Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 29 1. Það eru fjórir ökumenn á mínu heimili sem sameinast um gullvagninn Suzuki Grand Vitara árgerð 1999. Hann eyðir ca. 12 á hundraðið í inn- anbæjarakstri og er ekki á nagladekkjum. Ég hef ekki notað þannig dekk í fjöldamörg ár. 2. Nei. 3. Við erum dugleg að flokka á mínu heimili. Dósir fara í endurvinnsluna, við erum með sér- staka tunnu frá Gámaþjónustunni sem tekur við pappír, dagblöðum og mjólkurfernum og er sótt reglulega. Rafhlöðum söfnum við saman og skil- um á bensínstöðvar og lífrænan úrgang fær Jarðgerður, boldangs tunna, sem hefur tilheyrt heimilinu í nokkur ár. Þegar búið er að gefa kettinum Kela á kvöldin þarf að fara út í garð með matarafgangana og gefa Jarðgerði. Á sumr- in sér hún okkur fyrir mold í staðinn. Allt gerir þetta það að verkum að okkur nægir s.k. græn tunna frá Reykjavíkurborg sem er tæmd á tveggja vikna fresti. 4. Ég viðurkenni fúslega að ég er sú á heimilinu sem nota bílinn mest, geng stöku sinnum en fer sjaldan á hjóli eða í strætó. Um þá deild sér eig- inmaðurinn sem hefur notað reiðhjólið og strætó sem samgöngutæki í og úr vinnu árum saman þó langt sé að fara úr Vesturbænum upp á Ártúns- höfða. 5. Mér finnst orkureikningurinn alltof hár en sá síðasti var 15.400 krónur. Ég hef reynt að ná nið- ur hitakostnaði með því að stilla hitann á frá- rennslinu og skipta um ofna en neðar kemst ég ekki. 6. Ekki með beinum hætti en óbeinum með fjár- framlögum til samtaka sem hafa það að markmiði. 7. Ég gef hann til Rauða krossins. 8. Það kemur fram í svörum mínum hér að framan. Við höf- um alla tíð neitað okkur staðfastlega um bíl númer tvö og við erum dugleg að flokka og endurnýta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar Jarðgerður er boldangs tunna 5. Sparar þú rafmagn og vatn á þínu heimili? Hvernig? Hversu hár var síðasti orkureikningur heimilisins? 6. Hefur þú tekið þátt í að græða upp landið? 7. Hvað verður um fatnað, sem þú og heimilisfólkið er hætt að nota? 8. Hvað er helsta framlag þitt og fjölskyldu þinnar til umhverfisins? Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra 1. Á heimili mínu er Nissan Terrano dísiljeppi árgerð 1999 og Toyota Yaris bensínbíll ár- gerð 2001. Að auki hef ég aðgang að embætt- isbifreið. Ég hef ekki mælt eyðslu heimilisbíl- anna en þeir eru báðir eyðslugrannir. Minni bíllinn er á nagladekkjum en jeppinn ekki. 2. Engin önnur vélknúin farartæki tilheyra heimilinu. 3. Við erum með svokallaða græna tunnu og flokkum frá allt sem þar á ekki heima, svo sem dósir og flöskur, dagblöð, bylgjupappír og aðrar pappaumbúðir sem og fernur und- an hvers kyns vökva, rafhlöður, kertavax o.fl. 4. Ég tek hvorki strætó né hjóla eða geng í vinnuna, en ég geng töluvert mér til heilsubótar. 5. Ég spara hvorki vatn né rafmagn með skipulegum hætti. Höfum þó ekki kveikt á ljósum eða raf- magnstækjum nema verið sé að nota þau. Orkureikn- ingur heimilisins kemur sjálfkrafa á greiðslukort og ég viðurkenni að ég fylgist lítt með honum heldur treysti Orkuveitunni til að mæla notkun heimilisins rétt. 6. Já, ég hef oft tekið þátt í að planta trjám, en er þó ekki sjálfur með skógræktarreit. 7. Við förum með heillegan fatnað í fatasöfnunargáma Sorpu. 8. Við reynum að sýna til- litssemi og ganga vel um náttúru og nærumhverfi. Eyðslugrannir heimilisbílar 1. Tveir bílar. Einn Fiat og einn Hyundai. Bens- ínbíllinn eyðir 8 lítrum og dísilbíllinn 9 lítrum. Þeir eru á nagladekkjum allan veturinn enda notaðir til langferða. 2. Vatnabátur. 3. Að hluta flokka ég blöð og rafhlöður. Fuglarnir í garðinum fá afgang af brauði og ávöxtum. 4. Nei. 5. Nei, ég nota það eftir þörfum. 6. Vann að jarðabótum á yngri árum og gróðursetti tré í sveitinni. 7. Gefinn öðrum af og til. 8. Við reykjum ekki og leggjum Landvernd lið. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Gefur fuglunum Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar 1. Konan mín á Suzuki Grand Vitara ’03. Sjálfur ek ég um á Daihatsu Cuore ’87. Uppgefin meðaleyðsla hennar bíls er um 9 lítrar á hundraðið en Cuore-bílsins um 5 lítrar. Nær öll þau 48 ár, sem ég hef átt bíl, hefur sá bíll verið minnsti, sparneytnasti og ódýrasti bíll sem fáan- legur hefur verið. Yfirleitt ökum við ekki í borginni á negldum hjólbörðum. Ég er áhugamað- ur um varðveislu gamalla bíla, einkum smábíla, og á nokkra slíka. Einn þeirra er Suzuki Fox- jeppi ’85 sem ég hef til taks til erfiðra ferða og er minnsti og sparneytnasti jöklabíll landsins. Hann er á negldum dekkjum. 2. Vegna starfs míns á ég flugvélina TF-FRU og á austurhálendinu er ég með bátinn Örkina til siglinga um lónin sem verða mynduð vegna Kárahnjúkavirkjunar og kvikmyndagerðar um það efni. 3. Já. 4. Ég geng stundum eða tek strætó þegar aðstæður og tími leyfa. 5. Við hjónin spörum raflýsingu eftir föngum. 6. Óbeint með umfjöllun um það í sjónvarpi – og við Djúphóla hjá Sandá við Kjalveg norðan við Gullfoss gekkst ég fyrir því á sínum tíma í samvinnu við Biskupstungnahrepp, Stöð tvö, RALA, Skógrækt ríkisins og Landgræðsluna að girtur var af tilraunareitur þar sem rannsak- aður var uppblástur, rofabörðin mæld árlega og reiturinn græddur upp. Ég fjallaði um þetta verkefni meðan ég vann hjá Stöð tvö. Þáverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, vígði þennan reit. 7. Við gefum hann til Mæðra- styrksnefndar. 8. Gerð kvikmynda, sjónvarps- þátta og frétta um umhverfismál en sjá einnig svar við spurningu númer 6. Frúin og Örkin vegna starfans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.