Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hólmfríður JónaÁgústsdóttir, fyrrverandi versl- unarkona í Reykja- vík, fæddist í Reykjavík 31. jan- úar 1927. Hún lést 11. apríl síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Maiendína Guðlaug Kristjáns- dóttir, f. 11.5. 1891, d. 12.4. 1972 og Ágúst Fr. Guð- mundsson, f. 24.5. 1891, d. 25.5. 1962. Systkini Hólmfríðar eru: 1) Ás- geir, f. 29.11. 1912, d. 24.10. 1972, 2) Ragnar Þorsteinn, f. 10.12. 1913, d. 21.4. 1939, 3) Rósa, f. 25.6. 1915, d. 3.5. 1964, 4) Ingvar, f. 13.3. 1917, d. 26.3. 1978, 5) Sig- urður Emil, f. 29.1. 1921, 6) Frið- rik, f. 24.7. 1924, d. 27.9. 1996, og 7) Ragna, f. 21.9. 1934, d. 9.5. 2005. Árið 1950 hóf Hólmfríður sam- búð með Ágústi Geirlaugi Helga- syni, f. 28.3. 1921, d. 5.3. 2006. Hann er sonur Rósu Jónsdóttur, f. 5.11. 1898, d. 1972 og Helga Hall- dórssonar, f. 10.8. 1857, d. 1929. Þau giftu sig 3. ágúst 1952. Dóttir Hólmfríðar og Jóns Harðar Björnssonar, rafvirkja- meistara, f. 11.11. 1917, d. 27.2. 1990, er Kittý Maríu Arnfjörð, f. 5.10. 1945, gift Elíasi Steinari Skúlasyni, f. 13.12. 1943. Börn Kittýar og Elíasar eru : 1) Ágúst Jónas, f. 26.3. 1967, kvæntur Hrafnhildi Sigurhansdóttur, f. 3.2. 1967, börn þeirra eru Viðar Örn, f. 27.8. 1987, Hauk- ur Ingi, f. 3.11. 1991 og Margrét Anna, f. 3.11. 1991. 2) Fríða Björk, f. 24.3. 1970, unnusti Hilmar Þór Hilmarsson, f. 17.6. 1966. Börn Fríðu Bjarkar og Ólafs Guðmundssonar eru Kristinn, f. 15.11. 1990, Elín María, f. 25.5. 1993 og 2 Ein- ar Birgir, f. 21.6. 1998. 3) Jón Hörður, f. 6.8. 1977, unnusta Helena Magnúsdóttir, f. 25.2. 1976, sonur þeirra Magnús Elí, f. 21.9. 2004. Hólmfríður var sjöunda í röð- inni af átta börnum foreldra sinna. Ung fer hún að vinna við al- menn verslunarstörf og starfar við það allt til ársins 1988, er hún greinist með parkinssonsjúkdóm. Ung eignast Hólmfríður sitt eina barn, Kittý Maríu, og fyrst til að byrja með bjuggu þær hjá for- eldrum Hólmfríðar. Árið 1950 kynnist hún Ágústi og gengur hann Kittý í föðurstað, árið 1952 gengu Hólmfríður og Ágúst í hjónaband. Hólmfríður eyddi síð- ustu árum sínum á dvalarheimil- inu Hlaðhömrum í Mosfellbæ og Hjúkrunarheimilinu Eir við mjög gott yfirlæti, fyrst með manni sín- um Ágústi en eftir að hann féll frá í fyrra hefur hún fengið mjög góða umönnun í veikindum sínum. Útför Hólmfríðar Jónu verður gerð frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir það sem við upplifðum saman. Ein af mínum bestu minningum er brúðkaupsdag- urinn ykkar pabba en þá var ég að- eins sjö ára gömul og eignaðist al- vöru pabba þennan sama dag. Til þín var alltaf gott að leita, sér- staklega í sambandi við saumaskap, og var nú ekki leiðinlegt að sitja með þér og sauma jólafötin á börnin. Við eigum eftir að njóta allra þeirra listaverka sem þú hefur skap- að í gegnum tíðina, og munu þau ávallt gleðja okkar hjörtu. