Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 37
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 37 Yngri dóttir mín er ástfanginupp fyrir haus. Hún erfimm ára og hefur auga-stað á miklum flagara sem heitir Christian. Dökkhærður súkkulaðisætur strákur sem er í bekknum hennar. Ástin er þó ekki alveg að fullu endurgoldin því hún er ekki viss um að hann elski hana en lætur það samt ekki aftra sér. Hún eltir hann á röndum um alla skólalóðina dag hvern og hann virðist láta sér það lynda. Hún hafði á orði á dögunum við pabba sinn: Pabbi þegar þú átt eftir að sjá hann áttu eftir að verða svo in love að þú verður bara gay! Hún fékk nýverið kojur inn til sín og hefur nú innréttað neðri kojuna sem væntanlegt heimili sitt og unn- ustans. Hún fyllti kojuna af púðum og teppum og tuskudýrum og hefur hengt fyrir teppi til að gera nú vist- arveruna meira kósý. Þetta verður prívat spottið okkar segir hún kát. Ég býst við að hann flytji inn inn- an tíðar. Það er kostulegt að fylgjast með stelpuskottinu, hún klæðir sig uppá daglega og setur saman föt til að undirbúa væntanlega heimsókn flag- arans sem stendur fyrir dyrum. Þessi framkoma er fullkomlega sjálfsprottin því hún hefur síður en svo smarta fyrirmynd í móður sinni þessa dagana. Dag hvern fyrir fréttir er auglýs- ing í sjónvarpinu sem er eitthvað á þessa leið: „Have you let yourself go?“ eða „Ertu búin að missa það?“ og fjallar um það að sjötíu prósent amerískra kvenna hætti að hafa sig til eftir að þær verði mæður og verði hreinlega að sækja sér ráðgjöf til að end- urheimta fyrra pæjusjálf. Ég er búin að missa það. Það er deginum ljósara. Í fyrsta lagi er ég nánast hætt að nenna að mála mig þannig að þá sjaldan að ég klessi á mig maskara þá hrekkur fólk í kút og hrósar mér fyrir útlitið. Sökum meðgöngunnar kemst ég náttúrlega ekki í neitt og fjölskyldan þarf að dragnast með þessa joggingklæddu ómáluðu mannveru út um allt. Það tók síðan steininn úr þegar familían fór út að borða á dögunum og ég pantaði mér steik. Þá gerði ég mér grein fyrir að ég var hreinlega orðin byrði. Ég borða orðið afar sjaldan rautt kjöt í þessu gósenlandi grænmetis og ávaxta og því var ég full eftir- væntingar að bíta mig fasta í vænt naut. Steikin kom um síðir og leit bara býsna vel út. Ég skar í dýrið og það reyndist ofeldað. Það skipti engum togum að ég brast í grát og var hreint óhugg- andi. Ég leyfi mér nú að halda að óléttan hafi spilað þarna inn í því ég hef ekki lagt það í vana minn að brynna músum á almannafæri. Þjónninn vildi allt fyrir mig gera en ekkert gat að mínu mati lagað þessa yfirsjón matsveinsins og því sat ég bara grenjandi og þerraði augun á hvítum dúknum. Dætur mínar og eiginmaður settu í fimmta gír og byrjuðu öll að borða matinn sinn á ógnarhraða til að komast sem fyrst úr þessum þrengingum. Það var ekki laust við að ég vorkenndi þeim ofurlítið. Yngri dóttirin end- urtók eins og róbót: „Mamma ég elska þig“ eins og hún væri andsetin. Aumingja barnið. Nokkrum dögum síðar fór ég í kvennaboð og ákvað að leggja nú of- urlítinn metnað í útlitið. Ég gat það nú ekki alveg hjálp- arlaust og því varð bóndinn að setja í mig rúllur. Hann gerði það sam- viskusamlega heldur þegjandalegur, sennilega kvalinn af yfirvofandi ótta um að ég brysti í grát ef hann neit- aði. Hann veit ekki blessaður hvað hann er búinn að koma sér í því héð- an í frá mun ég alltaf láta hann setja í mig rúllur. Hann er svo góður í því! Þegar ég var að labba út úr dyr- unum kom sú stutta til mín og lagði lófann í höndina á mér og sagði: „Mamma, getum við gert einn díl? Ertu til í að vera svona þegar Christian kemur?“ Við gerðum díl. Ég ætla að leggja mig fram um að verða barninu ekki til frekari skammar. Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ... með viðbótarsöfnun MasterCard ferðaávísunar Bretland er alltaf skemmtilegt, en auðvitað ræður þú ferðinni þegar þú ferðast með MasterCard! Með því að skipta við samherja MasterCard ferðaávísunar, safnar þú allt að 20% upphæðarinnar sem þú kaupir fyrir inn á ferðaávísunina þína. Nánari upplýsingar á www.kreditkort.is eða í síma 550 1500 Nú ferðu oftar ... H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 7 7 6 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.