Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 37 MINNINGAR ✝ Gestur ÁrelíusFrímannsson fæddist á Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði 29. febr- úar 1924 og ólst upp þar og á Austara- Hóli í Fljótum í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar aðfaranótt 12. apríl síðastlið- ins. Foreldrar hans voru Frímann Vikt- or Guðbrandsson bóndi og kona hans Jósefína Jós- efsdóttir. Gestur átti 15 systkin, þau eru: Jón, f. 1913, látinn, Katr- ín, f. 1914, látin, Jórunn, f. 1915, Sigurbjörn, f. 1917, látinn, Ás- mundur, f. 1919, Stefanía, f. 1920, látin, Guðbrandur, f. 1922, látinn, Þórhallur, f. 1925, látinn, Hafliði, f. 1927, Guðmundur, f. 1929, Bene- dikt, f. 1930, Sveinsína, f. 1931, Þórður Kristinn og Gestur Þór. Langafabörnin eru 27 og langa- langafabarnið er eitt. Gestur flutti til Siglufjarðar ásamt Friðfinnu konu sinni og starfaði þar við ýmis störf. Var hann vinnumaður við Hólsbúið á Siglufirði, bóndi á Steinaflötum, sjómaður, starfsmaður við Síld- arverksmiðjur ríkisins og verktaki hjá Siglufjarðarbæ. Ráku þau hjónin einnig söluturn á Siglufirði til margra ára. Gestur var mikill söngmaður og söng með Karla- kórnum Vísi um árabil. Einnig var hann félagsmaður í Hestamanna- félaginu Glæsi og var gerður þar að heiðursfélaga sem var við- urkenning fyrir gott starf í þágu félagsins. Var áhugi hans mikill alla tíð á söng og hestamennsku. Útför Gests verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Barðskirkjugarði í Fljót- um. Zophonías, f. 1933, Pálína, f. 1935, og Regína, f. 1936. Gestur kvæntist 21. júní 1947 Frið- finnu Símonardóttur frá Hrísey, f. 8. jan- úar 1927, d. 3. júlí 1995. Börn þeirra eru: 1) Símon Ingi, f. 23. desember 1944, kvæntur Heiðrúnu Guðbjörgu Alfreðs- dóttur, f. 10. sept- ember 1946. Þau búa í Fljótum. Börn þeirra eru Alfreð Gestur, Frið- finna Lilja, Símon Helgi og Hilm- ar. 2) Elín Anna, f. 27. september 1946, gift Guðmundi Jóni Skarp- héðinssyni, f. 7. ágúst 1948. Þau búa á Siglufirði. Dætur þeirra eru Jóna Guðný, Margrét Fjóla og Kristín Anna. 3) Þórhallur Jón, f. 7. maí 1953. Hann býr í Reykjavík. Börn hans eru Linda María, Sædís, Nú er kallið komið og þú ert kom- inn til Lillu þinnar. Ekki datt mér það í hug þegar ég fór síðast suður að það yrði í síðasta sinn sem ég heyrði í þér. Eins og æv- inlega hringdir þú og kvaddir mig og baðst mig að fara vel með mig. Alltaf spurðir þú um krakkana, hvort ekki væri allt í lagi hjá þeim, enda fylgd- ist þú ávallt vel með. Við áttum góð- an tíma saman þegar þú dvaldir hjá okkur. Það er margs að minnast frá þeim tíma og allt eru það einstaklega góðar minningar, enda varst þú al- gert ljúfmenni á heimili. Ég vil þakka þér fyrir allt og það að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að öll þessi ár. Börnin hafa misst Gest afa og verður þín sárt saknað. Þín er ef- laust líka sárt saknað af vinum þín- um af Skálarhlíð, þeir hafa misst góðan vin. Elsku Gestur minn, þakka þér fyr- ir allt og megi góður Guð gæta þín þar sem þú ert núna. Þín tengdadóttir Heiðrún Guðbjörg. Það er oft erfitt að kveðja góðan mann og á það svo sannarlega við nú. Er mér efst í huga þakklæti fyrir að vera svo lánsamur að hafa átt þig