Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 33 Við andlát Guðmundar Hjartarsonar leita áhugann fjölbreytilegar myndir frá nánusamstarfi okkar í Sósíalistaflokknum og Al-þýðubandalaginu á árunum 1962–1974. Hér verða þó aðeins valdar úr tvær slíkar, báðar frá árinu 1968 og varðar önnur forsetakosningarnar á því ári en hin innrás Rússa í Tékkóslóvakíu hinn 21. ágúst. Á fyrri hluta ársins 1968 var Alþýðubandalagið enn aðeins lauslegt kosningabandalag með litla starfsemi utan veggja Alþingis en Sósíalistaflokkurinn gam- algróinn og virkur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hafði þá setið að völdum í átta ár en við sem vorum í Sósíalistaflokknum og þar með í Al- þýðubandalaginu vorum í stjórnarandstöðu ásamt Framsóknarflokknum. Veturinn 1967–1968 varð snemma ljóst að Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóri, alþingismaður og ráðherra, myndi verða í kjöri við forsetakosningarnar á komandi sumri, en hann var tengdasonur fráfarandi forseta og hafði lengi verið einn af öflugustu forystumönnum Sjálfstæð- isflokksins og um skeið varaformaður hans. Innan Sósíalistaflokksins og Framsóknarflokksins gerðu menn sér ljóst að ef koma ætti í veg fyrir yf- irburðasigur Gunnars yrðu flokkarnir að koma sér saman um annan frambjóðanda, helst óflokksbundinn mann sem nyti almennrar virðingar og gæti orðið ein- ingartákn sundraðrar þjóðar. Fór þá svo að augu manna beindust að Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði, bæði okkar úr framvarðasveit stjórnarandstöðuflokk- anna og líka margra annarra. Á fyrstu vikum og mán- uðum ársins 1968 impruðu ýmsir á því við Kristján hvort ekki væri hugsanlegt að hann fengist til að gefa kost á sér en lengi vel neitaði hann öllum slíkum til- mælum. Fóru þá margir að lýjast og renna huganum í aðrar áttir. Í níu manna framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins voru fundir haldnir reglulega einu sinni í viku og stundum oftar. Inn á einn slíkan fund hjá nefndinni, líklega í marsmánuði, komu þau boð frá æðstu stofnun Framsóknarflokksins að þar á bæ teldu menn þýðing- arlaust að heita frekar á hurðir Kristjáns. Þegar í stað yrði að leita samkomulags milli flokkanna tveggja um annan hæfan frambjóðanda því menn væru að falla á tíma. Með orðsendingu framsóknarmanna fylgdi nafn hæstaréttardómara sem þeir töldu koma til greina að bjóða fram. Hér var ekkert hik í boði og seint gleymi ég Guð- mundi Hjartarsyni í sennunni sem nú upphófst innan framkvæmdanefndar okkar flokks. Hann var þar ómyrkur í máli. Skoðanakönnun í fundarlok leiddi í ljós að hjá okkur var eins atkvæðis meirihluti fyrir því að vísa hugmyndum Framsóknarflokksins á bug en leggja til að sameiginleg nefnd beggja flokkanna, auk gildra fulltrúa stuðningsmanna Kristjáns úr minni- hlutahópum innan ríkisstjórnarflokkanna, færi hið allra fyrsta á hans fund og gerði úrslitatilraun til að fá hann í framboð. Á þetta féllst Framsóknarflokkurinn og til fararinnar völdum við af okkar hálfu þá Magnús Kjartansson og Guðmund Vigfússon. Með þessu móti tókst að sýna Kristjáni fram á hvílík breiðfylking stóð að óskinni um að hann gæfi kost á sér og hversu djúp- stæð alvara þar var að baki. Þá fyrst tók hann sér um- hugsunarfrest. Framhaldið þekkja allir en sú er trú mín að án atbeina Guðmundar Hjartarsonar og Magn- úsar Kjartanssonar á fundi framkvæmdanefndar okk- ar hefði Kristján Eldjárn aldrei orðið forseti. Myndin af Guðmundi Hjartarsyni frá 21. ágúst 1968 geymist líka vel í minni. Daginn þann réðist óvígur her Rússa og nokkurra annarra Varsjárbandalagsríkja inn í Tékkóslóvakíu til að steypa af stóli innlendri rík- isstjórn sem hafði hug á að koma mannlegu yfirbragði á þarlenda stjórnarhætti og fara sínar eigin leiðir við að byggja upp sósíalisma. Íslenski Sósíalistaflokk- urinn hafði viss tengsl við Kommúnistaflokk Sovét- ríkjanna og aðra valdaflokka í Austur-Evrópu sem þrátt fyrir