Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 27

Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 27
Hitlersæskunnar og fyrrum fylk- isstjóri í Vínarborg Baldur von Sci- rach. Hann er yngstur þeirra stríðs- glæpamanna, sem þarna sátu. Hann er maður allstór vexti, með skolleitt hár. Eitthvað fanst mjer sjúklegt við augnaráð hans. Hann hnipti oft í sessunaut sinn til að hvísla einhverju að honum. Sessunautur hans var Sauckel, sá sem stjórnaði og bar ábyrgð á þrælahaldi erlendra verka- manna meðan á styrjöldinni stóð … Næstur sat hershöfðinginn Jodl, er menn kannast við úr styrjaldar- frjettum blaðanna. Hann var klæddur samskonar herforingjabúningi og Kei- tel. Nærri alveg sköllóttur, rjóður í framan. Við hlið Jodl sat maður með mikið grátt hár. Það var von Papen, er á langan stjórnmálaferil að baki sjer sem kunnugt er og um skeið var sendiherra þriðja ríkisins í Tyrklandi. Þeir Kaltenbrünner og hann voru allt- af að tala eitthvað saman“. Síðastan nefnir Sverrir til sögunnar á efri bekknum Seyss-Inquart, „er mest barðist fyrir innlimun Austurríkis. – Hann var skrifandi og sendi blöðin jafnóðum til verjanda síns. – Hirði jeg nú ekki að telja upp fleiri Nasistafor- ingja, er jeg hafði fyrir augum mjer í þetta skifti“. Líkan af Móse í réttarsalnum Sverrir lýsir líka í greininni að- stæðum í dómssalnum: „Í blaða- mannastúkunni er pláss fyrir hátt á þriðja hundrað manns. Fremst í sjálf- um rjettarsalnum eru borð þau er ákærendur hinna fjögurra stórvelda sitja við. Þau standa þvert yfir salinn. Lengst til vinstri sitja Frakkar undir forsæti M. Champetier de Ribes. Þá koma Rússar, undir forsæti hershöfð- ingjans Roman A. Rudenko. Þá koma Bandaríkjamenn undir forsæti Ro- bert H. Jackson og lengst til hægri sitja Bretar undir forsæti Sir Hartley Shawcross. Undir hægri vegg sitja yfirdómar- arnir, en að baki þeirra eru fánar stór- veldanna. Forseti dómsins er Geoff- rey Lawrence, háyfirdómari. Hann er Englendingur og situr fyrir miðju borði. Fyrir framan yfirdómarana sitja ritarar rjettarins og fyrir framan þá hraðritararnir. Þeir taka niður á hraðritunarvjelar hvert einasta orð sem sagt er við rjettarhöldin. Undir vinstri vegg sitja sakborningarnir. Að baki þeirra standa sjö verðir, og tveir fyrir framan þá. Fyrir framan þá eru verjendur þeirra. Innst í salnum eru túlkarnir, sem tala í heyrnartólin. Þar er líka litla borðið fyrir þá sem eru yf- irheyrðir í það og það skifti. Salur þessi var notaður sem rjett- arsalur á dögum Nasistanna. Það vakti undrun mína að líkan eitt sem þar er skyldi ekki hafa verið flutt á brott meðan Nasistarnir sátu hjer að völdum. Það er af Moses með hin 10 boðorð. Jeg man þó ekki betur en að hann hafi verið Gyðingur.“ Vildi komast sem fyrst á vettvang „Það var mín hugdetta að fara þessa ferð,“ segir Sverrir. „Ég hafði eins og aðrir fylgzt með fréttum af stríðinu í full sex ár og þegar því loks- ins lauk greip mig löngun til þess að komast sem fyrst á vettvang og upp- lifa afleiðingarnar á eigin skinni. Ég var auðvitað ungur, aðeins 24 ára, og til í slaginn. Ég setti mig í samband við banda- ríska herinn og fór með herflugvél út; við lentum í París um miðja nótt. Það var fyrsta borgin sem ég kom til í út- löndum. Í flugvélinni voru bandarískir fréttamenn, flestir frá Associated Press og ég var dálítið í slagtogi með þeim. Ég græddi það meðal annars á því að mér gekk greiðlega að komast til Nürnberg og inn í réttarsalinn.