fyrir tengdaföður. Hann er, og verð- ur alltaf, órjúfanlegur kafli í minn- ingu minni, allur sá yndislegi tími sem ég átti með þér, Gestur minn, eftir að ég kom inn í þína fjölskyldu árið 1966 þegar ég kynntist Elínu dóttur þinni. Gestur var alltaf mikill fjölskyldu- maður og lagði ríka áherslu á að hlúa vel að fjölskyldu sinni og styðja börnin í leik og starfi. Hann var létt- ur í lund og mikill söngmaður og söng í mörg ár með karlakórnum Vísi. Oft tók hann lagið fyrir barna- börnin þegar hann var að sýna þeim hestana og aðrar skepnur sem hann var með á Steinaflötum, þar sem hann og Friðfinna kona hanns bjuggu til margra ára áður en þau fluttu í bæinn. Gestur stundaði vinnu bæði á sjó og í landi, var starfsmaður á Hólsbúinu á Siglufirði, ásamt því að stunda búskap á Steinaflötum, sjómaður, starfsmaður hjá Síldar- verksmiðjum ríkisins og verktaki til margra ára hjá Siglufjarðarbæ. Ég man eftir mörgum góðum stundum sem ég og fjölskylda mín áttum með honum við heyskap á sumrin þegar allt var slegið með orfi og ljá og síðan var heyinu snúið með hrífu, dætrum okkar þótti gaman að kynnast þess- um vinnubrögðum sem varla þekkj- ast í dag. Þegar við Elín byggðum húsið að Hafnartúni 18 kom hann oft eftir erfiðan vinnudag til að hjálpa okkur í byggingunni og færi ég hon- um bestu þakkir fyrir. Hann var fé- lagsmaður í Hestamannafélaginu Glæsi og var gerður þar að heiðurs- félaga fyrir gott starf. Árið 1995 missti Gestur eiginkonu sína Frið- finnu Símonardóttir. Sá missir var honum þungbær, og eftir það fluttist hann að Barði í Fljótum til Símonar sonar síns og Heiðrúnar og bjó þar í nokkur ár, þar til heilsan fór að láta undan. Fluttist hann þá aftur til Siglufjarðar og bjó í íbúð sinni að Túngötu 10 b, þar til hann fluttist í Skálarhlíð, íbúð fyrir aldraða. Drottinn Guð nú fylgi þér, nú ertu í fallegum englaher, minning er ætíð í hjarta mér, með þökk fyrir allt sem liðið er. Að lokum vil ég þakka læknum og starfsfólki Sjúkrahúss Siglufjarðar og starfsfólki Skálarhlíðar, góða umönnum. Þinn tengdasonur, Guðmundur. Okkar elskulegi afi er kvaddur í dag. Afi sem leiftraði af húmor og öllu því góða sem hægt er að finna í einni manneskju. Stritið frá unga aldri hafði ekki farið vel með líkama hans en hugurinn var ætíð leiftrandi. Kátínan skein úr augum hans og hláturinn suðaði og ýlfraði í honum þegar hann gerði að gamni sínu sem var oftar en ekki. Sögurnar, lýsingar af fólkinu í kringum hann og ekki síst hestunum hans, urðu lifandi fyr- ir augum þeirra er á hann hlýddu. Hann var góður í gegn og yndislegur maður. Hann skildi að fólki gat orðið á í lífinu og virti þá sem bættu úr og gerðu betur. Söngurinn var honum alltaf mikilvægur. Mestar áhyggjur hafði hann af því, í eitt af þeim skipt- um sem hann veiktist hastarlega, að hann hefði misst röddina. Það gerð- ist ekki. Sorgin sem greip hann þegar amma Lilla dó var átakanleg. Það sem hann átti erfitt með að missa hana, hana sem hann gerði allt fyrir. Hún var hans klettur í lífinu og hann var hennar. Hann var hinn mjúki maður að mörgu leyti. Þar sem amma veiktist af berklum þegar börn þeirra voru lítil, tók hann meiri þátt í uppeldi og umönnun þeirra en margir karlmenn af hans