Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING 3.000kr.SPARAÐU 3.000kr.SPARAÐU 3.000SPARAÐU 3.000kr.SPARAÐU 3.000kr.SPARAÐU Vnr.65744655 Hrærivél BOSCH hrærivél og matvinnsluvél með 3 blöðum, hakkavél, blandara og fylgihlutum. Mjög hljóðlát, 500W. 12.995 15.995 Aðeins ein hrærivél á mann GÆÐI Á LÆGRA VERÐI GI LD IR AÐ EINS Í DAG á m eða n birgði r endast! Í DAG heldur Andrew Talle fyrirlestur í Listaháskóla Ís- lands sem nefnist; „Audience Demographics for J. S. Bach’s Most Popular Music: The Six Keyboard Partitas, Opus 1“ og fjallar um útgáfu Bachs á sex hljómborðspartítum sínum sem komu út á prenti árið 1731 og voru fyrsta verk hans til að ná verulegri útbreiðslu á nótnamarkaði. Talle er tónlist- arfræðingur og prófessor við Peabody-tónlist- arháskólann í Baltimore. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 á 3. hæð Listahá- skóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, og er opinn öllum. Fyrirlestur Fjallar um einleiks- partítur Bachs Tónskáldið Bach. HELGINA 20.–22. apríl stend- ur bókmenntahópur og fram- sagnarhópur félagsmiðstöðv- arinnar Hæðargarði 31 fyrir menningarferð að Hala í Suð- ursveit ásamt Tungubrjótum félagsmiðstöðvarinnar Dal- braut 18–20 og bókmennta- klúbbi Hana-nú sem starfar á vegum Bókasafns Kópavogs. Hluti þessa hóps stendur fyrir opinberri dagskrá um Þórberg Þórðarson að Hala laugardagskvöldið 21. apríl sem hefst kl. 20:30. Dagskránni stýra leikararnir Soffía Jakobsdóttir og Guðný Helga- dóttir. Menningarreisa Opin dagskrá um Þórberg Þórðarson Þórbergur Þórðarson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ stendur fyrir kynningu á Sædýrasafn- inu, nýju leikriti eftir frönsku skáldkonuna Marie Darrieus- secq, í Leikhúskjallaranum á morgun, 21. apríl, kl. 15. Dag- skráin er einn af viðburðum í Viku bókarinnar og liður í frönsku menningarkynning- unni Pourquoi Pas – Franskt vor á Íslandi. Sædýrasafnið er nýtt leikrit sem Darrieussecq skrifaði sérstaklega fyrir Þjóð- leikhúsið og verður sýnt árið 2008. Aðgangur að dagskránni er ókeypis og öllum opinn. Leikhús Kynning á leikrit- inu Sædýrasafnið Marie Darrieussecq einleik með hljómsveitinni; ég hef ekki komið fram á stórtónleikum á hverju ári, en næstum því, svo ég held ég skjóti á 25 skipti.“ Rómantík og sígaunahasar Á tónleikunum á föstudagskvöldið leikur Guðný Rómönsu í f-moll op. 11 eftir Antonín Dvorák og Sígaunann eftir Maurice Ravel. „Það má segja að það hafi verið kynslóð á milli þessara manna,“ segir Guðný. „Dvorák fæddist 1841 og Ravel var 34 árum yngri. Tónlist Dvorák er mjög lituð af þjóðlögum, hún er lagræn og falleg. Þar sem þetta verk er opus 11 hefur hann samið það ungur og eins og Rómönsunafnið bendir til er það Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-leikari leikur einleik meðSinfóníuhljómsveit Íslandsí kvöld; föstudagskvöld. Í kynningu hljómsveitarinnar segir, að saga sinfóníunnar síðustu áratugi sé að miklu leyti líka saga Guðnýjar. „Hún er að mörgu leyti ásjóna Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og í þau 33 ár sem hún hefur verið konsertmeist- ari hefur hún leikið einleik með hljómsveitinni svo oft að varla verður tölu á komið.