Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VEITINGAHÚS
OG VIRÐISAUKASKATTUR
Neytendastofa hefur staðfest,að meirihluti veitingastaða ílandinu hefur ekki lækkað
verð á þjónustu sinni í samræmi við
lækkun virðisaukaskatts af matvæl-
um. Samtals er um að ræða 40 fyr-
irtæki, sem ekki hafa lækkað en 36
lækkuðu til samræmis við lækkun
virðisaukaskatts að öllu leyti eða
hluta til.
Í könnun Neytendastofu kom í ljós,
að um 70% mötuneyta hafa ekki lækk-
að.
Samtök ferðaþjónustu hafa sent frá
sér yfirlýsingu, þar sem þau reyna að
útskýra þá staðreynd, að meirihluti
veitingastaða á landinu hefur ekki
skilað lækkun virðisaukaskatts til
neytenda heldur stungið þeirri lækk-
un í eigin vasa. Í yfirlýsingu Samtaka
ferðaþjónustu segir m.a.:
„Verðbreytingar veitingahúsa eru
hægfara ferli og er þar hinn stóri
munur á veitingahúsum og matvöru-
verzlunum. Matvöruverzlanir breyta
verði daglega og eru þar af leiðandi
ekki með uppsafnaða hækkunarþörf.
Algengt er að veitingastaðir breyti
verði á 4–6 mánaða fresti og því ljóst,
að 1. marz sl. voru margir veitinga-
staðir með uppsafnaða hækkunar-
þörf, sem blandaðist saman við þá
lækkun, sem lækkun virðisaukaskatts
gaf tilefni til.
Kostnaður hefur hækkað umtals-
vert síðustu mánuði, sem dæmi má
nefna að kjöt og fiskur hækkaði mjög
mikið síðasta hálfa árið og hafa sumar
fisktegundir hækkað um tugi pró-
senta. Launaskrið hefur verið mikið
vegna manneklu en u.þ.b. 40% af verði
matar á veitingahúsum er launakostn-
aður.“
Þetta eru tilbúnar röksemdir hjá
Samtökum ferðaþjónustunnar. Þau
samtök hafa haldið uppi háværum
málflutningi á mörgum undanförnum
árum um að matarverð á Íslandi væri
alltof hátt fyrir ferðamenn vegna
hárra opinberra gjalda. Þegar virðis-
aukaskattur er lækkaður verulega
leyfa sumir veitingamenn sér að
stinga þeirri lækkun í eigin vasa í stað
þess að láta viðskiptavini sína njóta
þeirrar lækkunar. Framvegis þýðir
ekkert fyrir Samtök ferðaþjónustu að
halda uppi málflutningi í þágu veit-
ingahúsanna. Það mun enginn taka
mark á slíkum málflutningi eftir þessa
uppákomu.
Ætli verð á kjöt og fiski hafi bara
hækkað til þeirra veitingastaða, sem
ekki hafa skilað lækkun virðisauka-
skattsins til neytenda en ekki til
hinna, sem lækkuðu? Ætli manneklan
hafi bara komið niður á þeim veitinga-
stöðum, sem stungu lækkun virðis-
aukaskatts í eigin vasa en ekki hjá
hinum, sem skiluðu lækkuninni til við-
skiptavina sinna?
Þessar röksemdir ganga ekki upp.
Neytendastofa á að birta nöfn þeirra
veitingastaða, sem ekki hafa skilað
viðskiptavinum sínum lækkuninni.
REFSIVERÐIR FORDÓMAR
Í Morgunblaðinu í dag er birt myndaf hakakrossum, sem hafa verið
málaðir á leiði múslíma í Frakklandi.
Vart líður sá dagur þar í landi að ekki
sé einhvers staðar ráðist á leiði eða
bænahús gyðinga. Fyrr á þessu ári
birtist skoðanakönnun í Frakklandi
þar sem fram kom að rúmlega helm-
ingur blökkumanna telur að hann hafi
orðið fyrir mismunun vegna litarhátt-
ar síns. Fyrr í þessari viku var þjálf-
ari í þýska hernum rekinn fyrir að
skipa nýliðum að ímynda sér að þeir
ættu í höggi við blökkumenn og að
ráðast að þeim með ókvæðisorðum.
Nýnasistar í Austur-Þýskalandi færa
sig stöðugt upp á skaftið og beita nú
þá stjórnmálamenn, sem berjast gegn
þeim, hótunum. Á fótboltavöllum í
Evrópu er allt of algengt að kynþátta-
hatur blossi upp.
En hvernig á að bregðast við kyn-
þáttafordómum og útlendingahatri? Í
gær lauk fundi dómsmálaráðherra að-
ildarríkja Evrópusambandsins í Lúx-
emborg með samkomulagi um að gera
refsivert að hvetja til kynþáttahaturs
og andúðar á útlendingum í öllum 27
aðildarríkjum ESB að viðlagðri refs-
ingu að hámarki þriggja ára.
