Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 72

Morgunblaðið - 01.04.2007, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 - 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 8:10 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL 3D WILD HOGS kl. 3:50 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 7 ára 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL NORBIT kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ DIGITAL Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is SCIENCE OF SLEEPS (SCIENCE DES RÊVES, LA) kl. 8 LADY CHATTERLEY kl. 3 - 6 - 9 HORS DE PRIX ísl. texti kl. 3 - 5:50 TELL NO ONE (NE LE DIS À PERSONNE) kl. 10.10 PARIS, JE T'AIME kl. 3 ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA: FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL VAR VALINN BESTA MYND ÁRSINS Í FRAKKLANDI SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI eeee V.J.V. eeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS MISS POTTER kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ THE GOOD GERMAN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 3 - 5 - 7 LEYFÐ 300 kl. 9 B.i. 16 ára RENÉE ZELLWEGER VAR TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE SEM BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI. SANNSÖGULEG MYND UM BEATRIX POTTER, EINN ÁSTSÆLASTA BARNABÓKAHÖFUND BRETA FYRR OG SÍÐAR „HREIN UNUN FRÁ BYRJUN TIL ENDA“ eeee SUNDAY MIRROR eee - S.V., Mbl eee - K.H.H., Fbl AUDREY TAUTOUGAD ELMALEH eeee VJV, TOPP5.IS eee H.J. MBL. eee Ó.H.T. RÁS2 E inn helsti tónlistarmaður Afríku á síð- ustu áratugum var Ali Farka Touré sem lést fyrir stuttu. Hann var lítt gefinn fyrir frægðina, vildi heldur vera heima og rækta garðinn en ferðast um heiminn. Eins og kom oft fram í við- tölum var hann ekki nema miðlungi hrifinn af tón- listariðnaðinum, hafði enda oft verið svikinn á langri útgáfuævi, og réð ellefu börnum sínum ein- dregið frá því að fara tónlistarveginn. Þannig var því til að mynda farið með soninn Vieux Farka Touré – Ali Farka Touré lagði hart að piltinum að fara frekar í herinn en ganga tónlistargyðjunni á hönd. Miklir tónlistarhæfileikar Vieux Farka Touré sýndi snemma mikla tónlist- arhæfileika og bráðungur var hann farinn að spila á calabash og annað slagverk með tónlistarmönnum föður hans í Niafunké í Malí. Hann lýsir því þannig í dag að hann hafi helst langað að spila á gítar en þótt það goðgá enda faðir hans einn frægasti gít- arleikari Malí. Hann lét það þó ekki aftra sér að æfa sig með því að spila með plötum föður síns, en gætti þess vandlega að enginn heyrði til hans. Þegar Ali Farka Touré komst að því að piltur vildi fást við tónlist reyndi hann hvað hann gat að telja hann af því og lyktaði með því að hann bannaði honum að spila, hann ætti að fara í herinn og engar refjar. Vieux Farka Touré lét sig þó ekki og á end- anum gerði hann uppreisn, fluttist að heiman og fór til Bamako að læra við listaháskóla. Það var heilla- spor, því ekki var bara að hann næði tökum á hljóð- færaslætti og lagasmíðum heldur komst hann í tæri við ýmsa tónlistarmenn, þar á meðal Toumani Dia- bate, sem kennir við skólann, en hann er koraleik- ari og víðþekktur, sem sannast kannski einna best á því að hann kemur við sögu á væntanlegri plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Fjölmargar fyrirmyndir Það kemur varla á óvart að Vieux Farka Touré sækir fyrirmynd sína í gítarleik til föður síns, en aðrir gítarleikarar sem hann segir að hafi haft á sig mikil áhrif eru Afel Bocoum, Amadou Bagayoko, B.B. King og Jimi Hendrix, svo dæmi séu tekin. Hann segir að faðir sinn hafi tekið sig í sátt sem tónlistarmann á endanum og lét til leiðast að leggja honum lið á fyrstu sólóskífunni, sem kom út fyrir skemmstu. Ali Farka Touré lést áður en sú plata var tilbúin, en hann spilar á gítar í tveimur lögum á henni, sem voru síðustu upptökur hans. Fleiri koma við sögu á plötunni, þótt þeir séu margir lítt þekktir nema meðal áhugamanna um afríska tónlist. Toumani Diabaté kemur við sögu í tveimur lögum og margir ættu að kannast við Issa Bamba sem mikið hefur verið látið með, enda einn magnaðasti söngvari sem komið hefur frá Malí frá því Salif Keita sló í gegn fyrir mörgum árum. Ali Farka Touré var frægur fyrir sinn afríska blús, en þó Vieux Farka Touré vitni í föður sinn hér og þar er hann með meira undir, sem vonlegt er, blandar fleiri stílum saman við blúsinn. Til að mynda er eitt lag nánast reggí og annað, sem er reyndar ekki eftir Vieux Farka Touré, er býsna rokkskotið. Hann fer því eigin leiðir, stígur út úr skugga föður síns, en það er til marks um dálætið sem Ali Farka hafði á pilti að hann lagði að honum að taka sér Farka-nafnið, sem þýðir múlasni og er hefðbundið malískt viðurnefni þeirra sem eru óvenju þrautseigir. Út úr skugganum Þrjóskur Vieux Farka Touré fer eigin leiðir. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Malíski tónlistarmaðurinn Vieux Farka Touré hefur vakið mikla at- hygli fyrir fyrstu sólóskífu sína. Hann á ekki langt að sækja hæfi- leikana því að faðir hans var Ali Farka Touré. Ali Farka vildi þó síst af öllu að sonur sinn fengist við tónlist og lagði hart að honum að fara frekar í herinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.