Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GERT er ráð fyrir að allir söfn- uðir og stofnanir Þjóðkirkjunnar – allt þjóðkirkjufólk – kynni sér álits- gerðina „Drög að ályktun, til kynningar og umræðu“ ásamt blessunarformum staðfestrar samvistar, sem kynnt voru á prestastefnu og kirkjuþingi á sl. ári. Þetta hófst með því að á prestastefnu 2005 var „þeim eindregnu tilmælum“ beint til biskups að brugðist yrði við „óskinni um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða“. Um hvað snýst málið? Málið varðar okkur öll, en samkvæmt verkferli fær presta- stefna það til umfjöll- unar í annað sinn næstkomandi miðviku- dag, 25. apríl og kirkjuþing á að afgreiða það í haust. Þá þarf að meta hvort nægi- leg umfjöllun hafi farið fram og þá skiptir máli að þú hafir kynnt þér málið og helst gefið álit. Hér verður ekki farið efnislega yfir gögnin (http://www.kirkjan.is/samkyn- hneigdogkirkja) en ástæða er til spyrja: Um hvað snýst „málið“? Allt frá 1999 hefur prestum verið heimil aðkoma að staðfestri samvist með kirkjulegri athöfn, eða í 8 ár. Sú athöfn hefur verið kölluð bless- un. Í áðurnefndum gögnum er ekki lögð til nein breyting á þessu fyr- irkomulagi. Engin. Um hvað snýst þá „málið“? Í gögnunum er heldur ekkert rætt um að það sé ósk samkyn- hneigðra para að fá vígslu í kirkju. Hvergi. Ályktun prestastefnu 2005 fór þó nærri þessum kjarna máls- ins, en forðaðist að nota orðið vígsla. Hvers vegna er þetta orð svona eldfimt? Inngangur kenn- ingarnefndar Lítum aðeins á það sem kemur fram í inn- gangi kenninga- nefndar. „[Á und- anförnum misserum hefur] umræðan hér á landi æ meir beinst að því hvort staðfest sam- vist verði skilgreind sem hjúskapur og hjónaband og prestar verði vígslumenn […] Á vettvangi þjóð- kirkjunnar hefur ekki verið tekin formleg af- staða til aðkomu presta að stofnun stað- festrar samvistar, hvort þar skuli vera athöfn hliðstæð hjónavígslu eða hvort um sé að ræða blessun líkt og þegar borg- aralega gift hjón æskja blessunar prests yfir hjónaband sitt. Löggjaf- inn hefur ekki stigið það skref að breyta skilgreiningu á hjónaband- inu. Ljóst er að sú skilgreining er mótuð af sögulegum og menningar- legum þáttum ekki síður en hefð og játningu kirkjunnar.“ Við þetta er þrennt að athuga 1: Karl og kona hafa ekki einka- rétt á því að nota orðið „hjúskap- ur“, enda hefur umræðan lítið snú- ist um það heldur hefur það einfaldlega verið gert áreynslulaust, á meðan orðin ‚hjón og hjónaband hafa reynst hefðbundnari. Það, að prestar verði „vígslumenn“, felur ekki annað í sér en að þeir gangi frá löggerningi, eins og í hjóna- vígslu, því „vígsla“ hjúskapar í lút- ersku samhengi vísar fyrst og fremst til benedictio = þ.e. í fyr- irbæn hjúskaparins, Guði til dýrðar. Giftingarathöfn þjóðkirkjunnar er fyrst og fremst guðsþjónusta. 2: Karl og kona í hjónabandi hafa ekki heldur einkarétt á því að nota orðið „hjón“, eins og sjá má í skýr- ingu laga nr. 65 frá 27. júní 2006. Í kafla um „nokkur lagatæknileg at- riði“ segir: „Hugtakið hjón í laga- texta ber ætíð að skýra svo að það taki bæði til karls og konu í hjú- skap og tveggja einstaklinga í stað- festri samvist.“ Nú gildir því sú skilgreining löggjafans að orðið „hjón“ nær yfir gagn- og samkyn- hneigð pör í báðum þessum lögum. Breytingin er framandi um sinn, en tíminn mun venja okkur við útvíkk- un hugtaksins „hjón“ á sama hátt og orðabækur hafa nú tekið í sátt að karlar „giftast“. Slíkt var fráleitt áður fyrr. Karlar kvonguðust eða kvæntust, eða tóku sér konu(r) til lengri eða skemmri tíma. Oftast gegn hæfilegu gjaldi. Allt fer eftir því hvað er viðtekið í samfélaginu á hverjum tíma. Sú hugsun var t.d. viðtekin á tímum Grágásar að „hjón“ merkti búalið eða heim- ilisfólk til sveita. Þá var talað um gildleika bænda eftir því hvort þeir höfðu margt eða fátt hjóna. Nú dettur víst fæstum í hug að „gild- leiki“ merki ríkidæmi, hvað þá að það megi mæla í hjónum! 