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Kittý. Elsku tengdamamma, ég þakka þér fyrir allar samverustundirnar í gegnum árin, oft var skipst á skoð- unum, en allt í góðu. Einnig hef ég alltaf dáðst að því hversu vel og nákvæmt þú gast saumað með perlunum þrátt fyrir þinn Parkisonssjúkdóm með tilheyr- andi skjálfta. Takk fyrir allt og Guð geymi ykk- ur sem nú eruð sameinuð á ný. Þinn tengdasonur Elías Steinar. Í dag kveðjum við ömmu Fríðu. Amma hefur í gegnum tíðina verið meira en bara amma, því hún var einnig mjög góður vinur og skildi hvernig ungum manni leið er hann var veikur. En þá bjuggu amma og afi á efri hæðinni í Reykjabyggðinni og þegar ég var veikur fór ég alltaf til ömmu og fékk ís og þá varð allt miklu betra á mjög skömmum tíma. Elsku amma mín, þetta er ein af mörgum minningum sem ég á um þig, mun ég ávallt geyma þær í hjarta mínu og halda þeim á lofti um ókomna tíð. Guð geymi þig. Þitt barnabarn, Jón Hörður. Elsku amma, sú minning sem er mér efst í huga í dag er þegar ég var gínan þín vegna brúnu hettukápunn- ar sem þú varst að sauma eitt árið. Mig langaði svo í hana því mér fannst hún svo falleg en þú sagðir að það væri fyrir aðra telpu, ég var svo svekkt að þú værir ekki að sauma á mig. Er ég opnaði gjöfina mína frá þér og afa á aðfangadag og við blasti kápan var ég ánægðasta stelpan í landinu og ef ég man rétt þá vildi ég sofna í henni um kvöldið. Einnig minnist ég allra stundanna okkar í keramikinu við að mála og snyrta stytturnar. Þú varst svo þolinmóð við að kenna mér og hjálpa mér að laga hverja styttuna á fætur annarri svo ég gæti verið hreykin af gjöf- unum sem ég gaf. Þessar stundir gáfu mér innsýn í persónuleikann þinn og hvernig persóna ég vildi að ég væri þegar ég fullorðnaðist. Ég vil enda þetta bréf til þín með því að segja: hugsa til þín á hverjum degi og elska þig afar heitt. Ástar- og saknaðarkveðjur Fríða Björk. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að minnast góðrar konu sem fallin er frá, Hólmfríðar Ágústdóttur eða Fríðu eins og hún var alltaf kölluð. Fríða var amma unnusta míns. Það var árið 1999 sem ég kynntist Fríðu en þá lágu leiðir okkar Jóns saman. Fríða var mikill listakona, hún var alltaf að gera eitt- hvað, flott klæddar dúkkur liggja uppi í hillu, í perlukjólum, hún púsl- aði mikið sem og stundaði keramik- málun, á síðustu árum var hún mikið í því að mála á postulín og höfum við alveg fengið að njóta þess, því Fríða var mjög gjafmild og mjög dugleg við að gefa það sem hún var að búa til. Það síðasta sem kom frá henni var mjög falleg skál, en hana var hún búin að geyma í nokkur ár, hún átti að vera spes gjöf til okkar Jóns. Fríða varð áttræð hinn 31. janúar síðastliðinn og var búið að plana mjög fína veislu, en örlögin tóku völdin, því Fríða fékk mjög slæma lungnabólgu og ekkert varð af af- mælinu þá. Núna 10. mars sl. var gamla búin að jafna sig og safna nægum kröftum til að halda þessa líka fínu veislu. Ekki veit ég töluna á því hversu margir mættu en í afmæl- inu voru samankomnir ættingjar og vinir og hún naut þess vel og mikið, því mikil félagsvera var hún. Eftir að gestirnir voru farnir og verið var að ganga frá sátum við Fríða og kjöft- uðum um lífið og sagði hún mér þá að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að svona margir myndu mæta í afmælið hennar. Einnig sagði hún mér frá því að núna væri hún mjög sátt við lífið og að hennar mati væri sinn kvóti kominn. Stuttu eftir af- mælið fer henni að hraka og hægt og bítandi kvaddi hún þennan heim sátt. Fríða mín, vertu sæl og vona ég innilega að þú sért komin aftur til Ágústar og njótir þess að fylgjast með okkur og sjá öll barnabörnin vaxa úr grasi. Þín vinkona Helena Magnúsdóttir Elsku langamma. Mínar minning- ar um þig eru