Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Davíð Þórð-arson, múr- arameistari frá Siglufirði, fæddist 29. september 1915. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum að kveldi dags 12. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórður Guðni Jó- hannesson, tré- smíðameistari á Sauðárkróki, f. 13.7. 1890, d. 15.3. 1978, og Þórunn Ólafsdóttir húsmóðir, f. 14.4. 1884, d. 28.11. 1972. Fóstur- foreldrar hans voru Guðmundur Davíðsson, hreppstjóri og Ólöf Einarsdóttir, húsfreyja á Hraunum í Fljótum í Skagafirði. Þau tóku Davíð í fóstur á öðru aldursári og ólst hann upp á Hraunum til 15 ára aldurs. Systkini Davíðs eru Björn, f. 1913, d. 2006, Sigríður Dídí, f. 1917, d. 2002, Jóhannes, f. 1920, Auður, f. 1921, d. 1928 og Nanna, f. 1923, d. 2005. Systir Davíðs, sam- mæðra, Jóhanna Pétursdóttir, f. 1904, d. 1970, og systir hans, sam- feðra, er Anna Pálína, f. 1935. Davíð kvæntist 29. maí 1937 Sig- urjónu Sigurðardóttur, f. 8.2. 1919, 1988. 4) Þórður Davíð, f. 19.1. 1962, maki Ragnheiður Inga Sig- urðardóttir, f. 3.8. 1963. Börn þeirra eru Sigurður Ingi, f. 12.10. 1992, og Birta Ósk, f. 27.3. 2001. Afabörn Davíðs eru sautján, lang- afabörnin tólf og langalangafa- börnin tvö. Davíð lærði múrverk á Siglufirði hjá Ólafi Þórkatli Pálssyni og lauk þar sveinsprófi 1939. Davíð stund- aði hleðslu á eldföstum steini í þurrkofna fiskimjölsverksmiðja víðsvegar vegar um land á árunum 1931–1960, en lagði síðan fyrir sig arin- og vegghleðslu úr íslensku hrauni og Drápuhlíðargrjóti. Dav- íð byggði hús, m.a. í Reykjavík, Garðabæ og Keflavík. Hann byggði tveggja hæða íshús á Siglu- firði fyrir Ísafold hf. 1942 og var meistari að byggingu Rannsókn- arstöðvarinnar á Keldnaholti. Hann var formaður prófanefndar á Siglufirði árið 1940. Davíð stund- aði glerlist á efri árum. Hann hóf að læra glerskurð hjá dóttur sinni, Ólöfu, og gerði listmuni úr steindu gleri. Á áttugasta og fyrsta aldurs- ári hóf hann að læra glerbræðslu, og var með sýningu á verkum sín- um í Gallerý Nýhöfn 1998. Einnig var Davíð með sýningu árið 2003, þá 88 ára, í Gallerý Brák í Brák- arey. Davíð verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. d. 2001. Börn þeirra eru: 1) Sigrún, f. 2.9. 1937, gift Hauki Helgasyni, f. 1933. Börn hennar eru Anna Sigrún, f. 15.12. 1958, Steinunn, f. 20.11. 1960, og Vil- hjálmur, f. 7.1. 1969. 2) Guðmundur, f. 9.10. 1942. Börn hans eru Davíð, f. 25.3. 1963, Þórleif, f. 16.12. 1961, Una Dögg, f. 6.3. 1977, og Daði Már, f. 21.1. 1981. Davíð og Sigurjóna skildu. Davíð hóf sambúð með Lísbet Sigurðardóttur, f. 15.9. 1920, þau gengu í hjónaband á gamlársdag 1965. Börn þeirra eru: 1) Þórunn Hulda, f. 22.7. 1954, gift Ómari Wieth, f. 18.5. 1953. Sonur Þór- unnar er Davíð, f. 14.2. 1975. Son- ur Þórunnar og Ómars er Hlynur Örn, f. 12.12. 1996. 2) Ólöf Sigríð- ur, f. 29.11. 1956. Börn hennar eru Ívar, f. 29.3. 1975, Ásmundur Örn, f. 27.12. 1980, Hálfdán Helgi, f. 16.8. 1984, og Lísbet, f. 10.8. 1985. 3) Svana Lísa, f. 8.4. 1960, gift Andrési Fr. Gíslasyni, f. 2.11. 1962. Börn Svönu Lísu eru Sara Ósk, f. 16.4. 