Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUSTEFNA SAMFYLKINGAR Samfylkingin kynnti á fimmtu-dag yfirgripsmikla stefnu ímálefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Á Íslandi ríkir mikil velmegun um þess- ar mundir og hún virðist fara vaxandi, en samfara henni hafa vaknað spurn- ingar um það hvernig þjóðfélag sé að myndast hér á landi og hversu barn- vænt það sé. Í greinaflokki, sem birtist í Morg- unblaðinu fyrir áramót, komu fram sjónarmið um margt sem hér mætti betur fara. Markmið Samfylkingar- innar er að taka á þessum málum í heild sinni, allt frá bættri tannvernd til þess að koma á sólarhrings aðstoð og ráðgjöf við unga fíkniefnaneytend- ur og börn með bráð geðræn vanda- mál. Í áætluninni er kveðið á um „leita allra leiða til að draga úr fátækt barna“, að auka verði vernd barna gegn kynferðisafbrotum og stuðning við börn innflytjenda. Þar er einnig talað um langa vinnuviku á Íslandi og sagt að stefnt skuli að því í samstarfi við atvinnurekendur að stytta virkan vinnutíma foreldra og fjölga frídög- um þeirra vegna veikinda barna og starfsdaga í skólum og veikindum. Þetta eru allt mikilvægir þættir. Ekki er hægt að líða það að börn búi við fátækt og skort í einu mesta vel- megunarríki heims. Kynferðisafbrot gagnvart börnum eru einhver óhugnanlegasti glæpur sem hægt er að hugsa sér. Líf fórn- arlambsins er lagt í rúst og hrylling- urinn fylgir því alla ævi. Innflytjendur hafa hleypt þrótti í hjartslátt íslensks samfélags. For- senda fyrir því að lenda ekki í öng- stræti í innflytjendamálum er að búa þannig að börnum innflytjenda að þau sitji við sama borð og önnur ís- lensk börn, njóti sömu tækifæra og hafi sömu forsendur til að nýta þau þannig að þau njóti sín að verðleikum. Tímaleysi er orðinn helsti andstæð- ingur íslenskra fjölskyldna. Í velmeg- unarkapphlaupinu er hætt við að börnin sitji á hakanum. Samfylkingin bendir á að samkvæmt tölum Hag- stofunnar er 71% barna átta klukku- stundir eða lengur í leikskólanum sem er að meðaltali lengri tími en starfsfólkið. Tími er kominn til að staldra við og endurskoða forgangs- röðina. Oft vill brenna við að það sem börn fara á mis við í æsku er erfitt að bæta upp á fullorðinsárum. Auðvelt er að segja sem svo að ís- lenskar fjölskyldur hafi efni á að fórna nokkrum yfirvinnuaurum fyrir aukna samveru, en málið er flóknara en svo. Víða í atvinnulífinu er sú krafa einfaldlega gerð til starfsfólks að það helgi tíma sinn vinnunni ætli það að vera með. Það er því spurning um hugarfarsbreytingu að ná hinu gullna jafnvægi milli vinnunnar og fjöl- skyldulífsins. Á þessu máli verður ekki tekið nema með samhentu átaki stjórnmálaflokka og atvinnulífsins eins og Samfylkingin bendir á. Vitaskuld er langur vegur á milli áætlunar um aðgerðir og fram- kvæmdar. Þörfin á því að líta á mál barna og barnafólks í heild sinni er hins vegar ótvíræð og tímabær. Börn eiga ekki að vera afgangsstærð. Heil- brigði samfélagsins byggist á því hvernig hugsað er um börn í uppvext- inum. Mörg þau vandamál, sem Sam- fylkingin tekur á í áætluninni, eru erfið viðfangs. Frumkvæði Samfylk- ingarinnar verður vonandi tilefni til víðtækrar umræðu um þessi mál og kemur