Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 1
Margir stofnar þorsksins FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÞORSKURINN við Ísland er í stórum dráttum talinn einn stofn við fiskveiðistjórn- un. Engu að síður er það vitað að undirstofn- ar eru nokkrir og eru þeir staðbundnir, bæði miðað við landfræðilega skiptingu og sömu- leiðis hvort um er að ræða þorsk á land- grunninu eða á dýpra vatni. Rann- sóknir sýna að þessir undirstofnar bland- ast töluvert á ætis- og hrygningarsvæð- um, en jafnframt að töluvert er um staðbundna hrygningu nán- ast allt í kringum landið. Engu að síður er það ljóst að langmesta hrygningin á sér stað við suðvestanvert landið. Hópur nemenda undir stjórn Guðrúnar Marteinsdóttur, prófessors við Háskóla Ís- lands, hefur rannsakað erfðafræði þorsksins og staðbundna stofna og unnið er að svip- uðum rannsóknum hjá Hafrannsóknastofn- uninni. Rannsóknir þessar eru stutt á veg komnar. Það er því að minnsta kosti enn vafaatriði hvort hægt er að byggja fiskveiði- stjórn og friðun á ákveðnum svæðum á fyr- irliggjandi upplýsingum. Sú leið að friða þorskinn á hrygningartíma á mismunandi tíma allt í kringum landið, hefur til þessa, að minnsta kosti, verið talin sú bezta. Óvíst er hvort hægt er að byggja upp svæðisbundna fiskveiðistjórnun á þorski sem verði skilvirk- ari en sú heildarstjórnun, sem nú er notuð. Mikil blöndun milli svæða Þorskurinn hefur sporð og hann syndir um sjóinn víða. Hann þekkir sennilega ekki önnur landamæri en hitaskil og æti. Hann fer í flestum tilfellum þangað sem honum líð- ur vel og aðstæður hæfa hegðan hans á hverjum tíma eins og í ætisleit eða við hrygningu. Þrátt fyrir að sú vissa væri fyrir hendi að til dæmis fjórir meginstofnar þorsks væru við landið, að þeir væru að mestu staðbundnir við Suðvesturland, Vest- firði, Norðausturland og Suðausturland, væri það líklega afar erfitt í framkvæmd að stjórna veiðum í samræmi við það. Blönd- unin hlýtur að vera mikil milli svæða, bæði í ætisleit og hrygningu og hún hlýtur einnig að vera mismunandi eftir aðstæðum í sjón- um hverju sinni. Eitt árið geta góð skilyrði fyrir Suðvesturlandi til dæmis dregið megn- ið af þorskinum til sín. Væri kvóta úthlutað eftir svæðum, gæti það þá leitt til þess að of- veiði yrði á einhverjum svæðum, en of lítið veitt á öðrum. Hugsanlega væri hægt að meta tilflutning milli svæða að einhverju eða miklu leyti og laga aflaheimildir að því. Það ætti, og er vafalaust, markmið að auka þessar rannsóknir svo hægt sé að svara þessari mikilvægu spurningu: Er hægt að stýra veiðum við landið með tilliti til staðbundinna þorskstofna? Ef hægt er að einangra fiskveiðistjórnun við einstaka stofna eru allar líkur á því að hún verði skil- virkari. | 16 Rannsóknir enn mjög stutt á veg komnar STOFNAÐ 1913 106. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Á SUÐUPUNKTI BALLKÓNGARNIR STUÐMENN OG SÁLIN SAMEINUÐUST Í KÖBEN >> 58 ÞÓRHALLUR OG VILLISVEPPIRNIR SLUMPARI MATGÆÐINGUR >> 30 Kakó fyrir fullorðna SUMARDAGINN fyrsta er gjarnan margt sér til gamans gert og er keppt í ótrúlegustu þrautum. Í Hafnarfirði var til dæmis boðið upp á goskassaklifur. Sumum reyndist erfitt að halda jafnvæginu ofan á ein- um goskassa en þessum unga pilti fataðist ekki flugið fyrr en á fjór- tánda kassa. Öryggislínan sá til þess að hann var ekki í hættu