1987, og Kristófer, f. 8.10. Í dag langar mig að kveðja ynd- islegan föður minn, Davíð Þórðar- son, með fáeinum minningabrotum. Við systkinin höfðum vakað yfir hon- um síðasta sólarhringinn sem hann lifði og þar til yfir lauk. Pabbi lést að kveldi fimmtudagsins 12. apríl á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum, en hann hafði veikst um páskana. Næstu tvo sólarhringa á eftir virtist hann ætla að ná sér en veiktist síðan á ný aðfaranótt fimmtudagsins og var látinn um kvöldið. Það var líkt honum að taka aðeins stuttan tíma í þetta ferli. Hans lífsstíll var „núið“. Þegar ég læt hugann reika til baka var faðir minn fyrst og fremst maður augnabliksins. Það sem var sagt og gert stóð eins og bókstafur. Góð- mennska, heiðarleiki, traust, vandað verk og sterkar vindhviður við og við er mynd sem ég geymi nú með mér af minningu hans. Pabbi var afar fylginn sjálfum sér og stóð alltaf með sínum hugsjónum og skoðunum. Oft var leitað til hans bæði af fjölskyldu og vinum því hann var afar gestris- inn og bóngóður maður. Í öllum sín- um verkum, s.s. í múrverki, grjóti og gleri, var hann millimetramaður og fannst hann ætíð geta gert betur. Hugur hans var sístarfandi. Hann var m.a. búinn að skipuleggja fyrir sumarið, á sínu 91. aldursári, ótal hugmyndir að útfærslu á verkum, glerskurði, veiðiferðum í árnar og heimsókn til Siglufjarðar. Árið 2005 hafði pabbi dottið og fengið heila- blæðingu. Tvisvar sinnum var hon- um ekki hugað líf á þeim tíma. En hann var baráttumaður í eðli sínu og náði sér þokkalega á strik þrátt fyrir að líkaminn væri slitinn eftir erfiða vinnu á lífsgöngunni. Pabbi var frá Siglufirði og fékk hver sá að heyra það sem vildi því hann var mjög stoltur af uppruna sínum. Þegar hann var tveggja ára var hann tekinn í fóstur af hjónunum Guðmundi Davíðssyni hreppstjóra og konu hans Ólöfu Einarsdóttur húsfrú, sem bjuggu á Hraunum í Fljótum í Skagafirði. Þar átti pabbi yndislega æsku. Hann minntist ætíð fósturforeldra sinna með elsku og væntumþykju og sagði mér oft sögur af fóstra sínum, sem var mikill vel- gjörðarmaður í sveitinni. Var honum einum lagið að skera úr þrætu- og deilumálum manna á milli. Oftsinnis léði hann lítilmagnanum einnig hjálparhönd. Það var ætíð gest- kvæmt á Hraunum, engum var út- hýst og skipti þá ekki máli hvort menn voru af háum eða lágum stig- um. Þar kom fósturmóðir hans til skjalanna. Hún var mikil jurtakona og fræddi föður minn um heiti og mikilvægi þeirra. Einnig var hún góður ræktandi og var með stóran matjurtagarð ekki fjarri húsinu. Á sínum yngri árum var pabbi mikill hestamaður og átti töluvert hestastóð. Hann fór í útreiðar um sveitir og gerði sér glaðan dag með sveitungum sínum. Honum fannst gaman að fara á skíði og var dugleg- ur veiðimaður. Seinna meir tók hann þátt í hinu mikla síldarævintýri og var þá vel tekið til hendinni og oft glatt á hjalla. Að lokum vil ég geta þess að faðir minn reyndist börnunum mínum, Söru og Kristofer, ekki aðeins góður afi heldur afar góður vinur. Sérstak- lega myndaðist sterkt og einlægt samband á milli hans og Kristofers og dvaldi afadrengurinn löngum stundum hjá ömmu sinni og afa. Mikil og djúpstæð vinátta myndaðist á milli hans og pabba þegar hann dvaldi hjá þeim aðra hverja helgi frá átta ára aldri og fram á sautjánda ár. Dagsverki föður míns er nú lokið. Hann hefur skilið eftir sig yndislega flóru lífsins, þ.e. börnin hans sex að tölu og afkomendur. Mynd og minn- ing í huga okkar og annarra sam- ferðamanna er af stórbrotnum bar- áttumanni sem var fylginn sjálfum sér í stífpressuðum buxum, hvítri skyrtu, með bindi við öll tækifæri hvort heldur þegar hann var heima við, í vinnu, við múrverk, í grjóti eða gleri, við veiðar í ám eða við kosn- ingakaffi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hvarvetna