“ Sverrir Þórðarson hefur ekki komið til Þýzkalands aftur og ekki heimsótt París öðru sinni. Ferðin 1946 dugar honum enn. freysteinn@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 27 Engar opinberar byggingareftir Albert Speer frá nas-istatímanum standa uppi í höfuðborginni Berlín. Hins vegar má þar greina austur-vestur öxul borgarskipulagsins sem tekur mið af Brandenburgar-hliðinu og var hluti af áætluðu endurskipulagi borgarinnar. Speer gerði einnig ráð fyrir norður-suður öxli sem aldrei kom þó til framkvæmda, enda gríðarmikið verk sem m.a. hefði falið í sér niðurrif heilu íbúðahverfanna. Þetta skipulag var hluti af kunnum uppdrætti Speers að borgarskipulagi Ger- maníu, hinnar nýju höfuðborgar þúsund ára ríkis Hitlers. Þar skyldi gnæfa yfir borginni tröllaukinn kúpull Ríkishallar- innar. Hitler lýsti sjálfur þeim lam- andi áhrifum sem það myndi hafa á „venjulegan mann“ sem á annað borð dirfðist að stíga fæti undir 220 metra hátt hvolfþak þeirrar byggingar. Að greipa orð í stein Það var auðvitað engin tilviljun að arkitekt skyldi hljóta slíkan vegsauka sem Albert Speer öðl- aðist í ríki Hitlers. Í huga Hitlers var smíði opinberra bygginga mjög mikilvægur þáttur í að fylla almenning lotningu fyrir vald- höfum og gera þjóðina bæði auð- sveipa og undirgefna. Hitler talaði þar sjálfur um „að greipa orð í stein“. Þar hreifst hann mjög af verkum eins og þeirri umgjörð sem Speer hannaði utan um þing nasistaflokksins í Nürnberg. Annað dæmi um mannvirki sem Speer hannaði fyrir Hitler var hin Nýja kanslarahöll sem reist var í Berlín árið 1939. Sú bygging lask- aðist í stríðinu og loks jöfnuðu Rússar hana við jörðu árið 1949. Kanslarahöllin var reist á undra- skömmum tíma og gerði Speer endanlega að eftirlæti Hitlers. Þar sækir Speer í klassískar fyrir- myndir en sveigir þær til að þjóna pólitísku augnamiði. Þannig mark- aðist sitthvað í hlutföllum bygging- arinnar síður af óbrjáluðu nota- gildi en var fremur ætlað að þjóna pólitísku áróðursgildi, vekja þeim sem ætti erindi í húsið bæði lotn- ingu og ótta gagnvart valdhöfum. Það er raunar algengur mis- skilningur að margar glæstar op- inberar byggingar frá nasistatím- anum sem enn standa séu verk Alberts Speer. Það á t.a.m. við um hina kunnu Tempelhof-flughöfn í Berlín og risavaxna byggingu sem reist var undir ráðuneyti flugmála í Þýskalandi nasista en hýsir nú fjármálaráðuneyti Þýskalands. Báðar byggingarnar eru verk arki- tektsins Ernst Sagebiel en auðvit- að starfaði fjöldi hæfra arkitekta í Þýskalandi þess tíma. Íslendingar ekki hrifnir Anna Hjaltadóttir arkitekt bjó í Berlín í 10 ár. Hún vekur athygli á stöðu þýsks arkitektúrs á upp- gangstíma nasista „Málið er að þessir arkitektar voru að teikna módernisma, vinna með fúnkis- arkitektúr áður en þeir duttu í að þjóna nasismanum. Módernisminn var löngu byrjaður, frá því upp úr aldamótum, áður en Hitler kom til sögunnar og eyðilagði allt saman.“ Anna segir að ekkert hafi verið minnst á Speer í skólanum. „Hann var með mjög mikinn stimpil á sér. Menn þóttust eiginlega varla geta fundið nokkuð gott um hann. Vest- ur-Þjóðverjar voru líka mjög dug- legir að reyna að grafa upp allt mögulegt misjafnt um þessa fortíð, annað en Austur-Þjóðverjar sem vildu ekkert af henni vita og töldu hana ekki koma sér við.