Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 39 ✝ Guðný SigríðurÞorsteinsdóttir fæddist í Köldukinn í Holtum 4. desem- ber 1922. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala miðviku- daginn 11. apríl síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þorsteins Einarssonar bónda, f. 1868, d. 1956 og seinni konu hans Guðrúnar Guðjóns- dóttur, f. 1883, d. 1962. Alsystkini hennar eru Run- ólfur Guðsteinn, f. 1918, d. 1999 og Guðrún Svava, f. 1920, sem bú- sett er í Reykjavík. Systkini sam- feðra voru Einar, f. 1904, d. 1932, Kar- lotta Þórunn, f. 1907, d. 1986, Gunn- ar Gísli, f. 1909, d. 1980 og Guðbjörg, f. 1912, d. 1973. Guðný Sigríður bjó fyrstu 40 árin í Köldukinn en flutt- ist svo til Reykjavík- ur árið 1963. Þar vann hún við al- menn versl- unarstörf. Hún var til heimilis á Lind- argötu 57. Útför Guðnýjar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sigga, við söknum þín mikið því þú fórst svo fljótt, við héldum að þú værir bara veik en ekki að þú værir að kveðja. Við vorum oft hjá Siggu frænku þegar við bjuggum á Akur- eyri og komum í heimsókn til ömmu og afa. Alltaf las hún fyrir okkur eða sagði sögur og spilin voru ekki langt frá. En elsku Sigga frænka, við elsk- um þig og söknum þín mikið en við vitum að þér líður vel. Kveðja, Bríet Una, Kolbeinn Bjarki og Ágúst Logi. Nú er hún farin, besta frænka sem hægt er að hugsa sér. Hún var horn- steinninn í fjölskyldunni. Fastur punktur í tilverunni, sem ekki er lengur til staðar. Þegar ég var lítill pjakkur hoppaði ég alltaf hæð mína þegar Sigga frænka var að koma í heimsókn. Eitt sinn hoppaði ég á borð og ber þess enn merki. Hún var alltaf svo hlý og góð. Hún hugsaði svo vel um okkur systkinin og börnin okkar. Það var alltaf svo gott að heim- sækja og tala við hana Siggu frænku. Hún hafði skoðanir á flestu og mjög góðan húmor. Hún hafði gaman af því að lesa góðar bækur og fylgjast með þjóðmálunum. Við leituðum mikið til hennar og flestar helgar var kíkt í kaffi til Siggu frænku, jafnvel fyrstu helgina eftir að við hjónin drógum okkur saman. Hjá henni var alltaf stanslaus straumur og hún tók á móti öllum opnum örmum. Hún lumaði alltaf á góðgæti fyrir alla ald- urshópa. Sigga frænka lifir alltaf hjá okkur í minningunni. Við þökkum fyrir að hafa haft hana í lífi okkar. Þín Þorsteinn, Marsibil, Snædís og Lára Guðný. Prinsessa mín, það er er erfitt að horfa á eftir þér. Þú gafst okkur meira en þig grunar, sögurnar, bæn- irnar, leikritin sem við hlustuðum á tróna efst í minningunni. Tilhlökk- unin sem barn var að fá Siggu frænku í heimsókn, því alltaf varstu með súkkulaði í veskinu og var spenningurinn mikill. Þær voru ófá- ar helgarnar sem ég og Bjartur bróðir gistum hjá þér á Grundar- stígnum, ekki hafðirðu sjónvarp en okkur var alveg sama, það var nóg að gera. Það er hægt að skrifa heila bók um samverustundirnar með þér því margt var brallað. Síðustu ár voru erfið, sjúkdómurinn þinn herjaði skarpt á þig og þú varst orðin þreytt. Ég hef svo margt að segja en á erfitt með að koma orðum að því, en þeir sem þekktu þig elskuðu þig, góð- mennsku þína og léttleika. Alltaf var heitt kaffi á Lindargötunni og oft var þetta eins og brautarstöð en þú varst sátt með fólkið þitt í kringum þig. Nú ertu farin og tómleikinn mikill, hvernig verður að fara inn á Lind- argötu núna? Ég veit að þú ferð með okkur og leiðir okkur í gegnum það. Elsku Sigga mín, demanturinn minn, takk fyrir öll fallegu árin, fal- legu minningarnar og hjartað þitt. Takk fyrir það sem þú gafst börn- unum mínum, takk fyrir hláturinn og skilninginn og grátinn. Guð geymi þig og ég veit að þér líður vel. Þín nafna Guðrún Sigríður (Rúna Sigga). Elsku Sigga frænka, mikill er missir okkar núna. Þú hefur alltaf verið hjá okkur og svo allt í einu ertu farin. Ég sakna þín svo mikið, minning- arnar streyma fram. Sigga, ég held þú vitir ekki hversu mikill engill þú varst. