Morgunblaðið - 01.04.2007, Side 50
50 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún SigríðurGuðbrandsdóttir
fæddist í Litla-
Árskógi á Árskógs-
strönd 1. janúar 1917.
Hún andaðist á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 24. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðbrandur Sigurðs-
son og Kristín Jó-
hannsdóttir.
Sigrún giftist 1936
Jóhanni Bergvinssyni,
f. 1913, d. 1974, og
hófu þau búskap á Svalbarðseyri
en byggðu sér nýbýlið Áshól í
Grýtubakkahreppi árið 1955, þar
bjuggu þau allt þar til Jóhann lést.
Sigrún og Jóhann eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Fjóla Kristín, d.
1991, giftist Þorsteini Marinóssyni,
þau eignuðust fimm
börn. 2) Reynir,
kvæntur Jenný Jóns-
dóttur, þau eiga þrjú
börn. 3) Guðrún, gift
Helga Laxdal, þau
eiga fjögur börn. 4)
Bergvin, kvæntur
Sigurlaugu Eggerts-
dóttur, þau eiga fjór-
ar dætur. 5) Guð-
brandur, d. 2005,
giftist Guðnýju
Björnsdóttur, þau
áttu þrjú börn. 6)
Freygarður Einar, í
sambúð með Natalíu Proskurnina,
hann á fjögur börn.
Sigrún eignaðist 28 barnabörn,
50 barnabarnabörn 5 barnabarna-
barnabörn.
Sigrún var jarðsungin frá Lauf-
áskirkju 29. mars, í kyrrþey.
Tengdamóðir mín, Sigrún Guð-
brandsdóttir, er fallin frá komin á
tíræðisaldur. Síðast bar fundum
okkar saman sl. nýársdag en þá
fyllti Sigrún 90asta aldursárið.
Þrátt fyrir þennan háa aldur bjó
Sigrún ein síðustu árin, fór aldrei á
elliheimili eða stofnun af neinu
tagi. Hún hafði fótavist til síðasta
dags og fór út úr húsi flesta daga í
stutta gönguferð sér til hressingar
og heilsubótar og til að nálgast
helstu nauðsynjar í það og það
sinnið. Ég kynntist Sigrúnu fyrst
þegar ég gekk í barnaskóla á Sval-
barðsströnd fyrir rúmum 50 árum.
Þá kom ég oft á heimili hennar,
ekki til þess að heimsækja dótt-
urina, heldur soninn Reyni, en við
gengum þá saman í barnaskóla
Svalbarðsstrandar. Seinna fluttu
þau hjónin, Sigrún og Jóhann
Bergvinsson, norður í Höfðahverfi
og reistu nýbýli í landi Laufáss
sem þau nefndu Áshól.
Í Áshóli stunduðu tengdaforeldr-
ar mínir kartöflurækt af miklum
myndarskap en Sigrún hóf að
rækta kartöflur á meðan þau
bjuggu enn á Svalbarðseyri og því
má segja, án þess að á nokkurn sé
hallað, að frumkvæðið að þessari
tegund búskapar hafi komið frá
henni. Kartöflur ræktuðu tengda-
foreldrar mínir á Áshóli með mikl-
um myndarbrag til fjölda ára og
voru þegar best lét með stærri
framleiðendum hér á landi.
Þannig hagaði til að ég var til
sjós á hinum svokölluðu Grenivík-
urbátum um nokkurt skeið. Yfir
sumartímann, þegar síldin var
veidd fyrir Norður- og Austur-
landi, dvaldi konan mín, Guðrún,
ásamt börnunum, sem flest urðu
þrjú á þessum árum, í Áshóli yfir
sumartímann og af því leiddi að
þegar skipið sem ég var á kom í
land á Akureyri til viðgerða eða
vegna brælu þá dvali ég í Áshóli á
meðan sem var býsna oft.
