Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Fasteignin Malarhöfði 8 er tveir eignahlutar: Annars vegar ca 1.663 fm límtrésbygging á tveim hæðum með
innkeyrsludyrum sem er nýtt sem blikksmiðja í dag og hins vegar steypt ca 300 fm geymslubygging á einni
hæð með fimm innkeyrsludyrum. Góð aðkomulóð en lóðin er alls 2.822 fm að stærð. Eignirnar eru að
mestu í útleigu með góðum leigusamningum. Upplýsingar gefur Ægir á skrifstofu. V. 260 m. 7629
MALARHÖFÐI
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Tunguvegur
Glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð
256 fm tveggja hæða einbýlishús
ásamt 32 fm bílskúr. Eignin er nýlega
endurnýjuð á vandaðan og smekkleg-
an hátt. Eignin skiptist m.a. í hol með
vinnuaðstöðu, vandað eldhús, stofu
með arni, sólstofu með útgengi í garð
til suðvesturs, 5 herbergi, stórt sjón-
varpshol og flísal. baðherb. Auk þess
er 2ja herb. aukaíbúð með sérinng.
Ræktuð lóð með hita í stéttum. Verð
71,5 millj.
Álfahvarf - Kópavogi
Einbýlishús á útsýnisstað
350 fm einbýlishús á tveimur hæðum
ásamt 44 fm bílskúr. Húsið skilast í
núverandi ástandi, rúmlega fokhelt
með grófjafnaðri lóð. Stofa með góðri
lofthæð og útgangi í sólskála. Útsýni
af efri hæð yfir fjöllin og Elliðavatn.
Verð 58,0 millj. Möguleiki er að fá hús-
ið keypt fullklárað að utan.
Vesturhús
Glæsilegt 236 fm einbýlishús á tveimur
hæðum auk rislofts með 49 fm tvöf.
innb. bílskúr á fallegum útsýnisstað.
Eignin skiptist m.a. í stórt alrými með
allt að 5,5 metra lofthæð, sjónvarps-
stofu, setustofu með arni, borðstofu,
eldhús með hvítum sprautulökk. inn-
rétt. og eyju, tvö flísalögð baðherbergi,
3-4 herb. auk fataherb. Mikið útsýni úr
stofum yfir borgina. Tvennar svalir og
útg. úr hjónaherb. á verönd. Ræktuð lóð með sólpalli, skjólveggjum og heitum
potti. Hiti í innkeyrslu sem er hellulögð. Verð 67,0 millj.
Bugðulækur
Neðri sérhæð með bílskúr
151 fm 6 herb. neðri sérhæð auk 36
fm bílskúrs og um 18 fm herbergis inn
af bílskúr og sérgeymslu í kjallara á
þessum eftirsótta stað í Laugarnesinu.
3 rúmgóðar og bjartar stofur og 3 góð
herbergi. Þvottaherb. innaf eldhúsi.
Svalir til suðvesturs. Verð 45,9 millj.
Arnarás
Vönduð 3ja-4ra herb. íbúð
Vönduð 97 fm 3ja-4ra herb. íbúð á efri
hæð með sérinngangi. Innréttingar úr
kirsuberjavið í eldhúsi og í skápum.
Vandað eldhús, flísalagt baðherbergi,
2 góð herbergi og stofa. Þvottaher-
bergi innan íbúðar. Allt parket úr rauð-
eik. Flísalagðar svalir til suðvesturs,
fallegt útsýni. Verð 28,9 millj.
Strandgata - Hafnarfirði. 3ja herb.
íbúð í nýju húsi - Útsýni yfir höfnina
Glæsileg 99 fm 3ja herb. íbúð á 2.
hæð, þ.m.t. 9,2 fm geymsla í kj. Inn-
réttingar úr rauðeik sem og parket.
Baðherbergi flísalagt í gólf og veggi.
Vestursvalir með sjávarsýn. FRÁBÆR
STAÐSETNING. Sérbílastæði. Til
afh. við kaupsamn. Verð 28,5 millj.
