Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 35
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 35 HALDIÐ var málþing um málefni heimilislausra á Íslandi í liðnum mánuði. Aðilum sem málin varða og snertir var boðin þátttaka. Því mið- ur var áberandi að fulltrúar heil- brigðisyfirvalda voru ekki á staðn- um. Sorglegt en kom þó kannski ekki á óvart í ljósi viðhorfa og stöðu mála. Yfirskrift þessa málþings gat alveg eins verið: „Staða þeirra veik- ustu“. Eðlilegt hefði verið að við hefðum ekki þurft að halda málþing eða ráðstefnu sem þessa nema þá til að upplýsa aðrar þjóðir um hvernig við höfum leyst verkefnið hér á landi öðrum sam- félögum til eft- irbreytni. Umfang verkefnisins Verkefnið er marg- þvælt og þarfagreint. Mikil orka og tími hefur farið í að þrátta um staðreyndir út frá mis- munandi gefnum forsendum, leita uppi sökudólga o.s.frv. Við getum leyst og eða hafið framkvæmdir strax í dag fyrir þá sem skortir við- eigandi heimili og heilsufarslega umönnun. Skakkt sjónarhorn Stjórnarskrá og lög tilgreina hverjir beri ábyrgð á málum og þar af leiðandi er ekki þörf á að vísa málum í einhverja þá átt sem nær ekki nokkurri átt. Í hverju liggur þessi hringlandaháttur og und- anskot frá ábyrgð? Ekki skortir okkur fjármagnið, þekkingin og að- staðan er fyrir hendi – þurfum ekki að finna upp hjólið. Vítahringur sem m.a. embættismenn standa frammi fyrir þegar þeir kynna þörf á fjár- magni á röngum forsendum. Afstaða til verkefnisins, vonleysi vegna „erf- iðra“ og „óhreinna“ „þriðja flokks“ einstaklinga. Erfiður málaflokkur! Af hverju upplifa aðilar hann erf- iðan? Af því einfaldlega að við höf- um látið hann þróast í þá átt. Afleið- ing þess að stinga höfðinu í sandinn og halda því þar. Þetta leiðir af sér eitthvað sem aðilar upplifa sem óyfirstíg- anlegt. Það er rangt! Stjórnskipulag Eitt velferðarráðu- neyti í stað heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neytis er þáttur í að uppræta þá tregðu sem viðgengst eins og illvíg veira í meðferð og af- greiðslu mála á þessum vettvangi. Yfirfærsla með viðeigandi fjár- magni yfir til sveitarfé- laga er hlutur sem þarf að komast í framkvæmd með hliðsjón m.a. af mun skilvirkari og betri nærþjón- ustu. En slíkt hefur verið innt af hendi hjá sk. tilraunasveitarfélögum með góðum árangri er tekið hafa að sér sértæk hlutverk sem hefur áður verið á hendi ríkisvaldsins. Samþætt varanleg lausn Verkefni til viðunandi stöðu þeirra vegalausu er hvort tveggja á vettvangi heilbrigðis- og félagsmála- yfirvalda. Þeir aðilar sem ítrekað reyna að reka fleyg í millum eða skilgreina í tvær ósamstiga mismun- andi áttir, fara villir vegar, hvaða hvatir svo sem liggja þar að baki. Þetta eru samtvinnuð verkefni þar sem þessir þættir verða ekki að- skildir. Hér er um líf þeirra verst settu einstaklinga að ræða sem í mjög mörgum tilvika eiga við geð- ræna sjúkdóma að stríða. Jafnframt eiga margir það sammerkt að vera háðir neyslu vímuefna af ein- hverjum toga. Fyrirbyggjandi að- gerðir, eftirfylgni og heilstæða sam- félagslega umönnun skortir til að færa okkur frá þessari ómarkvissu og dýru aðferðafræði sem viðhöfð er í dag. Persónuvernd og mannrétt- indi. Iðulega bera menn persónuvernd eða háttstemmdar yfirlýsingar um mannréttindabrot fyrir sig þegar leitað er eftir því að einstaklingum sé sinnt í tíma. „Þeir vilja ekki þiggja þessa þjónustu og ekki má þröngva þessu upp á þá“ með um- ræddri forsjárhyggju. Þetta leiðir einfaldlega það af sér að þegar mál- ið er komið á alvarlegra og óþolandi stig er viðkomandi nauðungarvist- aður, sjálfræðissviptur með þeirri kvöl og pínu sem slíku fylgir. Að- gerðarleysi í þessa veru er mann- réttindabrot, en ekki það að grípa inn í atvik þar sem einstaklingur er ekki á nokkurn hátt fær um að sinna nauðþurftum sínum, ekki veru- leikatengdur og er ígildi þess að vera meðvitundarlaus. Hvernig er brugðist við ef komið er að meðvit- undarlausum manni? Slíkum ein- staklingi er komið undir lækn- ishendur en ekki beðið eftir því að hann komist til meðvitundar. Til at- vika af þessu toga kemur allt of oft vegna skorts á umönnun við hæfi og því ekki gripið inn í fyrr en al- mannahagsmunum stendur ógn af viðkomandi með tilheyrandi kostn- aði og harðræði. Skepnuhald Skepnur, húsdýr eða heimilisdýr skal hýsa í sómasamlegu húsnæði og veita viðunandi heilbrigðisþjónustu, sbr. ákvæði laga um dýravernd. Þeir sem halda dýr og staðnir eru að óviðunandi húsnæði eða skorti á umönnun hús- og heimilisdýra eru að sjálfsögðu látnir sæta ábyrgð. Vek athygli á þessu til samanburðar við það sem síðan heimilislausar manneskjur standa frammi fyrir þrátt fyrir stjórnarskár- og lög- bundnar skyldur samfélagsins í þeirra garð. Okkur er tamt að út- húða þjóðum og þjóðarleiðtogum vegna meintra og sannanlegra mannréttindabrota gagnvart þjóð- um, þjóðarbrotum og einstakling- um. Hvernig er staðan á torfunni hér heima í umræddu samhengi? Fyrsta skóflustunga Málið snýst um að setja fram- kvæmd í gang. Leiðir eru þekktar frá A–Ö. Hér er ekki verið að kalla á útgjöld sem skila sér ekki til baka. Sýnum okkur sem öðrum virðingu og búum einstaklingunum hverjir svo sem þeir eru það frelsi í okkar lýðræðisþjóðfélagi að vonin um hamingjuríkt líf glatist ekki. Ekki benda á mig – Málefni vegalausra Sveinn Magnússon skrifar um þá sem minnst mega sín » Stjórnarskrá og lögkveða á um hverjir beri ábyrgð á málum og þar af leiðandi ekki þörf á að vísa málum í ein- hverja þá átt sem nær ekki nokkurri átt. Sveinn Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið í notkun nýtt móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins www.mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 569-1210. Nýtt mót- tökukerfi aðsendra greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.