Í fyrradag voru í Rússlandi sam-
þykkt lög um að þyngja refsingar við
árásum á grundvelli kynþáttahaturs
og notkun nýnasistamerkja. Þar voru
54 morð rakin til kynþáttahaturs
2006.
Í samkomulaginu frá Lúxemborg
er ekki gengið jafn langt og Þjóðverj-
ar höfðu viljað, en markmið þeirra var
að banna afneitun helfararinnar.
Þjóðverjar fögnuðu því hins vegar að
loks hefði náðst samkomulag, en til-
raunir til þess runnu út í sandinn
bæði 2003 og 2005. Refsivert verður
að lýsa opinberlega yfir velþóknun,
afneita eða gera verulega lítið úr
þjóðarmorðum, glæpum gegn mann-
kyni og stríðsglæpum eins og þeir eru
skilgreindir hjá alþjóðlega glæpa-
dómstólnum og stríðsglæpadómstóln-
um í Nürnberg eftir síðari heims-
styrjöld.
Innflytjendamál hafa verið í
brennidepli í Evrópu undanfarin
misseri og víða er stutt í öfgarnar. Í
umræðum um samkomulagið voru
sjónarmið málfrelsis ítrekað dregin
fram. Var reynt að haga orðalagi
þannig að það myndi ekki ná til um-
fjöllunar um þjóðarmorð í kvikmynd-
um eða leikritum eða standa fræði-
mennsku fyrir þrifum, svo dæmi séu
tekin. Hins vegar er bannað að breiða
út texta og myndefni ef þar er hvatt
til eða kynt undir ofbeldi eða hatri.
Hatur í garð fólks á grundvelli lita-
rafts eða uppruna er ein ógeðfelldasta
birtingarmynd mansandans. Viður-
styggilegir glæpir hafa verið framdir
undir merkjum kynþáttafordóma og
það er rétt að Evrópusambandið sýni
að eining ríki um að ekki verði liðið að
kynda undir kynþáttahatri og útlend-
ingaandúð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Frakkar binda vonir við nýj-an forseta og þá pólitískuendurnýjun sem honum eróhjákvæmilega talin munu
fylgja, en fyrri umferð forsetakosn-
inganna fer fram nk. sunnudag.
Sama er hver verður kosinn forseti
Frakklands 6. maí, hinn 52 ára Nicol-
as Sarkozy, hin 53 ára Ségolène
Royal eða hinn 55 ára François
Bayrou; sá hinn sami verður úr hópi
nýrrar kynslóðar leiðtoga. Og, að því
tilskildu að Jean-Marie Le Pen falli
úr leik í fyrri umferð, verður það
fyrsti forseti landsins sem fæddur er
eftir seinna stríð.
Franskur almenningur hefur um
margt glatað trúnni á elítuna sem
stjórnað hefur landinu. Það hefur
þótt endurspeglast í kosningabarátt-
unni en aldrei áður hafa atvinnumál,
málefni heimalandsins og málefni
fjölskyldunnar verið þar jafn fyr-
irferðamikil og nú.
„Frakkar vilja nýtt blóð,“ segir
stjórnmálafræðingurinn Mariette
Sineau og bendir á að franskir
stjórnmálaleiðtogar séu meðal þeirra
elstu í nokkru vestrænu lýðræðisríki.
Sarkozy og Royal eru líklegust til að
komast í seinni umferð kosninganna
en þau bjóða sig nú fram í fyrsta sinn
og eru rúmum 20 árum yngri en frá-
farandi forseti, Jacques Chirac, sem
er 74 ára. Yngri forseti verður kjör-
inn nú en nokkru sinni frá því 1974 er
Giscard d’Estaing varð forseti, ný-
orðinn 48 ára.
Chirac og hans kynslóð eru löngu
pólitískt útbrunnin, segir Sineau.
Forveri Chiracs, François Mitterr-
and, var 79 ára er hann stóð upp af
forsetastóli, sem hann sóttist fyrst
eftir í kosningum 1965, eða 30 árum
fyrr. Það skýrir pólitískt langlífi
franskra leiðtoga að ósigur í kjör-
klefa markar sjaldnast endalok
stjórnmálaferils þeirra. „Það er sama
hvort menn sigra eða bíða ósigur,
þeir eiga alltaf afturkvæmt. Í öðrum
löndum verður ósigur mönnum yf-
irleitt afdrifaríkur,“ segir Gérard
Grunberg við Stjórnmálarannsókn-
arstofnunina í París (CEVIPOF).
