Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 47 MINNINGAR ✝ RósamundaIngimarsdóttir fæddist í Fremri- Hnífsdal í N- Ísafjarðarsýslu 16. september 1915. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 12. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingimar Bjarnason frá Tannanesi í Ön- undarfirði, skip- stjóri, útvegsbóndi og oddviti í Fremri- Hnífsdal, f. 8. maí 1877, d. 9. júní 1949, og Halldóra Margrét Hall- dórsdóttir, húsfreyja frá Fremri- Hnífsdal, f. 30. apríl 1874, d. 25. ágúst 1933. Systkini Rósamundu eru börn þeirra Sigurður Guðni og Guðbjörg Rósa og barnabörnin sex. 2) Ingimar lögfræðingur, f. 18. maí 1945, kvæntur Sigrúnu Guðnadóttur líffræðingi og eru dætur þeirra Guðný Rósa, Álfheið- ur og Halldóra og barnabörnin sex. 3) Halldór rafeindavirki, f. 26. júlí 1953, kvæntur Jónínu Þ. Stef- ánsdóttur matvælafræðingi og eru börn þeirra Berglind Rósa, Hug- rún Jórunn og Bjarni Guðni. Rósamunda ólst upp í Fremri- Hnífsdal og í Hnífsdal eftir lát móður sinnar. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni að skyldunámi loknu. Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt og starf- aði þar við sauma en lengst af hjá sælgætisgerðinni Nóa-Síríusi hf. uns hún eignaðist sitt fyrsta barn. Eftir það sinnti hún húsmóð- urstörfum. Rósamunda dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ við mjög gott atlæti síðustu árin. Útför Rósamundu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. voru Elías Kjartan forstjóri, f. 1903, d. 1965, Halldór skip- stjóri, f. 1905, d. 1971, Bjarni skip- stjóri, f. 1909, d. 1988, Margrét hús- móðir, f. 1911, d. 1998, og Ingimar skrifstofumaður, f. 1912, d. 1978. Rósamunda giftist hinn 24. maí 1941 Sigurði G. Ísólfssyni úrsmíðameistara og organista, f. 10. júlí 1908, d. 31. júlí 1992. Þau eign- uðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Ísólfur viðskiptafræðingur, f. 5. febrúar 1944, kvæntur Áslaugu Guð- björnsdóttur bankastarfsmanni og Í dag verður til moldar borin hjart- kær tengdamóðir mín, Rósamunda Ingimarsdóttir. Hún lést nýverið í hárri elli, á nítugasta og öðru aldurs- ári. Rósa var Vestfirðingur í húð og hár, fædd og uppalin í Fremri-Hnífs- dal, yngst sex systkina, en þar bjuggu foreldrar hennar og áður móðurforeldrar. Faðir hennar hafði ýmsu að sinna, var skipstjóri, útvegs- bóndi og oddviti Eyrarsveitar um langt skeið, auk þess sem hann sinnti uppfræðslu ýmissa, einkum sjó- manna, en þar var hann brautryðj- andi. Hann var einnig mikill baráttu- maður fyrir bættum kjörum alþýðunnar og var stofnandi og for- maður fyrsta verkalýðsfélagsins í Hnífsdal, sem var eitt fyrsta félag sinnar tegundar. Viðhorf Rósu til þjóðfélagsmála voru mjög mótuð af þeim uppvexti. Rósa stundaði hefðbundið nám fyrir vestan en fór síðan til náms við Héraðsskólann á Laugarvatni. Ekki varð skólagangan löng en hún minnt- ist alla tíð hinna góðu daga á Laug- arvatni og henni var mikið í mun að afkomendurnir stæðu sig vel í öllu sem þeir tækju sér fyrir hendur og helst að þeir öfluðu sér góðrar menntunar. Þegar ég kynntist þeim hjónum, Rósu og Sigurði, bjuggu þau í Eski- hlíð 11. Bar heimili þeirra vott snyrti- mennsku og myndarskapar Rósu sem bar hitann og þungann af heim- ilishaldinu, enda tengdapabbi bæði í fullu starfi sem úrsmíðameistari Raf- magnsveitu Reykjavíkur og með eig- ið úrsmíðaverkstæði heima, auk þess sem hann var organisti Fríkirkjunn- ar í á fimmta áratug. Auk sona þeirra þriggja voru oft- sinnis hinir ýmsu gestir, skyldir sem óskyldir, þar í heimili um lengri eða skemmri tíma; þar sem er hjartarúm er alltaf húsrúm. Þegar við hjónin bjuggum hjá þeim milli íbúða um nokkurra vikna skeið með elstu dóttur okkar á fyrsta ári var ekki við það komandi að ég tæki nokkurn þátt í heimilishaldinu, ég hefði víst nóg að gera og það mun- aði engu fyrir Rósu þótt við værum þarna þrjú aukalega. Eins var það þegar við fjölskyldan fórum í náms- dvöl til Svíþjóðar. Amma mín var þá á níræðisaldri og inniliggjandi á sjúkrahúsi og hafði ekki vísa dvöl á elliheimili að því loknu. Rósa tók ekki í mál að við breyttum okkar plönum heldur sagði: „Þið haldið bara ykkar striki, ef hún verður send heim getur hún bara komið hingað.