Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 66
Ég hef alltaf verið í megrun, þetta er endalaus barátta og algjör martröð … 73 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG VEIT ekki alveg hvar áhuginn á íþróttum liggur því ég er ekki mikið fyrir þær sjálfur en það er eitthvað frábært við þessa íþróttamenn,“ segir listamaðurinn Siggi Eggertsson sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Vallery Gallery í Barcelona þann 19. apríl næstkomandi. Titill sýning- arinnar er Athletes en þar sýnir Siggi þrettán málverk af uppáhaldsíþróttamönn- um sínum, t.d David Beckham, Michael Jordan og Michael Schumacher. Spurður hvers vegna hann fór þessa leið, að skapa myndir af íþróttamönnum, segir Siggi að honum hafi eiginlega þótt það fyndið þar sem hann sé ekki mikill íþróttamaður sjálfur. „Þetta eru íþróttamenn sem hafa ein- hvern tímann verið mínir uppáhalds, sumir voru það þegar ég var krakki, sumir eru það núna og aðrir verða það alltaf. Þeir koma úr frjálsíþróttum, fótbolta, hand- bolta, körfubolta og formúlunni. Sá eini ís- lenski þar á meðal er Eiður Smári.“ Galleríið hafði samband við Sigga og bauð honum að sýna hjá sér og segir hann það vera frábært tækifæri fyrir sig. „Þetta er bæði gallerí og hönnunarbúð í eigu hönnunarstofunnar Vasava sem er ein sú stærsta á Spáni. Ég málaði myndirnar sér- staklega fyrir þessa sýningu og eru þær allar til sölu.“ Hannar fyrir Stüssy Siggi er fæddur árið 1984 á Akureyri og útskrifaðist úr grafískri hönnun í Listahá- skóla Íslands fyrir ári síðan. Hann flutti nýlega til Lundúna og starfar þar sjálf- stætt sem myndskreytir og hönnuður. „Það gengur mjög vel hjá mér, ég er núna að vinna fyrir Sequences myndlistarhátíðina sem verður haldin á Íslandi í haust. Síðan var ég að klára stuttermaboli fyrir banda- ríska fyrirtækið Stüssy, var að gera nokk- ur plaköt fyrir Coca-Cola í Bandaríkjunum og er að fara að hanna blað í Kanada svo þetta er dreift út um allt og fjölbreytt,“ segir Siggi. Að lokum er vert að spyrja hann hvers vegna fyrsta einkasýningin sé haldin á Spáni en ekki Íslandi? „Það bauð mér eng- inn að vera með sýningu á Íslandi.“ Þannig er nú það. Garpur Teikning sem er prentuð á striga af Staffan Olsson. Þrettán íþróttamenn Listamaðurinn Siggi Eggertsson opnar sína fyrstu einkasýningu í Vallery Gallery í Barcelona. Sýnir málverk af uppáhaldsíþróttamönnum sínum þrátt fyrir að vera ekki íþróttamaður sjálfur. Listamaðurinn Siggi Eggertsson. Heimasíða Sigga Eggertssonar : www.vanillusaft.com Hetjan Mynd Sigga af Dennis Rodman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.