Grunberg bætir því við, að al-
menningur vilji pólitíska uppstokkun
frá grunni og megi því gera ráð fyrir
að með nýjum forseta hefjist lang-
varandi breytingaskeið. Skoð-
anakannanir benda til að traust í
garð stjórnmálamanna hafi þorrið á
undanförnum árum. Um miðjan
mars sögðust sex franskir kjósendur
af 10 hvorki treysta hægrimönnum
né vinstri fyrir landsstjórninni. Rúm-
lega helmingur býst hvorki við því að
kosningarnar leiði til betri lífskjara
né að almennt ástand í landinu batni.
Royal líklega ekki forseti
Við þessu hafa helstu frambjóðendur
brugðist og segjast fulltrúar nýrra
tíma; breytinga og meiri nálægðar
við kjósendur. Og það þrátt fyrir að
hafa allir gegnt nokkrum ráðherra-
störfum í ríkisstjórnum. Sarkozy
boðar „fullt brotthvarf“ frá fortíðinni.
Royal er fyrsta konan sem á raun-
verulega möguleika í forsetakosn-
ingum en hún boðar „íbúalýðræði“
vinstrimanna er rétt tæp
Staða vinstriflokkanna
verið verri frá 1969, í kjölf
ar Charles de Gaulle. Þeg
maðurinn Georges Pompi
kosinn forseti í kjölfarið h
Kommúnistaflokkurinn, S
istaflokkurinn og flokkur
31% atkvæða. Þótt Frakk
að jafnaði til hægri þá er þ
ast eins mikið og nú, að sö
fræðinga.
„Venjulega liggur landi
en á á bilinu 45–55%. Séu
ur réttar, þá er ekki um sv
ræða til hægri, heldur flóð
segir Jean-Philippe Roy, p
stjórnmálafræði við háskó
Tours um niðurstöður sko
ana undanfarnar vikur. H
því og fyrir sér hvort fram
„örlaga“-kosningar með s
ingu hins pólitíska jafnvæ
bannhelgi rofin, þar sem e
verður samt aftur. „Kann
við í þann veginn að upplif
kosningar,“ segir Roy.
Hann kveðst þó hafa vis
semdir um skoðanakanna
vísar til þess að þau mál se
mest á aðspurðum séu má
in tengi fremur við vinstri
sem atvinnuleysi, launa- o
mál. „Annað hvort hafa kj
komist að þeirri niðurstöð
ir vinstrimanna í þessum
ótrúverðugar, eða að mæl
eru rangar,“ bætir Roy vi
þær hins vegar réttar mu
menn áfram verða við völd
gegnum „alþýðudómstóla“. Skoð-
anakannanir allt frá áramótum
benda þó til að hún verði ekki arftaki
Chiracs og þegar velta menn fyrir
sér hvaða afleiðingar það hefur fyrir
Sósíalistaflokkinn sem beið sína
mestu niðurlægingu til þessa er
Lionel Jospin tapaði fyrir Le Pen í
fyrri umferðinni 2002.
Í upphafi kosningabaráttu sinnar
þótti Royal ætla fara nýjar leiðir og
ná til kjósenda. Hún efndi til samræ-
ðufunda um land allt þar sem al-
menningur gat komið fram og tjáð
langanir sínar og umkvartanir. Lítið
af því skilaði sér þó inn í stefnuskrá
hennar sem þvert á móti þykir ein-
kennast af gamaldags vinstristefnu.
Að mati Sineau eru Sarkozy og
Royal raunsærri en forverar þeirra.
Í stað hugsjóna bryddi þau upp á
málum og leggi til lausnir. Bayrou
hefur haft það sem helsta stefnumál
að mynda samsteypustjórn hægri-
og vinstriflokka nái hann kjöri. Sá
möguleiki þykir næsta útópískur þótt
65% þjóðarinnar sé slíku fylgjandi,
samkvæmt skoðanakönnunum.
„Flóðbylgja“ til hægri
Franskir vinstrimenn standa nú
frammi fyrir því að fylgi þeirra hefur
ekki mælst minna í 40 ár, samkvæmt
skoðanakönnunum undanfarið. Sam-
eiginlegt fylgi frambjóðenda sem
heyja baráttu sína í nafni vinstri-
stefnu er að hámarki 35%. Royal get-
ur reitt sig á um 25% fylgi í fyrri um-
ferð forsetakosninganna en
sameiginlegt fylgi sex annarra
Frakkar kjósa
Frakkar vilja nýtt blóð
segir franskur stjórn-
málaskýrandi og allt
bendir til að svo verði –
að nýr forseti verði
hinn fyrsti sem fæddur
er eftir síðari heims-
styrjöldina. Ágúst
Ásgeirsson í Frakk-
landi spáir í spilin en
fyrri umferð forseta-
kosninganna er á
sunnudaginn.
Kosningabarátta Slegist er um staðina þar sem hægt er að setj
Nicolas Sarkozy Ségolène Royal