Nýkomið í einkasölu við Lækinn
sérlega fallegt þrílyft einbýlis-
hús, samtals ca 150 fm. Húsið
hefur verið endurnýjað umtals-
vert á sl. 15 árum. Frábær
staðsetning. Myndir á mbl.is.
Verð 37,9 millj.
Kristján og Edda
bjóða ykkur velkomin.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Hverfisgata 63 - Hf. Einbýli
Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 16.00
urstöðu sem fer þvert á
það sem ætla mætti út
frá því sem hann hefur
sett í skýrsluna. Þar fyr-
ir utan eru svo staðhæf-
ingar í skýrslunni sem
láta undarlega í eyrum
stjórnarmanns ÞSSÍ.
Þarna er ástæða þess
að mér finnst ástæða til
að gagnrýna þau vinnu-
brögð sem viðhöfð voru
við að leggja skýrsluna
fram. Eðlilegt hefði verið
að kynna starfsmönnum
og stjórn ÞSSÍ fyrst efni hennar. Það
hefði getað komið í veg fyrir óróa sem
greip um sig meðal starfsfólks ÞSSÍ,
þegar það frétti af skýrslunni og
þeirri túlkun að leggja ætti stofn-
unina niður. Í öðru lagi hefði mátt
leiðrétta atriði sem ekki virðast
byggjast á staðreyndum.
Víðtækt samstarf
ÞSSÍ hefur átt mikið og gott sam-
starf við frjáls félagasamtök; Hjálp-
arstofnun kirkjunnar, Rauði kross-
inn, ABC Barnahjálp og fleiri samtök
hafa fengið stuðning til hjálparstarfa.
Hefur ÞSSÍ gjarnan fjármagnað
verkefni sem unnin hafa verið í nafni
annarra að rúmum helmingi. Það er
því dálítið undarlegt að lesa má úr
skýrslunni að samstarfi ÞSSÍ við
frjáls félagasamtök sé ábótavant.
Á sama hátt hefur stofnunin átt
samstarf við aðila úr viðskiptalífinu
NÝLEGA var lögð fram á Alþingi
„skýrsla utanríkisráðherra um fyr-
irkomulag þróunarsamvinnu Ís-
lands“. Skýrslan hefur vakið nokkurt
umtal, ekki síst vegna gagnrýni fram-
kvæmdastjóra Þróunarsam-
vinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), Sig-
hvats Björgvinssonar.
Skýrsla þessi er um margt happa-
fengur; þarna er saman kominn á
einn stað talsverður fróðleikur um
þróunarsamvinnu Íslendinga.
Skýrsluhöfundur, Þorsteinn Ingólfs-
son sendiherra, hefur þar unnið gott
starf. Þar kemur einn-
ig fram að „skýrsla
þessi [sé] innlegg í um-
ræðu sem mikilvægt
er að fari fram og leiði
til farsællar nið-
urstöðu sem sátt geti
ríkt um“. Slík umræða
er nauðsyn og það er
til að stuðla að henni
að þessi grein er skrif-
uð.
Ég er sammála Sig-
hvati þegar kemur að
vinnubrögðunum við
framlagningu skýrslunnar. Auk þess
sýnist mér að þegar skýrsluhöfundur
dregur ályktanir, komist hann að nið-
og einkaaðila. Ekki er ástæða til að
gleyma hér samstarfinu við fræða-
samfélagið með samstarfssamn-
ingum við háskóla landsins.
Skrítnar ályktanir
Fram kemur í skýrslunni að
„starfsmenn ÞSSÍ skila merkilegu
framlagi til alþjóðasamstarfs Íslend-
inga, oft við mjög erfiðar aðstæður.
