Morgunblaðið - 01.04.2007, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 59
! "! #
Auglýstu atburði á
þínum vegum hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistarsýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mannfagnaði
MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar
um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira
lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags-
blað.
Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgð-
armanns og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda
tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn
efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða
tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal
stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur, Margrét
Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttir og Sara Dís
Hildardóttir, söfnuðu peningum til styrktar
Barnaspítala Hringsins með því að halda tombólu.
Þær héldu tombólu með frábærum árangri. Alls
söfnuðu þær 13.000 kr. Barnaspítali Hringsins
þakkar þeim kærlega fyrir gjöfina.
dagbók
Í dag er sunnudagur 1. apríl, 91. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði.
(Matth. 24, 42.)
Ámorgun, mánudag, mun Ástráður Ey-steinsson bókmenntafræðingur og þýð-andi flytja fyrirlesturinn „Þetta var ekkidraumur“ – Vandinn að skilja og þýða
Umskiptin.
Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og fer
fram í Aðalbyggingu HÍ, stofu 111, kl. 16.30.
Óendanleg uppspretta
„Viðfangsefni fyrirlestrarins er verk Franz
Kafka, Umskiptin (Die Verwandlung), sem óhætt
er að telja með þekktustu sagnaverkum Evrópu á
20. öld,“ segir Ástráður en fyrir síðustu jól kom út
ný þýðing á Umskiptunum sem Ástráður vann í
samstarfi við Eystein Þorvaldsson.
„Bókina þekkja margir og hafa lesið, og gríð-
arlega mikið hefur verið skrifað um þetta verk, en
Umskiptin virðast vera ótæmandi uppspretta
vangaveltna. Í fyrirlestrinum athuga ég hvað veld-
ur að enn hafa túlkendur sögunnar ekki komið nið-
ur á fast land.“
Heillandi og spennandi
Umskiptin segja frá Gregori Samsa, farandsölu-
manni og piparsveini, sem vaknar einn morguninn
og hefur þá breyst í skordýr. Upphefst sérkennileg
atburðarás sem snýst ekki síst um samskipti Greg-
ors og fjölskyldu hans. „Þetta er bæði heillandi og
spennandi saga, en í túlkun hennar hafa fræðimenn
farið mjög ólíkar leiðir og skipta mismunandi stefn-
ur í túlkunum tugum ef ekki hundruðum. Um leið
er eins og sagan bregðist sjálf við þessu sérkenni
sínu, og er yfirskrift fyrirlestrarins einmitt fengin
úr frægum upphafsorðum sögunnar, sem kannski
hafna strax þeirri skýringu að umskipti Gregors
séu aðeins draumur,“ segir Ástráður. „Í fyrirlestr-
inum tengi ég svo túlkunarvandann vanda þýðand-
ans, en það að þýða verk hlýtur alltaf að fela í sér að
túlka verkið.“
Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum
heimill. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni
www.vigdis.hi.is
Bókmenntafræði | Fyrirlestur í Háskóla Íslands á mánudag kl.
16.30 um verk Franz Kafka
Ástráður Eysteinsson
fæddist á Akranesi 1957.
Hann lauk stúdentsprófi frá
MH 1976, BA-prófi í þýsku og
ensku frá HÍ 1979, MA í bók-
menntafræði frá University of
Warwick 1980, stundaði dokt-
orsnám við Kölnarháskóla og
síðar University of Iowa þar
sem hann lauk doktorsprófi í bókmenntafræði
1987. Ástráður varð stundakennari við HÍ 1987,
síðar lektor, dósent og prófessor í almennri bók-
menntafræði frá 1994. Ástráður er kvæntur Önnu
Jóhannsdóttur myndlistarmanni og eiga þau tvö
börn, en fyrir á Ástráður tvö börn frá fyrra hjóna-
bandi.
Vandinn við
Umskiptin
Tónlist
Langholtskirkja | Þýsk rómantík – Söng-
sveitin Fílharmónía í kvöld kl. 20. Flutt
verða 3 kórverk frá 19. öld; mótettur eftir
Brahms og Mendelssohn og Messa í As-
dúr eftir Schubert. Einsöngvarar: Hulda
Björk Garðarsdóttir, Nanna Maria Cortes,
Jónas Guðmundsson og Alex Ashworth.
Sif Tulinius leiðir hljómsveit, Magnús
Ragnarsson stjórnar. Miðasala á midi.is
og við innganginn. Uppl. í s. 824-0415.
Salurinn, Kópavogi | Í kvöld kl. 20. Hið
þýska Hyperion tríó flytur þrjú verk, pí-
anótríó í E-dúr eftir Mozart og Erki-
hertogatríóið eftir Beethoven, einnig
verður frumflutt nýtt tríó eftir Atla Heimi
Sveinsson, samið sérstaklega fyrir þenn-
an frábæra hóp. Miðaverð: 2000/1600 kr.
í s. 570-0400 og á salurinn.is
Myndlist
Energia | í Smáralind. Pétur Pétursson
sýnir 10 málverk sem öll eru unnin með
akrýllitum á striga á árunum 2005 til
2007. Pétur er jarðfræðingur, en hefur
löngum teiknað og málað meðfram sínu
starfi. Ríflega helmingur myndanna sem
hann sýnir eiga sér fyrirmynd í landslagi
Vesturlands.
Listasafn Íslands | Leiðsögn kl. 14 í dag í
fylgd Valgerðar Bergsdóttur myndlistarm.
um sýningu á verkum Jóhanns Briem.