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur þegar þú varst að passa okkur og sögurnar sem þú sagðir, enginn getur sagt þær eins og þú gerðir með þvílkum tilþrifum að manni fannst maður vera í sögunni – maður sá allt fyrir sér. Þú varst alltaf kát og hlæj- andi, þannig varst þú. Þér var það mikilvægt að fara með bænir og kenndir þú okkur sex systkinunum þær og að við yrðum að fara með þær á hverju kvöldi. Hefur það alltaf fylgt manni og kenni ég mínu barni bænirnar. Ein bæn sem minnir mig alltaf á þig og þér þótti mjög vænt um hljóðar svo: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Sigga, ég veit þér líður bet- ur núna og ég veit við hittumst aftur þegar ég kem. Þú ert hjá Arnari litla frænda og passar hann. Elska þig. Þín Sonja Björg. Það er vor í nánd, tímabil upp- sprettu lífsins í allri sinni dýrð, tíma- bil sem Siggu þótti hvað merkileg- asta árstíðin, sú sem hún dáði hvað mest. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum saman að dást yfir líf- inu í litla garðinum fyrir utan sval- irnar hennar Siggu. Hvort sem var í upphafi eða lok hverrar árstíðar hrif- umst við af lífsins undri, dulúð þess og hlýju, stundum sá ég glitra í tár af gleði yfir lífinu. Það eina sem kemur upp í huga minn er ég hugsa um Siggu „frænku“ er velvild og lítillæti. Við mannanna börn þörfnumst mikils af hvoru tveggja, það vissi Sigga um- fram allt, enda var það henni kapps- mál að rækta aðra með öllum sínum gjöfum. Lítillæti, rólyndi og hógværð var Siggu eiginlegt í lífinu. Henni var eiginlegt að sýna öllum velvild og glaðværð. Nærvera við Siggu dró fram lítilæti á afar jákvæðan hátt og það er list að geta látið manni líða þannig í nærveru sinni. Þrátt fyrir þessa fágætu mannkosti hafði Sigga mjög sterka skapgerð sem kom fram í sterkum skoðunum á tíðarandanum hverju sinni sem skemmtilegt var eiga við. Ég hugsa ef Sigga væri ung kona í dag myndi hún ábyggilega blanda sér inn í pólitík, því Sigga hafði mjög sterka réttlætiskennd auk þess sem hún var ótrúlega minn- ug á hið pólitíska litróf og hafði þ.a.l. ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum hverju sinni. Þetta var góð blanda, svo góð að fáar mann- eskjur hef ég heimsótt með jafn reglubundnum hætti í lífinu og Siggu. Maður gekk alltaf rólegur út í lífið á nýjan leik er maður kvaddi Siggu í það skiptið. Það er Guðsgjöf að geta látið öðrum líða vel í návist sinni. Ég hugsa um það nú, þó ég vissi vel hversu mikið hún lagði sig fram við aðra. Því þrátt fyrir að heilsu hennar hafi hrakað hratt und- anfarin misseri, þá „brást“ hún aldr- ei í því að leggja sig alla fram svo öðrum liði vel í návist hennar. Það var Siggu mikið kappsmál að eiga alltaf það sem væntanlegum gesti þótti hvað best, hvort sem gesturinn væri barn eða fullorðinn, hún vissi hvað öðrum þótti gott og lagði sig fram um að geta boðið upp á það hverju sinni. Það var oft eins og hún fyndi það á sér að von væri á mér í heimsókn, því það brást aldrei, alltaf fékk ég hjá henni ískalt malt og app- elsín, nýjar flatkökur og hangikjöt. Þjóðlegra gat það vart verið. Þannig var Sigga, hún vakti á sér athygli með því að sýna öðru fólki einlægan áhuga, krafðist einskis, síst af öllu krafðist Sigga þakklætis og fyrir vik- ið var alla tíð gestkvæmt hjá Siggu, hvort sem þar voru fullorðnir í kaffi og kruðerí eða fullt hús af ærslafull- um börnum. Því fleiri sem börnin voru, því meiri kátína, þau voru svo frjáls hjá henni, hún hafði einstakt lag á börnum og börn hændust að henni fyrir vikið. Ég minnist þess að hún gat setið langtímum saman, haldið utan um börnin mín, lesið fyrir þau og sagt þeim sögur sem hvert barn hefur yndi af að hlusta á. Svona varstu og ekki annað hægt en að dást að þér, Sigga mín. Orð mín eru tómleg á þessari stundu, vorið er komið á gluggann, vorvindar blása í okkur auðmýkt, yf- ir kraftinum í lífinu sjálfu. Flóra náttúrunnar er að vakna, árstíð kem- ur og líf kveður, víst er að Sigga er kvödd með miklum söknuði, minn- ingin lifir um ógleymanlega konu, því Sigga er ein af þessum ódauðlegu persónum í huga þeirra sem hana þekktu. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og allt sem þú gafst mér sem gerði mér svo gott. Guð geymi þig. Svavar. Guðný Sigríður Þorsteinsdóttir Síðustu mánuði ævinnar bjó Guð- mundur í vandaðri nýbyggingu á Hrafnistu. Hann naut þar góðrar umönnunar, en var erfitt um mál og hreyfingar. Við gátum þó alltaf talað saman. Síðast sagði ég honum frá komu lóunnar, það hýrnaði yfir hon- um og hann vildi vita hvar hún hefði sést. Blessuð sé minning Guðmundar. Adda Bára Sigfúsdóttir. Guðmundur Hjartarson tók að sér á umbrotatímum mörg erfiðustu verkin í hreyfingunni og flóknustu. Hann var framkvæmdastjóri Sósíal- istaflokksins um skeið. Hann safnaði fjármunum í Sigfúsarsjóð og seinna í Samtún og aftur í Sigfúsarsjóð. Hann safnaði peningum fyrir Þjóð- viljann á hverju ári og var í stuttu máli sagt sá sem safnaði, kom sá og sigraði í þeim stríðum. Þeir sem þekktu til vissu kosti hans; afburða úthald og þolgæði, yfirburði í takt- ísku mati á aðstæðum hverjar svo sem þær voru. Þessir kostir Guð- mundar Hjartarsonar voru hins veg- ar ekki metnir sem skyldi af öllum; það að hann fór með fjármuni þótti skrýtið í augum barna. Ekki síður það að hann átti drossíu, svarta, bjó í Selvogsgrunni og byggði sumarhús. Og hafði verið lögga. En fremstu for- ystumenn hreyfingarinnar treystu Guðmundi: Guðmundur er afburða- maður, sagði Einar Olgeirsson oft. Guðmundur var náinn vinur og sam- ferðamaður Lúðvíks Jósepssonar. Þegar Alþýðubandalagið í Reykjavík var að verða til þá var Guðmundur kallaður til og varð for- maður félagsins. Samstarf hans og Kjartans Ólafssonar var óvenju náið en Kjartan var þá fyrst fram- kvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, síðar Alþýðubandalagsins og svo rit- stjóri Þjóðviljans. Þeir Kjartan voru ekki líkir menn, en strengurinn á milli þeirra var sterkur og þegar ég var tekinn til manns í hreyfingunni þá sátum við þrír hundruð funda um allt milli himins og jarðar. Það voru bestu kennslustundir ævi minnar. Þegar ég kom til starfa á Þjóðvilj- anum sumarið 1968, flóttamaðurinn, þá varð til rekstrarnefnd Þjóðvilj- ans. Í henni vorum við þrír og tókum á okkur óvinsældirnar við að end- urskipuleggja blaðið. Þá er hér nefnt þrennt: Fram- kvæmdastjórn Sósíalistaflokksins á kalda stríðs árunum, formennska í Alþýðubandalaginu í Reykjavík þeg- ar félagið var í sköpun, endurskipu- lagning Þjóðviljans og fjármálaums- vif hreyfingarinnar. En fleira átti eftir að bætast við. Lúðvík gerði Guðmund að Seðlabankastjóra og hann gegndi því starfi með glæsi- brag. Seinna sátum við marga fundi heima hjá Guðmundi og Þórdísi konu hans frá Efra-Nesi ég og Jó- hannes Nordal auk Guðmundar. Þar var Lúðvík stundum með. Þá voru niðurstöðurnar skrifaðar á hvíta servíettu og skiluðu sér daginn eftir á haus viðskiptaráðuneytisins. Best var að heimsækja Guðmund og Þórdísi að Efra-Nesi þar sem þau áttu sér skjól og ræktuðu tré. Guð- mundur var félagshyggjumaður með sterkar þjóðlegar rætur. Þegar ég hugsa um Guðmund Hjartarson sit- ur hann undir málverkinu eftir Jó- hannes Jóhannesson þar sem sólin skín á fallegan hest í myndfletinum. Hann ræðir stöðuna og birtir okkur mat sitt á nauðsynlegustu verkefn- um. Málverkið er bakgrunnurinn. Þarna verður Guðmundur Hjartar- son alltaf í mínum huga. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Guðmund að á flóknum tímum. Með Guðmundi Hjartarsyni er fallinn mikill höfðingi. Svavar Gestsson. Ég kynntist Guðmundi fyrst þeg- ar hann stýrði byggingu Seðlabank- ans og það komu sprungur í veggi og gólf seðlageymslunnar sem stóð undir vatni. Ég var beðinn um að leysa það og eftir þetta varð ég sér- stakur ráðgjafi hans í öllum vanda- málum sem snertu bygginguna. Ég kynntist honum mjög vel og því hvernig hann nálgaðist lausnir með einstökum skarpleika en einnig að- ferðafræði sem örugglega var upp- runnin í pólitískri fortíð því hann ræddi gjarnan við marga ráðgjafa áður en hann tók