því til leiðar að þau verði í brennidepli í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast. Ekki veitir af. 3. apríl 1977: „Það er orðið tímabært, að menn átti sig á því, að það verður einnig að taka tillit til sjónarmiða og hagsmuna þess fólks, sem býr á höfuðborgarsvæðinu og sunnanlands yfirleitt. Það er staðreynd að hin síðustu ár hefur tekjuaukning orðið mun meiri víða úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alveg rétt, sem Helgi Selj- an segir, að sú mikla tekju- aukning er vafalaust tilkomin vegna mikillar yfirvinnu. Og það er líka víst, að fólk verður tregara og tregara til þess að vinna mikla yfirvinnu. En engu að síður er það svo, að vafalaust mundu margir launþegar t.d. á höfuðborg- arsvæðinu, gjarnan vilja eiga kost á því að bæta lífskjör sín með vinnu, sem þeir hafa ekki tækifæri til að fá. Og fari svo ár eftir ár, að tekjuaukn- ing verði mun meiri í sumum landshlutum en öðrum, hlýt- ur það að leiða til óánægju og stigsmunar á lífskjörum, sem ekki er viðunandi fyrir þjóð- ina í heild.“ 29. mars 1987: „Hin seinni ár hafa menn talið sig sjá merki þess að breyting væri að verða á. Smátt og smátt hefur kröfuharka aukizt. Um alllangt árabil heyrði það t.d. til undantekninga í mörgum atvinnufyrirtækjum að starfsmanni, sem ekki stóð sig sem skyldi væri sagt upp. Nú er það að verða almenn regla. Þeir, sem fylgjast á annað borð eitthvað með vinnumarkaðnum hafa orðið þess varir, að svo virðist sem ungt fólk sætti sig við þessa nýju kröfugerð og telji hana raunar sjálfsagða. Eftir því, sem nýjar kynslóðir setja meira mark sitt á samfélag okkar er alls ekki óhugsandi að meiri kröfuhörku gæti á öllum sviðum.“ . . . . . . . . . . 6. apríl 1997: „Í hvert sinn sem álitamál hafa komið upp í sambandi við öryggi í rekstri flugvéla Flugleiða, svo sem þegar fréttir hafa borizt af gölluðum varahlutum eða gallar hafa fundizt í flug- vélum, hafa talsmenn Flug- leiða gert skýra og und- anbragðalausa grein fyrir því, sem að félaginu hefur snúið í þessum efnum. Hér skal fullyrt, að íslenzkir far- þegar Flugleiða eru mjög öruggir um sinn hag um borð í flugvélum félagsins. Fréttaflutningur á borð við þann, sem barst víða um lönd í fyrradag er auðvitað verulegt áfall fyrir Flug- leiðir. Það er því miður ótrú- lega auðvelt að koma höggi á fólk og fyrirtæki með ábyrgðarlausum fréttaflutn- ingi. Það er auðveldara að vinna tjón með þeim hætti en bæta tjón. Saga Flugleiða í sambandi við öryggismál er hins vegar með þeim hætti, að forráðamenn fyrirtæk- isins geta borið höfuðið hátt og hljóta að bregðast við þessum fréttaflutningi með því að koma á framfæri við fjölmiðla erlendis stað- reyndum um öryggi í flug- rekstri félagsins sem eru óyggjandi og óumdeilan- legar.