“ „Mér finnst að minningar Speers ættu að vera skyldulesning í öllum arkitektúrskólum, segir Pétur Ár- mannsson arkitekt. „Því það er viðbúið að allir arkitektar þurfi að takast á við þessa spurningu í sínu starfi: hvað vilja menn selja sinn listræna metnað dýrt? Eru þeir til í að gera hvað sem er fyrir hvern sem er? Saga Speers er þannig af- ar merkileg og þá um leið viðleitni hans sjálfs til að gera upp við hana. Ferill Speers er að mörgu leyti forvitnilegur vitnisburður um það þegar stjórnmál og byggingarlist fléttast saman. Speer skóp til dæmis hugtak sem nefna mætti „verðgildi rústanna“. Samkvæmt þessari kenningu, sem Hitler hreifst mjög af, átti að hanna nýjar opinberar byggingar á þann hátt að þegar þær væru loksins hrund- ar til grunna, eftir til dæmis þús- und ár, gætu rústir þeirra haft fagurfræðilegt gildi í sjálfum sér, borið vott um mikilleik Þriðja rík- isins, rétt eins og forngrískar og -rómverskar rústir væru minn- isvarði um mikilleik síns tíma. Hjálmar Sveinsson útvarps- maður, bjó í Berlín í 10 ár. Rétt hjá heimili hans í Schöneberg stóðu á auðu svæði tvær miklar og breiðar súlur úr steinsteypu. „Þessar súlur eru arfur frá þeim tíma er verið var að undirbúa byggingu stóru Ríkishallarinnar,“ segir Hjálmar. „Þær voru steyptar í tilraunaskyni, sjálfsagt til að kanna burðarþol og annað. Þær standa enn sem dálítið nöturlegur minnisvarði.“ Líkanið skoðað Hitler og Speer virða fyrir sér líkan Speers af þýskum skála fyrir heimssýninguna í París 1937. Áróðursarkitektúr Speers Arfleifð Alberts Speers, felst í gríð- arlega umfangsmiklum skipulagshugmyndum fyrir Adolf Hitler eftir því sem Hallgrímur Helgi Helgason komst næst. Sjónvarpið sýnir í kvöld síðasta hluta heimildarmyndar um helsta arkitekt nasista. www.utflutningsrad.is Viðtöl við aðalræðismann Íslands í Færeyjum Eiður S. Guðnason, sendiherra gegnir starfi aðalræðismanns Íslands í Færeyjum frá 1. apríl 2007. Boðið verður upp á viðtalstíma 10. apríl kl. 13 -17 og 11. apríl kl. 9 -11.30. Aðalræðismaður vill með fundunum kynna sér hagsmuni íslenskra fyrirtækja í Færeyjum og kanna leiðir til að efla samstarf landanna. Fundirnir eru einkum ætlaðir fyrirtækjum sem eiga eða hyggja á viðskipti við Færeyjar sem og öðrum sem hafa áform um menningar- starfsemi og/eða kynningar í Færeyjum á næstunni. Fundarstaður er hjá Útflutningsráði, Borgartúni 35. Tekið er við tímapöntunum í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is P IP A R • S ÍA í þjónustu Sendiherrar viðskiptalífsins Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Viðtalstímar viðskiptafulltrúa í ParísRAPI P • AÍ S Unnur O. Ramette, viðskiptafulltrúi í sendi- ráðinu í París verður til viðtals í Reykjavík 11. apríl kl. 9 -17 og 12. apríl kl. 9 -12. Auk Frakklands er umdæmi sendiráðsins í París Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn. Viðtalstímarnir eru einkum ætlaðir fyrirtækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika sína í umdæmi sendiráðsins og óska aðstoðar Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins til að greiða þeim leið á markaði þar. Viðskiptafulltrúar utanríkisþjónustunnar taka að sér einstök ráðgjafarverkefni fyrir íslensk fyrirtæki erlendis. Fundarstaður er hjá Útflutningsráði, Borgartúni 35. Panta má tíma í síma 511 4000 og á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.