ákvarðanir. Og honum mistókst sjaldan eða aldrei. Seinna, þegar hann var hættur í bankanum, héldum við áfram að hitt- ast því Guðmundur hringdi gjarnan og spurði hvort ég vildi ekki koma og fá mér te. Ég drekk aldrei te en í þessum heimsóknum sagði hann mér sögur úr pólitískri sögu Íslands og frá persónum sem eru samofnar þessari sögu. Þessar kennslustundir voru svo heillandi að ég gleymdi því algjörlega að ég drekk alls ekki te. Guðmundur hafði ótrúlega innsýn inn í pólitískar refskákir og virtist geta séð þær algjörlega fyrir. Hann varð á efri árum mjög harður um- hverfissinni og sagði fyrir um þá þróun að þau mál yrðu von bráðar mál málanna. Síðar fór að bera á því að hann fór að segja sömu söguna aftur og aftur og svo fækkaði símhringingunum þar sem kunnugleg rám rödd spurði hvort mig langaði ekki í te og að lok- um féllu þær alveg niður. En ég sakna þess að heyra ekki sögurnar og pólitísku greiningarnar hans Guðmundar og ég sakna þess jafnvel að drekka ekki te þó mér þyki það vont. Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur. Þegar Guðmundur Hjartarson var skipaður seðlabankastjóri á árinu 1974, skynjuðum við starfsmenn bankans fljótlega að þar var kominn svolítið öðruvísi yfirmaður – banka- stjóri sem var meira blátt áfram eða alþýðlegri í viðmóti heldur en við höfðum áður vanist. Margt hafði þó vissulega þróast í átt að frjálslegri samskiptum á undangengnum árum, en áberandi stéttamunur var í Landsbankanum, þegar ég hóf þar störf tæpum tveim áratugum fyrr, og tilhlýðilegt að þéra bankastjóra og aðra helstu yfirmenn. Guðmundi var í blóð borin rík jafnréttiskennd og mótaðist því lífs- hlaup hans mikið af jafnaðarhug- sjóninni. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og var mikils metinn af samherjum sínum í stjórnmálum og er mér kunnugt um að framámenn þar leituðu iðulega álits hjá honum þegar mikið lá við. Guðmundur hafði höfðinglega lund, en sýndi hófsemi í hvívetna og var lítið fyrir að berast á. Sem náinn samstarfsmaður til margra ára kynntist ég Guðmundi ágætlega, ekki síst á ferðalögum, en sagt er að þá kynnist fólk best. Stundum voru eiginkonur okkar með í för og kynntust við hjónin þá einnig vel hans elskulegu og geð- þekku eiginkonu, Þórdísi Þorbjarn- ardóttur, sem látin er fyrir allmörg- um árum. Áttum við saman margar ánægjulegar stundir í umræðum um lífið og tilveruna, en Guðmundur var víðlesinn og fróður og alltaf með nokkrar bækur í farteskinu. Það var líka bæði gaman og gefandi að heim- sækja þau hjónin í sumarbústað þeirra í landi Neðra-Ness í Stafholt- stungum, þar sem allt bar vott um mikla snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfinu, en þau lögðu þar drjúgan skerf til uppgræðslu á stóru landsvæði. Árið 1982 var Guðmundur skipað- ur formaður byggingarstjórnar Seðlabankans og fóru þá bygging- armálin loks að komast á skrið, en bankinn hafði búið í þröngu sambýli við Landsbankann allt frá stofnun hans 1961 og byggingaráform hans hrakist frá einni lóð til annarrar. Fórst honum formennskan vel úr hendi og áttum við einkar gott sam- starf í byggingarstjórninni þau ár sem bankinn var að rísa, þar sem leitast var við að reisa trausta og vandaða byggingu án óþarfa íburð- ar. Við vígslu hússins líkti Guðmund- ur því við listaverk og bað starfsfólk að umgangast það með tilheyrandi virðingu þó hann vonaðist til, eins og spakmælið segir, að eigandinn prýddi húsið fremur en húsið eig- andann. Vel þótti takast til með byggingu Seðlabankahússins sem hefur þjónað sínu hlutverki með ágætum og eldist vel. Undir stjórnsvið Guðmundar sem seðlabankastjóra heyrðu m.a. starfs- manna- og rekstrarmál, en öllum hagsmunamálum starfsmanna sýndi hann mikinn skilning og velvilja. Hann var góður og sanngjarn yfir- maður og mæli ég örugglega fyrir munn margra samstarfsmanna hans í Seðlabankanum þegar ég þakka Guðmundi samfylgdina og votta að- standendum samúð. Stefán G. Þórarinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.