staddur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjórtán kassa klifur Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ ER verið að rannsaka alla þætti og þar á meðal hvort eldurinn hafi kviknað af mannavöldum,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort hugsanlegt sé að glæpsamlegt athæfi tengist upp- tökum eldsvoðans í miðborg Reykjavíkur á miðvikudag. Tækni- deild lögreglunnar lauk rannsókn á vettvangi síðdegis í gær og segir Stefán að hún hafi ákveðin gögn undir höndum sem þurfi að rann- saka nánar, með aðkomu fleiri sér- fræðinga. Fyrstu vísbendingar bentu til þess að kviknað hefði í út frá loft- ljósi í söluturninum Fröken Reykjavík en það var aðallega byggt á vitnisburði þeirra sem voru í húsunum þegar eldurinn uppgötv- aðist. „Það sem bæst hefur við eru upplýsingar á vettvangi og nú erum við að reyna að púsla þessu saman,“ segir Stefán og áréttar að enn sé ekki tímabært að slá neinu föstu. Kviknaði á versta stað Útbreiðsluhraði eldsins hefur komið illa við marga og ekki að ósekju. Sex mínútum eftir að til- kynnt var um eldinn mættu fyrstu slökkviliðsmenn á staðinn og þá var umfangið þegar fyrirséð. „Krafan um eldvarnarveggi kom ekki fyrr en eftir brunann mikla ár- ið 1915, þegar hálfur miðbærinn brann, og þessi hús eru byggð miklu fyrr, þannig að eldvarnar- veggir voru ekki fyrir hendi,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri for- varnarsviðs slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Hann segir að eldur- inn hafi ekki getað kviknað á verri stað, líklega fyrir innan klæðningu. Þar með hafi öll brunavörn verið farin og eldurinn taumlaus. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en klukkan sex í gærmorgun þegar lögreglu var afhentur vettvangur.  Skaðinn var | 4 Íkveikja ekki útilokuð í rannsókninni Eldurinn breiddist gríðarhratt út þar sem eldvarnarveggir voru engir Í HNOTSKURN »Álag á slökkviliðsmenn varmeð því mesta sem þeir þekkja og afkastagetan þanin til hins ýtrasta. »Hátt í þrjú hundruð fyll-ingar af lofti voru notaðar. Það myndi duga reykkafara í köfun í tíu og hálfan sólarhring. »Slökkvistarf hófst rétt fyrirklukkan tvö og síðustu slökkviliðsmenn fóru af vett- vangi klukkan sjö í gærmorgun. Morgunblaðið/Sverrir Búinn Slökkviliðsmenn þurftu sumir að fara í þrjár reykkafanir. ÓHÆTT er að segja að niðurstöð- ur úr Raunveruleiknum, gagn- virkum hermileik fyrir 10. bekki grunnskóla, endurspegli raun- veruleikann, en tólf þúsund króna munur var á mánaðarlaunum karl- kyns og kvenkyns þátttakenda. Í leiknum eru nemendur fræddir um ábyrga meðferð fjármála og neytendamál og voru verðlauna- hafar leystir út með vinningum um miðja viku. Þátttakendur voru 1.627 úr 86 tíundu bekkjum og gengur leik- urinn m.a. út á að finna sér starf og koma undir sig fótunum eftir að framhaldsskóla lýkur. Athyglis- vert er að skoða niðurstöður úr leiknum. Voru meðaltekjur karl- kyns nemenda um 182 þúsund kr. á mánuði en kvenkyns nemendur voru með um 170 þúsund kr. „Kannski kemur það manni á óvart að þetta skuli vera svona því þetta er jú leikur og maður skyldi ætla að næsta kynslóð kvenna ætti að vera aðeins framsæknari,“ seg- ir Margrét Theodórsdóttir skóla- stjóri Tjarnaskóla sem sigraði í bekkjarkeppninni. | 16 Kynbundinn launamun- ur í Raunveruleiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.