“ „Já, þetta er orðinn nokkur tími, sem ég hef verið viðloðandi hljóm- sveitina,“ segir Guðný. „Ég hef nú ekki talið þau skipti, sem ég hef leikið mjög rómantískt, hugljúft og fullt af fallegum laglínum. En það er í því sterkur dramatískur undirtónn. Ég er búin að þekkja þetta verk frá því ég var unglingur. Ég hef aldrei leikið það á sinfóníutónleikum áður, en fyrir 20 árum spilaði ég það með sinfóníuhljómsveit fyrir útvarpið. Ég hef hins vegar oft flutt það með píanóundirleik. En auðvitað er allt annað að hafa heila hljómsveit með sér á tónleikum og ég hlakka svo sannarlega til þess. Sígauninn eftir Ravel er líka vin- sælt fiðluverk. Það var gefið út 1924, en Ravel dó 1937. Í þessu verki notar hann öll bellibrögð sem hægt er að gera á fiðlu þannig að þetta er ekta sígaunatónlist, mjög fjörug! Reyndar er inngangurinn hægur á köflum, en fullur af ýmsum hundakúnstum og miklum skapbrigðum, þar sem fiðlan hljómar ein í fimm mínútur. Svo kem- ur hljómsveitin til sögunnar og þá æsist nú leikurinn! Þar leikur harpan stórt hlutverk. Og stígandinn eykst og eykst. Vonandi haldast allir á baki í endasprettinum!“ Guðný hefur leikið þetta verk „einu sinni eða tvisvar“ með sinfóníu- hljómsveitinni, síðast fyrir um 20 ár- um. En eins og með Rómönsu Dvoráks hefur hún haft það oft á efn- isskránni með píanóundirleik. Spilar undir hjá San Fransiskó-ballettinum Guðný Guðmundsdóttir hefur ekki einasta lagt íslenzku tónlistarlífi lið með fiðluleik sínum, heldur hefur hún og kennt fjölda fiðluleikara, þar á meðal Sigrúnu Eðvaldsdóttur sem nú deilir konsertmeistarastöðunni með Guðnýju. Ætli hún beri ábyrgð á öllum fiðlu- leikurunum í sinfóníuhljómsveitinni? „Ég ber töluverða ábyrgð, en ekki á öllum. Það hefur nokkrum tekizt að verða góðir fiðluleikarar án mín. Sem betur fer!“ segir hún og hlær. En hún skorast ekki undan því að kons- ertmeistarinn beri ábyrgð á þeim öll- um! Í þann stól verður hún komin aftur strax í næstu viku, þegar æfingar hefjast fyrir næstu sinfóníutónleika. Maður skyldi ætla að fátt gæti orðið í fyrsta sinni hjá manneskju með hennar reynslu, en framundan er að spila með San Fransiskó-ballettinum á Listahátíð. „Það verður nýtt að spila undir fyrir ballett,“ segir hún og getur ekki leynt tilhlökkuninni. „Þeir koma með sinn eigin píanóleikara sem ég get leitað í smiðju til, því við verðum uppi á sviði, þar sem dans- ararnir dansa. Mér finnst þetta af- skaplega spennandi!“ Hún nefnir líka tónlistarhátíðina Bjartar sumarnætur í Hveragerði og í júní fer hún til Texas, á tónlist- arhátíð, þar sem hún bæði kennir og spilar. Sumarfrí? „Það stendur í dagatalinu við einhverja daga í júlí. Sennilega tekst mér að standa við þá!“ Forleikur úr óperu Rossinis Auk einleiks Guðnýjar verða á tón- leikunum í kvöld forleikurinn úr óperu Rossinis; La gazza ladra, og sinfónía nr. 1 eftir Sergej Rhakman- ínov. Hljómsveitarstjóri er Bretinn Owain Arwell Hughes. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni Öll bellibrögð fiðlunnar Tilbúin Guðný Guðmundsdóttir er hvergi smeyk við Sígauna Ravels, þó hún megi hafa sig alla við til að klára verkið. Morgunblaðið/Ásdís KVIKMYNDA- og sviðsleikkonan Kitty Carlisle Hart er látin, 96 ára að aldri. Hart er frægust fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni A Night at the Opera árið 1935 og fyrir að vera meðlimur dómnefndar í bandaríska sjónvarpsþættinum To Tell the Truth á fimmta og sjötta áratugnum. Eiginmaður Hart var Pulitzer- verðlaunahafinn og leikritaskáldið Moss Hart. Kitty Carlisle Hart er látin Þótti innblásinn skemmtikraftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.