kynslóð. Oft talaði hann um hve erfitt var að skilja þau eftir þegar hann þurfti að fara á sjóinn til að draga björg í bú og hve heppinn hann hefði verið að hafa gott fólk í kringum sig sem hann gat treyst fyrir þeim. Fjöl- skyldan var það dýrmætasta sem hann átti. Það voru margar ferðirnar sem við fengum að fara með honum á gula ruslavörubílnum. Fram á Steinaflatir, sem var í uppáhaldi, á hestbak, sem var í ennþá meira uppáhaldi,og á rúntinn. Það sem hann nennti að hafa okkur með! Og alltaf var söngur í bílnum. Inn og út um gluggann var ofarlega á vin- sældalistanum hjá þeirri yngstu af okkur og að sjálfsögðu var það tekið í hvert sinn, hástöfum. Alltaf söngur, alltaf gaman, alltaf okkar yndislegi afi sem hefði gefið fólkinu sínu aleig- una og allan heiminn ef hann hefði átt hann. Hann gaf okkur miklu meira en hann nokkurn tímann vissi. Kynnti okkur fyrir dýrunum, söngn- um, fólkinu og því umhverfi og að- stæðum sem hann ólst upp við og sem honum þótti svo vænt um. Systkini hans voru honum ofarlega í huga og fengum við að heyra margar sögurnar. Hann saknaði mikið Bjössa bróður síns sem féll frá fyrir nokkrum árum, en þeir höfðu tekið lagið saman frá barnæsku. Við getum huggað okkur við að hann hélt húmornum, persónuleika sínum og elskulegheitunum fram á síðustu stundu. Hann var elsku afi Gestur okkar þar til yfir lauk. Takk fyrir lífið, elsku afi, takk fyrir að vera hjá okk- ur, takk fyrir að segja okkur og sýna hve stoltur þú varst af afkomendun- um þínum. Við viljum enda þessi orð á ljóði sem okkur finnst að mörgu leyti lýsa persónuleika hans og það léttir huga okkar eins og honum tókst svo vel að gera. Það er svo margt að una við, að elska, þrá og gleðjast við, jafnt orð, sem þögn og lit sem lag, jafnt langa nótt, sem bjartan dag. Mér fátt er kærra öðru eitt ég elska lífið djúpt og heitt, því allt, sem maður óskar, næst og allir draumar geta ræzt. Ég byggi hlátraheima í húmi langrar nætur. Af svefni upp í söngvahug með sól ég rís á fætur. Og augun geisla af gleði sem grær í mínu hjarta. En syrti að ég syng mig inn í sólskinsveröld bjarta. (Kristján frá Djúpalæk.) Jóna, Margrét og Kristín. Elsku afi Gestur. Það er sárt að sjá á eftir þér og einmanalegt verður að geta ekki farið í morgunkaffi til þín eins og ég gerði alltaf. Nú þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að ég væri að fara að vinna og gæti ekki komið til þín á morgnana. Það var alltaf svo gaman að koma til þín, þú varst svo kátur og skemmtilegur og sögurnar sem þú sagðir mér frá því í gamla daga eru óteljandi og ógleym- anlegar. Minningarnar streyma fram og ég sé þig fyrir mér gerandi grín að Villa mínum fyrir að setjast á plokkfiskinn þegar hann var yngri og kallandi Guðmund minn Luktar- Gvend eftir að þú gafst honum lukt- ina grænu. Þá varstu í essinu þínu og hláturinn sauð í þér. Þú varst góð- viljaður stríðnispúki og allir hlógu með. Þetta er eiginleiki sem ekki margir hafa, þú varst góður og gerð- ir góðlátlegt grín að fólkinu í kring- um þig. Það var svo skemmtilegt að heim- sækja þig og ömmu Lillu þegar ég var lítil stelpa, þið voruð svo góð við alla og þú misstir svo mikið þegar hún dó 1995. Eins gerðum við öll og nú ert þú búinn að hitta hana aftur og það hafa verið fagnaðarfundir þegar hún tók á móti þér elsku afi minn. Þín verður sárt saknað og við biðjum að heilsa ömmu Lillu. Óli sendir þér kveðju sína sem og Villi og Guðmundur sem minnast þín sem hins yndislega, skemmtilega og góða afa sem þeir áttu alltaf að. Þín ætíð elskandi afastelpa, Friðfinna (Lilla). Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt þennan hein og haldið á vit nýrra ævintýra með ömmu þér við hlið. Ég vil þakka þér fyrir öll árin sem við fengum saman. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og ömmu, elsku afi minn. Það var alltaf svo stutt í brandarana og brosið þitt, það yljaði manni alltaf um hjartaræt- ur. Svo ekki sé talað um þegar þú söngst, það gerðir þú afburðavel. Það voru einstök forréttindi fyrir mig að fá að búa hjá þér og ömmu í nokkra mánuði. Ykkur fannst það bara sjálfsagt að hjálpa mér þegar illa stóð á hjá mér og ég átti í engin hús að vernda. Fyrir það þakka ég af öllu mínu hjarta. Ég man svo vel efir ferðum mínum á Steinaflatir þegar ég var að hjálpa ykkur að taka upp kartöflur og rabbabara, snyrta garð- inn og vökva blómin. Það var ynd- islegur tími. Ég veit að þú varst svo stoltur þegar eldri strákurinn minn fæddist á afmælisdag ömmu heitinn- ar og það var ég líka. Ég horfi oft á myndina sem ég tók af þér með Alex Þór þegar þú varst 80 ára. Hann var ekki nema rétt rúmlega eins mánað- ar gamall þá og brosið þitt var svo breitt og bjart þegar þú hélst á hon- um. Þetta er yndisleg minning sem lifir með mér það sem eftir er. Elsku afi minn, aftur vil ég þakka þér fyrir allt. Ég elska þig og sakna þín, faðmaðu ömmu frá mér og segðu henni að ég elski hana. Guð geymi þig, elsku afi minn. Ástarkveðja Sædís og fjölskylda. Sumarið 1990, þegar ég var sextán ára, kom ég í fyrsta sinn í Fljótin til að vinna á Ketilási og fékk húsnæði hjá þeim Heiðrúnu og Símoni á Barði. Þennan júnídag þegar sólin skein og snjórinn var að bráðna í Fljótum má segja að margt hafi breyst í mínu lífi. Ég var að fara í fyrsta skipti að heiman úr vernduðu umhverfi í faðmi fjölskyldunnar til ókunnugs fólks. Þar var mér strax tekið eins og einni af fjölskyldunni. Nokkrum árum síðar höguðu örlögin því þannig að ég giftist inn í þessa fjölskyldu og hef því átt samleið með henni hálfa ævi mína. Órjúfanlegur partur af fyrstu sumrunum á Barði var þegar Gestur og Lilla komu í heimsókn á gráa sub- arunum. Gestur kíkti ef til vill á hest- ana eða lömbin eða fór með okkur í heyskap á Austara-Hóli. Á haustin var farið í berjamó og þá var Pálína gjarnan með í för. Sumrin á Barði, sem í minningunni voru alltaf sólrík, munu ávallt minna mig á Gest á einn eða annan hátt. Þegar Lilla féll frá bjó Gestur nokkur ár á Barði og það veit ég af eigin reynslu að hefur farið vel um hann þar. Þegar Einar Frið- finnur var á fyrsta ári bjuggum við í Fljótunum og hittum Gest nær dag- lega. Hundurinn Skotta var þá á heimilinu og það var sniðugt að fylgj- ast með afbrýðisemi hundsins þegar Gestur fór að sýna barninu athygli með spjalli eða sýndi honum kveikj- arann sinn og leyfði honum að blása. Ég minnist kaffispjalls við eldhús- borðið á Barði, matarboða hjá okkur og samveru við sveitarstörfin. Fyrir