Morgunblaðið - 01.04.2007, Side 30
þróunarhjálp
30 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Ríkar skyldur Valgerði finnst útilokað að jafnrík þjóð og Íslendingar taki ekki þátt í aðstoð við vanþróaðar þjóðir..
V
ALGERÐUR Sverr-
isdóttir utanrík-
isráðherra hefur eftir
að hún tók við embætti
utanríkisráðherra lagt
aukna áherzlu á þróunarmál, frið-
argæzlu og mannréttindamál. Þetta
hafa stundum verið kölluð „mjúku
utanríkismálin“ af því að þau eru
ekki talin tengjast beinhörðum
hagsmunum. Það gera þau þó öll
með einum eða öðrum hætti, þótt
áherzla á þau hafi líklega stuðlað að
„mýkri“ ásýnd utanríkisstefnunnar.
„Þetta eru mál sem ég læt mig
mjög varða, enda hef ég beitt mér í
þessum málaflokkum á undan-
förnum mánuðum,“ segir Val-
gerður.
Hún fer ekkert í felur með að hún
telur ekki víst að þessi mál hefðu
fengið jafnmikla athygli í utanrík-
isráðuneytinu nema vegna þess að
þar settist kona á ráðherrastól.
„Með fullri virðingu fyrir forverum
mínum þá er það nú bara þannig að
konur hafa oft og tíðum aðrar
áherzlur. Ég held að það hafi verið
alveg tímabært að kona yrði utan-
ríkisráðherra Íslands og er stolt af
að hafa fellt þar eitt karlavígi,“ seg-
ir utanríkisráðherrann.
Framlög til þróunar hækkuð
Í þróunarmálum hefur ríkis-
stjórnin sett sér það markmið að ná
á árunum 2005–2009 að hækka
framlög Íslands til þróunaraðstoðar
í 0,35% af landsframleiðslu. Hátt í
fjögurra áratuga gamalt markmið
Sameinuðu þjóðanna er hins vegar
að iðnríkin leggi af mörkum 0,7% af
landsframleiðslu til að hjálpa fátæk-
ari ríkjum til þróunar. Á síðasta ári
nam framlag Íslands til málaflokks-
ins 0,27% af landsframleiðslunni.
„Að mínu viti eigum við ekki að
láta þar staðar numið heldur halda
áfram þannig að við getum vonandi
náð þeim markmiðum, sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa sett. Þá eru
þetta orðnir heilmiklir fjármunir, en
þeir standa nú í um 3,2 milljörðum
króna. Þróunarsamvinnustofnun Ís-
lands fer að miklu leyti með þessa
peninga, en einnig utanríkisráðu-
neytið sjálft, því að hluti þeirra fer í
friðargæzlu og til fjölþjóðlegra þró-
unarstofnana,“ segir Valgerður.
Hluti af þróunaraðstoð Íslands
eru skólarnir tveir, sem reknir eru
hér á landi á vegum Sameinuðu
þjóðanna, Jarðhitaháskólinn og
Sjávarútvegsháskólinn. „Þá er í
undirbúningi að þriðja greinin bæt-
ist við, sem er landgræðsla og jarð-
vegsbætur. Það er gífurlega spenn-
andi mál og fellur vel að umræðum
um þau vandamál, sem heims-
byggðin stendur frammi fyrir nú,
ekki sízt Afríkuríkin, vegna hlýn-
andi loftslags og hraðari eyðimerk-
urmyndunar. Þörfin fyrir slíka
fræðslu er gríðarleg,“ segir Val-
gerður.
Ekki bara brauðstritið
– En hvers vegna hefur gengið
svona hægt að auka fjárframlög til
þróunarsamvinnu, þrátt fyrir yf-
irlýsingar Alþingis og ríkisstjórnar í
meira en 30 ár? Getur verið að
stjórnmálamenn telji að kjósendur
þeirra hafi ekki áhuga á að leggja
þetta mikið til samstarfs við þriðja
heiminn? Hvað græðir hinn almenni
skattgreiðandi á Íslandi á þróun-
araðstoð?
„Það er kannski ekki rétt að nota
það orðalag, að græða. Við berum
miklar skyldur en ávinningurinn
getur líka orðið mikill. Nú þegar við
erum orðin jafnrík þjóð og raun ber
vitni, væri það að mínu mati úti-
lokað að við tækjum ekki þátt í að-
stoð við vanþróaðar þjóðir. Auðvitað
hefur pólitíkin verið að breytast
mikið á Íslandi á allra síðustu árum.
