Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 43 þetta alltaf, það lá allt fyrir þér sama hvort það þurfti að laga bílinn eða smíða eitthvað úr járni. Seinna þeg- ar við byggðum í Foldasmára stóð þannig á hjá þér að þú varst í fríi frá Ísal, þar sem þú vannst svo lengi, og að sjálfsögðu varstu alla daga með mér upp í húsi að hjálpa til. Einnig þegar við fluttum nú um síðustu áramót til Englands varstu hættur að vinna og að sjálfsögðu varstu að pakka með okkur og raða í gáminn. Ég minnist hversu glaður og ánægður ég var þegar ég frétti að von væri á þér, Kela og nafna þínum í heimsókn til að sjá nýja heimilið okkar í Reading og eins til að láta gamlan draum rætast að fara á fót- boltaleik á Englandi. Ekki skemmdi fyrir að Reading átti leik við hitt uppáhaldsliðið þitt sem var Man. Utd. Ég setti allt á fullt til að redda okkur öllum miða á leikinn og ekki skemmdi fyrir að norska fjallalamb- ið, eins og við kölluðum hann okkar á milli, skyldi vera í liðinu hjá þeim rauðu. Eftir leikinn, þegar við fórum að hitta leikmennina, töluðum við um að endurtaka þetta strax næsta haust. Það verður ekki, því miður, en ég veit að þú verður með mér á öllum leikjum, allavega í hjarta mínu. Elsku Hekla mín, Sigga Fanný og Keli, megi Guð styrkja ykkur og fjöl- skyldur ykkar í þessari miklu sorg sem nú er. Þinn tengdasonur, Illugi. Elsku afi okkar, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Einhvern veginn höfðum við ætlað þér að vera hjá okkur miklu lengur. Það er varla hægt að eiga betri afa en þig, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur hvort sem það voru gleði-stundir eða erfiðar stund- ir. Þegar við vorum litlar reyndirðu að aga okkur til og beina okkur í rétta átt. Hins vegar þegar við fórum að eldast vorum við ofdekraðar, þú gerðir ein-faldlega allt fyrir okkur. Það var aðeins eitt símtal í afa og þú gerðir það sem þú gast til að hjálpa til, hvort sem það var að passa, skutla, laga eitthvað, smíða húsgögn eða fara með bílinn í smurningu. Þegar Hekla Maídís veiktist og fjöl- skyldan gekk í gegnum erfiða tíma þá sýndir þú okkur ómetanlegan stuðning. Það var alltaf gott að koma til ykkar ömmu í Selbrekkuna og gerðum við mikið af því enda höfum við allar bú-ið þar hjá ykkur á mis- munandi tímum í lífinu. Í dag kveðj- um við þig með miklum trega elsku- legi afi okk-ar, svo góðhjartaður, skemmtilegur og yndislegur maður sem þú varst, við söknum þín afar sárt. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt þig að og fengið að kynnast þér og elska þig. Við skulum styðja ömmu eins vel og við getum því hún á mjög erfitt núna. Guð geymi þig og varðveiti þar sem þú ert nú. Þínar afadætur, Sirrý, Hekla Maídís og Anna Fanný. Elsku tengdapabbi. Við óvænt fráfall þitt, elsku tengdapabbi minn, sækja að mér ótal hugsanir. Þegar ég horfi til baka þau tuttugu ár sem ég hef tilheyrt fjöl- skyldu þinni, eru hlýja, hjálpsemi og vinátta ofarlega í huga. Minningar sem tengjast húsinu, sem þú reistir fjölskyldu þinni af vandvirkni og fyr- irhyggju, eru mér nálægt. Þegar þér þótti tímabært að flytja í minna hús- næði flýtti það ákvörðun þinni þegar ljóst var að óskin um að húsið þitt myndi tilheyra fjölskyldunni áfram, yrði að veruleika. Áramót og aðrar fastar samverustundir fjölskyldunn- ar, gætu verið haldnar áfram á þeim stað sem þér var svo kær. Það voru okkur ánægjulegir tímar þegar við bjuggum öll saman á meðan nýja húsið reis fljótt og vel. Áfram feng- um við að njóta nærveru þinnar þó að fluttur værir, okkur og börnunum til mikillar gleði. Oftar en ekki komst þú við í Selbrekkunni, hvort sem var til að fá þér