3: Það er ljóst að margir óska þess að staðfest samvist fái jafna stöðu hjónavígslu. Orðið „hjón“ eða önnur orð skipta ekki meginmáli – heldur að athafnir sam- og gagn- kynhneigðra séu eins. Hvorki meiri, né minni. Kjarni málsins er sá að athafnir samkynhneigðra eru og verða aðgreiningartæki, af því þær eru ekki vígslur í hugum fólks. Þessu á að viðhalda, samkvæmt drögum kenningarnefndar. Þjóðkirkjan hefur aldrei rætt um vígslu í staðfesta samvist Í opinberri skýrslu frá 2004 er þjóðkirkjan hvött til að ræða um kirkjulega vígslu staðfestrar sam- vistar. Það hefur aldrei verið gert og „drög“ kenningarnefndar fjalla alls ekki um „kirkjulega vígslu“. Í inngangi segir að „formleg af- staða“ hafi ekki verið tekin til þess „hvort þar [innan þjóðkirkju] skuli vera athöfn hliðstæð hjónavígslu, eða hvort um sé að ræða blessun líkt og…“ Kenningarnefnd vísar sem sagt í umræðuleysi um málið sem rök fyr- ir því að ekki sé rætt um málið! Og nefndin nýtir ekki prestastefnu- samþykktina frá 2005 sem tilefni til að ræða um vígslur í staðfesta sam- vist. Allt er innmúrað í þögn um það sem heiðarlegt væri að útskýra. Þjóðkirkjan og staðfest samvist – umhugsunarefni Hulda Guðmundsdóttir skrifar um þjóðkirkjuna og samkynhneigð Hulda Guðmundsdóttir Höfundur er kirkjuþingsfulltrúi leik- manna í Snæfellsness-, Dala- og Borgarfjarðarprófastsdæmum. »Kjarni máls-ins er sá að blessunarathöfn er og verður að- greiningartæki, ef málið er ekki útskýrt. Er það það sem við viljum? SVEIGJANLEGRI skólaskil eru rétt við dyrnar og eru þegar í mikilli þróun. Hundruð grunnskólanema í 10. bekk grunnskóla taka nú náms- áfanga í framhaldsskóla. Tveir fram- haldsskólar í Reykjavík hafa þegar lýst því yfir að þeir muni bjóða nem- endum úr níunda bekk grunnskóla að hefja nám í skólunum án þess að hafa lokið samræmdum prófum í 10. bekk. Þegar er í gangi tilraunaverk- efni skylt þessu á Akureyri. Mennta- ráð hefur þegar óskað eftir því að fá að taka við rekstri eins framhalds- skóla í Reykjavík í tilraunaskyni. Meðal þess sem menntaráði gengur til er að fá enn frjálsari hendur til þess að auka sveigjanleg skólaskil á milli grunnskóla og framhaldsskóla. Niðurnjörvað skólakerfi þar sem allt er óhagganlegt og nemendum gert skylt að fara á sama hraða og með sama hætti í gegnum sitt skólanám án tillits til þroska og hæfni er úrelt. Um það eru væntanlega allir sam- mála. Ég lít á það sem skyldu skóla- yfirvalda í Reykjavík að bregðast við þeirri jákvæðu þróun sem orðið hef- ur að þessu leyti og ýta undir hana eftir því sem efni standa til. Það mun leiða til þess að sumir nemendur munu eiga þess kost að fara hraðar í gegnum grunnskóla en nú er gert ráð fyrir og aðrir munu taka sér lengri tíma, óski þeir þess. Þannig virkar sveigjanleiki til beggja átta og er í raun grund- vallarforsenda þess að við getum talað um að hér sé á boðstólum nám sem er ein- staklingsmiðað eins og að er stefnt. Hægt er að færa fyrir því rök að við sinnum ekki nægilega þeim nem- endum sem finna ekki viðnám sinna krafta í grunnskólunum og við get- um einnig fært fyrir því rök að við ýtum frá okkur nemendum sem geta náð árangri en þurfa til þess lengri tíma. Þannig má benda á að t.d. nem- endur sem koma inn í