Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 45
✝ Lárus Her-mannsson fædd-
ist á Hofsósi 4. mars
1914. Hann lést á
Grund 12. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Hermann
Jónsson, f. 1891, d.
1974, og Elín Lár-
usdóttir, f. 1890, d.
1980, búsett á Ysta-
Mói í Fljótum í
Skagafirði. Systkini
Lárusar eru Hall-
dóra Margrét, f.
1912, Níels Jón Val-
garð, f. 1915, d. 1997, Rannveig
Elísabet, f. 1916, d. 1981, Hrefna,
f. 1918, Sæmundur Árni, f. 1921, d.
2005, Haraldur, f. 1923, Georg, f.
1925, og Björn Valtýr, f. 1928.
Sonur Lárusar og Aðalheiðar
Halldórsdóttur er 1) Sigurður, f.
1944, maki Guðrún Greipsdóttir.
Börn Sigurðar og fyrri konu hans,
Guðrúnar Ólu Pétursdóttur, eru
Pétur, f. 1966, sambýliskona Jó-
hanna Íris Sigurðardóttir, sonur
þeirra óskírður, f. 2006, og Elín, f.
1973, sambýlismaður Sigurbjörn
Búi Baldvinsson. Synir Lárusar og
Maríu Jakobínu Sófusdóttur eru:
2) Rúnar, f. 1948, maki Þórdís Lár-
usdóttir. Dætur þeirra eru: a) Ásta
Sigríður, f. 1976, sonur hennar er
Kristófer, f. 1998, og b) María
Guðrún, f. 1981, sambýlismaður
Kjartan Ari Pét-
ursson, dóttir þeirra
er Ísabella Róbjörg,
f. 2006. 3) Hermann
Lárusson, f. 1949. 4)
Ólafur Lárusson, f.
1955. Dætur Ólafs
og fv. konu hans,
Valgerðar Regins-
dóttur, eru Elín Jak-
obína, f. 1983, Malla
Rós, f. 1986, og Lára
María, f. 1989.
Lárus ólst upp á
Ysta-Mói í Fljótum í
Skagafirði, þar
gekk hann í barnaskóla í Haganes-
vík. Hann stundaði nám við
Íþróttaskólann á Laugarvatni einn
vetur. Síðan fór hann í Samvinnu-
skólann og að loknu námi þar fór
hann til Ísafjarðar og starfaði hjá
Kaupfélagi Ísfirðinga í nokkur ár.
Þá starfaði hann hjá KRON og síð-
ar hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga um nokkurra ára skeið.
Lárus var hagmæltur og liggur
eftir hann mikið safn af kveðskap.
Hann spilaði alla tíð bridge af mik-
illi ánægju og var meðal þeirra
fremstu í þeirri íþrótt um árabil.
Árið 1998 gaf Lárus út bók, sem
nefnist Frásagnir frá fyrri tíð,
sagnaþættir og vísur.
Útför Lárusar verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Þegar við systurnar settumst nið-
ur til að setja á blað nokkur orð um
hann Lárus afa okkar komu upp ótal
minningar og sögur. Afi var kominn
vel á áttræðisaldurinn þegar við vor-
um allar komnar á legg en þrátt fyrir
það munum við eftir honum sem fé-
lagslyndum, hressum karli sem
sjaldan varð misdægurt.
Afi bjó alla tíð stutt frá okkur og
þegar við vorum litlar áttum við það
til að skokka yfir götuna í heimsókn.
Það brást ekki að alltaf átti Lárus afi
kandís og lagaði sitt sérstaka kakó.
Hann hafði mjög gaman af að fá okk-
ur til sín og við tókum iðulega í spil
eða tefldum. Afi kíkti líka af og til i
kaffi til okkar, stundum með sokka
og konfekt handa fjölskyldunni.
Hann bað alltaf um tíu dropa sem
samkvæmt okkar mælingum var
tæplega hálfur bolli af kaffi með
mjólk og sykurmola.
Við systur vorum mjög stoltar af
afa okkar og sögðum hverjum sem
vildi að hann væri mikilsvirtur
bridge-spilari og færi enn að dansa
gömlu dansana þegar hann var á ní-
ræðisaldri. Enda var Lárus afi hrók-
ur alls fagnaðar á mannamótum,
hvort heldur sem um var að ræða af-
mælisveislur eða ættarmót. Hann
samdi vísur við hvert tilefni og þær
eru ófáar sem við eigum geymdar í
afmælis- og jólakortum.