Við höfum það orðið svo gott, að við
getum lagt áherzlu á mál, sem
varða ekki bara brauðstritið. Dæmi
um slíkt eru umhverfismál og þró-
unarmál. Mér finnst að þær áherzl-
ur, sem ég hef lagt varðandi þróun-
armál, hafi fallið í góðan jarðveg og
þjóðin er orðin miklu áhugasamari
um að við leggjum okkar af mörk-
um.“
Þakklæti í Afríku
Valgerður fór nýlega í opinbera
heimsókn til Úganda, sem er eitt af
samstarfsríkjum Íslands í Afríku,
og jafnframt til Suður-Afríku. Þess
eru ýmis dæmi að slíkar ferðir, þar
sem stjórnmálamenn sjá með eigin
augum aðstæður í þriðjaheims-
ríkjum, hafi haft þau áhrif á þá að
þeir hafi tekið upp harðari baráttu
fyrir þróunaraðstoð heima fyrir.
Varð Valgerður fyrir slíkum áhrif-
um í Afríku?
„Ég neita því ekki að ég hef
styrkzt í þeirri trú að það eigi að
sinna þessum verkefnum. Maður
verður mjög upptekinn af verkefn-
unum, þegar maður hefur séð þau
með eigin augum og fundið allt
þakklætið hjá fólkinu, sem hefur
notið góðs af. Á Kalangala-eyjum á
Viktoríuvatni í Úganda hefur Þró-
unarsamvinnustofnun Íslands til
dæmis unnið að byggðaþróun-
arverkefni og fullorðinsfræðslu. Það
var frábært að heyra hvað þar hefur
náðst mikill árangur og Þróun-
arsamvinnustofnunin hefur staðið
sig mjög vel.
Svo er ég mjög stolt af verkefn-
inu, sem kallað er börn styðja börn.
Meiningin var að íslenzk stjórnvöld
greiddu skólamáltíðir í tvö ár fyrir
45.000 börn í Úganda og Malaví og
það var hugsað út frá því að á Ís-
landi eru um 45.000 grunn-
skólabörn. Síðan kom í ljós að Mat-
vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
fór svo skynsamlega í málið með því
að nýta aðallega hráefni í viðkom-
andi landi, að þetta urðu 63.000
börn, sem er náttúrlega alveg glæsi-
legt. Það sannfærir mann líka um
að stofnanir á borð við Mat-
vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
vinna af mikilli samvizkusemi. Þetta
verkefni gjörbreytir aðstæðum
barnanna sem það nær til og getur
bókstaflega ráðið úrslitum um það
hvort þau fá að fara í skóla, og þá
ekki sízt stúlkur. Þær eru oft síður
sendar í skóla en drengirnir þar
sem fátækt er mikil.“
Valgerður segir nauðsynlegt að
nálgast þróunaraðstoð við Afríku af
ákveðinni auðmýkt: „Margt af því
sem ég sá, upplifði og heyrði um í
Afríku minnir á stöðuna á Íslandi
fyrir öld eða jafnvel styttri tíma.
Allt byggist á sjálfsþurftarbúskap
eins og var hér. Það er aðeins öld
síðan skólaskylda var innleidd á Ís-
landi. Ég sagði frá því að Ísland,
sem býr við svona mikla velmegun í
dag, var ekki vel statt fyrir hundrað
árum. Þó höfum við ekki kynnzt
stríðshörmungum eins og hrjá til
dæmis norðurhluta Úganda, þar
sem fjöldi íbúa býr í flótta-
mannabúðum og hafa margir gert
lengi.“
Þekking skilar
sér milliliðalaust
Samstarfsríki Íslands í Afríku
eru auk Úganda Mósambík, Malaví
og Namibía. Þá er samstarf nú að
hefjast við Sri Lanka og Níkaragva.
Allt eru þetta ríki, þar sem nokkrar
umbætur hafa verið gerðar í frjáls-
ræðisátt í efnahagsmálum, en spill-
ing er víðast hvar landlæg í stjórn-
kerfinu. Er ekki hætta á því, þar
sem spilling er mikil, að þróun-
araðstoðin rati ekki rétta leið til
fólksins, sem þarf á henni að halda?
„Það er aldrei hægt að fullyrða að
allt skili sér. Þetta er þó mál, sem
gríðarleg áherzla er lögð á að leysa
hjá alþjóðastofnunum og Þróun-
arsamvinnustofnun Íslands er rekin
þannig að hún er í tvíhliða verk-
efnum, sem afar virkt eftirlit er
með. Í tilfelli okkar Íslendinga tel
ég þess vegna að þetta sé ekki mik-
ið vandamál.