kaffibolla, eða nýta bíl- skúrinn. Þó að fluttur væri varst þú alltaf að passa húsið. Bílskúrinn sem þú útbjóst af kostgæfni stóð þér ávallt opinn, þó að annar væri risinn í Garðabænum. Skúrinn var aðdrátt- arafl margra vina okkar sem litu gjarnan inn til skrafs og ráðagerða. Þér var margt til lista lagt og mörg verk eftir þig hönnuð frá grunni. Viðgerðir og lagfæringar voru þér auðvelt verk og ekki þörf á að leita annað. Þá skipti engu hvort verk- beiðni kæmi frá fjölskyldumeðlimi, vinum þeirra eða kunningjum. Alltaf varst þú tilbúinn að veita aðstoð þína sem endaði reyndar oftast á því að verkið varð þitt. Þannig fór þegar öspin í garðinum var farin að skyggja á okkur, eitt sumarið. Þá þótti okkur ekkert því til fyrirstöðu að nota tækifærið þó að húsbóndinn, væri ekki á landinu. Það var nóg að fá samþykki húsmóðurinnar. Fur- urnar, sem skyggðu á útsýni yfir fló- ann úr eldhúsglugganum, fengu að fara líka. Drifkraftur þinn var ótrú- legur. Þá komst þú með hellur til að bæta við stéttina þar sem moldar- beðið hafði ekki lengur tilgang. Þeg- ar farið var í breytingar innandyra sem utan þótti okkur við hæfi að þú værir í fararbroddi. Það skipti okkur máli að fá samþykki þitt svo þú héld- ir áfram að gera þig heimakominn hjá okkur, þegar þér hentaði. Mið- punktur heimilisins var staðurinn þinn við eldhúsborðið mitt. Þar áttir þú þinn sess. Það verður einmana- legt á frídögunum mínum að eiga ekki von á þér í morgunkaffi, hádeg- issnarl eða bara til að spjalla um allt mögulegt, það fór okkur vel. Þeirra stunda verður sárt saknað. Það hef- ur gefið mér svo óendanlega margt að hafa fengið að eiga þig að. Þú reyndist mér sem hinn besti pabbi. Ég fæ aldrei fullþakkað allt sem þú hefur verið mér og börnunum mín- um. Við munum leiða Heklu þína eins vel og við getum um veginn sem framundan er og heiðra minningu þína í hvívetna. Ég kveð nú elskulegan tengda- pabba og kæran vin. Með innilegri þökk og virðingu. Guð blessi þig og minningu þína. Þín tengdadóttir, Ingunn. Elsku afi minn.Þegar ég kom til þín laugardaginn 17. apríl með bind- ið mitt til að biðja þig að gera bind- ishnút eins og ég gerði svo oft og til þess að heilsa upp á ykkur datt mér ekki í hug að það yrði í síðasta skipt- ið sem við töluðum saman. Ég man að við spjölluðum um fótbolta eins og svo oft áður, við horfðum á enska boltann og þú gerðir bindishnútinn sem var alltaf svo flottur. Þú talaðir um að þú værir orðinn eitthvað slappur og værir kominn með hita en ekki datt mér í hug að það myndi enda svona ömurlega þar sem þú varst alltaf svo hraustur. Þegar ég hugsa til baka um allar þær góðu stundir sem við áttum saman get ég ekki annað en brosað, þegar bíllinn var bilaður var alltaf hringt í þig og alltaf var hægt að treysta á þig. Þeg- ar manni leidd-ist kíkti maður oft á ykkur ömmu bara til að spjalla og alltaf kom maður brosandi út því þú komst manni alltaf til að hlæja og maður komst alltaf í gott skap bara að vera í kringum þig en svona getur nú lífið verið óréttlátt. Ég veit að við munum hittast aftur og ég mun bera nafnið þitt stoltur um alla ævi. Elsku afi ég mun alltaf minnast þín og kem til með að geyma myndina af þér í hjarta mínu. Ágúst Örn. Þakklæti. Það er fyrsta orðið sem kemur í huga minn er ég minnist Ágústs Kristjánssonar, eða Gústa, eins og hann var ávallt kallaður. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann. Kunningsskapur og síðar vin- skapur fjölskyldna okkar hófst þeg- ar Ingunn systir mín hóf sambúð með Kela, syni Gústa og Heklu í kjallaranum á Selbrekkunni, heimili þeirra hjóna. Síðan eru liðin um 20 ár. Við í fjölskyldunni fórum þá fyrst að venja komur okkar þangað og var okkur alltaf vel tekið. Vinskapur Heklu og Gústa og foreldra minna jókst eftir því sem árin liðu og þegar pabbi dó fyrir um 10 árum var rækt- arsemin hjá þeim hjónum mikil og umhyggjan fyrir mömmu á hennar erfiðu tímamótum verður seint full- þökkuð. Alltaf var Gústi boðinn og búinn að hjálpa henni, ef bíllinn var með einhver aukahljóð var hann ekki lengi að finna út úr því, enda bílar eitt af hans áhugamálum. Einnig fengum við systkinin oft aðstoð hjá honum með okkar bíla og fleira, enda Gústi einstaklega handlaginn og hjálpsamur. Undanfarin áramót hef- ur myndast sú hefð hjá okkur að koma í Selbrekkuna og skjóta upp flugeldum. Stór hluti skemmtunar- innar var að fylgjast með Gústa á þessum samkomum þar sem hann yngdist um mörg ár og var ekki síður áhugasamur en afabörnin í þessari skemmtan. Gestrisni þeirra hjóna var mikil og hlýjan sem frá þeim streymdi fylgdi húsinu þegar Ingunn og Keli keyptu Selbrekkuna fyrir nokkrum árum. Ég og fjölskylda mín höfum ófáar næturnar fengið gist- ingu í Selbrekkunni frá þeim tíma þegar leið okkar lá til höfuðborgar- svæðisins. Í flestum heimsóknum okkar hittum við Gústa sem kom alltaf við í kaffi ef hann var í grend- inni eða þurfti að hitta Kela, en sam- band þeirra feðga var einstakt. Allt- af tók á móti okkur hlýtt faðmlag og hressilegt viðmót. Við söknuðum hans mikið undanfarin skipti sem við gistum, þá kom Gústi ekki við í kaffi þar sem hann var kominn á spítal- ann. Enginn átti þó von á að hans spítalavist myndi enda með þessum hætti. Minningarnar varðveitum við, þær munu ylja okkur er við drekkum kaffi í Selbrekkunni og lítum yfir Fossvogsdalinn og horfum á Esjuna. Gústi sagði alltaf að betra útsýni væri varla hægt að hugsa sér og er- um við honum hjartanlega sammála. Fyrir hönd mömmu, systkina minna og fjölskyldna vil ég biðja algóðan Guð að leiða ykkur og styrkja í sorg- inni, elsku Hekla, Keli, Ingunn, Fanný, Illugi, Sigga, Siggi og fjöl- skyldur. Guð blessi minningu þína, kæri vinur. Helga Sigurðardóttir. Tengdapabbi minn, Ágúst Krist- jánsson, er dáinn. Maður trúir þessu varla enn, þetta gerðist svo snöggt. En svona er lífið. Allir reyna eftir besta megni að styðja hver annan í þeirri miklu sorg, sem er í fjölskyld- unni. Hann Gústi var alveg einstakur maður á svo margan hátt. Ég kynnt- ist dóttur Gústa og Heklu, henni Siggu minni, fyrir 26 árum síðan og var strax tekið afar vel af allri fjöl- skyldunni. Það hefur alltaf verið mikil samheldni í fjölskyldunni hjá Gústa og Heklu, sama hvort um var að ræða stórhátíðir eða önnur tilefni. Hann Gústi var mikill fjölskyldu- maður og bónbesti maður sem ég hef kynnst. Það var ekki svo sjaldan sem börnin, við tengdabörnin og barna- börnin, leituðum til Gústa með eitt og annað varðandi bílana okkar, eða barnabörnin að biðja afa Gústa að skutla sér eitthvað, eða passa Elísa- beth Ýr, barnabarnabarn sitt í Grindavík, með ömmu Heklu, alltaf fann Gústi sér tíma til að gera þetta allt. Fyrir sex árum nú í maí nk. veiktist hún Hekla Maídís dóttir okkar Siggu, af þeim alvarlega sjúk- dómi heilahimnubólgu, og var ekki hugað líf á tímabili. Þetta tók mjög á hann Gústa og Hekla Maídís bjó hjá afa sínum og ömmu í Selbrekkunni ásamt systur sinni henni Sirrý, þeg- ar þetta gerðist og við Sigga bjugg- um í Danmörku. Gústi var samt al- veg með það á hreinu að Hekla Maídís kæmist yfir þetta og næði sér og þetta gaf okkur Siggu og allri fjöl- skyldunni aukinn styrk og trú á þetta sama. Á meðan og eftir að Hekla Maídís lauk endurhæfingu á Grensás, þá var afi hennar alltaf til staðar fyrir hana og okkur hin ef á þurfti