Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nú er upplagt að skreppa til Prag og dekra við sig í aðbúnaði í þessari einstaklega fögru borg. Flogið er út að morgni föstudagsins langa og komið heim á fimmtudegi eftir páska (aðeins 3 vinnudagar). Prag hefur skipað sér sess sem eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Fararstjórar okkar gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi men- ningu. Apríl er frábær tími til að heimsækja borgina - vorið komið á fulla ferð og borgin hreint yndislega falleg. Bjóðum nú frábært tilboð á glæsilegum fimm stjörnu lúxushótelum Hilton Hotel eða Hotel Corintia Towers. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessarar frábæru borgar og njóttu þess að hafa allan aðbúnað í toppi. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Lúxuspáskar í Prag 6.-12. apríl frá kr. 69.990 Ótrúlegt verð - Fengum 5 viðbótarherbergi Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi, 6. apríl í 6 nætur á Hilton Hotel ***** eða Hotel Corintia Towers ***** með morgunmat. Ath. takmarkaður herbergjafjöldi í boði á hvoru hóteli fyrir sig. Munið Mastercard ferðaávísunina Fimm stjörnu páskar Hilton Hotel ***** eða Hotel Corinthia Towers ***** 6 nátta páskaferð LÖG um Vatnajökulsþjóðgarð voru samþykkt samhljóða á Alþingi 17. mars sl. á síðasta starfsdegi þingsins. Þá voru liðin átta ár frá því að Alþingi samþykkti þingsályktun um þjóð- garðinn, þann lang- stærsta af fjórum þjóð- görðum á miðhálendinu sem undirritaður flutti tillögu um 1998. Þetta er langur með- göngutími en nið- urstaðan er farsæl og á að geta skilað okkur þjóðgarði sem rísi undir nafni. Hlutur svæðanna sem næst eru þjóðgarðinum er stór í stjórnsýslu hans og ábyrgð þeirra að sama skapi mikil á að vel takist til um náttúruverndina sem er und- irstaða málsins og aflvaki. Skaftafellsþjóðgarður og þjóð- garðurinn í Jökulsárgljúfrum verða innan þessa stóra þjóðgarðs sem mikilvægir hornsteinar. Af báðum þessum þjóðgörðum hafði ég kynni á mótunarstigi þeirra á áttunda ára- tugnum, bar raunar ábyrgð á mál- efnum Skaftafells fyrir Nátt- úruverndarráð á afdrifaríku skeiði. Á níunda áratugn- um tók ég að skoða Vatnajökul í víðara samhengi, ferðaðist mörg sumur umhverf- is og upp á jökul í góðra félaga hópi. Þau kynni opnuðu augu mín enn frekar fyrir þeirri miklu fjöl- breytni sem Vatnajök- ull ásamt umgjörð sinni býr yfir. Á Nátt- úruverndarþingi 1993 setti ég fram þá hug- mynd að jökullinn all- ur ásamt skriðjöklum og ýmsum jað- arsvæðum yrði friðlýstur. Í hönd fór mikil umræða um skipulag og land- not á miðhálendinu, bæði á Alþingi og úti í samfélaginu þar sem margar góðar hugmyndir komu fram. Úr þessari deiglu spratt tillagan um fjóra stóra þjóðgarða: Vatnajökuls-, Hofsjökuls-, Langjökuls- og Mýr- dalsjökulsþjóðgarð með stórri um- gjörð um hvern þeirra (sjá upp- drátt). Umhverfisnefnd Alþingis sýndi málinu áhuga, en formaður hennar var þá Ólafur Örn Haralds- son. Studdi öll nefndin að Vatnajök- ulsþjóðgarður yrði settur í forgang og lagði fram ályktunartillögu þar að lútandi sem Alþingi samþykkti 10. mars 1999. Fjölmargir hafa síðan komið að þessu máli, ríkisstjórn, þrír um- hverfisráðherrar, alþingismenn, sveitarstjórnarmenn, nefndir og náttúruverndarsamtök sem öll lögð- ust á eina sveif. Vatnajökuls- þjóðgarður hefur þannig á þessu mótunarskeiði orðið áhugamál og sameign fjölmargra sem hver með sínum hætti hafa komið að málinu og lagt því lið. Einungis þannig geta góðar hugmyndir borið ávöxt og mér eru þakkir í hug til allra sem hlúð hafa að þeirri niðurstöðu sem nú er fengin. Þótt Vatnajökulsþjóðgarður taki nú þegar til 13% af flatarmáli lands- ins benda margir réttilega á að enn þurfi við hann að auka stórum verð- mætum landsvæðum. Ég er ekki í vafa um að þeim verður að ósk sinni fyrr en seinna. Langisjór og frið- landið á Lónsöræfum eru þar eðli- lega framarlega á lista og kynngi- magnað fjalllendi milli skriðjökla sunnan Vatnajökuls svo og stór svæði norðan hans sem ræða þarf um við rétthafa og aðra hags- munaaðila á næstu árum. Aðal- atriðið er að nú verður ekki aftur snúið