mjög góðar, ég á eftir að sakna þín jafn mikið og hans afa. Ég á eftir að passa mjög vel upp á það sem ég erfði af ykkur og það sem mamma fékk. En það er gott að þú skulir vera farin upp, vonandi á þér eftir að líða vel. Ég og mamma og strákarnir eigum eftir að hugsa til þín á hverjum degi og líka til hans afa. En Guð á eftir að passa ykkur betur og ykkur báðum, afi og amma, ykkur á eftir að líða vel. Guð, þú passar vel upp á langafa minn og langömmu mína. Elín María Ólafsdóttir. Elsku Fríða frænka, það er sárt að setjast niður og skrifa um þig minningarorð en það er líka ljúft því þú varst farin að þrá hvíldina og komast til hans Gústa þíns. Það er rétt ár síðan hann lést og þá fór að halla undan fæti hjá þér, sjúkdómur þinn ágerðist og þú komin í hjóla- stól. Minningar mínar um ykkur ná eins langt og ég man eftir mér, ynd- islegar stundir á Laugavegi 42 og svo stundirnar þegar ég heimsótti ykkur og Kiddý þegar þið bjugguð á Akranesi. Eftir að þið fluttuð í bæ- inn var alltaf gott samband. Elsku Fríða, þú reyndist okkur systkinunum svo vel í veikindum mömmu sem dó svo ung. Þú varst mikil hannyrða kona, alltaf að sauma og þú saumaðir á mig marga kjóla í gamla daga. Sama var hvort það var perlusaumur eða postulínsmálning allt lék í höndunum á þér. Þið Gústi voruð mikið hannyrðafólk og alltaf eitthvað að föndra. Það urðu þér langir og erfiðir dagar þegar þú gast ekki lengur gert neitt í höndunum en aldrei heyrði ég þig kvarta. Þið fluttuð svo í Mosfellsbæinn og bjugguð meðal annars á dvalarheim- ilinu á Hlaðhömrum þar sem ykkur leið svo vel í fallegu íbúðinni ykkar hjá frábæru starfsfólki. En heilsu ykkar hrakaði og þið fluttuð á hjúkr- unarheimilið Eiri. Þar tók líka gott fólk vel á móti ykkur, þið fenguð fal- legt herbergi með fallegu útsýni og voruð svo ánægð. Því var það svo sárt hvað Gústi þinn féll fljótt frá eftir að þið fluttuð á Eiri en þú ert búin að vera ótrúlega sterk. Ég hef reynt að vera dugleg að heimsækja þig, elsku frænka, og stytt þér stundir með lestri og fleiru. Ég las fyrir þig uppáhaldsbókina þína, Shirley Temple, þú brostir og rifj- aðir upp margar minningar. Við höfum rætt margt saman, Fríða mín, sagt hvor annarri sögur og drauma og auðvitað ráðið þá sjálfar og haft gaman af, það var alltaf gaman að hlusta á sögurnar þínar frá því í gamla daga, þú hafðir engu gleymt. Þú varst mikill sælkeri og áttir alltaf súkkulaði og sérrí, best fannst þér dökkt súkkulaði með appelsínu- bragði. Þér fannst ég stundum spar- söm þegar ég hellti í staupið, horfðir á mig með brúnu augunum þínum og sagðir: Það er nú í lagi að hella al- mennilega í staupið, á ég þetta eða þú? og svo brostir þú. Ég dúllaði við þig, pússaði og lakkaði á þér negl- urnar, bar á þig góð krem og nudd- aði þig, þú varst alltaf fín með vel lagt hárið. Við fórum í göngutúra um gangana á Eiri, komum við í litlu kapellunni og áttum þar góðar stundir. Þú varst búin að ákveða að halda fína veislu þegar þú áttir af- mælið síðast en þú varðst lasin og veislunni var frestað en þú hresstist og haldin var fín veisla 10. mars sl. Þar mætti margt fólk sem þér þótti svo vænt um og þú ljómaðir af gleði. Daginn eftir sagðir þú við mig: Kolla mín, nú er afmælið búið og nú er ég tilbúin að sofna, það fór að draga af þér og þú varst búin að missa allan kraft og lífsvilja, ég