að halda. Ég þakka Gústa tengdapabba mínum fyrir þennan ómetanlega stuðning af öllu mínu hjarta. Það var unun að fá að hjálpa Gústa tengdapabba í bílskúrnum þegar eitthvað var annaðhvort bilað eða það var verið að smíða eitthvað nýtt, þarna var hann á heimavelli og undi sér vel. Alltaf var Gústi fyrsti maður á staðinn ef maður þurfti eitt- hvað að gera heimavið, hvort sem það þurfti að mála húsið, gera við þvottavélina eða eitthvað annað og þessu reddað á mettíma. Gústi og Hekla festu kaup á fokheldu raðhúsi í Klettási í Garðabæ og vildu minnka við sig, Gústi bað mig um að vera byggingarstjóri sem ég var mjög svo stoltur af. Þetta var mitt fyrsta byggingarstjóraverkefni eftir að ég fékk löggildingu. Það var gaman að fá að taka þátt í því með Gústa og Heklu að koma nýja húsinu í stand, ásamt fleirum úr fjölskyldunni. Við Sigga keyptum okkur einnig fokhelt hús fyrir nokkrum árum í Hafnar- firði og fyrsti maður á staðinn með vinnuvettlinga og verkfæri var Gústi. Þegar Gústi fellur frá þá erum við ekki alveg búin að klára húsið og meðal annars er bílskúrinn og þvottahúsið í ákveðinni biðstöðu og Gústi var vanur að segja þegar hann kom í heimsókn til okkar og kíkti inní bílskúr, „Þetta er allt að koma“ og ég veit að hann vildi svo gjarnan koma og hjálpa okkur með þetta. Hann verður núna með okkur á ann- an hátt í að koma þessu í stand. Við Sigga eyddum sumarfríum okkar saman með Gústa og Heklu síðustu tvö ár erlendis og erum við innilega þakklát fyrir að hafa getað það. Fyrst ferðuðumst við til Spánar 2005 með dætrum okkar Siggu og barna- barni og síðan í stórfjölskylduferð til Bandaríkjanna ásamt systkinum Siggu og fjölskyldum þeirra, þar sem við heimsóttum systur hennar Heklu tengdamömmu, hana Nanný og fjölskyldu hennar. Þetta voru ógleymanlegar stundir sem munu varðveitast í minningunni alla tíð. Guð styrki Heklu tengdamömmu og alla fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, elsku tengdapabbi, og takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Sigurður Ólafsson. Elsku vinur minn. Ég kveð þig með miklum söknuði. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki oftar, geta ekki skotist til þín í smá kaffi þegar ég var á ferðinni og spjallað við þig um alla mögulega hluti og pælt í hinu og þessu. Þú tókst mér strax vel um leið og ég kom inn í fjölskylduna ykkar og við urðum strax mjög miklir vinir. Ég á eftir að sakna þess að þú hring- ir í mig svona bara til að spjalla, þú varst alltaf svo góður, vildir allt fyrir alla gera. Það fá engin orð því lýst hvað við eigum eftir að sakna þín mikið. Ég vildi óska þess að ég væri Guð, því þá værir þú hér ennþá hjá okkur en þú verður alltaf í hjartanu og þar geymi ég allar góðu minning- arnar um þig mjög vel. Börnin mín eiga sko eftir að heyra oft um það hversu góður og skemmtilegur maður þú varst. Ég elska þig, minn kæri vinur. Magnús Þór Hjartkær vinur okkar er látinn, allt of fljótt eins og öllum finnst við andlát ástvina sinna. Fjölskyldur okkar hafa verið bundnar vináttu- og fjölskylduböndum um áratugaskeið. Ágúst Kristjánsson reyndist okkur hjálpsamur og traustur þegar til hans var leitað. „Hvað er að, elsk- an?