Morgunblaðið - 01.04.2007, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. APRÍL 2007 75
„Strengjasveit, karlakór, harmónikkuleikarar, búlgarskar
söngkonur, rafmagnsgítarar og heil lúðrasveit! Allt þetta
saman og áhorfendur ærast af gleði.“
- NewYork Times, 2006
„OLÉ,GORAN!!!Næstumþrjárklukkustundirafheitumtilfinningum,
ógnarkrafti,litadýrð,ástríðu,framandleikaogtöfrum.“
- EL Pais
Goran Bregovic
– fjör fyrir brúðkaup
og jarðarfarir
Goðsögnin Goran Bregovic ásamt
40 manna stórhljómsveit og kór leikur
ómótstæðilega tónlist frá Balkanskaga.
Goran Bregovic samdi meðal annars tónlistina við kvikmyndirnar
Underground, Arizona Dream og Time of the Gypsies. Tónleikarnir
eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Vorblóts. Sjá nánari
upplýsingar og myndbrot frá 200 þúsund manna tónleikum Goran
Bregovic í Montreal sl. sumar á www.listahatid.is.
Glæsilegur 68 síðna
dagskrárbæklingur
Listahátíðar í
Reykjavík 2007
kominn út!
Fáðu þér eintak í
verslunum Hagkaupa
fyrir páska.
Laugardalshöll 19. maí Miðaverð: 4.900 / 5.900
Miðasala á viðburði Listahátíðar í Reykjavík 2007 fer fram á
www.listahatid.is og í síma 552 8588, alla virka daga frá kl. 10 til 16.
Miðasala á tónleika Goran Bregovic er einnig á www.midi.is.
Miðasala
KVIKMYNDASÝNINGAR Fjala-
kattarins í Tjarnarbíói eru kærkom-
in viðbót í bíóflóru landans. Yfirlýst
markmið klúbbsins er enda að bjóða
upp á sýningar á annars konar
myndum en hefur tíðkast í bíóhúsum
bæjarins. Erótískar kvikmyndir jap-
anska leikstjórans Tatsumi Kumas-
hito um síðustu helgi vöktu þannig
mikla athygli en auk þess að halda
sýningu þeirra áfram er fjöldi áður
ósýndra mynda á dagskrá í dag og
næstu tvo daga.
Kyrrmynd og Dong
Kvikmyndirnar Kyrrmynd og
Dong eftir leikstjórann Khang Ke-
Jia gerast báðar á áhrifasvæði hinn-
ar svonefndu Þriggjagljúfrastíflu í
lengsta fljóti Asíu, Yangtze-ánni,
sem verið er að reisa í Kína. Gerð
stíflunnar, sem er áætlað að verði
lokið árið 2009, hefur dramatísk
áhrif á líf yfir milljón Kínverja sem
þurfa að flytjast búferlum, auk þess
sem sögufræg svæði fara undir vatn
til frambúðar.
Þótt hvorug myndanna fjalli með
beinum hætti um stífluna bregða
þær ljósi á breytta lífshætti á svæð-
inu, sú fyrrnefnda með því að skoða
ástarsamband í þorpinu Fengjei, en
í seinna tilvikinu er um að ræða
heimildarmynd um listmálara sem
hefur helgað ævistarf sitt svæðinu
sem fer undir vatn.
Myndirnar hafa vakið mikla at-
hygli víða um lönd og var Kyrrmynd
óvæntur sigurvegari og hlaut að-
alverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum í fyrra.
Múslimar og kristnir
Franski rithöfundurinn og kvik-
myndagerðarmaðurinn Jacques
Debs verður viðstaddur sýningu
heimildarmyndar sinnar Múslimar
og kristnir á mánudaginn. Mun hann
svara spurningum áhorfenda að sýn-
ingu lokinni. Myndin fjallar annars
vegar um múslima í Evrópu og hins
vegar kristna íbúa í Mið-Aust-
urlöndum. Þess má geta að Sverrir
Guðjónsson söng frumsamda tónlist
kvikmyndarinnar á armensku.
Pönkrokk-samfélag í Kóreu
Kviksaga stendur fyrir sýningu
heimildarmyndarinnar Þjóðin okk-
ar: Pönkrokk-samfélag í Kóreu á
þriðjudaginn. Auk þess mun þjóð-
fræðingurinn Kristinn Schram flytja
erindi og sýna brot úr eigin verki
sem fjallar um rannsókn hans á frá-
sögnum leigubílstjóra í Edinborg.
Dagskrá:
Sunnudagur, 1. apríl
20.00 Kyrrmynd
22.15 Dong
Mánudagur, 2. apríl
17.00 Veröld geisjunnar
19.00 Ástarinnar krókaleið
21.00 Múslimar og kristnir – Jac-
ques Debs svarar spurningum
Þriðjudagur 3. apríl
20.00 Kviksaga
22.00 Rauðhærða konan
Mikið um að vera
hjá Fjalakettinum
Systurmyndir Kyrrmynd og Dong eru báðar eftir leikstjórann Zhang Ke-Jia og segja báðar sögur sem tengjast
breytingum á högum fólks í tengslum við Þriggjaglúfrastífluna svo kölluðu í Kína.
Sýningar Fjalakattarins fara að
jafnaði fram fjórum sinnum á
sunnudögum og tvisvar á mánu-
dögum. Á sýningum eru engar
leiknar auglýsingar, sýningar hefj-
ast tímanlega og á sýningum er
ekki gert neitt hlé. Miðasala er
opnuð í Tjarnarbíói hálftíma fyrir
fyrstu sýningu.