var tekið eftir honum fyrir myndugleik í framkomu og orðavali. Hann hafði skoðanir á ýmsum dægur- og heimsmálum fram á síðasta dag. Blessuð sé minning þín elsku pabbi. Þín dóttir, Svana Lísa. Davíð varð 91 árs – af þeim þekkt- umst við í 13. Það er ekki langur tími af svo langri ævi. Samt tókst með okkur góð vinátta þótt aldursmun- urinn væri nærri hálf öld. Hann var tíður gestur á heimili okkar frænda síns Jóns Finns og lét mikið með dóttur okkar hana Margréti Finn- eyju. Aldrei séð fallegra nýfætt barn – sagði hann. Við foreldrarnir vorum sama sinnis og hann hvað það varð- aði. Saga Jóns Finns endaði fyrir 4 árum og saknaði Davíð frænda síns og vinar eins og var um fleiri. Hann bar umhyggju fyrir okkur Margréti og kom í heimsókn á meðan hann gat ekið og jafnvel tók hann leigubíl til okkar ef honum datt það í hug. Hon- um var umhugað um líðan okkar og afdrif – og ég veit að hann saknaði þess að geta ekki litið til okkar þegar því lauk. Davíð bar ekki tilfinningar sínar á torg og hafði að margra mati dálítið hrjúfan skráp, en mér sýndi hann stundum inn fyrir skrápinn og kunni ég vel að meta það. Hann var skemmtilegur gestur og minnugur með afbrigðum, sagði skemmtilegar sögur og einnig kunni hann kynstur af vísum sem hann gjarnan fór með. Ég kveð Davíð með söknuði en ég veit að nú geta þeir frændur gengið saman um grundirnar grænu og gantast eins og forðum. Elsku Bettý og aðrir ástvinir Dav- íðs, innilegar samúðarkveðjur. Ólafía M. Guðmundsdóttir. Davíð Þórðarson ✝ Guðríður Eras-musdóttir fædd- ist á Leiðvöllum í Meðallandi í V- Skaftafellssýslu 25. febrúar 1913. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Erasmus Árna- son, f. á Undirhrauni í Meðallandi 4. júní 1873, d. 26. nóv- ember 1953, og kona hans Ragnhildur Sveinsdóttir, f. á Sandfelli í Öræf- um 6. september 1884, d. 18. júlí 1969. Systkini Guðríðar voru 12: Gunnar Waage, f. 15. desember 1965. Sonur Gunnars frá fyrra hjónabandi er Helgi Saul, f. í Mexíkó 7. ágúst 1997. Eiginkona Gunnars er Lísa Björk Ingólfs- dóttir, f. 12. júlí 1966. Dóttir þeirra er Lilja Aleta, f. 1. júlí 2006. Börn Lísu af fyrra hjónabandi eru: Barði, f. 28. júní 1989, og Rannveig Birna, f. 2. október 1996. Guðríður ólst upp í foreldra- húsum til 1944 en þá flutti hún al- farið til Reykjavíkur og bjó þar síð- an. Síðustu sjö árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli og hlaut þar góða umönnun. Útför Guðríðar fer fram í dag frá Fossvogskapellu og hefst útförin klukkan 13. Sveinbjörg, Jón, Sveinn, Jóhanna, Lilja, Ólafur, Gísli, Svanhvít, Helga, Björn, Guðmundur og Óskar. Þau eru öll lát- in. Sonur Guðríðar er Helgi Kristinsson, f. 20. desember 1943 (barnsfaðir Kristinn Þórarinsson, f. 17. nóvember 1907, d. 3. febrúar 1972). Eig- inkona Helga er El- ísabet Waage, f. 28. mars 1945. Dóttir þeirra Guðríður Nanna, f. 23. desember 1973. Stjúp- sonur Helga og sonur Elísabetar er Það er komið að kveðjustund. Ég var stödd í Flórída þegar Helgi hringdi og tilkynnti mér andlát móð- ur sinnar, elskulegrar frænku minn- ar og vinkonu. Satt að segja var ég ekki hissa því oft höfum við ástvin- irnir haldið að kallið væri komið. Alltaf náði hún sér upp aftur á óskilj- anlegan hátt þar sem hún dvaldi á Skjóli háöldruð og þreytt. Faðir minn og Gugga voru systrabörn. Gugga hefur alltaf átt stóran sess í mínu lífi, góð og heiðarleg með ein- staka þjónustulund. Hún kom úr