grunnskóla er- lendis frá, íslenskir eða erlendir, geta kosið að undirbúa sig betur undir framhaldsskólann heldur en hinn almenni nemandi með lengri skólavist í grunnskólanum. Sveigj- anleiki getur þýtt meiri hraða en sveigjanleiki getur al- veg eins þýtt hægari ferð. Markvisst starf í þágu menntunar Þær stöllur úr kennaraforystunni Þorgerður Laufey Diðriksdóttir og Elna Katrín Jónsdóttir virðast komnar í kapp. Báðar skrifa blaða- greinar sem birtust á síðustu dögum í Morgunblaðinu og fjalla um svipað efni. Þær vísa í að verið sé að vinna úr hinu svokallaða tíu punkta sam- komulagi Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra og kvarta sáran undan því að menntaráð Reykjavíkur skuli vinna samtímis að sömu málum í stað þess væntanlega að bíða þar til þær eru tilbúnar með sitt svo sem varðandi sveigjanleg skólaskil. Tíu punkta samkomulagið er ekki langt en tekur engu að síður á viðamiklum þáttum skólastarfsins og mikilvægum hagsmunamálum kennara. Reykjavíkurborg starf- rækir 39 grunnskóla og 81 leikskóla. Auk þess styður borgin rekstur 16 einkarekinna leikskóla og fimm einkarekinna grunnskóla. 18 tónlist- arskólar starfa í Reykjavik með fjár- hagslegum stuðningi borgarinnar. Í leik- og grunnskólum borgarinnar eru um 21.000 nemendur. Mennta- mál eru stærsti málaflokkur borg- arinnar í ýmsu tilliti. Rúmlega helm- ingur útsvarsgreiðslna rennur til menntamála enda óhætt að fullyrða að almenn eining ríki um að fátt sé mikilvægara en menntun komandi kynslóða. Tíu punkta samkomulag Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra var merkur áfangi en það þýðir ekki að starfsemi menntaráðs hægi á sér eða liggi í dvala þar til úrvinnslu þess sam- komulags er lokið. Þetta má vera ljóst. Menntaráð hefur starfað öt- ullega á þessu kjörtímabili í ágætri samvinnu minnihluta og meirihluta. Á meðan einu kvartanirnar sem fram koma eru að ráðið vinni hratt hef ég ekki áhyggjur af framhaldinu. Vandi fylgir vegsemd hverri Á fundi menntaáðs hinn 19. febr- úar sl. var farið yfir mjög vandaða skýrslu sem fjallar um sveigjanleg skil skólastiga. Skýrslan var unnin fyrir menntaráð af fagfólki ásamt fulltrúa foreldra og rétt að benda á að hægt er að nálgast hana á heima- síðu menntaráðs (www.grunn- skolar.is) undir liðnum útgefið efni. Þorgerður Laufey er áheyrn- arfulltrúi í menntaráði f.h. Kenn- arafélags Reykjavíkur. Samþykkt var í ráðinu að hefja þegar vinnu í samræmi við tillögur þær sem fram koma í skýrslunni. Var það sam- þykkt samhljóða og engar at- hugasemdir gerðar, fyrirvarar eða bókanir. Ummæli Þorgerðar Lauf- eyjar varðandi þetta þar sem hún segir í umræddri blaðagrein að ekki sé „réttlætanlegt að framkvæma með einhliða ákvörðun meirihluta borgaryfirvalda“ eru þess vegna beinlínis röng og villandi. Slíkur málatilbúnaður sæmir ekki grein- arhöfundi. Eru skilvirk vinnubrögð orðin vandamál? Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar um grunnskólanám og sveigjanleg skólaskil »… enda óhætt aðfullyrða að almenn eining ríki um að fátt sé mikilvægara en mennt- un komandi kynslóða. Júlíus Vífill Ingvarsson Höfundur er formaður menntaráðs. MÓÐIR mín er að verða 88 ára gömul. Hún hefur sl. 10 ár búið í þjón- ustuíbúð í Reykjavík og þar hefur lengst af farið vel um hana. Núna er heilsa hennar orðin þannig að hún er komin á sjúkrahús og var síð- ast þegar athugað var nr. 7 á biðlista á hjúkr- unarheimili. Hún spyr í sífellu – hvað verður nú um mig ? Ekki að furða þó gamla konan spyrji því umræða síð- ustu ára hefur verið um biðlistana á hjúkr- unarheimili. Margar fjölskyldur