“ Svona var Rósa, alltaf tilbúin til að bjóða fram hjálp. Hún hafði gaman af að taka í spil og eru þeir ófáir Maríasarnir sem við höfum spilað í gegn um tíðina. Hún missti mikið þegar tengda- pabbi féll frá og urðu dagarnir þá langir. Síðustu tíu árin bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ við einstakt atlæti og umönnun sem ég vil þakka af heilum hug. Blessuð sé minning Rósu með þökk fyrir allt og allt. Sigrún. Sól fer eldi um svanatjarnir og silfurvoga, rennir sér bak við reginhafið í rauðum loga. Söknuð vekja síðustu geislar sólarlagsins. En svefnveig dreypir í sálir jarðar systir dagsins. Bregður á landið brosi mildu frá blómi og stráum. Vornóttin laugar vængi sína í vogum bláum. Fegurstu perlur fjaðra sinna hún foldinni gefur. Aldan niðar við unnarsteina, og Ísland sefur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Fallin er frá elskuleg amma okkar, Rósa. Hún fékk hinstu hvílu í friði og fegurð, sátt við Guð og menn eftir farsæla ævi. Hjá henni var ætíð hver gestur sem kóngur um stund. Til hennar mátti sækja birtu í bernsku, þrótt á unglingsárum og ástúð alla tíð. Við afkomendurnir vorum henni allt og markmið hennar að fá okkur til að blómstra. Stuttu eftir andlát afa þegar ein okkar kom í heimsókn heilsaði hún þeim báðum, hló svo við og sagðist fullviss þess að hafa séð afa fylgja henni inn um dyrnar. Nú fylgja þau okkur bæði. Ástúð þeirra er okkar styrkur. Lífssýn þeirra okkar mark- mið. Við kveðjum ömmu Rósu í auð- mýkt með ævarandi þakklæti. Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (Snorri Hjartarson.) Guðný Rósa, Álfa, Halldóra og fjölskyldur. R-ó-s-a-m-m-a (Rósam.) Las ég, nýorðin læs, á skiltinu á hurðinni í Eskihlíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. Ekki hvarflaði að mér, þar sem ég stóð á tánum að reyna að sjá inn um bréfalúguna hvort einhver væri að koma til dyra, að m-ið væri skammstöfun fyrir eitthvað annað. Þú varst amma Rósa og ekki vit í öðru en að merkja hurðina nákvæm- lega þannig. Það var svo gaman að koma í Eski- hlíðina. Oftar en ekki þurftum við að hleypa okkur sjálfum inn þar sem þú varst of upptekin við að leggja kapal við stofuborðið með útvarpið örlítið of hátt stillt til að heyra í bjöllunni. Alltaf tókstu brosandi á móti okkur. Þú varst alltaf svo kát og glöð. Þegar ég kom í pössun í Eskihlíð- ina mátti vart á milli sjá hver var að hafa ofan af fyrir hverjum, enda marías spilaður út í eitt. Það var allt- af mikið kappsmál að teikna nýja mynd til að eiga nýjustu myndina á veggnum undir lampanum í stofunni og glamra á píanóið til að sýna ykkur afa hvað ég hafði lært í tónlistarskól- anum. Það hafa varla þótt ljúfir tónar á heimili organistans, en þið voruð alltaf jafn hrifin. Fyrir kaffitímann gegndi ég svo því ábyrgðarfulla hlut- verki að fara út í búð og kaupa inn fyrir kaffið. Mikið fannst mér ég stór. Þó eflaust hafi oftast allt verið til, en þú fullvissaðir mig um að það vantaði eina köku, appelsín eða opal í viðbót. Alltaf áttirðu appelsín og opal. Enn þann dag í dag finnst mér hálfgert svindl að kaupa þessa hluti sjálf úti í búð. Það er svo margt sem er ekki ekta nema hjá ömmu Rósu. Í hvert skipti sem ég sé rauðan ópal, appels- ín, ísblóm eða jólaköku, í hvert skipti sem ég spila marías, og í hvert skipti sem ég á eftir að hlaupa aftur inn í íbúð til að athuga hvort ég hafi ekki örugglega slökkt á hellunum eða læst hurðinni, á ég eftir að hugsa