Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 4

Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÖKLAR landsins eru allir að rýrna þótt fáeinir hafi gengið fram í fyrra, að því er mælingar frá 46 mælingastöðum sýna. Gígjökull, sem gengur úr Eyja- fjallajökli gegnt Þórsmörk, er nú 900 metrum styttri en hann var árið 1994. „Þetta er svo mikil breyting að ég á erfitt með að skilja að lofts- lagið eitt valdi þessu,“ sagði Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun. Hann benti á að Gígjökull sé tiltölulega lítill, tæplega sjö km langur, og að jöklar styttist yfirleitt í hlutfalli við lengd sína. Gígjökull hafi styst álíka mikið og hinn 50 km langi Skeiðarárjökull á undan- förnum árum. Sennilegustu skýr- ingu á mikilli rýrnun Gígjökuls taldi Oddur vera að jökullinn hefði gengið út í lón á árum áð- ur. Oddur sagði að jöklar sem brotnuðu út í lón væru óstöðugri gagnvart loftslaginu en aðrir jöklar og nefndi hann Breiða- merkurjökul því til dæmis. Eftir að Gígjökull hætti að ná fram í lónið leitaði hann nýs jafnvægis. Oddur skrifar í nýjasta frétta- bréf Jöklarannsóknafélags Ís- lands um sporðamælingar jökla á liðnu hausti. Þar kemur fram að Reykjarfjarðarjökull á Ströndum sígi enn fram en Oddur telur að hann hljóti fljótlega að komast í þrot. Hyrningsjökull, sem kemur úr Snæfellsjökli, gekk fram um átta metra og virtist þó ekki vera „í sérstökum ham“. Aust- asta hornið á Skeiðarárjökli gekk fram um sex metra sem þykir ekki mikið fyrir svo stóran jökul. Vesturjaðar Skeiðarárjök- uls hefur hins vegar hopað mik- ið. Þá lengdist Svínafellsjökull í Öræfum um fjóra metra. Heina- bergsjökull, sem teygir sig úr Vatnajökli niður á Mýrar, mæld- ist einnig nokkru framar en árinu áður. Hann lýtur þó öðrum lögmálum því jökulsporðurinn er á floti í lóni. Jaðrar Skeiðarárjökuls að vestan og Breiðamerkurjökuls hafa hopað hvað mest íslenskra jökla undanfarinn áratug, eða um meira en 500 metra. Jöklar landsins eru að rýrna Gígjökull hefur styst um 900 metra frá 1994 Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Skriðjökull Gígjökull hefur rýrnað talsvert frá því myndin var tekin. Hann gengur úr Eyjafjallajökli gegnt Þórsmörk og náði áður út í lón. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók sextán einstaklinga, karla og konur á þrítugsaldri, eftir að fjölmargar kvartanir bárust um hávaða í heimahúsi í Garðabæ um níuleytið í gærmorgun. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru fyrst í stað tveir lögreglumenn á vettvang. Þegar þeir knúðu dyra fór hins vegar „allt í háaloft“ og sáu lögreglumenn sér ekki annað fært en að kalla eftir aðstoð. Vakn- aði m.a. grunur um að fram færi fíkniefna- neysla. Fjórtán lögregluþjónar komu til að- stoðar og voru allir teknir höndum og komið fyrir í fangaklefum. Lagt var hald á fíkniefni, bæði á gestum sem og efni sem hafði verið kastað út um glugga á húsinu, og að sögn lögreglu var um að ræða tugir gramma af amfetamíni og kannabisefnum. Fangageymslur lögreglunnar við Hverf- isgötu og í Hafnarfirði voru því fullar en öllum var sleppt að loknum yfirheyrslum í gærdag. Handtekin eftir óblíðar móttökur EMBÆTTI ríkislögreglustjóra afhenti lögreglunni á Selfossi um miðja viku fíkni- efnaleitarhundinn Beu en hún hefur verið í strangri þjálfun hjá embætti lögreglu- stjórans á Eskifirði undanfarna mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á Selfossi, er Bea mikill fengur og ljóst að hún muni nýtast vel við lögreglustörf á Suðurlandi. Bea sem kom til landsins í upphafi árs en kemur upphaflega frá Englandi