Alltaf var mér og fjölskyldunni
tekið opnum örmum á meðan dval-
ist var í Áshóli á þessum árum þó
að það gefi auga leið að þremur
krökkum eins til fimm ára hafi
fylgt bæði ónæði og fyrirhöfn þá
minnist ég þess ekki tengdamóðir
mín hafi nokkru sinni kvartað eða
talið eftir alla fyrirhöfnina sem hún
hafði af öllu þessu barnastússi,
miklu frekar spurðist hún fyrir um
það á vorin hvort við færum nú
ekki að koma norður með barna-
hópinn til sumardvalar.
Sigrún var mikilvirk og hæf hús-
móðir, hjá henni var ævinlega allt í
röð og reglu enda býlið Áshóll
rómað fyrir myndarbrag hvert sem
litið var, þar gegndi tengdamóðir
mín húsfreyjuhlutverkinu af mikl-
um myndarskap.
Sigrún hafði mjög sterkar og
skýrar meiningar hvað varðar bæði
menn og málefni og var þá ekki
alltaf tilbúin að slá af skoðunum
sínum fyrr en í fulla hnefana, sem
varð til þess að stundum sló í tíma-
bundna brýnu á milli hennar og
þeirra sem næst henni stóðu í það
og það sinnið.
Í þá hálfu öld sem við Sigrún
tengdamóðir mín áttum töluvert
samneyti minnist ég þess ekki að
okkur hafi orðið sundurorða þrátt
fyrir að hafa skipst á skoðunum um
fjölmargt sem hendir á lífsleiðinni.
Við leiðarlok bestu þakkir fyrir allt
og allt og góða heimkomu á annað
tilverustig.
Helgi Laxdal.
Við systurnar viljum minnast
ömmu Sigrúnar í nokkrum orðum
eða ömmu í „nýja húsi“ eins og við
kölluðum hana.
Amma fékk langa og gjöfula ævi
þótt vissulega hafi hún tekið á móti
ýmsu andstreymi í lífinu. Amma
var þekkt fyrir að vera alveg ein-
staklega hraust og dugleg og
veigraði hún sér aldrei við erf-
iðustu verkefnum eins og bónda-
konu sæmir. Amma hafði miklar og
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
var alls ekki að liggja á þeim, svo
að manni var stundum brugðið, en
þannig var bara amma.
Við systur ólumst upp í sveitinni
hennar ömmu, í Áshóli hjá for-
eldrum okkar og bar amma alltaf
sterkar taugar til okkar þar og
fylgdist vel með því sem þar gerð-
ist. Sigga og Anna muna það vel
þegar amma og afi bjuggu í sveit-
inni, hversu gott það var að hlaupa
á neðri hæðina og beint í fangið á
ömmu þar sem hún sat í ruggu-
stólnum sínum og prjónaði. Steina-
áhugamál ömmu er okkur líka mik-
ið minnisstætt, þar sem hún gekk
um óbyggðir á há fjöll og bar heim
níðþunga steina sem prýddu heim-
ili hennar jafnt að utan sem innan.
Alltaf var amma glæsileg kona,
fín og flott og gekk um allt á Ak-
ureyri til síðasta dags. Okkur eru
sérstaklega minnisstæðar allar
heimsóknirnar sem farnar voru til
ömmu á Þorláksmessudag eftir að
hún flutti til Akureyrar. Hangi-
kjötslyktin og jólailmurinn tók á
móti okkur strax á planinu fyrir ut-
an, hangikjötið, jafningurinn og
jólaölið alltaf á sínum stað að við
tölum nú ekki um konfektið sem
fylgdi á eftir. Öll börn voru svo
leyst út með litlum gjöfum, sem
voru yfirleitt skemmtilegt jóla-
skraut eða syngjandi bangsar.
Elsku amma, lopapeysurnar sem
þú prjónaðir munu ylja okkur á
köldum vetrardögum.
Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir
dánarheiminn. Fylgdu vini vorum, þegar
vér getum ekki fylgst með honum lengur.
Miskunnsami faðir, tak á móti henni.
Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss.
Amen.
Hvíl í friði, elsku amma.
Sigríður Valdís, Anna Bára,
Berglind og Ásdís Hanna.
