Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Orka Gjarnan er mikið um að vera við skóla og á íþróttasvæðum á fyrsta degi sumars og skipu-
leggjendur sjá fyrir ýmsu. Í Rimaskóla í Grafarvogi var til dæmis boðið upp á sykurkvoðu.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Árlegur viðburður Sumardaginn fyrsta fara félagar í Hestamannafélaginu
Dreyra á Akranesi í útreiðartúr og eru hér í árlegri hópreið á Langasandi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ein með öllu Um nóg var að tala í Hafnarfirði í gær og umgjörð dagsins og
meðlætið, pylsa með öllu, spilltu ekki fyrir hjá þessum ungu hnátum.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Þarfasti þjónninn Um 300 mótorhjólakappar tóku þátt í fyrstu hópkeyrslu Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigl-
anna, í ár og var farið frá Ártúnsbrekku í Reykjavík til Akraness og til baka eftir hádegi í gær. Í huga Sniglanna
er vélhjólið sjálfsagt þarfasti þjónninn en hjá peyjanum á Skaganum gegnir hundurinn hlutverki hestsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Taktur Lúðrasveitin Svanur og skátar í Ægisbúum leiddu fjölmenna skrúðgöngu frá Melaskóla að KR-vellinum,
þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá á árlegri fjölskylduhátíð vesturbæinga.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snyrting Í Húsdýragarðinum í Laugardal var
meðal annars boðið upp á andlitsmálun.
Gleði, grín og gaman
Sumardagurinn fyrsti tók vel á móti landsmönnum og dagurinn víða haldinn hátíðlegur sem fyrr
Víkurfréttir/Hilmar Bragi
Skátar í lykilhlutverki Skátar gegna mikilvægu hlutverki víða um land á fyrsta degi sumars
og fara oft fyrir skrúðgöngum, eins og t.d. í Reykjanesbæ í blíðunni í gær.
Sumardagurinn
fyrsti markar
ákveðin tíma-
mót. Af því til-
efni er dagurinn
haldinn hátíðleg-
ur og alls staðar
er ánægjan í
fyrirrúmi.