og viðfangsefnið framundan er að nota þennan efnivið í stærsta þjóðgarð Evrópu þannig að til fyr- irmyndar verði í þágu Íslendinga og umheimsins alls. Hjörleifur Guttormsson skrifar um umhverfismál Höfundur er náttúrufræðingur. Hjörleifur Guttormsson » Vatnajökulsþjóð-garður hefur á þessu mótunarskeiði orðið áhugamál og sameign fjölmargra sem hver með sínum hætti hafa lagt málinu lið. Vatnajökulsþjóðgarður lögfestur Í MIÐ-Austurlöndum verða horfur nú æ ískyggilegri. Hinn 20. mars 2003 hófst innrás í Írak — sneypuför undir fölsku flaggi. Þar var enginn Osama bin Lad- en og enginn griða- staður fyrir al-Qaeda. Helsta yfirvarpið var ótti um að Írakar lum- uðu á gereyðing- arvopnum en þau hafa engin fundist. Eftir á var dregin fram önnur átylla: Harðstjóranum Saddam Hussein hefur verið steypt af stóli! Frá því í mars 2003 hafa tugir eða hundruð þúsunda látið lífið til að svo mætti verða. Á sínum tíma studdu Bandaríkja- menn engan annan en Saddam Huss- ein þegar það valmenni fór með eldi og járni gegn Írönum. En skyldi heimsbyggðin vera öruggari eftir hernám Íraks? Það væri synd að segja: Í Landinu milli fljótanna skíð- logar ófriðarbál og hálfu hægara er orðið að sá hatursfræjum í garð Bandaríkjamanna og undirdánugra meðreiðarsveina enda hangir nú hryðjuverkaógnin yfir höfði manna eins og damókles- arsverð. En til hvers var þá látið sverfa til stáls við Íraka? Sennilega hefur eitt og annað vakað fyrir bandarískum valds- mönnum, til dæmis a) að ná yfirráðum yfir auðugum olíu- lindum áður en orku- kreppa tekur að sverfa að. b) að leiða athyglina frá eigin andvaraleysi þegar dró að hermdarverkunum 11. september 2001, sem og frá efna- hagslægð heima fyrir. c) að svala metnaði eins manns til að ljúka því sem faðirinn lét ógert ár- ið 1991 þegar íraski herinn hafði ver- ið flæmdur frá Kúveit. Er þó varla of- mælt að George Walker Bush sé nú orðinn skýrara dæmi um verrfeðr- ung en föðurbetrung. d) að sporna við því að Kína seilist til frekari ítaka í Asíu, enda upprenn- andi risaveldi og ógn við bandarískt ofurvald. e) að þröngva vestrænu gildismati og hugsunarhætti upp á múslímaríki og það með vopnavaldi. f) að herða tökin á einu róstusam- asta svæði vorra daga. Því má hnýta við að vestanhafs kveður rammt að kenningum um að heimsslit séu yf- irvofandi. Er þar vísað til spádóma um að jarðríki verði ekki umbylt til hins betra fyrr en vargöld hin versta hafi brotist út. Þá verður ráðist gegn Ísrael, hefur verið lesið úr Jesaja, Je- remía, Esekíel, Sakaría og fleiri spá- mannlegum spjöllum. Í Opinberun Jóhannesar er hermt að áður en þús- und ára ríkið rísi verði mikill liðsafn- aður á „Harmagedón“. Mörgum er tamara að tala um Armageddon en „Harmagedón“ er iðulega talið forn- grísk ummyndun á hebresku orð- unum Har Megido (fjallið Megiddo). Megiddo stendur á krossgötum í Ísr- ael og hefur um árþúsundir orðið vettvangur fyrir hildarleik stríðandi fylkinga. Skal ósagt látið hvort eldfornar spásagnir móta um sumt bandaríska utanríkisstefnu eins og málsmetandi menn hafa látið að liggja. Enn með undanbrögð? Fái herlausar þjóðir að fara með friði og vera í friði geta þær orðið öðrum góðar fyrirmyndir á við- sjártímum. Þeim mun meinlegra er að Ísland skuli hafa stutt löglausa innrás í Írak enda á íslensk þjóð álíka heima í herför og hind í úlfahjörð. Gerningurinn er orðinn en fyrr sígur fold í mar en opinber afsök- unarbeiðni komi frá stjórn með þingflokk sjálfstæðismanna innan sinna vébanda. Á Alþingi eru óskir í þá átt úthróp- aðar sem kröfur um að mörlandinn kippi að sér líknandi hendi í Írak. En hví geta þá Norðmenn látið gott af sér leiða í hinu stríðshrjáða landi án þess að hafa látið teyma sig undir merki hinna vígfúsu þjóða? Hvað gerist þegar næst berst her- hvöt úr Hvíta húsinu? Hvað munu ís- lenskir ráðamenn þá til bragðs taka? Enn í afneitun? Einar Sigmarsson skrifar um málefni Mið-Austurlanda »Hvað gerist þegarnæst berst herhvöt úr Hvíta húsinu? Hvað munu íslenskir ráða- menn þá til bragðs taka? Einar Sigmarsson Höfundur er íslenskufræðingur Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.