Það er alltaf álitamál hvaða lönd
á að velja til samstarfs. Níkaragva
bætist nú í hópinn vegna jarðvarm-
ans, sem er gríðarleg auðlind þar í
landi en vannýtt og Sri Lanka kem-
ur inn m.a. vegna sjávarútvegsins,
en í báðum þessum greinum getum
við miðlað þekkingu okkar milliliða-
laust.“
Orkunýting stórmál
Eitt af markmiðum stefnu ís-
lenzkra stjórnvalda í þróunarmálum
er að styðja við sjálfbæra þróun í
þriðja heiminum. Valgerður segist
hafa mikinn áhuga á samstarfi um
nýtingu jarðvarmans; það hafi verið
sér sérstakt hjartans mál frá því að
hún var iðnaðarráðherra. „Þá beitti
ég mér eins og ég gat fyrir sam-
starfi við vanþróuð ríki. Þau eiga
mörg hver miklar endurnýjanlegar
orkulindir en enga kunnáttu til að
nýta þær. Við eigum hins vegar
beztu þekkingu heims á þessu sviði.
Þetta er náttúrlega algert stór-
mál. Um 1,6 milljarðar manna hafa í
dag ekki aðgang að rafmagni. Í
Indónesíu er talið að um 40% allra
jarðvarmaauðlinda heimsins sé að
finna, en ekki er til kunnátta til að
hagnýta þær. Að hluta til snýst mál-
ið um að útvega fátæku fólki orku,
en það er jafnframt gríðarlega mik-
ilvægt í ljósi loftslagsvandans að
hún komi frá vistvænum og end-
urnýjanlegum orkulindum.“
Íslenzk orkufyrirtæki og bankar
vinna nú að útrás íslenzkrar orku-
þekkingar á markaðslegum grunni.
Utanríkisráðherra segist geta séð
fyrir sér að sú útrás tengist að ein-
hverju leyti þróunarsamstarfi Ís-
lands. „Í Kína, Póllandi, Slóvakíu og
víðar mun uppbygging orkuvinnslu
fara fram á viðskiptalegum grund-
velli. En innan Sameinuðu þjóð-
anna, Alþjóðabankans og víðar er
unnið að því að efla samstarf við
einkafyrirtæki á sviði þróunarsam-
vinnu. Við Íslendingar höfum
ákveðið að gerast aðilar að slíku
samstarfi, sem þýðir ákveðið fjár-
framlag af hálfu utanríkisráðuneyt-
isins. Ég hef svo átt fund með Höllu
Tómasdóttur framkvæmdastjóra
Viðskiptaráðs um að ráðið verði
mótaðilinn hér á landi. Ég tel að í
þessu tilfelli sé hægt að skapa
Utanríkismál Valgerðar
Valgerður Sverr-
isdóttir hefur lagt sér-
staka áherzlu á þróun-
armál, friðargæzlu og
mannréttindamál eftir
að hún tók við embætti
utanríkisráðherra. Hún
segist í viðtali við Ólaf
Þ. Stephensen bera
þessi mál sérstaklega
fyrir brjósti.
Ljósmynd: Aðalheiður Sigursveinsdóttir
Flóttabörn Börnin sem Valgerður heilsar í flóttamannabúðum í Pader-
héraði í Úganda hafa aldrei búið annars staðar en í flóttamannabúðum.
Í HNOTSKURN
» Stefnumið Íslands í þróunarsamvinnu 2005–2009 taka til fjög-urra stoða; mannauðs, jafnréttis og efnahagslegrar þróunar,
lýðræðis, mannréttinda og stjórnarfars, friðar, öryggis og þróun-
ar og sjálfbærrar þróunar.
» Ísland leggur nú 0,29% af landsframleiðslu til þróunarmála.Markmiðið er að hlutfallið verði 0,35% eftir tvö ár. Það er að-
eins helmingurinn af viðmiði Sameinuðu þjóðanna fyrir iðnríkin.
» Samstarfsríki Íslands í þróunarmálum eru sex; Mósambík,Malaví, Úganda, Namibía, Níkaragva og Sri Lanka.
» Íslenzkir friðargæzluliðar eru nú í Afganistan, Írak, á SriLanka, í Bosníu og Serbíu. Þeir eru 29 talsins, en stefnt er að
því að þeir verði 50.
» Heildstæð stefna Íslands um alþjóðlega mannréttindavernder í lokavinnslu í utanríkisráðuneytinu. Slík stefna hefur ekki
verið unnin áður.