Elskuleg langamma og langa-
langamma, Sigrún Guðbrandsdótt-
ir,
nú hefur þú kvatt okkur og horf-
ið á braut. Mikill söknuður verður
af því að geta ekki lengur komið á
fallega heimilið þitt og hlustað á
sögur um lífið til forna. Myndirnar
og kvæðin sem þú baðst okkur að
muna og geyma handa ófæddum
börnum okkar rifjast nú upp í huga
okkar.
Það sem við munum helst minn-
ast frá heimsóknunum til þín er
hversu gaman þér þótti að segja
okkur sögur af því þegar þú varst
ung. Hvernig þú byrjaðir að vinna
á barnsaldri, eins og tíðkaðist á
þeim tímum og hvernig lífið tók á
móti þér og leiddi þig um hina
ýmsu farvegi, bæði góða og slæma.
Þökkum við þér fyrir þessar góðu
sögur sem við geymum í huga okk-
ar og segjum börnum okkar og
barnabörnum frá þegar fram líða
stundir.
Eitt er það helst sem við mæðg-
ur teljum okkur hafa fengið í arf
frá þér og erum mjög stoltar af.
Það er hinn mikli áhugi á prjóna-
skap og hvers konar handavinnu.
Þegar við trítluðum inn um dyrnar
hjá þér kysstir þú okkur og því
næst horfðir þú gaumgæfilega á
peysur okkar og húfur og virtir
fyrir þér mynstur, litasamsetningu
og frágang. Síðan sýndir þú okkur
hvað þú varst með á prjónunum í
það sinn og hvað væri næst á dag-
skrá. Þetta fannst okkur mjög
gaman því að við höfum sama
áhugamál. Í hvert sinn sem við
tökum upp prjónana hugsum við til
þín og minnumst þess hve flink þú
varst í höndunum. Prjónarnir þínir
verða áfram klingjandi, en nú í
smáum höndum sem enn eru að
læra.
Brúðarslörið þitt, sem þú gafst
okkur afleggjara af til þess að setja
í brúðarvöndinn, stendur í stofunni
okkar, dafnar vel og bíður þess að
næsta kynslóð fái afleggjara til að
setja í brúðarvöndinn sinn, líkt og
þú gerðir við þinn eigin vönd. Þú
hafðir einstakt lag á blómum og
þegar við horfum á fallega út-
sprungnar rósir koma minningar í
hugann um fallegu rósirnar á svöl-
unum þínum. Oft laumaðir þú að
okkur afleggjara og prýða þeir nú
heimili okkar og veita okkur sömu
gleði og þeir veittu þér.
Við minnumst þín með söknuð í
hjarta. Með einu af þínum uppá-
haldsljóðum kveðjum við þig og
þökkum þér fyrir samfylgdina.
Þú komst til að kveðja í gær.
Þú kvaddir og allt varð svo hljótt.
Á glugganum frostrósin grær.
Ég gat ekkert sofið í nótt.
Hvert andvarp frá einmana sál.
Hvert orð sem var myndað án hljóms,
nú greindist sem gaddfreðið mál
í gervi hins lífvana blóms.
En stormurinn brýst inn í bæ
með brimgný frá klettóttri strönd.
En reiðum og rjúkandi sæ
hann réttir oft ögrandi hönd.
Því krýp ég og bæn mína bið,
þá bæn sem í hjartanu er skráð.
Ó, þyrmdu honum, gefðu honum grið.
Hver gæti mér orð þessi láð?
(Freymóður Jóhannsson.)
Stella Árnadóttir,
Eva Rakel og Anna Marý.
Amma varð 90 ára hinn 1. janúar
síðastliðinn. Hún varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að búa í sinni íbúð
allt þar til hún fékk heilablæðingu
og þurfti að fara á sjúkrahúsið.
Hún lést þar tveimur vikum síðar
og var jarðsett hinn 29. mars 2007
í Laufási, við hlið afa sem hefur
hvílt þar síðan árið 1974.