Afi bjó síðustu árin á Grund í góðu
yfirlæti yndislegs starfsfólks. Sú
yngsta okkar systra hóf vinnu þar á
annarri deild um tveimur árum fyrir
andlát afa og það varð að venju hjá
henni að líta til hans þegar hún var á
vakt og spjalla um daginn og veginn.
Afa þótti alla tíð mjög vænt um okkur
sonardætur sínar, hafði áhuga á
hvernig okkur gekk í skóla og starfi
og spurði frétta af öðrum fjölskyldu-
meðlimum.
Nú þegar hann er farinn sitjum við
eftir með margar yndislegar minn-
ingar um góðan afa og gullin, sem eru
vísurnar hans.
Indælust hér allra þóttir,
ung og sallafín.
Elín litla Ólafsdóttir,
afadrottning mín.
Mundu ætíð Malla Rós,
sem marga kosti hefur.
Láttu hjá þér lifa ljós,
ljósið orku gefur.
Er við eldri systur sátt,
en sitt vill gjarnan hafa.
Lára María leikur dátt,
listir við sinn afa.
(Höf.: Lárus H.)
Elín Jakobína, Malla Rós og
Lára María Ólafsdætur.
Gæfuvegur genginn er,
gróin tún og engi.
Hérna hafa blóm og
ber
brosað við mér lengi.
(Lárus Hermannsson)
Látinn er í Reykjavík í hárri elli
frændi minn og nafni Lárus Her-
mannsson, verslunarmaður, frá
Yzta-Mói í Fljótum.
Lífshlaup frænda var í margan
stað fjölskrúðugt og ekki að öllu leyti
einfalt að ráða í lífsgátu hans. Mun
þess enda ekki freistað á þessum
vettvangi.
Frændi ólst upp í hópi átta systk-
ina á Yzta-Mói snemma á síðustu öld.
Var hann þeirra næstelstur. Á Yzta-
Mói mun þá hafa verið stundaður
blómlegur búskapur, en auk heldur
lagði faðir hans, Hermann Jónsson,
gjörva hönd á önnur verkefni; var
lengi kaupfélagsstjóri í Haganesvík,
oddviti og hreppstjóri fyrir sína
byggð. Heimilið var fjölmennt, nokk-
uð vinnuhjúa og börnin mörg, en þar
munu allir hafa haft nóg að bíta og
brenna og yfir vötnunum sveif fram-
sóknarandi.
Frændi mun hafa verið uppá-
tækjasamur drengur og afar virkur,
en um ýmsan grallaraskap hans sem
barns má lesa í ritinu „Frásagnir frá
fyrri tíð“, sem Lárus reit og út kom
árið 1998. Í þeirri bók er að finna
ýmsa skemmtan og fróðleik um
hvernig lífi var háttað norðan heiða á
öndverðri síðustu öld. Enda þótt fjöl-
skyldan hafi verið vel sjálfbjarga má
ljóst vera að lífið við ystu höf út-
heimti eljusemi og stundum harðan
skráp því náttúran og hafið voru ekki
einungis gjöful, heldur stundum
gráðug. Börnin á Yzta-Mói komust
þó öll til manns og gerðu garðinn
frægan víða og á ýmsum sviðum.
Frændi varð snemma vel íþróttum
búinn, sundmaður og dansmaður
mikill, en hið síðarnefnda, dansinn,
stundaði hann ótæpilega langt fram
eftir aldri í danshúsum eldri borgara.
Mun hann hafa brætt margt meyj-
arhjartað, enda þótt kominn væri af
léttasta skeiði. Meðal hans kynslóðar
kallast það víst að vera kvennablómi.
„Konan í lífi hans“ hefur þó vísast
verið móðursystir mín, María Sófus-
dóttir, sambýliskona hans til margra
ára.
Föðurbróðir minn, Lárus, og móð-
ursystir mín, María, áttu saman þrjá
syni, þá Rúnar, Hermann og Ólaf.
Fyrir átti Lárus soninn Sigurð. Þau
María og Lárus voru glæsilegt par.
Enda þótt leiðir skildi og hagir
breyttust héldu þau góðum vinskap
alla ævi.