eru ráð- þrota, heilsulitlir eig- inmenn/konur hafa þurft að sinna maka sínum heima án þess að hafa líkamlega krafta eða heilsu til og gengið þannig á lífs- gæði sín, en um leið sparað samfélaginu mikil útgjöld. Stefna fagaðila hef- ur líka verið á þann veg að allir eigi að fá að búa heima. Að sjálfsögðu vilja allir búa heima hjá sér eins lengi og þeir geta en svo kemur að þeim tímapunkti að það gengur ekki lengur. Móðir mín bíður nú inni á Land- spítala háskólasjúkrahúsi eftir að pláss á hjúkrunarheimili losni – og ósjálfrátt erum við systkinin far- in að fylgjast með dánartilkynningum um hvort nokkur hafi látist á hjúkr- unarheimilunum þar sem hún er á biðlista. Eflaust eru margir í sömu stöðu og við, því það eru 400 aldraðir sem bíða eftir plássi í Reykjavík og þeir hljóta að eiga aðstandendur sem hafa áhyggjur af ástandi mála. Okkur ber að virða og hugsa vel um aldrað fólk – foreldra okkar – ömmur og afa – og telja ekki eftir að búa þeim ör- yggi með góðri umhugsun. Á Selfossi eru málin leyst á annan hátt. Þeir sem þurfa á hjúkrunarrými að halda eru núna sendir austur á Kirkjubæjarklaustur, þangað eru 200 km. Fjölskylda og vinir í a.m.k. 200 km fjarlægð og sá aldraði þekkir eng- an þar. Ætli það sé ekkert vandamál að skutlast í heimsókn? Í haust verður tekin í notkun ný álma við Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi. Þangað fara þeir sjúklingar sem nú dveljast á öldr- unardeildinni Ljósheimum – sem í mörg ár hefur verið á undanþágu heilbrigðiseftirlitsins hvað húsnæðið varðar. Það fjölgar því ekki hjúkr- unarrýmunum í haust á Árborg- arsvæðinu. Ekki má tala um dval- arheimili – það er ekki „in“ í dag. Það má ekki einu sinni ræða dval- arheimili sem í væru litl- ar íbúðir en ekki ein- staklingsherbergi. Það hefur raunar verið talað mikið, en bara tal- að, verkin láta bíða eftir sér og vandinn bara eykst. Fyrir 4 árum þegar kosið var til Alþingis – við síðustu og þar síðustu sveitarstjórnarkosningar voru þessi mál í brenni- depli og allir lofuðu að leysa vandamálið. Það virðist sem þegar kosið er til Alþingis þá séu þetta málefni sveitarfé- lagsins og svo öfugt í sveitarstjórnarkosn- ingum. Það vilja allir verða gamlir en hvernig er að vera gamall og heilsulítill á Íslandi í dag ? Hvernig er að vera gamall og heilsulítill á Selfossi og geta búist við því að verða sendur „bara á eitthvert dvalar-/hjúkrunarheimili“ þegar og ef sú staða kemur upp, á einhvern stað einhvers staðar á landinu þar sem laust er pláss og þú þarft nauðsyn- lega á hjúkrunarrými að halda ? Já, sem betur fer þá finnast ennþá dval- arheimili – bara ekki á Selfossi. Á Selfossi og víðar er rætt um byggingu leikskóla og íþróttahúsa og þau byggð en þegar kemur að öldr- uðum þá horfir málið öðruvísi við – aldraðir eiga líka rétt – þeir hafa byggt upp þetta samfélag og þeir halda áfram að greiða sín „leik- skólagjöld“ þar til yfir lýkur. Við höf- um líka skyldur gagnvart þeim. Þeir eru margir þjakaðir af sektarkennd vegna tilveru sinnar en umfjöllun um þeirra mál eykur oftar en ekki á þá kennd. Hugum því vel að því hvert at- kvæði okkar fer núna í vor – hverjum treystum við best fyrir þessum mál- um? Hvernig ætla aðstandendur aldraðra að kjósa í vor? Vilja þeir óbreytt ástand? Hvað verður um mömmu? Guðfinna Ólafsdóttir skrifar um biðlistana á hjúkrunar- heimilin í Reykjavík Guðfinna Ólafsdóttir »Móðir mínbíður nú inni á Landspítala háskólasjúkra- húsi eftir að pláss á hjúkr- unarheimili losni. Höfundur er læknafulltrúi og á aldraða móður smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.