mun hins vegar ekki ganga til starfa strax því áður tekur við þjálfun með nýjum eiganda og þjálfara. Ólafur reiknar með að þjálf- unin muni taka fimm til sex vikur. Lögreglan á Selfossi fékk hund ORKUVEITA Reykjavíkur er tryggð fyrir tjónum sem kunna að verða vegna starf- semi fyrirtækisins. Tryggingafélag OR mun taka afstöðu til bótaskyldu vegna hugsanlegra krafna um skaðabætur, ef þær berast, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR. Viðgerð á heitavatnslögninni við Vita- stíg í Reykjavík, sem bilaði að kvöldi síð- asta vetrardags, lauk á ellefta tímanum í gærmorgun. Um þrjátíu hús við Vitastíg og í næsta nágrenni urðu heitavatnslaus. Bilunin olli því að allt að 80 gráða heitt vatn fossaði niður Vitastíg og inn á Lauga- veg, allt að Barónsstíg. Starfsmenn Orku- veitunnar skrúfuðu fyrir lögnina og tók það um 40 mínútur, að því er fram kemur á heimasíðu OR. Viðgerð hófst strax að því loknu og var unnið sleitulaust við hana í fyrrinótt þar til verkinu var lokið. OR er tryggð fyrir tjónum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til átta mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, nytjastuld, gripdeildir, umferðarlagabrot og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð en hann á að baki sakaferil sem rekja má aftur til ársins 1997. Honum var að auki gert að greiða 312 þúsund krónur í sak- arkostnað. Meðal þess sem finna má í fjölmörgum liðum ákærunnar eru ófyrirleitin þjófn- aðarbrot og gripdeildir þar sem maðurinn stal t.a.m. úr vösum grunlausra gesta lík- amsræktarstöðvar og keyrði í einu tilviki burtu á bíl eins þeirra. Einnig hrifsaði hann veski af tveimur öldruðum konum og stal bakpoka af ferðamanni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að maðurinn hafi átt við vímuefnavanda að stríða sem tengist brotum hans að veru- legu leyti. Hann hafi lagt fram gögn sem sýni að hann sé að reyna að vinna bug á vanda sínum og sé kominn í vinnu. Hins vegar var ekki hægt að líta fram hjá ítrek- uðu skilorðsrofi. Héraðsdómarinn Ásgeir Magnússon kvað upp dóminn. Einar E. Laxness, full- trúi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu, flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Sveinn Andri Sveinsson varði manninn. Hrifsaði veski af öldruðum konum Eftir Andra Karl andri@mbl.is BRUNAVARNIR í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 voru fullnægj- andi að mati Bjarna Kjartansson- ar, sviðsstjóra forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Nýlega var farið yfir varnirnar í húsunum og aðeins smávægilegar athugasemdir gerðar. Tekin verð- ur afstaða til þess í dag hvort Austurstræti 22, þar sem skemmtistaðurinn Pravda var til húsa, verði rifið. „Það má segja að það sé viðmið- unarregla þegar verið er að eiga við þessi gömlu hús, og þau notuð t.a.m. undir veitingarekstur að eldvarnir tryggi öryggi fólks. Það er eðlilega meginmarkmið laga að tryggja það. Ef maður tekur Pravda sem dæmi þá var hann all- ur gifsklæddur, hátt og lágt, og allar klæðningar innanhúss óbrennanlegar,“ segir Bjarni og bætir auk þess við að flóttaleiðir hafi verið mjög góðar fyrir þann fjölda sem staðurinn er með leyfi fyrir. „Þannig að við teljum að þarna hafi allar varnir verið fyrir hendi til að tryggja öryggi fólks á staðnum.“ Öðru máli gegnir hins vegar um eignavernd en Bjarni segir að það sé annað og erfiðara mál. Ekkert byggingaeftirlit hafi verið hér á landi árið 1802 og erfitt að vita ná- kvæmlega hvernig húsin séu byggð, nema náttúrlega að þau séu úr timbri. „Þótt manni finnist sárt að horfa upp á þetta, og auð- vitað hefði verið indælt ef húsin hefðu verið betur varin á einhvern máta þá er það nokkuð sem mun erfiðara er að gera kröfur um.