margvíslegan ágreining slitnuðu ekki til fulls fyrr en við innrásina í Tékkóslóvakíu. Ég sem þetta rita var á árunum 1962–1968 fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins og á mér hvíldi sú skylda að gangast þegar í stað fyrir harðorðri for- dæmingu flokksins á hernaðarofbeldi Sovétstjórn- arinnar. Formaður flokksins var þá staddur erlendis og án símasambands en gott var að eiga sér hauk í horni þar sem Guðmundur Hjartarson var. Fyrsta samtal mitt var við hann og strax varð ljóst að báðir vorum við á einu máli um að leggja til afdráttarlausa fordæmingu á framgöngu innrásarherjanna og að flokksmenn Sósíalistaflokksins stæðu, innan mið- stjórnar Alþýðubandalagsins, að skýlausri yfirlýsingu um að alls engin flokksleg tengsl við valdaflokkana, sem að innrásinni stóðu, gætu komið til greina. Við náðum sambandi við Magnús Kjartansson, sem stadd- ur var í Englandi, og með samþykki hans við okkar línu ákváðum við að boða til fundar í framkvæmda- nefnd flokksins síðdegis sama dag og láta sverfa þar til stáls ef á þyrfti að halda. Til þess kom ekki því til- laga okkar var samþykkt án mótatkvæða og birt sem leiðari í Þjóðviljanum daginn eftir. Er þarna var komið sögu var Sósíalistaflokkurinn reyndar að syngja sitt síðasta og þegar ákveðið að Alþýðubandalagið tæki við sem fullgildur stjórnmálaflokkur örfáum mán- uðum síðar. Guðmundur Hjartarson var lítill sviðsmaður. Hann hélt sjaldan ræður á fjölmennum fundum og skrifaði fátt. Engu að síður var hann á sínu blómaskeiði slyng- ur og áhrifamikill stjórnmálamaður. Hann ávann sér hvarvetna traust, bæði með orðum sínum og verkum, var flestum öðrum atorkusamari og fundvís á úrræði þegar komið var í vanda. Tengsl hans við aðra helstu forystumenn Sósíalistaflokksins voru merkileg. Einar Olgeirsson hlustaði jafnan með athygli á orð Guð- mundar. Sjónarmið þeirra fóru hreint ekki alltaf sam- an en þeir gættu þess oftast að stíga ekki hvor á ann- ars tær. Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartansson voru ólíkir menn og áttu ekki beint skap saman þó að kyrrt væri á yfirborði. Guðmundur átti trúnað beggja og hvorugur þeirra átti sér ráðgjafa sem þeir treystu betur en honum um flokksleg málefni. Ýmsir vildu vita hvorum þeirra tveggja Guðmundur stæði nær en við slíkri spurningu fékkst aldrei svar. Við störf í stjórn- málaflokki þarf kunnáttu í jafnvægislist ef vel á að fara. Í þeirri grein var sá sem við kveðjum í dag meist- ari. Guðmundur Hjartarson var bóndasonur úr Mýra- sýslu. Á árunum upp úr 1930 var hann ungur vermað- ur á vetrarvertíð í Staðarhverfinu í Grindavík þar sem sjór var sóttur við hin frumstæðustu skilyrði. Engin höfn og engin bryggja en aflann báru menn á sjálfum sér eða í handbörum upp langa fjöruna. Lífið var strit og aftur strit við harðan kost en örbirgðin, sem fylgdi heimskreppunni miklu, setti mark sitt á veröldina, bæði nær og fjær. Að eðli og upplagi var Guðmundur hygginn búmaður, jarðbundinn og raunsær. Engu að síður lét hann hrífast af gjallandi herhvöt Einars Ol- geirssonar og orðsnilld Sigfúsar Sigurhjartarsonar er þeir kölluðu íslenska alþýðu til sóknar gegn fjötrum fátæktar og misréttis en fyrir nýrri þjóðfélagsskipan undir merkjum róttækrar jafnaðarstefnu í sjálfstæðu íslensku lýðveldi sem menn áttu þá í vonum. Í þeirri sókn vildi hann leggja sitt af mörkum og sinnti stjórn- málum í liðlega þrjátíu ár. Um sextugsaldur varð hann bankastjóri í Seðlabankanum og var þá kominn um langan veg úr flæðarmálinu í Grindavík. Við leiðarlok þakka ég gömul kynni. Góðra drengja er gott að minnast. Kjartan Ólafsson. Frá síðasta ári Sósíalistaflokksins Guðmundur Hjartarson með tveimur Þjóðviljamönnum. Hann er lengst til vinstri, í miðið Magnús Kjart- ansson ritstjóri og lengst til hægri Jón Bjarnason fréttastjóri. Mynd frá árunum upp úr 1960. Minningar um Guðmund Hjartarson Harðvítug kosningabarátta Kosningabaráttunni vegna frönsku forsetakosninganna