strákana okkar var það líka alveg sérstök athöfn að fá að fara í bíltúr á Ketilás í „Gestafabíl“ eins og þeir sögðu. Eftir að við fluttum suður og síðan á Hólmavík var alltaf mikil til- hlökkun hjá okkur öllum að koma við hjá Gesti á Skálarhlíð þegar farið var norður. Þá vorum við trakteruð með gosi og nammi og gamansögur úr Fljótunum látnar fylgja. Eitt sumar- ið kom Gestur í heimsókn til okkar á Hólmavík með Símoni Helga og fjöl- skyldu. Heimsóknin var okkur öllum eftirminnileg og Gestur tók þátt í samræðum og gleðskap unga fólksins af sinni einstöku lífsgleði. Ég minnist Gests fyrst og fremst með glettnis- glampa í augum og gamanyrði á vörum, enda sá ég aldrei aðra hlið á honum. Gestur, ásamt Bjössa bróður sínum, átti stóran þátt í að gera okk- ur Adda brúðkaupsdaginn ógleyman- legan þegar þeir sungu fyrir okkur í kirkjunni. Ég vil kveðja með nokkr- um laglínum sem þeir sungu svo fal- lega við brúðkaupið: Bráðum anda vorsins dísir djúpt og rótt dagarnir þeir lengjast nóttin flýr. Lofgjörð syngja fuglarnir af ljóðagnótt loftsins ilmur seiðir hreinn og nýr. Höfuð hneigja blómin móti blíðri sól blundar silfurdögg á gleym-mér-ei. Tilfinningar allar þær sem ástin ól eiga griðastað hjá sumarþey. (Bjarki Árnason) Elsku Gestur. Ég veit að það er vor þar sem þú ert núna og þér líður vel. Það segi ég strákunum mínum þegar þeir spyrja daglega um þig og skilja ekki alveg að þú vaknir ekki aftur. Það var gott að Addi gat verið hjá þér síðustu dagana og ég og drengirnir þínir biðjum öll að heilsa ömmu Lillu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Gestur Frímannsson var afi minn. Þeir sem þekktu þennan mann hafa það sama að segja um hann, hvað hann hafi verið hress og góður maður. Ég sá hann alltaf í góðu skapi áður en hann veiktist svona mikið og hef alltaf þekkt hann sem húmorista. Það er erfitt að átta sig á þessu og ég er ekki alveg búin að því. Afi minn þú fórst svo fljótt. Fyrir svona mánuði varstu að kenna mér og vinkonu minni að jóðla og við feng- um þig til að rappa fyrir okkur. Þú varst alltaf uppáhaldsafi minn, þú varst alltaf svo mikið yndi. Það eina sem ég get sagt núna er hvað ég sakna þín mikið og hvað mér þótti ótrúlega vænt um þig. Ég get ekki lýst þessu með orðum. Það segja margir að það erfiðasta sem til er sé að sjá þann sem þú elskar elska ein- hvern annan. En eftir þetta allt get ég ekki trúað því. Það erfiðasta sem til er er að missa einhvern nákominn sér og ég er viss um að þeir sem hafa gengið í gegnum þetta eru mér sam- mála. En ég veit að maður jafnar sig á þessu, þótt það fari ekki allt í sama horf aftur, og ég veit að maður sér mikið eftir manneskjunni. Maður verður bara að reyna að lifa án henn- ar þótt það virðist óhugsanlegt. En ég veit að þú ert kominn á betri stað núna, búinn að hitta ömmu Lillu og mömmu þína og pabba og alla sem þú saknaðir. Knúsaðu þau öll frá mér og Skottu líka. Ég mun biðja fyrir þér og ömmu. Hvíldu í friði. Þitt langafabarn Heiðrún María. Gestur Árelíus Frímannsson Elsku langafi minn. Elska þig svo mikið. Þú varst besti afi í heimi. Ég mun sakna þín. Þín langafastelpa, Harpa Hrund Ólafsdóttir. HINSTA KVEÐJA REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.