Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 25

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 25
Hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 25 ÞAÐ fer ekki milli mála. Það styttist í sumarið. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst það formlega næsta fimmtudag, með upphafi Hörpu, fyrsta sumarmánaðarins af sex. Okk- ur nútímamönnum er nú kannski tamara að líta svo á að næstu vikur séu vor, en að eiginlegt sumar hefjist um það bil um mánaðamót maí og júní. En þar eð norræna tímatalið skipti árinu bara í sumar- og vetr- armánuði, er fyrsti sumardagur sem sagt í síðari hluta apríl. Það kallast skemmtilega á við von- arbjart hugarfar okkar Íslendinga að miða upphaf sumars við dag undir lok skíðatímabilsins, þegar enn getur verið von á hreti. Á hlýrri slóðum, eins og t.d. í Suður-Kaliforníu, dettur engum í hug að tala um sumar fyrr en í júní, enda þótt býsna sumarlegt sé þar um að litast nánast allan ársins hring. En hér er sumarið blátt áfram yf- irvofandi, þrátt fyrir hálku og krapa á heiðum. Fiðraðir vorboðar og dúð- aðir sumargestir flykkjast til lands- ins um loftin blá. Fólk sem ekki hefur spurst til síðan það hvarf með sláttu- vélinni inn í skúr í september, sprett- ur nú upp úr beðum og pöllum. Am- boð eru vakin af værum blundi í geymslum og bílskýlum og att á signa mold og krangalegar runna- greinar. Dálítið mött og seintekin rembist sólin við að brjóta sér leið gegnum ól- seigt skýjaþykknið og nær að blika af töluverðri sannfæringu á þakplötum og gluggarúðum. Börn vaða brúna polla og draga fram næstum gleymda sumarvini. Það sást meira að segja til ferða skræpótts flugdreka einn eft- irmiðdaginn um páskana. Ísbíltúrar hætta að vera úr takti við umhverfið, nema hvað söngur nagladekkjanna breytist óneitanlega úr lágværu muldri í ærandi hávaða. Dekkjaverkstæðin bíða opinmynnt og glaðhlakkaleg og láta hvína dug- lega í þrýstiloftslyklunum, svo minnir óþyrmilega á tannlæknastofur. Flaksandi dúnúlpur og fölbleikar hendur fullar af húfum og vettlingum taka við af þeim gangandi heils- árshúsum sem maður hefur mætt á gönguferðum í vetur. Það er bjart í bítið og ennþá bjart langt fram eftir kvöldi. Það verður ekki framhjá því litið. Vorið er komið í umhverfinu og sum- arið breiðir samstundis úr sér í sinni frónbúa og af örlítið biturri reynslu rjúka þeir til að panta sér vikur af öruggri sól í útlöndum. Samt reyna nú margir að halda hinum meinta sumarmánuði, júlí, eftir fyrir heima- hagana. Þeir vita jú sem er að jafnvel þótt það útheimti flíspeysur og hlífð- arklæðnað þá er alvöru íslenskt sum- ar á einhvern hátt algerlega nauð- synleg vítamínsprauta fyrir þá sem í alvöru ætla að þrauka hér allan vet- urinn. Og þegar það gerist, þegar dag- urinn kemur, með ofsakátri sól og lognsléttum firði, sumardagurinn mikli, með fuglasuði og hrossagauk og spóa í móum og á himni, flís- peysurnar og úlpurnar liggja einar og flatar í grasinu og dagurinn endist allan sólarhringinn, þá er það allt þess virði. Allt myrkrið, allur norðangarrinn, öll ísingin og kvefið í vetur, hverfur á einum degi. Ekkert nema birtan og hlýjan í skælbrosandi augnablikinu skiptir máli. Það er sumar. Nú er bara að bíða aðeins lengur. Lóan er komin. Sumardagurinn mikli Sveinbjörn I. Baldvinsson R A PI P • AÍ S • 70 65 0 Þriðjudaginn 17. apríl 2007 Grand Hótel, Hvammur, kl. 8.15-9.30 Dagskrá: 8.15 Ávarp Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra 8.25 Nordic Business Outreach verkefnið kynnt Jakob Simonsen, framkvæmdastjóri UNDP í Kaupmannahöfn 8.55 Undirritun samstarfssamnings 9.00 Samfélagsleg ábyrgð alþjóðafyrirtækja Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis 9.15 Samfélagsleg ábyrgð borga – Borgir með borgum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar 9.30 Fundarslit Fundarstjóri er Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Morgunverðarhlaðborð hefst kl. 8.00. Fundurinn er öllum opinn og gefst fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri á viðtalstímum með Soren Petersen, UNDP, um möguleg samstarfsverkefni frá kl. 10.30-14.00. Skráning fer fram hjá Berglind Sigmarsdóttur, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545 9932 eða með tölvupósti á netfangið berglind@mfa.is. í útrás Þróun Utanríkisráðuneytið og Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP), í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands, kynna samstarf einkageirans og hins opinbera í þróunarlöndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.