Íslendingar geta með stolti litið til
þeirra verka og enginn þarf að velkj-
ast í vafa um að framlag okkar skiptir
máli.“ Og þar segir einnig: „ÞSSÍ
starfar samkvæmt skýrum verklags-
reglum sem byggjast á alþjóðlegum
viðmiðum. Í reglunum felst m.a. að öll
verkefni stofnunarinnar eru metin
reglulega og óháðar úttektir eru
gerðar á öllum verkefnum hennar áð-
ur en þeim lýkur. Þetta verklag er til
fyrirmyndar.“
Þrátt fyrir þessa skoðun höfundar
(sem ég er sammála) dregur hann
ályktanir sem mér finnst ekki að
passi við hana. Þar finnst mér að
hann (og ráðherra í ummælum sín-
um) sé að láta undan þrýstingi nokk-
urra aðila sem vitað er að hafa viljað
fá starfsemi ÞSSÍ í ráðuneytið.
Skýrsluhöfundur bendir á tvær leið-
ir í framtíðarskipulagi þróunarsam-
vinnu Íslendinga; annars vegar fullan
samruna ÞSSÍ og utanríkisráðuneyt-
isins, hins vegar að ÞSSÍ starfi sem
sjálfstæð undirstofnun, en í nánari
tengslum við ráðuneytið en nú er.
Höfundur bendir á kosti og galla
beggja leiða og tekur síðan þá afstöðu
að mæla með fyrri leiðinni. Þegar
hann ræðir kosti fyrri leiðarinnar
nefnir hann átta atriði en fjögur þeg-
ar kemur að göllunum. Og það eru
einmitt fjögur grundvallaratriði sem
ég tel að vegi mun þyngra en þau átta
jákvæðu (sem ég er ekki að öllu leyti
sammála): Gallarnir fjórir eru þessir:
a) Ákvarðanataka vegna tvíhliða
verkefna gæti orðið seinvirkari en nú
er.
b) Erfiðara gæti reynst að viðhalda
fagþekkingu í þróunarsamvinnu
vegna flutningsskyldu starfsmanna
utanríkisráðuneytisins.
c) Hætta á að áherslur og verk-
efnaval þróunarsamvinnunnar taki
tíðari breytingum vegna reglulegra
breytinga á yfirstjórn ráðuneytisins.
d) Auknar líkur á að skammtíma-
sjónarmið, sem taka mið af afstöðu al-
þjóðastjórnmála, ráði ferðinni í tví-
hliða þróunarsamvinnu Íslands í stað
faglegra sjónarmiða.
Þrátt fyrir að komast að þessari
laukréttu niðurstöðu um galla þessa
skipulags leggur skýrsluhöfundur til
að sú leið verði valin.
Hér mætti bæta við fimmta atrið-
inu: Hætt er við að hin algjöra sam-
staða íslenskra stjórnmálaflokka um
þróunarsamvinnu landsins myndi
bresta og málefnið yrði alfarið partur
af flokkspólitísku dægurþrasi ef þess-
ar breytingar yrðu ofan á.
Lokaorð
Engin lög eru hafin yfir breytingar
og lagfæringar; sama gildir um stofn-
anir á borð við ÞSSÍ; með rýmkun
lagaheimilda um stofnunina mætti
gera henni auðveldara um vik með
samstarf við utanaðkomandi aðila.
Sama gildir um starfsreglur stofn-
unarinnar. Núverandi skipulag henn-
ar og vinnubrögð gera það að verkum
að starf ÞSSÍ er mjög skilvirkt og
traust. Raunar hafa samstarfsaðilar í
þróunarlöndum lýst yfir sérstakri
ánægju með hve áreiðanleg hún sé í
samstarfi. Þess vegna þykir mér rétt
að vara við breytingum á skipulagi
ÞSSÍ í þá veru sem skýrsla utanrík-
isráðherra gerir ráð fyrir.
Röng vinnubrögð og skrítnar ályktanir
Haukur Már Haraldsson
skrifar um Þróunar-
samvinnustofnun Íslands
» Þrátt fyrir þessaskoðun skýrsluhöf-
undar (sem ég er hjart-
anlega sammála) dregur
hann ályktanir sem mér
finnst ekki að passi...
Haukur Már
Haraldsson
Höfundur er framhaldsskólakennari
og stjórnarmaður í Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands.