Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MP Fjárfestingarbanki hf. birtir í dag grunnlýsingu vegna útgáfu víxla í Kauphöll Íslands. Á grundvelli lýsingarinnar verða skráðir 6 flokkar þann 20. apríl 2007, samtals að fjárhæð allt að 30 milljörðum króna í Kauphöll Íslands. Hver flokkur sem gefinn verður út er að fjárhæð allt að 5 milljörðum króna. Víxlarnir eru gefnir út í 5.000.000 kr. einingum og eru til allt að sex mánaða. Það ræðst af upphafssölu hvers flokks hvort hann verður opinn eða ekki. Fyrirhugað er að allir víxilflokkarnir verði skráðir eigi síðar en 3. desember 2007. Lýsingin er aðgengileg á heimasíðu bankans, www.mp.is, og jafnframt má nálgast eintak af henni á skrifstofu bankans að Skipholti 50d, 2. hæð, 105 Reykjavík, sími 540 3200, á tímabilinu 20. apríl 2007 til 20. apríl 2008. Reykjavík, 20. apríl 2007 MP Fjárfestingarbanki hf. TILKYNNING UM BIRTINGU LÝSINGAR          -                          . /   VIÐSKIPTIN með hlutabréfin í Glitni um páskana, er félög tengd Einari Sveinssyni og Karli Werners- syni seldu mest alla sína hluti, eru enn til meðferðar hjá Fjármálaeft- irlitinu og yfirtökunefnd kauphallar- innar. Viðar Már Matthíasson, for- maður yfirtökunefndar, segir að öflun gagna og samtöl við málsaðila standi enn yfir. Nýbúið sé að færa viðskiptin í hluthafaskrá Glitnis og fljótlega muni skýrast hvort við- skiptin þarfnist sérstakrar rann- sóknar í ljósi yfirtökureglna kaup- hallarinnar. Eftir lok viðskipta á miðvikudag var nýr listi birtur yfir 20 stærstu hluthafa Glitnis. Þar eru félög á veg- um FL Group skráð með alls 26,3% hlut en með framvirkum samningum við ýmsa banka má ætla að hluturinn sé í kringum 30%, líkt og hann er sagður í ársskýrslu FL Group hafa verið um síðustu áramót. Á listanum eru komnir nýir hluthafar eins og Saxbygg Invest og Jötunn Holding, sem er í eigu Baugs, Fons og Skot- ans Toms Hunter. Á meðfylgjandi lista eru 14 stærstu hluthafar en þar fyrir neðan koma Lífeyrissjóður verslunar- manna, Alnus, Gildi-lífeyrissjóður, Seppo Juhani Sairanen, Elliðahamar og Landsýn. Tuttugu stærstu eiga samanlagt 71,8% hlut í Glitni. Hlut- hafafundur hefur verið boðaður 30. apríl nk. þar sem tillaga verður gerð um nýja stjórn. Viðskiptin í Glitni enn til skoðunar < D E F G H I   < D E =/./+   =/. $+%(  6; B   (8 . - (8 * J-1 B(8 57+ (8 *+ (8 =/. $(8   8   4 $" - (8 *   K  ;   10L, M -  / 81 2      (( 8 *                           2 $  2 $$ ● HRANNAR Pét- ursson, sem hef- ur verið upplýs- ingafulltrúi Alcan í Straumsvík und- anfarin átta ár, hefur verið ráðinn til sambærilegra starfa hjá Voda- fone á Íslandi sem for- stöðumaður al- mannatengsla. Hætti Hrannar störf- um í Straumsvík síðasta vetrardag. Í tilkynningu frá Vodafone kemur fram að gengið hafi verið frá ráðningunni snemma árs en samkomulag gert um að Hrannar lyki ákveðnum verk- efnum hjá Alcan áður en hann kæmi til starfa hjá Vodafone. Er þar vænt- anlega m.a. átt við íbúakosningarnar í Hafnarfirði. Frá Alcan í Straums- vík til Vodafone Hrannar Pétursson ● EIGENDUR danska útgáfufyrirtæk- isins Berlingske Officin hafa ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Dato og sameina það undir merkjum Urban, sem einnig er dreift frítt. Haft er eftir Lasse Bolander hjá Berlingske Offic- in að ekki hafi reynst markaður fyrir blað eins og Dato. Stærsta vanda- málið hafi verið morgundreifing blaðsins. Hvorki lesendum né auglýs- endum hafi hugnast Dato en meiri vonir séu bundnar við Urban eftir samrunann. Um helmingi starfs- manna Dato hefur verið sagt upp. Keppinautarnir á fríblaðamarkaðnum gráta ekki örlög Dato. David Trads, ritstjóri Nyhedsavisen, sagði í dönsk- um fjölmiðlum