til þín. Elsku amma, þið afi gáfuð okkur svo stóra og yndislega fjölskyldu sem mér þykir svo óendanlega vænt um. Þið óluð upp fyrir mig besta pabba sem völ er á í heiminum, og ef ég næ að gera hálft eins vel í framtíðinni verð ég sátt. Það er ofboðslega sárt að þú sért farin, en gott að vita að þér líður betur. Ég geymi minninguna um fallegu, brosandi og kátu ömmu Rósu með spilastokk í hönd þangað til að við hittumst aftur. Elsku amma, Guð geymi þig. Berglind Rósa. Nú ertu farin úr þessum heimi, elsku amma okkar, og þrátt fyrir há- an aldur og að komið hafi verið að leiðarlokum á þinni lífsleið, er kveðjustundin ekki auðveld. Á slíkri stundu verða allar minningarnar sem við eigum úr Eskihlíðinni, með þér og afa, ljóslifandi. Þú varst viljasterk og ákveðin kona og hafðir góða reglu á öllu. Við bræðrabörnin vorum þér hugleikin, og var okkur ætíð fagnað í hvert sinn sem við komum til ykkar. Ófá voru skiptin sem við komum í há- degismat til ykkar, eða gistum hjá ykkur, þegar við fylgdum eftir skóla- göngu okkar, eða þurftum að eiga af- drep hjá ykkur. Þú hafðir mikinn áhuga á skólagöngu okkar allra, og hvattir okkur til að stunda skólann. Oft hafðirðu orð á því að við ættum að fara í læknisfræði eða stærðfræði, en þrátt fyrir að ekkert okkar hafi ratað í það, höfum við öll orðið að manni og ræst vel úr okkur öllum, og er það efalaust í okkar huga að sú ástúð og umhyggja sem þið afi sýnd- uð okkur hafi gert okkur að betri og sterkari einstaklingum en ella. Barnabarnabörnin eru orðin 12 og hafðir þú alltaf ánægju af þeim og þá sérstaklega í seinni tíð, þrátt fyrir að minnið væri kannski ekki eins og það var fyrir nokkrum árum. Ánægjan skein úr andliti þínu þeg- ar við komum með börnin okkar í heimsókn til þín, og varstu jafnan spurul um þau og við þau. Þú hafðir einstaklega gaman af því að spila. Þar var Marías í sérstöku uppáhaldi, og oftar en ekki settumst við niður og tókum nokkur spil, og ef það hallaði á annan aðilann að spili loknu, voru oft tekin nokkur spil til viðbótar til að jafna leikinn. Þú varst einstaklega lagin við að rækta fjölskyldutengslin. Öll að- fangadagskvöldin sem haldin voru í Eskihlíðinni, þar sem öll fjölskyldan kom saman, líða okkur seint úr minni. Einnig minnumst við allra ferðanna í Munaðarnesið, Varma- hlíðina og allra fjölskylduboðanna. Hjá ykkur hjónum var jafnan gest- kvæmt og alltaf tekið vel á móti öll- um. Þið voruð góð heim að sækja og vinamörg og kynntumst við mörgum skemmtilegum og hugljúfum ein- staklingum fyrir vikið. Kæra amma, nú ert þú farin á vit nýrra ævintýra og komin yfir á ann- að tilverustig. Okkar helsta ósk er að þú hittir fyrir afa og að saman eigið þið ljúfar stundir á nýjum stað. Takk fyrir allar minningarnar og samverustundirnar sem þú hefur gefið okkur. Minningarnar eru ljúf- ar, við minnumst þín með söknuði og erum þakklát fyrir allar stundirnar sem þú hefur gefið okkur. Þín elskandi ömmubörn, Guðbjörg Rósa Ísólfsdóttir og Sigurður Guðni Ísólfsson. Rósamunda Ingimarsdóttir ólst upp meðal fimm eldri systkina sinna. Börnin í Fremri-Hnífsdal þurftu að fara þó nokkra vegalengd til þess að komast í barnaskóla. Í þá daga, löngu fyrir tilkomu skólabíla, var það ekki talið neitt tiltökumál, þótt börn þyrftu að leggja það á sig að fara daglega fótgangandi til að sækja skóla og þá í misjöfnum veðrum, sem oft verða á Vestfjörðum. Þetta var hluti af lífsbaráttunni, sem börnin tóku þátt í. Rósamunda var glæsileg og vel gefin kona. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hún giftist árið 1941 Sigurði G. Ísólfssyni, sem fæddur var þann 10. júlí 1908. Með þeim í heimili á fyrstu hjúskap- arárum þeirra hjóna var Sigríður Magnúsdóttir, ljósmóðir frá Vota- mýri á Skeiðum. Hún dvaldi hjá þeim á meðan hún lifði. Sigríður var fóst- urmóðir Sigurðar. Í þá daga var það mun algengara en síðar varð, að fleiri kynslóðir byggju saman á heimili. Rósamunda og Sigurður eignuðust þrjá syni. Afkomendur þeirra eru nú orðnir 23. Sigurður var gæddur ríkum tón- listarhæfileikum, sem komu fram strax á bernskuárum hans. Hans verður lengi minnst sem organista við Fríkirkjuna í Reykjavík. Því starfi sinnti hann í um 44 ár. Sig- urður lést 31. júlí 1992. Það var á árinu 1948, að ég und- irritaður, þá tólf ára, kynntist fyrst þeim hjónum, Rósamundu og Sig- urði. Þau kynni héldust óslitið meðan þau lifðu. Einnig hafa góð kynni mín og samskipti við syni þeirra og fjöl- skyldur þeirra viðhaldist í gegnum árin. Á því ári hóf ég nám hjá Sigurði í píanóleik. Á þessum tíma var ekki til píanó á heimili foreldra minna, heldur var þar lítið orgelharmóníum. Sem dæmi um þá hjálpsemi og þann velvilja sem þau hjón sýndu mér strax við fyrstu kynni, vil ég fá að segja frá því hér, að þau opnuðu heimili sitt og buðu mér að koma til að æfa mig á það píanó sem þar var. Sigurður tók því ekki aðeins að sér að vera kennari minn í píanóleik, heldur opnuðu þau hjónin líka heimili sitt til þess að ég gæti æft mig þar undir pí- anótímana. Sigurður var góður tón- listarkennari. Hans ljúfleiki og upp- örvandi framkoma þeirra hjóna hafði góð áhrif á mig. Eftir að hafa verið í píanónámi hjá Sigurði í tvö til þrjú ár, hóf ég hjá honum orgelnám. Rósamunda bjó Sigurði og sonum þeirra vistlegt og hlýlegt heimili. Það fór ekki fram hjá neinum, sem sótti þau heim, að á heimili þeirra ríkti gagnkvæm virðing og hlýja, þeirra í milli. Þau voru góð og gestrisin heim að sækja og vildu öllum hið besta. Það var gott að leita til þeirra um álit og góð ráð, þegar taka þurfti ákvarð- anir í mikilvægum málum. Ég tel, að það hafi verið eitt mitt mesta gæfu- spor í lífi mínu að fá að kynnast þeim hjónum og fá að njóta þeirrar við- kynningar við þau í áraraðir. Þau litu á mig sem einn meðlim í fjölskyld- unni. Fyrir þetta allt vil ég þakka af öllu hjarta. Sonum þeirra hjóna, mökum þeirra, börnum þeirra og mökum, og barnabörnum votta ég samúð mína og bið góðan Guð að blessa þau öll ríkulega. Guðmundur E. Erlendsson. Í dag verður lögð til hinstu hvíldar frú Rósamunda Ingimarsdóttir hús- freyja, fyrrum að Eskihlíð 11, Reykjavík, ekkja Sigurðar Ísólfsson- ar, organista og tónskálds. Með henni er gengin ein glæsilegasta hús- freyja Reykjavíkur 20. aldarinnar, sem stjórnaði og rak ásamt manni sínum alkunnugt menningar- og tón- listarheimili í höfuðstað landsins til fjölda ára. Hún hét Rósamunda fullu nafni og komin af merkisfólki af Vestfjörðum, frá Fremri Hnífsdal, en notaði oft aðeins fyrrihluta nafns síns og þannig varð hún, jafnvel í munni nauðkunnugra, Rósa – rós þessa glaðværa heimilis þar sem gestrisni og tónlistarlíf var ríkjandi flestum stundum. Það leiddi óhjá- kvæmilega af starfi eiginmanns Rósu sem organista við aðra aðalkirkju landsins, að heimili þeirra var jafnan sem opið hús ótal tónlistarmönnum, sem sóttu þangað bæði til nauðsyn- lega æfinga, fróðleiks og skemmtun- ar og það á fleiri sviðum. Sigurður var ekki einungis hámenntaður org- anisti og tónskáld, heldur einnig út- lærður úrsmiður og bráðflinkur við margs konar handverk önnur þar sem listræna tækni þurfti til. Í þess- um efnum voru þau Rósa mjög sam- hent og samtaka enda mátti segja að heimili þeirra væri jafnan í „spariföt- unum.“ Sá sem pikkar hér á tölvu kynntist þeim Rósu og Sigurði ekki fyrr en við, – synir þeirra – urðum fé- lagar og vinir og sönglíf dró okkur æ meir saman. Þau kynni urðu sífellt nánari sem lengra leið. Frá mér og mínum eru því að lokum fluttar al- úðarþakkir fyrir löng og ógleyman- leg kynni langrar vináttu og samúð- arkveðjur til þeirra sem syrgja. Egill Jónasson Stardal. Rósamunda Ingimarsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.