Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is VILDARBÖRN afhentu í gær þrjátíu íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra ferðastyrki. Einnig voru í fyrsta sinn styrkt tíu börn frá Bandaríkjunum til utanlandsferða. Gert er ráð fyrir að Vildarbörn styrki alls 70 börn á þessu ári í tilefni af 70 ára afmæli Icelandair, að því er fram kemur í frétt frá Vildarbörnum. Hverju barni og fjölskyldu þess er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair. Allur ferðakostnaður er greiddur, þ.e. flug, gisting, bíla- leigubíll, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum við- burði sem Vildarbarnið langar að sjá. Á annað hundrað barna og fjölskyldur þeirra hafa fengið úthlutað úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2003. Sjóðurinn Vildarbörn er fyrst og fremst fjármagnaður með framlögum farþega Icelandair sem gefa afgangsmynt í sjóð- inn. Þá gefa félagar í Vildarklúbbi Icelandair einnig vildar- punkta í sjóðinn. Sjóðurinn fékk auk þess eina milljón króna frá Menningarsjóði Landsbanka Íslands á þessu ári. Eins styrkir Icelandair Vildarbarnasjóðinn með fjárframlagi. Ljósmynd/Halldór Kolbeins Ferðastyrkir til 40 Vildarbarna afhentir VÉLSLEÐAMAÐUR sem ók fram af 10 metra hengju í í Hólsdal í Fjörðum síðdegis í gær slapp ótrú- lega vel og mun betur en talið var í fyrstu. Hann er óbrotinn, var með meðvitund allan tímann en er nokk- uð lemstraður. Björgunarsveitar- menn, sem voru á vélsleðum í grenndinni, komu fljótlega á stað- inn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út kl. 17.05, var tvo tíma á leiðinni úr Reykjavík og kom á slys- stað kl. 19.06. Myndin var tekin við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem þyrlan lenti rúmlega 19.30. Slapp vel úr vélsleðaslysi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR í Vatnsmýri er á góðum stað fyrir flugsamgöngur með tilliti til flug- samgangna og flugrekenda. Stað- setning flugvallarsvæðisins veldur því að það er mjög dýrmætt bygg- ingarland. Þetta er ein helsta niður- staða skýrslu samráðsnefndar sam- gönguráðherra og borgarstjóra um úttekt á framtíðarkostum Reykja- víkurflugvallar. Skýrslan verður tilbúin í lok næstu viku og er stefnt að birtingu hennar þá. Nefndinni var falið að vinna flug- tæknilega, rekstrarlega og skipu- lagslega úttekt á Reykjavíkurflug- velli. Fékk hún innlenda og erlenda aðila til að annast ákveðna þætti út- tektarinnar. Skoðaðir voru nokkrir valkostir flugvallar á höfuðborgar- svæðinu. Grunnkosturinn er Reykja- víkurflugvöllur í núverandi mynd, nema að norðaustur/suðvesturbraut verður lögð niður. Þá voru athugaðar þrjár tillögur um breytta legu flug- brauta í Vatnsmýri, sem nefndar eru A-kostir. Talið er að nýting flugvall- arins geti verið 98%, eða sama og nú- verandi vallar, með tveimur braut- um. Gert er ráð fyrir nýjum flugvelli í Afstapahrauni sunnan Hafnarfjarð- ar fyrir einka- og kennsluflug ef inn- anlandsflug flyst til Keflavíkurflug- vallar. Þrír aðrir kostir eru nefndir B-kostir, þ.e. nýir flugvellir á Hólms- heiði eða Lönguskerjum eða innan- landsflug verði eingöngu frá Kefla- víkurflugvelli. Þjóðhagslegir útreikningar sýna að B-kostirnir skila mun meiri ábata en A-kostirnir. Hólmsheiði kemur þjóðhagslega best út samkvæmt kostnaðar- og ábatagreiningu og þar er hagur hagsmunaaðila í allgóðu jafnvægi þó að nokkur kostnaður leggist á íbúa landsbyggðarinnar og flugrekendur. Gera verður fyrirvara um Hólmsheiði hvað varðar nýtingu hugsanlegs flugvallar vegna 135 metra hæðar yfir sjó og nálægðar við fjöll. Örlitlu minni þjóðhagslegur ábati er af því að nýta Keflavíkurflugvöll til innanlandsflugs en Hólmsheiði. Útkoma hagsmunaaðila er þar í meira ójafnvægi og verða íbúar landsbyggðarinnar fyrir umtalsverð- um kostnaði, auk þess sem þetta er lakasti kosturinn fyrir flugrekendur. Þessi kostur er talinn geta valdið 19,4% fækkun farþega í innanlands- flugi. Löngusker sýna minnstan þjóðhagslegan ábata af B-kostunum, eða 11–13% minni ábata en hinir. Nefndin bendir á að brýnt sé að marka stefnu um framtíð Reykjavík- urflugvallar. Óvissa um framtíð hans komi hagsmunaaðilum illa og henni verði að eyða. Skýrsla nefndar um Reykjavíkurflugvöll væntanlega birt í næstu viku Flugvöllurinn vel staðsettur á dýrmætu byggingarlandi Í HNOTSKURN »Starfrækja má Reykja-víkurflugvöll með góðum árangri þó að brautum sé fækkað úr þremur í tvær og flugvallarsvæðið minnki nokk- uð. »Flugvöllur með einungiseinni braut þykir hins veg- ar ekki nothæf lausn vegna vindafars. STÆRSTI steypudagur Íslands- sögunnar, eftir því sem best er vitað, var í gær, fyrsta sumardag. Þá var 2.300 rúmmetrum af stein- steypu rennt í botnplötu hins nýja ráðstefnu- og tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. BM Vallá útvegaði steypuna til verksins en Íslenskir aðalverktak- ar eru verktaki við bygginguna. Að sögn Þorsteins Víglundssonar, forstjóra BM Vallár, hefði þetta steypumagn nægt í um hundrað einbýlishús. Steypuvinnan hófst laust fyrir klukkan sex í gær- morgun og gekk betur en menn höfðu þorað að vona. Síðustu steypunni var dælt í plötuna um kl. 16.30. Steypan var framleidd í þremur steypustöðvum BM Vallár á Bílds- höfða. Notaðir voru alls 25 steypubílar til að flytja steypuna á byggingarstaðinn og þurftu þeir að fara um 300 ferðir fram og aft- ur áður en verkinu lauk. Þrjár steypudælur voru notaðar til að dæla steypunni í mótin og sú fjórða var höfð til vara á staðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikill steypudagur Steypa Það voru höfð snör handtök þegar botnplata nýja ráðstefnu- og tónlistarhússins var steypt í gær. Alls fóru 2.300 rúmmetrar af steypu í botnplötuna og þurfti þrjár steypustöðvar, 25 steypubíla og fjórar steypudælur til verksins auk fjölda starfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.