“ Úr fo r y s tugre inum Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ S l. miðvikudag birtist hér í blaðinu for- ystugrein, þar sem fjallað var um vistun 15 ára unglings í gæzluvarð- haldi á Litla-Hrauni. Í forystugrein þessari sagði m.a.: „Getur það verið, að 15 ára ung- lingur sé látinn dvelja í gæzluvarðhaldi á Litla- Hrauni? Jafnvel fullorðnir karlmenn, sem hafa marga fjöruna sopið og verið vistaðir þar, lýsa að- stæðum á Litla-Hrauni á þann veg að spyrja má, hvort ekki sé tímabært að endurskoða þá starf- semi, sem þar fer fram frá grunni. Hvað sem því líður er ljóst, að 15 ára unglingur á ekki heima þar, jafnvel þótt hann hafi framið af- brot. Ef það er rétt, að þessi unglingur sé vistaður á Litla-Hrauni, verður að breyta þeirri ákvörðun þegar í stað. Það er örugglega vilji til staðar hjá þeim, sem að þessum málum standa til þess að bjarga þessum unglingi frá því að gerast afbrota- maður um alla framtíð. En honum verður ekki bjargað ef hann er vistaður á Litla-Hrauni. Ekki þarf að tala við marga fanga, sem dvalið hafa á Litla-Hrauni til þess að átta sig á þessum einfalda veruleika.“ Á forsíðu Morgunblaðsins sl. fimmtudag, birtist fréttaskýring um þetta mál eftir Örlyg Stein Sig- urjónsson, blaðamann á Morgunblaðinu, þar sem segir m.a.: „Gæzluvarðhaldsvistun 15 ára drengs í fangels- inu á Litla-Hrauni vegna vopnaða ránsins í verzlun 10-11 um síðustu helgi endurspeglar að mati Helga Gunnlaugssonar, prófessors, brýna þörf á umræðu um, hvort sakborningar á barnsaldri skuli flokkast með fullorðnum brotamönnum.“ Og þar segir ennfremur: „Að sögn Helga Gunnlaugssonar gætir tilhneig- ingar erlendis t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum að flokka mjög unga afbrotamenn með hinum eldri og bendir hann jafnframt á, að gæzluvarðhaldsvist, ekki sízt einangrunarvist, sé sannanlega erfið öll- um, að ekki sé talað um þegar börn eiga í hlut. Rannsóknir hafa enda sýnt fram á skaðlegar afleið- ingar einangrunarvistar. Um sé að ræða mikinn heilsufarslegan skaða. „Og þá er miðað við full- orðna menn, en þegar sjónum er beint að ungu fólki í þessu samhengi þá magnast auðvitað áhrif- in“, segir hann. Helgi segir að því fylgi ákveðið áfall fyrir fólk að skoða einangrunarklefana í fangelsinu á Litla- Hrauni. „Þetta eru mjög litlir og óvistlegir klefar með litlum gluggum. Öll aðstaða er mjög óvistleg. Síðan fá menn klukkutíma útiveru daglega í mjög litlum garði með afar takmörkuðu útsýni. Ef krakkar eru settir í svona aðstæður má rétt ímynda sér afleiðingar þess fyrir þá.““ Piltinum var sleppt úr haldi sl. miðvikudag. Nú er auðvitað ljóst, að yfirvöldum er vandi á höndum í tilvikum sem þessum. Pilturinn var ný- kominn af meðferðarheimilinu Stuðlum, þegar hann framdi ránið. Brotaferill hans er orðinn lang- ur þrátt fyrir ungan aldur. Gagnrýni Morgunblaðsins beinist að sjálfsögðu ekki að því að gripið sé til einhverra úrræða í til- vikum sem þessum. Gagnrýnin beinist að því að svo ungur drengur sé settur í gæzluvarðhald á Litla- Hrauni. Til eru evrópskar fangelsisreglur, þar sem fram kemur að ekki skuli vista börn yngri en 18 ára í fangelsi fyrir fullorðna. Sé það gert skuli fara með viðkomandi með sérstökum hætti. Við þurfum í sjálfu sér ekki að leita til útlanda til þess að gera okkur grein fyrir að það á ekki að setja 15 ára ungling í gæzluvarðhald á Litla- Hraun. Heilbrigð skynsemi segir okkur, að það eigi ekki að gera. Unglingar á þessum aldri leiðast út í afbrot af einhverjum tilteknum ástæðum. Þær er yfirleitt að finna í aðstæðum þeirra og umhverfi á æskudögum. Til þess að finna lausn á þeim og breyta viðhorfi slíkra