Þegar ég var á barnsaldri fannst
mér eiginlega að þeir Óli, Hemmi og
Rúnar væru bræður mínir og er það
kannski ekki fjarstæðukennd tilfinn-
ing barns þar sem skyldleiki okkar
var svo náinn.
Ég minnist frænda sem góðs heim-
ilisvinar á heimili móður minnar og
stjúpa; iðulega kom hann færandi
hendi og naut nafninn ungi ekki síst
góðs af því. Þanneginn fékk sá stutti
stundum eitt, ef ekki tvö páskaegg
umfram systkini sín og var öfundað-
ur af. Frændi lét sér afar annt um
ættmenni sín öll, sitt fólk, og fylgdist
grannt með þroskaáföngum hvers og
eins, gladdist með glöðum og syrgði
með sorgmæddum.
Hér er ógetið þeirrar íþróttar sem
frænda míns mun þó ekki síst verða
minnst fyrir, en það er afburðafærni í
kortleiknum bridge. Mun hann um
árabil hafa verið í fremstu röð
bridgespilara hér á landi. Þegar ég
heimsótti hann nú síðast á Grund,
ásamt móður minni, sýndi hann okk-
ur stoltur bikarana sína og voru þeir
ófáir. Synirnir Óli og Hemmi hafa í
þessu efni fetað í fótspor föður síns,
tekið við kyndlinum.
Nú að leiðarlokum óska ég frænda
mínum Lárusi góðrar heimferðar til
hverrar þeirrar Valhallar, eða hverra
þeirra himnasala er hann kýs að tylla
niður lúnum fæti.
Aðstandendum hans öllum votta
ég samúð mína.
Lárus Már Björnsson.
Látinn er 93 ára gamall kær móð-
urbróðir minn Lárus Hermannsson.
Ég tengdist honum ung er hann
dvaldi um tveggja ára skeið á Ísa-
firði. Hann var verslunarmaður í
Kaupfélaginu, leigði herbergi á bökk-
unum og var í mat hjá móður minni.
Afar kært var með þeim systkinum
og pabbi og Lárus voru miklir mátar.
Hann var léttur, kátur og hlýr. Við
systur vorum viljugar að fara með
mat til hans á sunnudögum ef hann
kom ekki, því við áttum víst góðgæti
hjá honum.
Lárus var hagmæltur og orti vísur
við ýmis tækifæri. Hann orti um
systkini sín, þar er þessi vísa:
Hjá Nönnu og Jóni var náðugt og gott
og notalegt heim þau að sækja.
Með söknuði frá þeim ég sigldi á brott
mitt sérviskuhlutverk að rækja.
Hann fór suður til Reykjavíkur,
þar bjó hann alla tíð. Hitti sína konu,
Maríu Sófusdóttir, eignaðist með
henni þrjá syni, en fyrir átti hann
einn son. Á unglingsárum mínum átti
ég gott skjól hjá þeim, er ég skrapp
suður, María var skemmtileg kona og
góð vinkona. Þau skildu, en tengslin
voru þó alltaf sterk.
Hann var annar í röð níu systkina.
Börn Elínar og Hermanns frá Ysta-
Mói í Fljótum í Skagafirði. Þangað
komu systkinin með börn sín eftir að
þau fluttu að heiman og sterk tengsl
mynduðust, sem við búum að enn í
dag.
Eftir að ég flutti suður 1974 hitti
ég Lárus oft. Hann var afar hlý og
gefandi persóna með góða nánd og
ákveðnar skoðanir. Það var gaman að
ræða við hann um menn og málefni,
lífið og tilveruna. Hlýja og væntum-
þykja fylgja minningum mínum um
hann sem ylja mér um hjartaræturn-
ar. Ég fékk margar góðar kveðjur frá
Lárusi með vísum og hvatningarorð-
um. Síðasta kortið með þessari vísu:
Það er mikill vandi að virkja
vísdóm þann sem fyrir er.
En þegar þig langar ljóð að yrkja
láttu það bara eftir þér.
Skrifað eftir nírætt, skriftin skýr
eins og alla tíð, ekki að sjá að gamall
maður hafi skrifað, enda ekki hægt
að líta á Lárus sem gamalmenni.
Hann var síungur og frjór í hugsun.
