó þegar tekið var upp pönklag þar sem allt var í réttri tóntegund. Ef maður spilar tónlist sem er ekki alveg í réttri tóntegund ber hún í sér smágeggjun, smápönk, og þess vegna er ég með sígaunablásara með mér – þeir spila á gamla hermannalúðra og það er ekki hægt að spila alveg hreint með þeim. Þegar við erum að spila er alltaf smávegis falskt í tónlistinni, smágeggjun, sem ég sakna þegar ég hlusta á hefðbundna sinfón- íuhljómsveit. Söngvara í kórinn fæ ég síðan alltaf úr kirkjukórum í rétt- trúnaðarkirkjum og er þá laus við ítalska tenóra – fæ djúpa bassa í stað- inn, slavneska bassa,“ segir Bregovic og bætir við að það besta við hljóm- sveitina sé að innan hennar séu svo ólíkir listamenn, allt frá hálærðum tónlistarmönnum í sígauna sem lært hafa af sjálfum sér. „Ég finn það að menn eru enn forvitnir, vilja læra hver af öðrum, og fyrir vikið er alltaf skemmtilegt að spila.“ Gleði og sorg Þó að tónlist frá Balkanskaga sé um margt dæmigerð skemmtitónlist, fjörug, hávær og kraftmikil, felst líka í henni tregi og sorg – þegar allt er að ganga af göflunum í villtum hora- dansi kemur inn grátbólgið klarinett eða ástsjúkur trompet og kippir okk- ur niður á jörðina. Ég ber þetta undir Bregovic, inni hann eftir því hvers vegna menn blandi svo títt saman sorg og gleði á hans heimaslóðum og hann svarar einfaldlega „þú veist hvernig slavar eru“ og segir mér svo dæmisögu: „Ég var eitt sinn í Istanbúl að vetrarlagi, á litlu hóteli. Eigandi hót- elsins bauð mér og öðrum gestum hótelsins, sem voru örfáir, í afmæl- isveislu. Framan af var mikið fjör, afmælissöngurinn sunginn og hljóm- sveit spilaði gleðimúsík, en eftir því sem leið á veisluna varð tónlistin sorglegri og sorglegri. Aðrir hót- elgestir, kanadísk stelpa og stelpur frá Skandinavíu, skildu ekki hvað var að gerast, en mér fannst það við- eigandi; eftir því sem við skemmtum okkur meira því sorgmæddari urð- um við, þannig er það bara þarna fyrir austan.“ Að sögn Bregovic er þessi tilfinn- ing, þessi sorgarskotna gleði, ein af ástæðunum fyrir því að hann kýs helst að vinna með tónlistarmönnum frá Balkanskaga, tónlistarmenn frá Vestur-Evrópu skilji illa tilfinn- inguna. „Þeir eiga líka erfitt með að skilja slavneska danstakta, geta svo- sem spilað þá ef þeir vanda sig, en heima fyrir skilja menn þá án þess að þurfa að vera sífellt að telja,“ segir hann og slær sífellt flóknari takt eins og annars hugar en heldur svo áfram: Tónlist óvinarins „Balkanskagi er góð uppspretta tónlistar en hann er líka vettvangur sorglegra atburða sem landamæri rétttrúnaðarkirkjunnar, kaþólsk- unnar og íslam í fimm hundruð ár, vettvangur trúarbragðastríðs sem lýkur aldrei – síðasta stríð var alveg eins og stríðið þar á undan, hundrað árum fyrr. Íbúar á Balkanskaga hafa drepið hver annan í hundruð ára, en þeir hafa líka verið að spila músík í hundruð ára og ef vel er að gáð þá hljómar tónlist hvers óvinar í þjóð- legri tónlist hvers þjóðarbrots.“ Eins og getið er vinnur Bregovic með stórri hljómsveit og er á sviðinu allan tímann, er hljómsveitarstjóri, syngur smá og spilar stundum á gít- ar. Áhorfandi sér að það er hann sem ræður ferðinni, hann stjórnar hljóm- sveit og kór og hefur alla þræði í hendi sér, en hann vill ekki gera of mikið úr því, segist eiginlega nánast ekkert hafa að gera á sviðinu; „ég gef smámerki hér og þar, spila smágítar og drekk smáviskí. Ég reyni hins- vegar alltaf að skemmta mér, skilja áheyrendur og fá þá til að skemmta sér með mér. Maður lærir það í rokk- inu. Þegar ég var í rokkinu langaði mig svo mikið til að verða eins og Pink Floyd, að vera bara venjulegir karlar að spila sína tónlist, í venjulegum föt- um; ófríðir, feitir, venjulegir gamlir karlar. Mér fannst það frábært í gær- kvöldi þegar ég var á leiðinni á sviðið í hátíðarhöllinni hér í Cannes að ég þurfti að sýna sviðspassann minn, það þekkti mig enginn, sem er akk- úrat eins og ég vil hafa það. Ég hef selt fimm milljón plötur um allan heim á síðustu árum og ég þarf ekki að vera fallegur eða grannur, það er öllum sama hvernig ég lít út, ég get bara verið ég sjálfur.“ og jarðarfarir Frægur Goran Bregovic á tónleikum með Bijelo Dugme. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Guðríðarstíg 2-4 113 Reykjavík Sími 545 1000 www.hugurax.is ViðskiptalausnfráHugAx Ég veit hvað selst og hvað ekki. Ég veit hvað er til á lager og hvað er í pöntun. Ég veit hver rýrnunin er og ég veit hver framlegðin er. Það er komin alveg ný útgáfa af Ópusallt, viðskiptalausninni sem gerir allt starfsfólk aðeins klárara. Nánari upplýsingar á www.opusallt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.