Ókeypis aðgangur.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Frönsk
samtímahönnun. Vísanir í sam-
tímahönnun í París. Á sýningunni eru 40
ný verk eftir nokkra af fremstu hönn-
uðum Frakka, t.d. Philippe Starck, Laur-
ence Brabant og Matali Crasset. Sýning-
arstjóri er Cedric Morriset, sem vakið
hefur athygli í listaheiminum fyrir nýstár-
legt og framsækið sýningarhald und-
anfarin misseri. Opið kl. 11–17.
Fyrirlestrar og fundir
Hallgrímskirkja | Í dag kl. 17 verður dag-
skrá í suðursal Hallgrímskirkju um danska
sálmaskáldið Lisbeth Smedegård And-
ersen. Þórður Helgason skáld mun kynna
þýðingu sína á sonnettusveig Andersens
auk þess sem fjallað verður um skáldið
og lesið úr verkum þess.
Uppákomur
Borgarbókasafn – aðalsafn | Mánudaginn
2. apríl er Alþjóðlegi barnabókadagurinn
haldinn hátíðlegur í 40. sinn. Í tilefni
dagsins verður sögustund í Borg-
arbókasafninu í Grófarhúsi þar sem
barnabókahöfundar lesa úr þeim bókum
sem þeir höfðu mest dálæti á í bernsku.
Sögustundin hefst kl. 15.30. Allir vel-
komnir.
Fréttir og tilkynningar
GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er
spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand-
endur? Fáðu hjálp. Hringdu í s. 698-
3888.
ÞESSI skrautklæddu börn dansa hér á hátíðahöldum í heimaborg sinni
Beirút í Líbanon. Hátíðin, sem haldin var í gær, er til að minnast afmælis
spámannsins Múhameðs.
Dansað á afmæli Múhameðs
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur fellur niður í kvöld, næst
verður dansað 15. apríl. Fróðleg og
skemmtileg ferð til Færeyja og Hjalt-
lands 11.-18. júní. Farið verður um eyj-
arnar undir leiðsögn heimamanna,
skoðaðir merkilegir staðir og reynt
að kynnast lífi fólksins og menningu.
Uppl. í s. 588-2111.
Háteigskirkja | Félagsfundur kven-
félagsins verður þriðjudaginn 3. apríl
kl. 17.30 í Setrinu. Venjuleg fund-
arstörf. Súpa. Athugið breyttan fund-
artíma.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
mánudag, kl. 10 er ganga í Egilshöll.
Kvenfélag Garðabæjar | Fé-
lagsfundur í Garðaholti þriðjudaginn
3. apríl kl. 20. Fróðlegur og páska-
legur fundur auk hefðar. Kaffinefndir
hverfi: 2, 5, 6 og 11.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Félagar munið fund
deildarinnar í dag kl. 10 að Grett-
isgötu 89, 1. hæð. Mætum hressir.
Kirkjustarf
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Biblíufræðsla, söngur og leikir. Allir
krakkar velkomnir. Almenn samkoma
kl. 14. Sigrún Einarsdóttir prédikar.
Tónlist og söngur, fyrirbænir fyrir þá
sem vilja. Barnagæsla á meðan á
samkomu stendur og kaffisala að
henni lokinni. Allir velkomnir.
FYRIR hreyfihamlaða einstaklinga
er bifreið grundvallarhjálpartæki
til þátttöku og virkni í samfélaginu.
Mikil rýrnun hefur orðið á styrkj-
um og uppbótum frá Trygginga-
stofnun ríkisins til hreyfihamlaðra
vegna bifreiðakaupa á síðustu ár-
um. Styrkupphæðir samkvæmt
reglugerð heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins hafa ekki
hækkað í 8 ár og tími milli styrk-
veitinga hefur verið lengdur, sem
hefur leitt til verulegrar rýrnunar á
2006, sem ekki hafa fengist við-
brögð við. Því er lýst eftir svörum
og samráði við samtök fatlaðra nú
þegar um þetta mál.
F. h. farartækjanefndar Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
Anna Guðrún Sigurðardóttir, Arnór
Pétursson, Bergur Þorri Benja-
mínsson, Jón Heiðar Jónsson og
Vilberg Guðnason.
F. h. Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra, Ragnar Gunnar
Þórhallsson, formaður.
björg vekur af þessu tilefni athygli
á þeirri kröfu að komið verði á fót
formlegum samráðsvettvangi sam-
taka fatlaðra og stjórnvalda þar
sem samtökum þeirra er veittur
eðlilegur aðgangur og vettvangur
til að fjalla um málefni sem að fötl-
uðum snýr. Sjálfsbjörg hefur áður
gert athugasemdir og komið með
ábendingar varðandi núgildandi
reglugerð og sendi stjórnvöldum
tillögur um lækkun á bifreiðakostn-
aði hreyfihamlaðra seint á árinu
verðgildi styrkja. Breyting á gild-
andi reglugerð tók gildi 22. mars
sl., en þar er ekki tekið á rýrnun
styrkja og uppbóta heldur m.a. sett
ákvæði um takmörkun á frelsi ein-
staklings til að velja sér bifreið og
virðist farið offari í þeim kröfum.
Hvorki Sjálfsbjörg, landssambandi
fatlaðra, né Öryrkjabandalagi Ís-
lands var gefinn kostur á að fá
reglugerðina til umsagnar áður en
hún var undirrituð af heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra. Sjálfs-
Styrkir og uppbætur vegna bifreiða-
kaupa hreyfihamlaðra einstaklinga