Kortið mun ég geyma ásamt minn-
ingum mínum um kæran frænda.
Um hugann ljúfar minningar líða
Lárus minn kær ert nú farinn á braut.
Þú hvattir og á þig var gott að hlýða
hjá þér ég leiðsögn í vísnagerð hlaut.
Lárus hefur lokið jarðvist sinni og
hverfur nú til andans heimkynna. Ég
óska honum velfarnaðar um alla ei-
lífð.
Sonum hans og fjölskyldum votta
ég samúð sem og systkinum hans
sem eftir lifa.
Elín Jónsdóttir.
Lárus Hermannsson Kolla frænka var dugleg að heim-sækja Fríðu á Eir og dekraði við
hana, bar á hana krem, snyrti og
lakkaði neglur, það þótti Fríðu ákaf-
lega gaman.
Heimsóknirnar til elskulegrar
mágkonu minnar voru tíðar og
ósjaldan færði ég henni ýmis sæt-
indi, hún svo mikill sælkeri.
Kynni mín af Fríðu hófust þegar
ég og yngri systir hennar, Ragna,
felldum hugi saman.
Vegna starfs míns sem sjómaður
var ég lengi að heiman. Fríða og
Gústi gerðu mikið fyrir litlu fjöl-
skylduna mína. Þá voru komnar
tvær dætur. Ragna fór stundum
með mér í siglingu og ávallt voru
Fríða og Gústi boðin og búin að sjá
um stelpurnar okkar.
Gústi gerðist háseti á Dettifossi,
skipið fór í slipp í Hamborg og þær
systur fóru með okkur í ferðina. Til
Hamborgar fannst Fríðu gaman að
koma, margt að sjá og skoða, veðrið
gott. Þaðan var farið til Rotterdam,
þar fannst Fríðu fallegt og búðirnar
flottar. Síðan lá leiðin til Antwerpen
í Belgíu, þar skoðuðum við dýra-
garðinn, fallegur garður, mátulega
stór. Frá Belgíu lá leiðin til Imm-
ingham á Englandi, þá var tekinn
strætó í búðir í Grimsby og verslað.
Þegar þriðja dóttir mín fæddist
sendi Fríða mér skeyti til New York,
hún var svo ánægð.
Síðar festi ég kaup á matvöru-
verslun og gerðist Fríða hluthafi,
hún vann í búðinni og skilaði starfi
sínu vel.
Að lokum ber að þakka starfsfólki
á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir gott
starf.
Ég þakka elskulegri mágkonu
minni fyrir allt sem hún gerði fyrir
fjölskylduna og allar góðu samveru-
stundirnar.
Elsku Kittý, Elli og börn, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgir
hans dýrðarhnoss
þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þinn mágur
Ársæll Þorsteinsson.
Elsku Fríða frænka,
Ég minnist þín sem einnar af mín-
um eftirlætisfrænkum. Þú varst mér
ávallt góð og gott að leita til þín með
ýmsa hluti sem þú hjálpaðir mér
með.
Eftirminnilegt er þegar þú saum-
aðir fermingarkjólinn og brúðarkjól-
inn á mig, gardínur og fleira, og er
ég mjög þakklát fyrir það. Þú og
Gústi maðurinn þinn, er lést fyrir
rúmu ári, voruð yndislegar mann-
eskjur. Þú varst mikil systir hans
pabba og ég er mjög þakklát þér fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir fjölskyld-
una mína. Þú varst mikil listakona í
hannyrðum og framleiddir af mikilli
vandvirkni og eftirlést Lágafells-
kirkju fallega muni eftir þig á 100
ára afmæli kirkjunnar. Þú varst
ákveðin í skapi og lést ekki rugla
neitt um menn né málefni. Á sein-
ustu misserum dvaldirðu á Eir og
varst þakklát fyrir þá umönnun sem
þú fékkst þar og núna ertu komin til
Gústa þíns, systkina þinna og for-
eldra. Ég veit að þau taka vel á móti
þér.
Með ævarandi þakklæti minnist
ég þín, hvíl þú í fríði, Fríða mín.
Þín frænka
Erla Friðriksdóttir.
Með þessum fallega sálmi kveð ég
hana Fríðu frænku mína.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Blessuð sé minning þín.
Þín frænka,
Björg Á.
