Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 57
Tilboð Subaru Impreza GX 2.0
wagon, 4WD sjálfsk., álfelgur, ný
dekkk. Áhv. 1.050 þ., 25 þ. á mán.
Uppl. síma 898 3088.
Peugeot 307
Til sölu Peugeot 307 1600cc árg.
2002, ekinn aðeins 55 þús. km. Vel
með farinn bíll í toppstandi. Nýskoð-
aður og smurður. Ath. skipti á dýrari
bíl. Upplýsingar í síma 866 09266.
MMC CARISMA
til sölu. Vél GDI árgerð 1998, ekinn
97.000 km. Samlitur, sjálfskiptur, vel
með farinn. Upplýsingar í síma
695 0028.
Árg. '92, ek. 200 km. Ný upptekin
vél, ný kúpling, hjöruliðir og dempar-
ar, á nýjum nagladekkjum, sumardekk
fylgja. Sími 868 4577, Sigurþór.
Árg. '05, ek. 38.000 km. Til sölu
Grand Cherokee Laredo, gullfallegur
lúxusbíll, nýja lúkkið og er hann allur
nýyfirfarinn.Gott lán getur fylgt.
Upplýsingar í síma 849 8886
M. Benz E-220 CDI árg. ‘05, (mód-
elár ‘06). Flottur dísel, ek. 44 þ. km.
Fæst á frábæru verði 4.400 þ., (lista-
verð 5.250 þ.) . Vel útbúinn Eleganse
ssk., parktrónik, olíufiring, símabún-
aði, command leiðsögu+dvd, nýjasti
liturinn copanite S 893 2878
Mikið úrval af flottum dömuskóm
úr leðri og skinnfóðraðir.
Verð 7.885.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Bílskúrssala! Þjórsárgata 9a, 101.
Nýr og lítið not. fatnaður t.d.Old
Navy/GAP o.fl., smart skór, Bath &
Bodywork vörur, antikskápur og borð,
Eos filmumyndavél og margt fl! Laug-
ard. 10-1/sunnud. 1-4.
Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi
Útsala -50%
Opið laugardag 11-16,
mánudag - þriðjudag
kl. 14-18.
Mjög fínlegur og fallegur í BC
skálum á 2.350 kr., buxur fást í stíl á
1.250 kr.
Sætur og sumarlegur í BC skálum
á 2.350 kr., buxur í stíl 1.250 kr.
Virkilega kvenlegur í BC skálum á
2.350 kr., buxur í stíl á 1.250 kr.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög falleg dömustígvél úr mjúku
leðri. Verð 13.500.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Bílar
Volvo 740 GL
Verð 130 þús., ekinn 138 þús., 91 árg.
Sími 698 1718.
TOYOTA YARIS.
Nýskráður 12/05. Ekinn 17.000
km.Sjálfskiptur. Mjög vel með farinn.
Verðtilboð. Upplýsingar í síma 863
7656
Heilsárshús
Þessa eign verður þú að skoða!
RE/MAX FASTEIGNIR, Stefán P.
Jónsson lögg.fast. Opið hús 1. apríl
kl. 16-17.00. Fullbúinn 102 fm 3-4
herbergja sumarbústaður sem stend-
ur á 6.700 fm eignarlóð á góðum stað
við Dvergahraun í Grímsnes. Bóas
699 6165 gefur uppl.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
HEIMSMEISTARINN Vladimir
Kramnik bar sigur úr býtum í á hinu
árlega Amber-móti sem lauk í Móna-
kó á fimmtudaginn. Þetta er fyrsta
meiriháttar afrek Kramniks á skák-
móti í langan tíma og treystir hann
óneitanlega í sessi sem heimsmeist-
ara. Hann hefur verið sigursæll í
Mónakó og er þetta í fimmta skiptið
sem hann vinnur þetta mót. Jafnvel
þó svo atskákir og blindskákir teljist
ekki jafn mikilvægt keppnisform og
venjulegar kappskákir þá liggur fyr-
ir að atskákin vinnur sífellt á. Keppni
í blindskák hefur hinsvegar aldrei
notið neinna sérstakra vinsælda og
eins og þessu er stillt upp Mónakó
þar sem skákmennirnir sitja fyrir
framan fartölvur er vandséð að ein-
hver breyting verði þar á.
Þegar Kasparov kom hingað til
lands 1995 tefldi hann blindskák í
sjónvarpssal við Helga Áss Grétars-
son. Það var gagnrýnt að keppendur
skyldu ekki hafa tölvur til umráða til
að slá inn leikina og þess í stað látnir
kalla fram hvern leik. Þegar horft er
til baka sýnist manni vera heldur
meira fjör fylgjandi því fyrirkomu-
lagi en viðureign þessi vakti mikla at-
hygli enda hygg ég að þetta sé eina
blindskákin sem Kasparov hefur
teflt opinberlega..
Kramnik hafði mikla yfirburði í
blindskákinni og hlaut 9 vinninga af
11 mögulegum. Í atskákinni bar An-
and höfuð og herðar yfir andstæð-
inga sína með 8½ v. vinninga af 11
mögulegum. Það er hinsvegar vinn-
ingatalan samanlagt sem gildir en
lokastaðan varð þessi:
1. Vladimir Kramnik 15½ v. (af
22) 2. Viswanathan Anand 13½ v. 3.
Vasilí Ivantsjúk 13 v. 4.–5. Peter
Svidler og Lev Aronjan 12 v. hvor.
6.–7. Alexander Morosevich og Boris
Gelfand 11½ v. hvor. 8. Magnus Carl-
sen 10½ v. 9. Peter Leko 10½ v. 10.
