Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 37

Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 37
þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 37 P IP A R • S ÍA • 7 0 7 3 1 Komdu með okkur á Snæfellsjökul Skráning fer fram á krabbameinsfelagid.is, deloitte.is eða í síma 580 3000. Starfsfólk Deloitte mun ganga á Snæfellsjökul á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Gangan er farin til styrktar Krabbameinsfélaginu og Mörtu G. Guðmundsdóttur, sem greindist með brjóstakrabbamein fyrir um tveimur árum og undirbýr nú göngu þvert yfir Grænlandsjökul, um 600 km leið. Marta leggur á jökulinn 20. maí næstkomandi og er áætlað að gangan taki um 5 vikur. Marta undirbýr sig nú af kappi fyrir gönguna og fer með okkur á Snæfellsjökul. Það eru allir velkomnir með okkur í gönguna núna á sumardaginn fyrsta. Það væri starfsfólki Deloitte og Mörtu sönn ánægja að fá þig með í hópinn. Allir velkomnir! Gangan hefst við rætur jökulsins kl. 11 og er áætlað að hún taki um 4 klst. Snjótroðari fylgir hópnum. Heitt kakó og léttar veitingar í boði á toppnum. Um daginn fór ég út á land ogþáði kaffi hjá ókunnugri konu sem samfylgdarfólk mitt átti erindi við. „Mér fannst Ingibjörg Sólrún frábær borgarstjóri en nú finnst mér hún ómöguleg,“ sagði húsmóð- irin og ýtti til mín súkkulaðibitum í skál. „Hvað finnst þér að Ingi- björgu?“ sagði ég og nartaði í súkkulaðið með kaffinu. „Ja – hún hefur t.d. talað illa um landbúnaðinn,“ sagði konan eftir lítilsháttar umhugsun. „Og hvað hefur hún sagt svona slæmt?“ spurði ég. „Bara – ýmislegt,“ sagði konan og leit í sjónhending til bónda síns sem sat milli hennar og gluggans við eldhúsborðið og hafðist ekki að. „Gaman væri að heyra nánari röksemdir,“ sagði ég. Konan leit nú opinskátt til eig- inmannsins, einsog í von um lið- veislu – en hann horfði út um eld- húsgluggann og gerði hvorki né – brosti aðeins lítillega. Það fór svo að engar komu rök- semdirnar heldur setti nú konan fót sinn upp á lær bóndans, kveikti sér í sígarettu og hóf máls á stór- iðju sem hún taldi víst að ég styddi. Þegar ég tregðaðist við það drap hún í sígarettunni og fór að tala um innflytjendur og var ómyrk í máli. Svona fór hún yfir hvert efn- ið af öðru sem hátt ber í þjóðmála- umræðum af augljósu kappi. Ég hætti smám saman að hlusta og fór að hugsa um hvers vegna hún skyldi hafa sett afstöðu sína til Ingibjargar Sólrúnar í forgang. Við nánari íhugun ályktaði ég að það efni væri henni sennilega hug- leiknast. Af viðbrögðum hennar að dæma virtist hún hafa rætt einmitt það efni við eiginmanninn og mótað af- stöðu sína í samráði við hann, ef marka mátti augngotur hennar. Það er raunar svo að margir hugsa um Ingibjörgu Sólrúnu þessa dagana og sumir skrifa um hana líka. Einkum eru karlmenn duglegir að láta í ljós afstöðu sína til hennar og margir þeirra finna henni fjölmargt til foráttu. Maður sér þá fyrir sér hrista höfuðið, ým- ist í djúpri hneykslan eða í ein- hverri annarri neikvæðri geðs- hræringu. Hún hrærir geð íslenskra karl- menna mjög um þessar mundir – kannski svo mjög að þeir geta ekki orða bundist við konur sínar – sem alltént hlusta á skoðanir þeirra. En hvers vegna skyldu menn hafa svona hátt um neikvæða af- stöðu sína til Ingibjargar Sólrúnar en klappa öllum karlkynsformönn- unum á kollinn í mismiklu við- urkenningarskyni. „Líklega hafa þeir svona hátt til að yfirgnæfa kall tímans,“ hugsaði ég og heyrði með öðru eyranu hús- móðurina bjóða meira kaffi og tala um versnandi sveitahag. „Það er kominn tími til að kona komist hér til raunverulegra valda,“ þannig hljóðar kallið sem bergmálar í hugum fjölda kvenna svo endurómurinn heyrist jafnvel í fjöllum og firnindum Íslands. Er- lendar konur hafa brotist í gegnum skerjagarðinn og komist til valda. Nægir að nefna Angelu Merkel í Þýskalandi, þar sem lengi var sér- staklega mikið karlavígi. Vegna þessa kalls tímans hafa ráðandi íslenskir karlar vígbúist af meira kappi en nokkurn tíma fyrr – og fengið í lið með sér ýmsa aðra karla. Þeir hafa snúið bökum sam- an, góðir sem slæmir – og það slungna við samsærið er að það beinist ekki síst að konum. Þeir leggja ofurkapp á að sannfæra konur um að Ingibjörg sé ómögu- leg. Þeir kalla hærra og hærra – hún er ómöguleg, ómöguleg … Röksemdirnar eru hins vegar engar þegar eftir er leitað. Ekki verður séð að Ingibjörgu hafi orðið neitt það á sem réttlæti þessi hróp að henni, sem eru óvenju mikil, - yfirleitt þarf fólk að gera eitthvað vafasamt á valdastóli til að upp- skera þvílíkt fuss.Og sannarlega virðist hún ekki ótrúverðugri en aðrir, karlkyns formenn stjórn- málaflokka sýnast ekki svo eng- ilhreinir, - neinn þeirra. Það að Ingibjörg var góður borgarstjóri gefur mikilvæga vísbendingu um að hún yrði líka góður forsætisráð- herra, einkum er hennar aðals- merki hve óvílgjörn hún er. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort háreystin dugar til að yf- irgnæfa hið mikilvæga kall. Kannski að konur leggi samt við eyrun – það er nú einu sinni þunnt móðureyrað. Kannski heyra ís- lenskar konur bak við holan karl- aróm hið mjúkróma kall – það er kominn tími á að konur komist hér til raunverulegra valda, eignist sinn fyrsta forsætisráðherra. /Hverjar eru röksemdirnar? Hún var frábær borgarstjóri …! Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.