lýkur formlega nk. föstudagskvöld. Áberandi er hversu hún hefur harðnað síðustu vikur og frambjóðendur gerst óvægnari með persónulegum árás- um. „Þetta er stríð, og í stríði ræðst þú á mótherjann,“ skýrir Le Pen þró- unina. Allir 11 mótframbjóðendur Sarkozy hafa beint spjótum sínum gegn honum síðustu 2–3 vikurnar og áberandi er einnig hvernig vinstri frambjóðendurnir hafa skipst á inn- byrðis skeytum. Hafa þeir einkum sameinast í árásum á Royal. Aðeins einn maður hefur ekki sagt svo mikið sem eitt einasta hnjóðsyrði um mót- frambjóðendurna. Hann heitir Sarkozy. Engin sérstök mál hafa verið rauð- ur þráður í kosningabaráttunni, frambjóðendur hafa þykja hafa sveiflast úr einu í annað eftir tíð- arandanum og hvernig staðið hefur á. Eini rauði þráðurinn frá í fyrstu viku ársins er að Sarkozy hefur verið á toppnum í öllum þeim urmul skoð- anakannana sem fram hafa farið. Línur hafa skýrst á endasprett- inum, eftir að frambjóðendum fækk- aði úr rúmlega 40 í 12. Allt bendir til að Sarkozy vinni báðar umferðir og verði forseti. Talið er að það muni hafa meiri breytingar í för með sér en átt hafa sér stað lengi. Bæði stuðn- ingsmenn hans og andstæðingar segja að það versta við Sarkozy sé að hann geri það sem hann segist ætla að gera! Í öðru lagi virðast Frakkar ekki ætla að kjósa konu sem forseta. Royal hefur verið þetta ljóst og hefur hún reynt að bæta stöðu sína annars vegar með persónulegum árásum á Sarkozy og hins vegar með því að ákalla konur sérstaklega. Skoð- anakannanir benda ekki til þess að það hafi borið árangur, þvert á móti sýna mælingar að konur vilji frekar Sarkozy en Royal sem forseta. Konur eru rúmlega helmingur hinna 44,5 milljóna kjósenda en um þriðjungur kjósenda hefur ekki á- kveðið hvernig þeir ráðstafa atkvæði sínu á sunnudag, samkvæmt nýjustu könnunum. Einkum eru konur tví- stígandi og eiga erfitt með að gera upp hug sinn. Í könnun IFOP- stofnunarinnar í síðustu viku sögðust 48% þeirra eiga eftir að taka end- anlega afstöðu. kosningar, sem fram fara í sumar. Dominique Reynie, prófessor við Stjórnmálavísindaskóla Parísar, skýrir fráhvarf kjósenda frá vinstri- flokkunum á þann veg að þeir taki augljóslega undir kröfu Sarkozy um að endurreisa og upphefja verði vinnusemi sem höfuðdyggð. Kjós- endur taki undir með honum að stöðva verði endalausar velferð- arbætur. „Almenningur telur að hann eigi ekki að þurfa vera upp á ríkið kominn, að hann eigi að stjórna aftur eigin málum. Í Frakklandi telst það viðhorf vera hægrimennska en heilbrigð skynsemi í öðrum löndum,“ segir Reynie. „Hægrisveiflan var þegar sjáanleg í kosningunum 2002, þar sem röð og regla var meginmál kosningabarátt- unnar. Í millitíðinni höfum við siglt inn í hnattvæðingu og vegna 11. sept- ember er innflytjendamál orðið eitt helsta málið. Sósíalistar urðu að velja einhvern á borð við Segolene Royal því hún fjallar viðkunnanlega um þessi mál. En nú til dags nær „geð- felldur“ frambjóðandi engum ár- angri, menn verða að sýna hörku,“ segir Dominique Reynie, prófessor við Stjórnmálavísindaskóla Parísar. Miðað við skoðanakannanir fær Sarkozy um 28% atkvæða á sunnu- dag, Le Pen um 15% og Bayrou 19%. Hann telst miðjumaður en flokkur hans, UDF, hefur átt nær óslitið sam- starf við hægriflokka frá stofnun. Þykir þó ljóst að Bayrou sæki tals- vert af fylgi sínu nú til vinstrimanna. 10%. hefur ekki far afsagn- gar hægri- idou var hlutu Sósíal- trotskista kar hallist það sjaldn- ögn sér- ið til hægri þessar töl- veiflu að ðbylgju,“ prófessor í ólann í oðanakann- Hann veltir mundan séu stökkbreyt- ægis og ýmis ekkert nski erum fa slíkar ssar efa- anirnar og em brenni ál sem hefð- iflokka, svo og mennta- jósendur ðu að lausn- efnum séu lingarnar ið. Reynist nu hægri- d eftir þing- a endurnýjun Reuters a upp áróðursveggspjöld hinna ýmsu frambjóðenda í fyrri umferð kosninganna. François Bayrou
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.