“ Þyrfti að gera húsin upp og endurbyggja Bjarni segir að ef tryggja ætti eignavernd gamalla húsa þyrfti að taka þau algjörlega í gegn og end- urbyggja eftir kúnstarinnar reglum. „En það er nokkuð sem ekki er hægt að gera kröfur um og hluti eins og vatnsúðakerfi er ekki hægt að heimta í hús eins og í Lækjargötu og Austurstræti.“ Aðspurður hvers vegna eldur- inn hafi breiðst jafn hratt út og raun bar vitni segir Bjarni að eld- varnaveggir hafi ekki þekkst á þeim tíma sem húsin voru byggð og því ekki verið fyrir hendi. „Þetta er það versta sem gat gerst, og á versta stað,“ segir Bjarni og gefur sér að eldurinn hafi kviknað fyrir innan klæðn- ingu í lofti söluturnsins Fröken Reykjavík, s.s. út frá loftljósi eins og fyrstu vísbendingar gáfu til kynna. „Það sem er svo óheppilegt er að þarna er gifsklæðning í loft- um og hún hefði varið þetta þokkalega ef eldurinn hefði kvikn- að í búðinni sjálfri. Þá hefði gefist meiri tími til að slökkva og eld- urinn hefði vart breiðst svo út. Það kaldhæðnislega í þessu er að þegar kviknar í fyrir innan klæðn- inguna þá er vörnin þegar farin – á versta stað þar sem stutt er í báðar byggingar.“ Engin töf á sjúkraflutningum þrátt fyrir mikið annríki Samkvæmt upplýsingum frá SHS var álagið vegna stórbrunans með því mesta sem þekkist og var afkastageta slökkviliðsins þanin til hins ýtrasta. Þegar mest var voru yfir hundrað manns að störfum við slökkvistarf og sjúkraflutninga en farið var í 38 sjúkraflutninga á meðan slökkvistarf stóð sem hæst og voru sjö þeirra í efsta forgangi. Engin töf varð á sjúkraflutningum þrátt fyrir mikið annríki. „Það var fyrst og fremst samvinna margra og góð samhæfing sem gerði það að verkum að vel tókst til við slökkvistarfið í gær og við gátum haldið uppi fullri þjónustu að öðru leyti,“ segir m.a. á vefsíðu SHS. Tilkynningin um eldinn barst kl. 13:53 og var fyrsti dælubíll kom- inn á vettvang sex mínútum síðar. Alls komu þrettán bílar og tæki að notum og sex og hálfri klukku- stund eftir að kallið kom var búið að ráða niðurlögum eldsins. Um sextíu manns fóru m.a. í reykköfun og þurftu margir að fara þrisvar til fjórum sinnum. Hátt í þrjú hundruð fyllingar af lofti voru notaðar og gæti það dugað reykkafara í köfun í tíu og hálfan sólarhring. „Sem betur fer komu allir heilir frá þessu þótt sumir okkar manna hafi óneitan- lega þurft að leggja sig í hættu,“ segir m.a. á vefsíðu SHS en þar er einnig komið á framfæri þökkum til starfsmanna allra þeirra stofn- ana og fyrirtækja sem komu að verkefninu. Gærdagurinn fór í þvott Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en klukkan sex í gærmorgun og fóru síðustu slökkviliðsmenn af vett- vangi um klukkan sjö. Þá voru sautján klukkustundir liðnar síðan fyrstu menn mættu á vettvang. Í allan gærdag tók svo við að þvo fatnað og búnað og ganga frá eftir aðgerðirnar. Þegar kviknar í fyrir innan klæðningu er vörnin farin Morgunblaðið/Sverrir Eyðilegging Eldurinn breiddist ógnarhratt út milli bygginga þar sem engir eldvarnarveggir voru fyrir. Stutt er síðan farið var yfir brunavarn- ir húsanna og voru þær þá í ágætu lagi Í HNOTSKURN »Engir eldvarnarveggirvoru í húsunum sem brunnu og breiddist eld- urinn því hratt út. »Ekki var gerð krafa umslíka veggi fyrr en eftir árið 1915 en húsin voru byggð töluvert fyrir það. »Brunavarnir voru hinsvegar í góðu lagi, með tilliti til öryggis fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.