Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 41

Morgunblaðið - 01.04.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 41 Á FUNDI í Verkalýðsfélaginu Hlíf þann 21. febrúar sl. var eftirfar- andi ályktun samþykkt einróma: „Fundur í Verkalýðsfélaginu Hlíf skorar á Alþingi að fullgilda á yf- irstandandi þingi ILO-samþykkt nr. 158 sem tryggir launa- fólki lágmarksréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar í íslenska löggjöf. Full- gildi Alþingi ekki fyrr- greinda samþykkt mun Hlíf leggja til að sambærileg ákvæði og í henni eru verði sett í kröfugerð verkalýðs- félaganna við gerð næstu heildar- kjarasamninga.“ Fjandsamleg afstaða Í þrjú kjörtímabil hafa stjórn- arflokkarnir hunsað áskoranir Hlíf- ar og Alþýðusambands Íslands um að taka ILO nr. 158 til umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi, en innan ASÍ eru um 100.000 manns. Þessi fjandsamlega afstaða í garð þriðjungs þjóðarinnar sýnir svo ekki verður um villst hvaða hug Íhaldið og Framsókn bera til hins vinnandi manns. Sjálfum sér og sínum hygla þeir óspart en allur almenningur ber skarðan hlut frá borði. Það virðist væflast fyrir báðum þessum stjórn- málaflokkum að mannréttindi eigi við fleiri en þá sjálfa og þá sem sitja í góðum embættum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Með allskonar ráðum hafa þeir leynt og ljóst reynt að tefja fyrir að fyrrgreind samþykkt komi til um- ræðu á löggjafarþingi þjóðarinnar. Nú er t.d. ár síðan að þáverandi félagsmálaráðherra sendi Háskólanum á Bifröst samþykktina til umsagnar. Enga nauð- syn bar til þess, heldur var þetta einungis gert til að tefja fyrir að Al- þingi fengi hana til um- ræðu. Óvild núverandi stjórnvalda í garð launafólks er lýst á raunsæjan hátt í eftirfarandi orðum: Að alþýðunni ennþá snýr arðránsstefnan mörkuð skýr, við ójöfnuð og ánauð býr eins og réttlaus vinnudýr. ILO-samþykkt nr. 158 Fullgilding Alþingis á ILO- samþykkt nr. 158 er löngu orðin tímabær, það sýna ruddafengnar uppsagnir ýmissa fyrirtækja á launafólki. Eins og staðan er í dag geta fyrirtæki sagt starfsfólki upp án þess að frambærileg ástæða sé að baki þeirrar ákvörðunar. Dæmi eru t.d.um að fólk hafi verið rekið úr vinnu vegna stjórnmálaskoðana eða ábendinga um að öryggi á vinnustað sé ábótavant. Þrátt fyrir þetta láta stjórnvöld eins og þau hvorki sjái né heyri það sem fram fer. Fullgilding Alþingis á téðri samþykkt kæmi í veg fyrir slíkar uppsagnir. Í þeirri samþykkt er það ófrávíkjanlegt skil- yrði að ástæða uppsagnar komi fram í uppsagnarbréfi þannig að viðkom- andi starfsmaður viti um ástæðuna. Bregðist atvinnurekandi þessari skyldu sinni telst uppsögnin ógild. Það sem ekki má Í ILO-samþykktinni eru m.a. tald- ar upp eftirfarandi ástæður sem ekki gilda til uppsagnar: a) aðild að stéttarfélagi eða þátt- taka í starfsemi stéttarfélags utan vinnutíma, eða í vinnutíma með samþykki atvinnu- rekanda; b) að leita eftir því að gegna trún- aðarstarfi sem trúnaðarmaður launafólks eða starfa eða hafa starfað sem slíkur; c) að hafa borið fram kæru eða tekið þátt í málsókn gegn atvinnu- rekanda sem felur í sér ásökun um meint brot á lögum, reglugerðum eða kjarasamn- ingi eða að hafa leitað aðstoðar hlutaðeig- andi stjórnvalds; d) kynþáttur, hörundslitur, kyn- ferði, hjúskaparstétt, fjölskyldu- ábyrgð, þungun, trúarbrögð, stjórnmálaskoðun, þjóðernislegur eða félagslegur upp- runi; e) fjarvist frá vinnu í fæðing- arorlofi; f) aldur starfsmanns; g) fjarvist frá starfi um stund- arsakir vegna veikinda eða slysa. Réttur og réttindaleysi Sigurður T. Sigurðsson fjallar um verkalýðsmál og ILO-samþykkt nr. 158 » Í þeirri samþykkt erþað ófrávíkjanlegt skilyrði að ástæða upp- sagnar komi fram í upp- sagnarbréfi þannig að viðkomandi starfsmaður viti um ástæðuna. Sigurður T. Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi formaður Vlf. Hlífar. Safnaðu Knorr strikamerkjum Svona gerir þú: Klipptu strikamerkin af Knorr vörunum þínum og límdu inn í söfnunarheftið. Þegar þú hefur safnað 10 strikamerkjum fyllir þú út þátttökuseðilinn í heftinu, skilar því eða sendir til Ásbjörns Ólafssonar ehf., Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík, merkt „Strikamerkjaleikur“. Merktu þér seðilinn vel og tilgreindu hvaða hlut þú velur*. Innsendingarfrestur rennur út 30.06. 2007. Stóri vinningurinn: Nöfn allra þátttakenda fara í pott þar sem dregið verður um glæsilega vinninga. Þrír heppnir safnarar fá 100.000 kr. vöruúttekt í Kringlunni, hvorki meira né minna. Þú færð söfnunarh eftið í næstu verslun! *Á meðan birgðir endast. Strikamerkjaleikur Knorr gæti sent þig í 100.000 kr. verslunarferð í Kringluna Fyrir 10 Knorr strikamerki getur þú valið um: Svuntusett fyrir þig og barnið Hvernig væri að leyfa börnunum að spreyta sig í eldhúsinu? Safnaðu 10 strikamerkjum og fáðu svuntu fyrir þig og barnið á heimilinu. Lasagnefat sem passar fyrir plöturnar Þú losnar við að brjóta lasagneplöturnar til að koma þeim í fatið. Fyrir 10 strikamerki færðu Pyrex lasagnefat sem passar fullkomlega fyrir Knorr lasagneplötur. F í t o n / S Í A F I 0 2 0 5 2 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.