Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 28
vistvernd
28 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
1. Við erum sex í heimili og þrír til fjórir úr fjölskyldunni skiptast á að nota tvo bíla. Af öryggis-
ástæðum eru báðir af gerðinni Volvo, annar er eins árs og hinn fimm eða sex ára. Þar sem ég ek
mikið yfir fjallvegi og heiðar vegna vinnu minnar sem og fjölskyldu okkar á Suðurlandi og í
Norður-Þingeyjarsýslu er annar bíllinn á nagladekkjum. Reyndar tilheyrir einn Volvo til við-
bótar heimilinu, en það er 35 ára gamall fornbíll, spari- og gælugripur, sem lítið er notaður.
2. Nei.
3. Við skilum dósum, dagblöðum, rafhlöðum og þvíumlíku. Einnig jarðgerum við garð- og líf-
rænan úrgang. Við erum þó ekki orðin alveg nógu þróuð í þessum málum og erum að útbúa okk-
ur betur í meðferð alls lífræns úrgangs og heimilissorps.
4. Ég bý í Seljahverfi í Breiðholti og tek af og til strætó í eða úr vinnu. Ég bæði geng og hleyp oft
og tek svo strætó heim. Þannig samtvinna ég heilsubót og
vistvernd.
5. Við reynum eins og hægt er. Það gengur hins vegar
upp og ofan að ala unga fólkið upp að þessu leytinu.
Við predikum að slökkva öll ljós, sem ekki er verið að
nota, og svo fer ég eftirlitsferð um húsið fyrir nóttina.
Ég veit ekki hversu síðasti orku-
reikningur var hár, því upphæðin er
dregin sjálfkrafa af bankareikn-
ingnum, en ég kvarta ekki, þetta er
afar ódýrt miðað við hvað myndi
kosta að kynda með rafmagni.
6. Ég hef bæði friðað land fyrir norð-
an og sunnan, plantað skógi og grætt
upp mela. Til dæmis hefur fjölskyldan
ræktað skóg á ættaróðali konu minn-
ar í Gnúpverjahreppi og á heima-
slóðum mínum á Gunnarsstöðum í
Þistilsfirði.
7. Við pökkum því sem ekki geng-
ur á milli barna í stórfjölskyldunni
og sendum til Rauða krossins.
Sumt geymi ég til minja, eða
vegna þess að það gæti komist aft-
ur í tísku, eins og stundum hefur
komið á daginn. Synir mínir slóg-
ust næstum um jakka og frakka
frá menntaskólaárum mínum, sem
þeir fundu fyrir algjöra tilviljun.
8. Við kappkostum að vera virkir liðs-
menn í þágu umhverfisverndar og
standa þannig með náttúrunni og lífrík-
inu. Eflaust gætum við gert betur, en við
reynum í auknum mæli að hafa umhverfið í
huga varðandi lífsstílinn.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna
Geymir flíkur til minja
U
mhverfisvernd og náttúruverndarsjónarmið eru í
brennidepli sem aldrei fyrr. Og verða, ef að lík-
um lætur, meðal heitustu kosningamálanna þeg-
ar landsmenn ganga að kjörborðinu 12. maí
næstkomandi. Í orðræðunni eru menn flokkaðir
annaðhvort grænir eða gráir og mörgum er heitt í hamsi þeg-
ar ál, stóriðjur, virkjanir og hvers konar virkjanaáform ber á
góma. Hagsmunirnir eru metnir í peningum, en fylgikvillarnir
eru óhjákvæmilega mengun og spjöll á ásýnd landsins.
Náttúruvernd er á stefnuskrá allra stjórnmálaflokkanna og
formenn þeirra hafa ítrekað látið í ljós skoðanir sínar – og
flokksins á málaflokknum, enda þráspurðir síðustu misserin. Í
ljósi þess er forvitnilegt að vita hvort og/eða hvernig þeir
sjálfir leggja umhverfinu lið í daglegri umgengni. Mengun af
mannavöldum er enda ekki bara bundin við stóriðju og virkj-
anir heldur líka hvernig hver og einn gengur frá eftir sig.
Á vefnum landvernd.is eru ýmsar staðreyndir og ábend-
ingar um hversdagslegar athafnir og afleiðingar þeirra fyrir
umhverfið:
… í venjulegu heimilissorpi er 30–50% af þyngdinni lífrænn
úrgangur, sem mætti jarðgera.
… í hvert skipti sem við kaupum einhvern hlut erum við að
ganga á auðlindir jarðar.
… þótt vatn sé ódýrt á Íslandi, kallar aukin vatnsnotkun á
stærra lagnakerfi og meira viðhald.
