Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 30
matur 30 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g er einn þeirra, sem sjaldan styðst við upp- skriftir og get því aldrei eldað sama matinn ná- kvæmlega eins aftur. Það er auðvitað ákveðinn „sjarmi“ yfir því að vera slumpari með fjölbreytn- ina í fyrirrúmi,“ segir Þórhallur Vil- hjálmsson, matgæðingur og lögfræð- ingur í forsætisráðuneytinu, sem segist lengi hafa haft áhuga á matseld og bakstri. Þórhallur segist sinna áhugamáli þessu minna nú en áður, en ákvað engu að síður að deila uppáhalds upp- skriftunum sínum með lesendum Daglegs lífs. „Ég lít á matseldina fyrst og fremst sem afslöppun heima fyrir. Það er svo skemmtilegt að tína út úr ísskápnum það sem til er, láta hugann reika og gera alls konar tilraunir. Ég er til dæmis búinn að vera mjög upptekinn af lambahjörtum í vetur. Það er mjög ódýr matur, en einkar áhugavert hrá- efni. Eftir að hafa fituhreinsað hjört- un og skorið í burtu lokurnar er gott að skera þau niður í mjóa strimla, sem látnir eru liggja um tíma í límónu-safa með saxaðri engiferrót. Strimlarnir eru síðan léttsteiktir á pönnu og í lok- in er gott að bæta slettu af mango chutney út á pönnuna. Hjörtun eru þá komin með asískan keim og eru góð með hrísgrjónum,“ segir Þórhallur. Leynitrixið er heita vatnið Þegar Daglegt líf bar að garði á heimili Þórhalls að kvöldi síðasta vetr- ardags var hann að elda dýrindis tóm- atsúpu. „Þegar ég var í framhalds- námi í Danmörku veturinn 1994–95 sá ég eitt sinn sjónvarpsþátt með ensk- um matargerðarmanni sem staddur var í Feneyjum og útbjó hann girni- lega tómatsúpu um borð í sérútbúnum gondóla. Leyndarmálið við súpugerð- ina sýndist mér vera það að hella sjóð- andi heitu vatninu yfir grænmetið, sem áður hafði verið mýkt í stórum potti og í lokin að setja nógu mikið laufkrydd út í rétt áður en súpan er borin fram. Í stað tómatanna hef ég stundum haft blómkál og brokkólí eða svínagúllas til að gera súpuna mat- armeiri ásamt austurlensku nið- ursoðnu grænmeti á borð við bambus- sprota, barnamaís og núðlur.“ Árlegar sveppatínsluferðir Þórhalli finnst gaman að silungs- veiði og veiðir gjarnan sína fiska í Þingvallavatni eða í Hlíðarvatni aust- ur í Selvogi. Og hann er venjulega við eldavélina þegar fiskur er á matseðli heimilisins. „Ég rakst á ítalska uppskrift fyrir nokkru að steiktum smásilungi sem ég hef mikið dálæti á. Í reynd má þó nota hvaða fisk sem er. Þorskhnakkar eru voðalega góðir og svo hefur mér fundist hlýrinn áhugaverður matur.“ Svepparísotto er líka í miklu uppá- haldi hjá Þórhalli enda fer hann ásamt konu sinni Sólveigu Bjarna- dóttur í árlegar sveppatínsluferðir á haustin, ýmist í Heiðmörk eða Öskju- hlíð. Tómatsúpa (fyrir fjóra) Um 30 g íslenskt smjör og 2–3 mat- skeiðar ólífuolía. 1 bufflaukur eða hótellaukur 2 súputeningar, t.d. einn grænmetis- og einn svínateningur 2–3 gulrætur 2–3 sellerístönglar Morgunblaðið/Árni Sæberg Matgæðingur Þórhallur nær ekki að sinna eldamennskunni jafn oft og hann gerði áður fyrr, en hann lítur á matseldina sem afslöppun. Súpugerð Smátt skornu laufkryddinu er bætt saman við súpuna í þá mund sem hún er að verða tilbúin. Ákveðinn „sjarmi“ yfir að vera slumpari Þórhallur Vilhjálmsson er mikill matgæðingur sem tínir sína eigin sveppi, en á erfitt með að fylgja uppskriftum. Jóhanna Ingvarsdóttir rann á lyktina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.