Teimour Radjabov 9 v. 11.–12. Val-
lejo Pons og Van Wely 6½ v. hvor.
Stórmeistarar á borð við Anand og
Kramnik ættu ekki að eiga í neinum
erfiðleikum með að tefla blindskák.
Engu að síður urðu mönnum á alveg
ótrúleg mistök eins og eftirfarandi
dæmi sýnir:
Kramnik – Anand
Frumkvæðið hafði verið í höndum
Kramnik nær alla skákina og svo
virðist sem Anand hafi alls ekki verið
með rétta stöðu í kollinum því hann
lék nú:
28. … Rd6?? sem var svarað með
29. Bxe6 og nú kom 29. … Hf2?? sem
var með 30. Hxf2
Norðmenn fylgdust grannt með
hetju sinni Magnúsi Carlssyni sem
þessa dagana er tíður gestur i spjall-
þáttum þar í landi. Hann er hógvær
og yfirlætislaus og áttunda sætið í
þessum félagskap er allgóður árang-
ur. Eftirfarandi sigurskák gegn Iv-
antsjúk er gott dæmi um léttaleik-
andi stíl hans. Hinn snjalli leikur 20.
d7 byggist á því að svartur má ekki
undir neinum kringumstæðum hirða
peðið vegna – Hxd7 og – Rh6+ . Iv-
antsjúk hefði sennilega átt að taka
d6-peðið í 16.leik.
Melody Amber-mótið:
Magnus Carlsen – Vasilí Ivantsjúk
Drottningarindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3
Ba6 5. Dc2 c5 6. d5 exd5 7. cxd5 Bb7
8. Bg2 Rxd5 9. 0-0 Be7 10. Hd1 Rc6
11. Df5 Rf6 12. e4 g6 13. Df4 0-0 14.
e5 Rh5 15. Dg4 d5 16. exd6 Bf6 17.
Rc3 Rd4 18. Rxd4 Bxg2 19. Rf5 Bc6
20. d7 Dc7 21. Rd5 Bxd5 22. Hxd5
Hfd8 23. Be3 Bxb2 24. Rh6+ Kf8 25.
Had1 Bg7
26. Hxh5! gxh5 27. Df5
– Svartur gafst upp.
Íslandsmót
barnaskólasveita
Íslandsmót barnaskólasveita 2007
fer fram dagana 31. mars og 1. apríl
nk. og hefst kl. 13 báða dagana.
Teflt verður í húsnæði Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar
verða níu umferðir, umhugsunartími
20 mín. á skák fyrir hvern keppanda.
Keppt er í fjögurra manna sveit-
um (auk varamanna). Keppendur
sem eru fæddir 1994 og síðar hafa
þátttökurétt.
Sigurvegari í þessari keppni mun
öðlast rétt til að tefla í Norðurlanda-
móti barnaskólasveita, sem haldið
verður í Svíþjóð í haust.
Nokkurrar eftirvæntingar gætir
vegna þessarar keppni en sveitir frá
Vestmannaeyjum þykja býsna sigur-
stranglegar í ár.
Sigurvegari Vladimir Kramnik fyrir framan fartölvuna í lokaumferðinni.
Kramnik sigraði í Mónakó
helol@simnet.is
Skák
Melody Amber-mótið í Mónakó
17.–29. mars
Helgi Ólafsson
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudagana 20. og 27. mars
spiluðu Borgfirðingar einmenning
með þátttöku 32 einstaklinga. Kepp-
endur voru í bland reyndir spilarar
og þeir sem hafa verið að feta sig inn
að bridsborðinu á byrjendanám-
skeiði félagsins. Bæði kvöldin var
spilað í tveimur 16 einstaklinga riðl-
um en seinna kvöldið var raðað eftir
árangri fyrra kvölds. Keppnin tókst
mjög vel og ljóst að margir efnilegir
spilarar bíða eftir því að klekkja á
okkur hinum sem þykjumst státa af
reynslu og þekkingu. Fyrra kvöldið
stóðu þeir sig best Stefán í Kalman-
stungu, Steini á Hömrum, Sveinn á
Vatnshömrum og Kristján í Bakka-
koti og kom engum á óvart. Seinna
kvöldið gekk á ýmsu hjá þeim fé-
lögum, sérstaklega Stefáni. Um mitt
kvöld hafði hann 30 stig á næsta
mann og því töldu menn alla spennu
úr sögunni. En það er þannig með
brids eins og svo margt annað að
engu er lokið fyrr en því lýkur. Í síð-
ustu umferðinni gekk ekkert upp hjá
honum meðan bæði Eyjólfur á Hesti,
sem spilaði manna best þetta kvöld
og Kristján í Bakkakoti, skutust upp
fyrir hann. Aðrir sem gerðu það gott
þetta kvöld voru Guðmundur á
Grímsstöðum, Ingólfur á Lundum og
svo nýliðinn Þórhallur á Grímsstöð-
um. Lokastaðan var eftirfarandi:
Eyjólfur Örnólfsson 65
Kristján Axelsson 59
Stefán Kalmansson 55
Þorsteinn Pétursson 39
Eyjólfur Sigurjónsson 35
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsfélag Hreyfils
Sl. mánudag lauk þriggja kvölda
tvímenningi þar sem tvö efstu kvöld-
in skila verðlaunum. Lokastaðan:
Björn Stefánsson – Árni Kristjánss.213
Daníel Halldórss. – Ágúst Benediktss.187
Einar Gunnarss. – Valdimar Elíass.186
Birgir Kjartanss. – Jón Sigtryggss.183
Næsta spilakvöld er mánudaginn
2. apríl, en þá verður spilaður
páskatvímenningur. Spilað er í
Hreyfilshúsinu við Grensásveg.