… farartæki sem flytja vörur til áfangastaða ganga fyrir
jarðefnaeldsneyti.
… um 30% sorps frá heimilum eru umbúðir.
… Íslendingar eru hluti af hinum 20% ríkustu jarðarbúum,
sem standa fyrir 86% af einkaneyslunni.
… allt sem sett er í skólpið og í tunnuna hafnar fyrr eða síð-
ar í náttúrunni.
Allt þetta og meira til er mikið umhugsunarefni og hvati til
góðra verka. Samspil manns og náttúru er lykilatriðið. Til að
mynda kann að orka tvímælis að jarðgera lífrænan úrgang ef
gróðureyðing, ofbeit og uppblástur hrjá landið og ekkert er að
gert. Vistverndin að þessu leytinu gæti snúist upp í andhverfu
sína því kolefnabinding hyrfi úr jarðveginum og úr hinum
rotnandi lífrænu leifum tækju að streyma gróðurhúsaloftteg-
undir. Þá má velta fyrir sér hvort alltaf sé umhverfisvænna að
kaupa lífrænt ræktað grænmeti og ávexti, ef farartækið, sem
flytur vöruna, kemur langt að með tilheyrandi eldsneytis-
eyðslu. Og áfram mætti velta vöngum.
Umhverfisvernd er eflaust erfiðari í verki en í orði. Nýlega
reyndu bandarískir fjölmiðlar að hanka einn boðberann, fyrr-
um varaforseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandann, Al
Gore, á því að eyða óhóflega mikilli orku í upphitun á setri
sínu í Nashville á sama tíma og hann predikaði hófsemi með
gnægtir jarðarinnar í heimildarmynd sinni, An Inconvenient
Truth.
Svör íslensku flokksformannanna benda til að þeir séu virki-
lega á heimilisvaktinni í umhverfisvernd. Þeir flokka sorp,
endurnýta og spara orku og sumir hyggja á frekari ráðstaf-
anir til að gera heimili sín sem umhverfisvænust. Flestir eru
þó veikastir á svellinu þegar kemur að bílaflotanum.
vjon@mbl.is
Græna fordæmið
Sjálfstæðisfálkinn birtist nýverið í grænum lit Slagorð Samfylkingarinnar er Fagra Ísland Fram-
sóknarflokkurinn er svo heppinn að hafa haft grænt merki frá því löngu áður en liturinn komst í tísku
Með nafninu einu saman var ljóst að Vinstri græn reru á grænu miðin Íslandshreyfingin kveðst hafa
algjöra sérstöðu því framboðið sé grænt í gegn Og eins og hinir flokkarnir hefur Frjálslyndi flokkurinn
náttúruvernd á stefnuskrá sinni. Allir vildu þeir eflaust Lilju kveðið hafa. En hafa formenn flokkanna tek-
ið til í eigin ranni? Valgerður Þ. Jónsdóttir spurði þá nokkurra heimilislegra spurninga.
1. Hvað eru margir bílar á þínu heimili, hverrar gerðar eru þeir, hvað eyða þeir miklu, eru þeir á nagladekkjum á veturna?
2. Tilheyra önnur vélknúin farartæki þínu heimili, s.s. vélhjól, vélsleðar, bátar og flugvélar?
3. Flokkar þú heimilisruslið; hvað verður um dósir, dagblöð, rafhlöður og lífrænan úrgang frá þínu heimili?
4. Gengur þú, hjólar eða tekur þú einhvern tímann strætó í stað þess að keyra sjálfur? Hvenær helst (hér er ekki spurt um göngur og hjólreiðar einungis til heilsubótar).
1. Ég hef afnot af bifreið ráðuneytisins sem er BMW. Eiginkona mín á tvinnbíl, þ.e. bíl
sem gengur á víxl fyrir raforku og bensíni. Ráðuneytisbíllinn er á nagladekkjum – gegn
mínu ráði, en ég held að hinn bíllinn sé á einhvers konar harðkornadekkjum.
2. Nei.
3. Já, við gróf-flokkum og ég fer reglulega með pappír o.fl. í Sorpu. Dósir, flöskur o.þ.h.
látum við í safnanir. Rafhlöður fer ég með í Sorpu.
4. Ég geng talsvert.
5. Það væri ofsagt að tala beinlínis um sparnað, en þó held ég að við forðumst allan mesta
óþarfa í þessu.
6. Ég hef tekið svolítinn þátt í skógrækt.
7. Ýmist fer það í Sorpu eða í nytjagám.
8. Það er óþarfi að hreykja sér af litlu.
Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Eiginkonan á tvinnbíl