Ef dauðinn á veginum vakir,
og vilji hann fyrir mér ráða,
í friði við guð og góða menn
ég geng þá feginn til náða
(Stefán frá Hvítadal)
Elskuleg móðursystir mín er lát-
in. Fríða missti mikið við fráfall
mömmu og Gústa, lífslöngunin
minnkaði, þau hjón voru svo sam-
rýmd alla tíð. Parkinsonveiki þjáði
Fríðu síðustu árin og hafði mikil
áhrif á daglegt líf. Fríða frænka eins
og hún var alltaf kölluð spilaði stórt
hlutverk í lífi okkar fjölskyldu. Þau
Gústi gættu okkur systra ávallt þeg-
ar mamma fór með pabba í siglingu
og gengu okkur í móður, föður,
ömmu og afa stað. Fríða og mamma
voru samrýmdar systur, bæði í leik
og starfi og fjölskyldutengslin ávallt
sterk og samgangur mikill alla tíð.
Saumakona var hún af guðs náð
og saumuðu þær systur mikið, Fríða
yfirsaumakonan. Minningar úr æsku
þegar beðið var í saumabúðum með-
an spáð var í lengd, breidd og sídd
og reyndi á þolinmæði barnssálar-
innar að bíða, svo var farið heim og
saumaðar gardínur, buxur, jakkar,
pils, blússur, kjólar, upphlutir o.fl.
Oft stóð maður uppi á borði með
títuprjóna sem stungust alls staðar í
mann æjandi og óandi en þolinmæði
þeirra systra við saumaskapinn var
endalaus og bara sussað á mann.
Fríða frænka hefur alla tíð verið
mikil handavinnukona og ófá eru
verkin sem eftir standa, stolt var
hún af dúkkunni sinni sem var í upp-
hlut með skotthúfu og skart. Árleg
jólaboð í litlu krúttlegu íbúðina í
Hraunbænum í svínakótilettur í
raspi steiktar á rafmagnspönnu er
ein of góðum minningum. Færandi
hendi komu þau hjónin árlega með
piparkökuhús, mikil vinna lögð í hús-
in, ekki voru komin jól fyrr en pip-
arkökuhúsið var komið á sinn stað
og tekin mynd af okkur systrum.
Mikið var farið í ferðalög og bíl-
túra og var litli blái fífí þeirra hjóna
flottasti bíllinn á sínum tíma.
Við mæðgur heimsóttum Fríðu og
Gústa reglulega eftir að þau fluttu á
Eir í deember 2005 og það líkaði
þeim vel, eftir fráfall Gústa höfum
við verið duglegar að líta við, setið,
spjallað og smjattað á súkkulaði úr
silfurskálinni. Alltaf spurði hún
frétta af mér og mínum og bað vel að
heilsa öllum enda bæði kölluð amma
og langamma á mínum bæ. Fríðu
fannst gaman að minnast á það þeg-
ar Ragna Björg 4 ára birtist í heim-
sókn á Eir með vini sínum, vildi
kíkja á Fríðu ömmu, maður á að
hugsa vel um gamla fólkið var skýr-
ing barnsins á þegar útskýringa var
krafist af okkur foreldrunum. Kolla
frænka á heiður skilinn fyrir að
hugsa vel um Fríðu okkar sl. ár, m.a.
lakka neglurnar í hverri viku, það
líkaði frænku minni vel, vera vel
snyrt, bleik og fín, bleikur var uppá-
haldsliturinn.
Fríða varð áttræð í janúar sl. og
þráði mikið að hafa afmælisveislu,
hitta ættinga og vini, hún veiktist
skömmu fyrir afmælið og var mjög
veik en löngunin til að halda afmæli
var svo sterk að hún náði sér nægi-
lega vel og sú ósk rættist, haldið var
afmæli í mars. Þar var hún manna
fínust í nýja bleika dressinu frá
Kollu frænku og átti góðan dag með
fjölskyldu og vinum. Heilsunni hrak-
aði aftur og fékk hún þá hvíld sem
hún óskaði sér og mun hvíla við hlið
Gústa og mömmu, enn ein kafla-
skiptin hafa orðið í lífinu.
Takk fyrir allt elsku frænka mín,
blessuð sé minning þín.
Ragna Ársælsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Jónu Ágústsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu á næstu dögum.