sat hjá þér eins oft og ég gat. Páskarnir voru erfiðir en þú varst í góðum höndum hjá frábæru starfs- fólki á Eiri, þú varst líka mjög þakk- lát og sagðir alltaf þegar þær voru búnar að hjálpa þér, þakka ykkur fyrir, stelpur mínar. Svo kom erfiður dagur 11. apríl, ég var þakklát að geta verið hjá þér þegar þú kvaddir, það var falleg stund sem við nánustu áttum saman með séra Jóni og mikill friður var yfir þér. Ég er þakklát fyrir stundina með Guðný systur þegar við klæddum þig í bleika peysusettið sem ég gaf þér í afmæl- isgjöf og settum á þig slæðuna frá Melissu. Mikið varstu fín í afmæl- isfötunum, elsku Fríða. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af Gústa og systrum þínum og öllum okkar, bið ég þig að bera þeim kveðju mína. Megi góður guð geyma þig, elsku Fríða mín. Þín Kolbrún G. (Kolla frænka). Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu vorsól inn til mín. Það er engin þörf að kvarta, Þegar blessuð sólin skín. (Stefán frá Hvítadal) Með þessu fallega vorljóði kveðj- um við Fríðu móðursystur okkar, því hinu sama og við kvöddum Gústa hennar með fyrir ári síðan. Fríða var ávallt til staðar í upp- vexti okkar og reyndist okkur sem önnur mamma og amma. Hún var alltaf kölluð Fríða frænka því hún var svo ofboðslega mikil frænka. Hún prjónaði og saumaði á okkur kjóla, buxnadraktir, kápur og hvað- eina því hún var listamaður í hönd- um. Hún sneið og saumaði úr völd- um efnum svo úr urðu flottar flíkur, allt á Bernina saumavélina. Þetta var á þeim tíma sem ekki var hægt að kaupa það sem hugurinn girntist. Þá skoðuðum við Burda blöðin og síðan var mamma beðin um að hafa samband við Fríðu. En Fríða gerði meira en að sauma á okkur. Hún passaði okkur systur oft, fyrst eldra settið og síðan allar eftir því sem fjölgaði í hópnum. Hún Fríða var svo góð og var alltaf að gera eitthvað fyrir okkur. Við vorum nú ekki alltaf sammála henni og fannst hún stundum ósanngjörn en það hefur sjálfsagt verið á unglings- árunum, við verið þreytandi og með mannalæti. Við hlið Fríðu stóð ætíð hann Gústi. Það er ekki hægt að minnast á eitt án þess að nefna hitt. Þau voru lífsförunautar og voru alltaf saman. Við munum þegar Fríða og Gústi eignuðust fyrsta Fiat bílinn. Þau voru upp frá því dugleg að ferðast innanlands í sumarfríum og ævin- lega var Fríða með sængur og kodda með í för ásamt náttkjólnum. Stund- um slógumst við fjölskyldan í hópinn ásamt fleirum. Upprifjun á þessum ferðum vakti ævinlega upp skemmti- legar minningar með tilheyrandi hláturgusum. Það er gaman að hlæja saman. Árin hafa liðið og minningar hrannast upp. Fríða var ættrækin og sinnti afkomendum sínum og skyldmennum af alúð. Fjölskyldur stækkuðu og alltaf bárust afmælis- og jólagjafir frá Fríðu frænku. Hún var sífellt að skapa, búa eitthvað til. Það var því mikið áfall þegar hún greindist með parkinsonsveikina og svo fór að lokum að sjúkdómurinn gerði henni ókleift að sinna allri handavinnu. Nýlega náði hún að halda upp á áttræðisafmæli sitt ásamt stórfjöl- skyldu og vinum. Hún var glæsileg þar sem hún sat uppábúin í hjóla- stólnum og náði að blanda geði við fólkið sitt, þrátt fyrir að ástandið væri orðið ansi bágt. Komið er að leiðarlokum. Fríða frænka hefur sofnað svefninum langa og öðlast þá hvíld sem hún óskaði sér. Hún mun hvíla við hlið Gústa og