í gær að endalok Dato kæmu sér ekki á óvart. Danska fríblaðið Dato hættir að koma út ● HAFT er eftir Hreiðari Má Sig- urðssyni, for- stjóra Kaupþings, í norska við- skiptablaðinu Dagens Nærings- liv í gær að bank- inn hafi ekki uppi áform um að eign- ast Storebrand að fullu og sækist ekki eftir stjórnarsæti. Bankinn ætli sér ekki meira en þau 20% sem hann hefur heimild fyrir frá norska fjármálaeftirlitinu en bankinn á rúm 15% í Storebrand. Þá segist Hreiðar Már ekki vera sömu skoðunar og eft- irlitið um að Kaupþing sé of áhættu- sækinn banki og reynslulítill í trygg- ingastarfsemi til að eignast 25% hlut í Storebrand. Er haft eftir Hreiðari Má að Kaupþing sé ekki íslenskur banki heldur norður-evrópskur. Kaupþing mun ekki eignast Storebrand Hreiðar Már Sigurðsson FYRIRTÆKIÐ Lýsi hf. fékk í gær Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2007. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Katrínu Pétursdóttur, for- stjóra Lýsis, verðlaunin en þau voru veitt í nítjánda sinn. Valur Valsson, formaður úthlut- unarnefndar, sagði m.a. í ávarpi sínu að Lýsi fengi verðlaunin fyrir einstakan árangur sem fyrirtækið hefði náð í sölu- og markaðsmálum á afurðum úr lýsi. Fyrirtækið væri góður fulltrúi fyrir þann vaxandi fjölda íslenskra fyrirtækja, sem haslaði sér völl á alþjóðlegum neyt- endamarkaði. Áætluð sala Lýsis á árinu losar tvo milljarða króna og vörurnar eru í boði í 67 löndum. Fyrir fjórum árum var velta Lýsis um 800 milljónir króna. Verðlaunagripurinn í ár var gerður af Leifi Breiðfjörð myndlist- armanni og nefnist Kjarni. Útflutningsverðlaunin til Lýsis Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÞETTA HELST ... ● VEGNA sumardagsins fyrsta var lokað í kauphöll OMX á Íslandi og því engin viðskipti þar í gær. Hins vegar voru allar aðrar kauphallir heims opnar. Í flestum þeirra urðu óveru- legar breytingar á hlutabréfaverði. Í kauphöllunum í Kaupmannahöfn og Helsinki urðu lítilsháttar hækkanir á hlutabréfavísitölunum en lækkanir í Stokkhólmi og Osló. Lokað í kauphöll TEKIST hefur samkomulag milli Ís- lands og Indlands um gerð tvískött- unarsamnings, að því er fram kemur í vefriti utanríkisráðuneytisins, Stiklum. Þar segir að samningsdrög- in hafi verið árituð af formönnum samninganefndanna á fundi sem haldinn var í Reykjavík í lok mars síðastliðins. Stefnt er að því að samningurinn verði undirritaður eins fljótt og auðið er. Nær hann aðeins til tekjuskatta og helstu efnisatriði samningsins varða 10% afdráttarskatt af arði, vöxtum og þóknunum. Í Stiklum segir að Indland hafi tekið upp sérstakt takmarkandi ákvæði sem ætlað sé að tryggja að einungis þeir skattaðilar sem upp- fylla skilyrði njóti ívilnana samn- ingsins. Jafnframt var samið um upplýs- ingaskipti á milli landanna varðandi þá skatta sem samningurinn nær til, svo og um aðstoð við innheimtu skatta. Samkvæmt samningsdrög- unum verður svonefndri frádráttar- aðferð beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun tekna. Talið er að gerð samningsins geti skipt miklu fyrir útrás íslenskra fyr- irtækja til Indlands. Samið um tví- sköttun Drög að samningi gerð við Indland Tvísköttun Með samningi við Ind- verja gætu viðskipti við þá aukist. ● AÐ mati Fjármálaeftirlitsins (FME) er regluvarsla almennt í góðu lagi hjá Akureyrarbæ og KEA. FME gerði fyrr á árinu reglubundna úttekt á fram- kvæmd reglna um meðferð inn- herjaupplýsinga og viðskipta inn- herja vegna skráðra skuldabréfa hjá báðum þessum fyrirtækjum. Það kemur hins vegar fram í úttektinni að bent hafi verið á nokkur atriði sem betur mega fara, einkum hjá Akureyr- arbæ. Regluvarsla í lagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.