“ eins og honum var svo tamt að svara til. Svona var hann öllum sem honum kynntust, glaðvær, glettinn, tryggur og trúr. Svona minnumst við þessa elskulega manns. Elsku Hekla. Við Kristín og fjöl- skyldur okkar vottum þér og öllu þínu fólki, Fríðu systur hans og hennar fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Megi kærleikur Guðs styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning hjartkærs vinar. Kristín og Skúli. Elsku Gústi, nú kveð ég þig með söknuði og trúi því ekki að þú skulir vera dáinn, það er svo sárt. Ég kynntist þér þegar ég var lítil stelpa og fékk að koma til ykkar í heimsókn á Selbrekkuna og fékk oft að gista. Þá bjugguð þið mjög þröngt á neðri hæðinni en það var allt í lagi að bæta frænku við. Það var ýmislegt sem við frændsystkinin brölluðum og alltaf varst þú svo góður við okkur. Svo þegar við Fanný fórum í sveitina og þú og Hekla keyrðuð okkur norður, við aftur í og þú spilaðir BG og Ingi- bjargar-kassettuna fyrir okkur og við sungum alla leiðina og bíllinn hossaðist. Og pakkarnir sem þið senduðu okkur svo í sveitina, allar kókosbollurnar. Það var allt svo myndarlegt, ekkert slor. Og ég man líka eftir útilegunni í Vaglaskógi, yndislegar minningar. Svo liðu árin og við frændsystkinin urðum fullorð- in. Ég fór að vinna að handverki og alltaf sýnduð þið Hekla því áhuga og rákuð inn nefið bæði heima og á vinnustofunni. Þú smíðaðir eitt og annað fyrir mig sem ég er mjög stolt af. Og þegar þú varst að byggja Klettásinn og þið voruð flutt inn og þú baðst mig að búa til öll ljósin, þú veist ekki hvað það gladdi mig og studdi í sköpuninni. Takk fyrir allt. Guð blessi þig og varðveiti. Kallið er komið, komin er nú stundin, vina- skilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Hekla okkar, Sigga, Fanný, Keli og fjölskyldur, ykkar missir er mikill, Guð styrki ykkur í sorginni. Innilegar samúðarkveðjur. Ykkar María og Jón. Stirðnuð er haga höndin þín, gjörð til að laga allt úr öllu ... Þegar þjóðskáldið Jónas reit þess- ar ljóðlínur fyrir hartnær tvöhundr- uð árum og hafði hann örugglega þúsundþjalasmiði á borð við hann Gústa í huga. Fyrir ungan dreng var alltaf jafn ævintýralegt að koma í bíl- skúrinn hjá Gústa og sjá hann breyta brotajárni í nytjatól, gera við sláttu- vélina hans pabba á korteri eða dunda sér við allt það annað sem hann sýslaði við í skúrnum. Við grisl- ingarnir vorum heldur aldrei annað en aufúsugestir í skúrnum. Japanskur málsháttur segir okkur að lífið sé jafn langt hvort sem við förum í gegnum það hlæjandi eða grátandi, að lífið sé jafnframt auð- veldara þeim hlæjandi en þeim grát- andi. Flestum finnst líka auðveldara að umgangast glaðværa fólkið en það sem grætur. Ég man ekki eftir Gústa öðruvísi en annað hvort brosandi eða hlæjandi glöðum. Hann var gleði- gjafinn í götunni, sem ávallt var tilbúinn til að aðstoða granna sína og vini. Í okkar litla heimi var Gústi miðpunkturinn. Ég man eftir sögun- um hans yfir kaffibollanum í eldhús- króknum í Selbrekku 1 eða 9. Ég man eftir honum snúa Heklu á stofu- gólfinu á laugardagskvöldi. Ég man bara eftir Gústa glöðum. Að sjá á eft- ir snillingi með slíka náðargjöf er því erfiðara en ella. Gústi og Hekla voru mikilvægar persónur í uppvexti okkar systkin- anna og hafa ávallt umvafið okkur ástúð og hlýju. Þó samskiptin hafi eðlilega minnkað þegar fólk flytur í burtu þá hafa þau bönd sem bundið hafa fjölskyldur okkar saman aldrei brostið og vináttan og væntumþykj- an alltaf greinileg þegar við hitt- umst. Elsku Hekla, Sigga, Fanný, Keli og fjölskyldur, megi minningin um drenginn góða vera ykkur hugg- un á þessari erfiðu stund. Elsku Gústi, megi ferðalagið þitt inn í eilífðina vera jafn ljúft og sú ljúfmennska sem þú auðsýndir þeim heimi er þú nú kveður. Ég veit ég á ekki í mínum fórum orð nógu ljúf til að kveðja þig, þannig að ég kveð þig með orðum þúsundþjalasmiðsins Jónasar: Við skulum sól sömu báðir hinzta sinn við haf líta. Létt mun þá leið þeim, er ljósi móti vini studdur af veröld flýr. Jónas Hallgrímsson Barði Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.