mömmu. Blessuð sé minning Fríðu frænku. Guðlaug og Þóra Ársælsdætur. Nú er hún Fríða komin heim. Hún hafði þráð það í heilt ár eða frá því hún missti hann Gústa sinn í mars 2006. Blessuð sé minning hans. Fríða var amma mannsins míns, Ágústar. Okkar leiðir lágu saman þegar við hjónin vorum að skjóta okkur saman árið 1986. Þá buðu þau okkur að leigja lítið herbergi í kjall- aranum hjá sér og þar vorum við allt fyrsta búskaparárið okkar. Mér lík- aði strax mjög vel við Fríðu, hún tók mér eins og einu af barnabörnum sínum og var mér mjög góð. Þetta fyrsta ár brölluðum við heilmikið, hún var mikil handavinnu- og fönd- urkona og var alltaf með eitthvað milli handanna, eins var hún einstak- lega lagin við saumavélina. Þau eru ófá rúmfötin á mínu heimili sem hún saumaði og börnin mín fengu dásam- leg föt eftir hana þegar þau voru lítil. Hún kenndi mér heilmikið sem sneri að búskap og gaf okkur nýbakaða parinu fullt af hlutum úr sínu búi sem enn er í notkun hjá okkur. Fríða var mikil félagsvera og naut þess að fá fólkið sitt til sín og það var alltaf erfitt að kveðja því hún reyndi að halda í mann eins lengi og hægt var og það var gott að vera hjá henni. Fríða og Gústi voru mjög sam- rýnd hjón og gerðu allt saman. Þau voru ein eining og iðulega var talað um þau bæði í einu ef eitthvað var um að vera. Síðustu búskaparárin sín voru þau á Dvalarheimili aldr- aðra í Mosfellsbæ, utan síðasta árið hennar Fríðu, en þá var hún á Eir. Það var alltaf gott að koma til þeirra, vel tekið á móti manni í hvert sinn. Fríða var svo óheppin að fá park- insonsveikina en var samt svo ótrú- lega dugleg að láta hana ekki trufla það sem hana langaði að gera, t.d. fór hún að föndra með agnarsmáar perlur, gerði úr þeim skálar, kjóla á dúkkur og margt fleira sem er hreinn fjársjóður í dag. Fríða og systir hennar Ragna voru mjög góðar vinkonur og var það Fríðu mikill missir þegar Ragna féll frá, blessuð sé minning hennar. Mikill samgangur var alltaf milli þessara tveggja fjölskyldna og átti Fríða nánast jafnmikið í börnum og barnabörnum Rögnu og sínum eigin. Nú er þrautagöngu Fríðu lokið og hún komin til þeirra sem henni þótti vænst um og þangað sem aldur og sjúkdómar bíta ekki á hana. Ég bið minn góða Guð að taka vel á móti þér Fríða mín og ég veit að þér líður betur nú en þér gerði lengi hér hjá okkur. Tengdaforeldrum mínum, Kittý og Ella, og öðrum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur í sorginni og söknuðinum. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Stefán frá Hvítadal. Hrafnhildur Elskuleg mágkona mín, Hólmfríð- ur Jóna Ágústsdóttir, er látin. Fríða er fegin hvíldinni, hún hafði verið heilsuveil síðustu ár og eftir að Gústi eiginmaður hennar kvaddi þennan heim fyrir rúmu ári var lífs- þrótturinn lítill. Fríða hélt upp á 80 ára afmælið sitt í mars sl. með glæsibrag, hún varð áttræð í janúar en var þá við slæma heilsu og því frestuðust veisluhöldin. Mikið fannst henni gaman að hitta ættingja sína og vini, hún var afar ánægð með daginn. Hólmfríður Jóna Ágústsdóttir Elsku langamma, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur á meðan þú varst hjá okkur. Við vit- um að nú líður þér miklu bet- ur, komin aftur til langafa. Við munum geyma þig alltaf í hjörtum okkar. Þín langömmubörn. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.