Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 31 INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Bjarni reddar öllu. • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar. kringumstæður, sem allir hafi gagn- kvæman ávinning af.“ – Oft hefur verið rætt um að efla þyrfti fjárfestingar íslenzkra fyr- irtækja í þeim löndum, sem Ísland styður með þróunaraðstoð. Það væri ekki síður mikilvægt en op- inberir styrkir. Þetta hefur hins vegar ekki gengið mjög vel. Íslenzk fyrirtæki fjárfestu í sjávarútvegi í Namibíu en fóru út aftur. Er orku- vinnslan kannski sviðið, þar sem lík- legra er að árangur náist? „Tækifærin og möguleikarnir eru geysimiklir í þessum geira af því að staðan er eins og hún er. Orkuþörf þróunarríkjanna er gífurleg en vegna hlýnunar loftslags verður að mæta henni með umhverfisvænum og sjálfbærum hætti.“ Margt unnið með sameiningu – Á dögunum olli skýrsla utanrík- isráðuneytisins, þar sem lagt er til að Þróunarsamvinnustofnun Íslands verði sameinuð utanríkisráðuneyt- inu, nokkru fjaðrafoki. Hvað telur þú að sé unnið með sameiningunni? „Ég tel að mjög margt væri unnið með því, en geri mér jafnframt grein fyrir því að slíkt fyrirkomulag yrði ekki gallalaust og skil vel að sumir gagnrýni þessa hugsun. Ég bendi hins vegar á að þróunarmálin eru að verða mjög ríkjandi mála- flokkur í utanríkisstefnunni. Í fyr- irkomulaginu eins og það er í dag felst tvíverknaður. Við erum líka með málefni þróunarsamvinnu inni í ráðuneytinu, hér er allt fyrirsvar gagnvart alþjóðlegum þróunarstofn- unum, en Þróunarsamvinnustofnun er eingöngu í tvíhliða verkefnum og eru settar þröngar skorður í lögum um stofnunina. Það yrði því minna um tvíverknað við sameiningu. Vegna þess að stofnunin er ekki hluti af utanríkisþjónustunni nýtist hin mikla þekking starfsfólks Þró- unarsamvinnustofnunar þjónust- unni ekki heldur sem skyldi til frambúðar. Það myndi breytast. Ég minni líka á að það myndi auðvelda samstarf við viðskiptalífið og félagasamtök að málinu yrði sinnt í ráðuneytinu eingöngu. Ég veit að einhverjir óttast að ekki yrði nógu mikil stefnufesta ef starfsemin yrði í ráðuneytinu; nýr ráðherra gæti farið að hringla með stefnuna. Ég held ekki að það verði vandamál.“ Borgaraleg friðargæzla Valgerður bendir á að Íslenzka friðargæzlan sé hluti af utanríkis- ráðuneytinu og þróunarsamvinna og friðargæzla séu nátengdar. Ísland hefur reyndar aldrei sinnt frið- argæzlu og þróunarsamvinnu í sama landi, en það breytist nú þeg- ar þróunarsamstarf hefst við Sri Lanka, þar sem íslenzkir frið- argæzluliðar hafa starfað árum saman. Fyrir nokkrum árum setti ríkis- stjórnin sér það markmið að á hverjum tíma yrðu um 50 manns starfandi við friðargæzlu. Valgerður segir að friðargæzluliðarnir séu nú 29, þar af 19 karlar og 10 konur. Markmiðið sé að hafa hlutföll kynjanna sem jöfnust. Í lok þessa árs eigi friðargæzluliðarnir að verða um 40 talsins. „Í friðargæzlunni eigum við fyrst og fremst að leggja áherzlu á borg- aralega þátttöku, þar sem við höfum mikið fram að færa,“ segir Val- gerður. „Mér finnst það svo augljóst að við, sem erum ekki með her, get- um ekki farið að bjóða fram neina krafta á því sviði. Þar höfum við hvorki reynslu né kunnáttu, en það höfum við hins vegar í borg- aralegum verkefnum, á svo gríð- arlega mörgum sviðum. Það er gaman að heyra að vel er látið af okkar fólki, þar sem við erum í sam- eiginlegum verkefnum með öðrum ríkjum.