Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 54
SJÓÐHEITUR
KLASSAKRIMMI!
„Ein ánægjulegasta uppgötvun
mín á vígvelli afþreyingarbókmennta …
... skemmtilegt og fimlega fléttað ...
og persónurnar bráðskemmtilegar ...“
Úlfhildur Dagsdóttir
Bókmenntavefurinn, www.bokmenntir.is
NÝ BÓK EFTIRMETSÖLU-HÖFUNDINNFRED VARGAS
Slíkur var hitinn að
nærfötum var kastað
upp á sviðið… 58
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
ÞÁTTASTJÓRNANDINN Jón
Ólafsson kynnti til leiks „fjóra káta
þresti“ í sjónvarpsþætti sínum í
Sjónvarpinu síðastliðinn laug-
ardag.
Umræddir þrestir gerðu sér lítið
fyrir og endurhönnuðu sviðsmynd
þáttarins með sínu nefi enda nem-
endur í hönnun í Listaháskóla Ís-
lands. Fjórmenningarnir nefnast
Högni Valur Högnason, Kristinn
Gunnar Atlason, Frosti Gnarr og
Brynjar Sigurðarson. Sá síðast-
nefndi er nemandi í vöruhönnun en
hinir þrír nema grafíska hönnun.
„Prófessorinn okkar hann Guð-
mundur Oddur (Magnússon) hafði
samband við okkur og bað okkur
að endurhanna sviðsmynd í þáttinn
sem fjallaði um myndlist, hönnun
og tónlist,“ upplýsir Högni í sam-
tali við Morgunblaðið í vikunni.
„Okkur datt strax í hug að nota
bara lituð límbönd og búa til nokk-
urskonar flæðandi þrívíddarrými
úr því.“
Lituðu límböndin límdu þeir svo
á svarta veggi en það gekk reynd-
ar ekki vandræðalaust fyrir sig.
„Við máttum ekki nota mjög
sterkt límband svo þegar við kom-
um aftur að fyrsta dagsverkinu
hafði allt límbandið losnað og við
þurftum að hefta það allt á,“ segir
Högni hress.
Það er nóg að gera
Félagarnir fjórir vinna mikið
saman að sögn Högna.
„Við reynum að prófa nýja hluti
og finna nýja vinkla á hönnun okk-
ar,“ segir hann.
Þeir eru þó ekki enn komnir
með yfirlýst heiti hópsins en eru
að vinna í slíku en „ef fólk hefur
áhuga getur það haft samband við
okkur, netfangið er jack@hive.is
eða hognih06@lhi.is,“ segir Högni.
Aðspurður um lífið sem ungur
listamaður á Íslandi í dag svarar
Högni: „Þetta fer allt eftir per-
sónuleika.
Maður þarf að vera duglegur að
bera sig eftir hlutunum og láta
eitthvað gerast því það er nóg að
gera. Það gerist ekkert ef maður
situr bara heima.“
Morgunblaðið/Ásdís
Fjórmenningar Högni Valur Högnason, Kristinn Gunnar Atlason, Frosti Gnarr og Brynjar Sigurðarson stunda allir nám við Listaháskóla Íslands og gerðu sviðsmynd fyrir Sjónvarpið.
Gerist ekkert þegar maður situr heima
Fjórir kátir þrestir unnu sviðsmynd fyrir sjónvarpsþátt Jóns Ólafssonar með límböndum
setti sig strax í samband við Zol-
berg, söngvara sveitarinnar.
Sign mun spila á tuttugu tón-
leikum alls en ferðinni lýkur í Leic-
ester 17. maí næstkomandi.
Fyrstu tónleikar Sign í þessari
Bretlandsferð fara fram á Koko þar
sem Kerrang! tímaritið stendur fyr-
ir reglulegu klúbbakvöldi. Í nýjasta
tölublaði Kerrang! er greint frá
komu íslensku rokkaranna jafn-
framt því sem plakat er birt af Sign
í miðju ritsins. Sign eru þar í góðum
félagsskap með Black Sabbath, Bul-
let for my Valentine og Nine Inch
Nails.
MÁNAÐARTÓNLEIKAFERÐ
hljómsveitarinnar Sign um Bret-
land hefst á morgun, laugardaginn
21. apríl.
Sign er aðal upphitunarhljóm-
sveit fyrir rokkarana í The Wild-
hearts sem eru með frægari rokk-
hundum Breta. Ginger, söngvari
The Wildhearts, sá Sign á tón-
leikum í London í nóvember og
Rokkarar Sign er á leiðinni í tónleikatúr um Bretland í mánuð með hljómsveitinni The Wildhearts.
Sign fer í mánaðar tónleikaferð
Frekari upplýsingar um túrinn má
finna í www.myspace.com/sign