Þau stofnuðu nýbýli úr landi
Laufáss og Nollar sem fékk nafnið
Áshóll og þar var skemmtilegt að
vera þegar ég var barn og ungling-
ur. Það hefur verið mikil vinna að
koma sér upp bústofni og bygg-
ingum, vinna landið og gróðursetja,
en alltaf sagði hún já þegar ég bað
um að fá að vera lengur í Áshóli
eftir heimsóknir þangað. Hún lagði
metnað sinn í að hafa hollan og
góðan mat og nóg af honum svo að
við yrðum stór og sterk eftir dvöl-
ina hjá henni. Alltaf var hafra-
grautur á morgnana og sett berja-
saft í eggjabikar á hverjum morgni
og lýsið flaut þar ofan á svo það
færi fyrst í magann og saftin tók
síðan bragðið af lýsinu. Landslagið
er einstakt fyrir börn. Stutt í fjallið
með skóginum og þangað fórum við
með spýtur, nagla, hamar og leggi
og kjálka fyrir bústofn, niður að á,
ýmsar lægðir og hólar og svo gamli
bærinn í Laufási sem ekki var þá
orðinn að safni. Hún var ákveðin
og ströng og ekki allra, en hún gaf
sér tíma til að kenna mér ýmislegt
s.s. að lesa, sauma á fótstignu
saumavélina hennar, taka upp
kartöflur og spila félagsvist. Ég fór
á minn fyrsta dansleik um ferm-
ingu og það var með afa og ömmu
á jóladansleik á Grenivík.
Fyrir nokkrum árum fór ég að
vinna við heimaþjónustu á Akur-
eyri og þegar amma vissi það sótti
hún það fast að ég fengi að vinna
hjá henni þó að ég væri ekki að
vinna í því hverfi sem hún bjó í. Ég
er þakklát fyrir að ég fékk það, því
að ég kynntist henni á annan hátt
þann tíma. Ég vil þakka Maríu, og
öðru starfsfólki í heimaþjónustu og
heimahjúkrun á Brekkunni, svo og
starfsfólki á lyfjadeild Fjórðungs-
sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða
umönnun hennar.
Hvíl í friði amma mín.
Þín og afa nafna,
Sigrún Jóhanna.
Sigrún Guðbrandsdóttir
✝
Frændi okkar,
KOLBEINN ÞORLEIFSSON,
Ljósvallagötu 16,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Systkinabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HREINN HJARTARSON
fyrrverandi sóknarprestur,
sem andaðist á Landspítalanum Hringbraut mið-
vikudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Fella-
og Hólakirkju miðvikudaginn 4. apríl kl. 13:00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Sigrún Ingibjörg Halldórsdóttir,
Steinunn Hreinsdóttir, Már Gunnarsson,
Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Guðmundsson,
Hjörtur Hreinsson, Þórhildur Pálmadóttir,
Halldór Benjamín Hreinsson, Anna Guðrún Halldórsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma,
langamma og langalangamma,
SOFFÍA BJÖRNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Dalbæ, Dalvík,
áður til heimilis í Drápuhlíð 48,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 29. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Grímur Björnsson, Björg Jósepsdóttir,
Þorsteinn Björnsson, Ásdís Arnardóttir,
Björn Á. Björnsson, Elísabet Erlendsdóttir,
Páll Kristjánsson,
Ingibjörg Björnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samhug, hlýju og vináttu við andlát og útför móður
og stjúpmóður okkar
RAGNHEIÐAR ÁRNADÓTTUR
frá Blönduósi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi og dvalarheimilinu Blesastöð-
um fyrir einstaka alúð, umönnun og hlýtt viðmót við
Ragnheiði, þegar hún dvaldist þar.
Guð blessi ykkur öll.
Birna Óskarsdóttir, Hörður Zóphaníasson.
✝
Elskulegur faðir minn, systursonur, afi og bróðir,
STEINAR GUÐMUNDSSON,
Njálsgötu 48A,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. mars.
Valgerður Steinarsdóttir,
Vilhjálmur Sigurðsson,
Helga María Sigurðardóttir,
Jóna Conway, Helgi Vilhjálmsson,
Sigurður Guðmundsson, Kristín Westlund.