“ Mannréttindastefna í fyrsta sinn – Er það markmiðið að friðar- gæzlan og þróunarsamvinnan vinni meira saman, eins og nú gæti gerzt á Sri Lanka? „Þróunarstarf og friðarviðleitni þurfa að haldast hönd í hönd. Það verður enginn friður án þróunar, því að fólk þarf að sjá framfarir, og það verður engin þróun án friðar.“ – Nú er í fyrsta sinn í vinnslu heildstæð stefna Íslands um al- þjóðlega mannréttindavernd. Hvernig tengist sú stefnumörkun öðrum áherzlum í utanríkisstefnu Íslands? „Mannréttindamálin standa nú á ákveðnum tímamótum. Í fyrra var stofnað Mannréttindaráð Samein- uðu þjóðanna og á næsta ári verða liðin 60 ár frá Mannréttinda- yfirlýsingunni. Þar sem Ísland hef- ur aldrei átt mótaða stefnu í mann- réttindamálum töldum við mikilvægt að fara í þessa vinnu. Ég hef nú kynnt utanríkis- málanefnd drög að stefnunni og beðið um athugasemdir. Við höfum unnið þetta mjög opið og reynt að fá umsagnir frá sem allra flestum, enda er þetta þannig málaflokkur.“ Valgerður segir að stefnumörk- unin gangi að hluta til út á það að orða með ákveðnum hætti stefnu, sem þegar hafi verið fyrir hendi. „Oft er þetta spurning um orðalag. Megináherzlan er á afnám ofbeldis og mismununar gegn konum og börnum, réttindi minnihlutahópa, til dæmis fatlaðra, réttindi og aðstöðu samkynhneigðra og þannig mætti áfram telja. Mér finnst orðið um- burðarlyndi bæði fallegt og mik- ilvægt í þessu samhengi.“ – Hvað þýðir þessi stefnumótun? Þýðir hún til dæmis að þegar þú eða aðrir ráðamenn eru í heimsókn í ríki, þar sem mannréttindi eru brot- in kerfisbundið, að þið takið þau mál upp og gagnrýnið, frekar en verið hefur? „Það er alltaf mikilvægt að taka upp mannréttindamálin, en að mínu mati er ekki skynsamlegt að ein- angra þjóðir. Það er að verða ríkjandi skoðun að einangrun sé ekki rétta leiðin til að bæta mann- réttindi. Ísland hefur beitt sér á sviði mannréttinda, þótt ekki hafi verið til nákvæm stefna af hálfu stjórnvalda. Umburðarlyndið og andúð á mismunun gagnvart minni- hlutahópum liggur í þjóðarsál okk- ar.“ Framboðið ótengt mál Tengist vaxandi áherzla á öll þessi mál, sem við höfum rætt; þró- unaraðstoð, friðargæzlu og mann- réttindavernd, framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna? Hefði verið gengið svona duglega í þessi mál ef framboðið hefði ekki komið til? „Þetta gerist hvort tveggja á sama tíma, en ástæða þess að við erum að sækja okkur til dæmis á sviði þróunarsamvinnu hefur ekkert með framboð okkar til öryggisráðs- ins að gera. Ég hef verið mjög ánægð með það hvað okkur er vel tekið á fundum, sem ég hef efnt til vegna framboðsins. Hins vegar passa ég mig á því að ræða ekki þetta hvort tveggja í sömu andrá. Mér finnst það ekki viðeigandi.“ »Með fullri virðingu fyrir forverum mín- um þá er það nú bara þannig að konur hafa oft og tíðum aðrar áherzlur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.