ungmenna til umhverfis síns og þess samfélags, sem þau búa í þannig að þau verði nýtir og heilbrigðir þjóðfélagsþegnar, þarf annars konar aðgerðir en gæzluvarðhald á Litla- Hrauni. Þetta vita allir, sem að þessum málum koma. Það er ekki nútímalegt viðhorf til þjóðfélags- vanda af þessu tagi að loka þessi börn inni. Og það á heldur ekki við að yppta öxlum og segja sem svo, að það séu engin önnur úrræði til. Það þarf að sjá til þess, að þau séu til staðar. Morgunblaðið hefur orðið fyrir gagnrýni vegna afstöðu blaðsins til vistunar unglingsins á Litla- Hrauni. En sú gagnrýni og þær röksemdir, sem færðar hafa verið fram til stuðnings þeirri ákvörð- un að loka piltinn inni á Litla-Hrauni, breyta ekki þeirri skoðun blaðsins, sem hér hefur verið fjallað um. Þetta á ekki að gerast. Vistun unglinga í gæzluvarðhaldi á Litla-Hrauni lýsir sams konar hugsunarhætti og þeim, sem ríkti hér á landi fyrir tæplega hálfri öld og til umræðu hefur verið á undanförnum mánuðum í tengslum við Breiðavík og önnur opinber meðferðarheimili. Það er margt vel gert í þessum efnum nú um stundir. Hér eru rekin meðferðarheimili, sem eru til fyrirmyndar, þar sem unglingar dvelja, sem hafa lent í margvíslegum erfiðleikum í lífinu og a.m.k. sumir þeirra koma þaðan betri menn. Vonandi verður þessi 15 ára piltur síðasti ung- lingurinn, sem vistaður er á Litla-Hrauni. Er löggjöf okkar úrelt D ómur Héraðsdóms Norðurlands þar sem maður var sýknaður af því athæfi að hafa tekið mynd af sofandi, nakinni stúlku og sýnt öðrum hefur vakið furðu og er þá átt við forsendur dómsins. Dóm- urinn byggðist á því, að ekki væri talið sannað, að maðurinn hefði fengið kynferðislega fullnægingu út úr því að sýna öðru fólki myndina og þar af leið- andi hefði ekki verið sýnt fram á, að maðurinn hefði haft í frammi „lostugt athæfi“, sem væri skilyrði fyrir sakfellingu skv. 209. grein hegningarlaganna. Margir eru furðu lostnir yfir þessum sýknudómi. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist athuga- semd frá Boga Nilssyni, ríkissaksóknara, sem seg- ir mikla sögu af þessu tilefni. Ríkissaksóknari seg- ir: „Í tilefni af frásögn Morgunblaðsins í dag, 30. marz, á baksíðu af ummælum talsmanns Femín- istafélags Íslands um sýknudóm í máli, þar sem maður var sakaður um brot gegn blygðunarsemi stúlku með því að taka af henni nektarmynd og sýna hana öðrum vil ég víkja örfáum orðum að ákvæðum almennra hegningarlaga um brot gegn friðhelgi einkalífs. Íslenzk hegningarlög hafa ekki að geyma ákvæði, sem leggur refsingu við heimildarlausri myndatöku af manni, sem t.d. fer fram, þegar mað- urinn er utan almannafæris. Í hegningarlögum er heldur ekki að finna sérstakt ákvæði, sem leggur refsingu við heimildarlausri dreifingu á mynd úr einkalífi manns. Margir telja löngu tímabært að hugað verði að endurskoðun refsiákvæða almennra hegningar- laga um brot gegn friðhelgi einkalífs og hafa í því sambandi m.a. bent á löggjöf annarra landa til eft- irbreytni. Dönsku hegningarlögin frá 15. apríl 1930 voru fyrirmynd almennra hegningarlaga nr. 19 frá 12. Laugardagur 31. mars Reykjavíkur Einangrunarklefi á Litla-Hrauni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.