sveitinni inn á heimili móður minnar sem húshjálp og dvaldi í mörg ár. Helgi sonur hennar, lítill fallegur glókollur með hrokkið hár, var að sjálfsögðu með móður sinni. Hann var hvers manns hugljúfi og var eins og besti bróðir fyrir mig. Ég átti að- eins eina systur, ellefu árum eldri, þannig að fjórir kvenmenn ráðskuð- ust með Helga og vildu honum allt það besta. Alltaf var hann jafn sam- vinnuþýður með blíða brosið sitt. Gugga var ávallt góð við mig og tók jafnan minn málstað þegar ég var lít- il óþekk stelpa (sem kom fyrir) eða lenti upp á kant við vinkonur mínar. Það var aldrei mér að kenna áleit Gugga! Þetta var óverðskuldað og ég skammaðist mín oft. Síðan tók hún ástfóstri við Guðjón og syni mína og vildi allt fyrir þá gera. Þeir voru jafn fullkomnir og ég að hennar mati! Gugga var mikill vinur vina sinna en hafði sínar sér- stöku skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hún var stíf á meiningu sinni þegar því var að skipta. Þá gat eng- inn haggað henni eins og skaftfellska eðlið segir til um! Gugga var síðan ráðskona hjá föður mínum meðan hann lifði og síðar hjá Jóni Steffen- sen prófessor. Ég man aldrei eftir að hafa séð frænku mína sitja auðum höndum. Hún var mjög góð saumakona og meðal annars saumaði hún marga glæsilega kjóla á mig. Einnig prjón- aði hún ótal lopapeysur sem hún seldi í Rammagerðina og sá einnig um að ættingjarnir ættu peysur. Tíð- ur umgangur var milli Guggu og minnar fjölskyldu meðan heilsan leyfði. Mér er minnisstætt þegar við buðum henni til Spánar og Flórída þar sem hún naut hverrar mínútu og var til í allt. Ég man hvað Guggu fannst stórkostlegt í Disney World með mömmu, tengdaforeldrum, okk- ur Guðjóni og ungum sonum. Ég gæti endalaust rifjað upp skemmti- legar minningar um frænku mína en læt hér staðar numið. Ég þakka Guggu minni fyrir sam- fylgdina í þessu lífi og allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Ég veit að við vorum líka mikils virði fyrir hana. Ég votta Helga, Elísabetu og Nönnu mína innilegustu samúð og þakka starfsfólki á Skjóli fyrir góða umönnun. Hvíl í friði elsku vina. Þín Guðríður Sveinsdóttir. Elskuleg frænka mín, Guðríður Erasmusdóttir, er látin í hárri elli. Hún var fjarskyld mér en samt ná- tengd. Rætur hennar voru úr Skaftafellssýslu þar sem fólk ku vera jarðbundið, ættrækið, þolið og raun- gott. Gugga var trygglynd kona og naut ég þess ríkulega í bernsku. Hún tengdist fjölskyldu minni afar sterk- um böndum, var ein besta vinkona ömmu minnar, vinkona mömmu minnar Snjólaugar og móðursystur Guðríðar. Ég veit að þetta voru ekki alltaf auðveld samskipti, ættin er skapstór og stundum hvein á súðum. Meðal bestu minninga minna frá þessum tíma eru úr Mávahlíð. Þar bjó Sveinn afi minn og þar réð Gugga frænka ríkjum en hún var ráðskona afa uns hann dó. Helgi son- ur hennar var mér sem stóri bróðir sem ég leit mikið upp til. Gistinæt- urnar hjá Sveini afa, Guggu og Helga voru margar og eftirminnileg- ar. Að fá heitt kókó upp í rúm að morgni og fá að velja um fransk- brauð með sultu eða rúgbrauð með sykri eða bara fá hvort tveggja það var dekur sem strákhnokki man alla tíð. Gugga var aldrei rík af verald- legum auði en hún var höfðingi í lund og sérlega gjafmild. Ég minnist hennar með mikilli hlýju og viðingu. Sveinn Kjartansson Með Guggu frænku eins og hún var kölluð hjá okkur, er gengin ein af þeim alþýðuhetjum sem Ísland hefur átt. Gugga kom inn í mína fjölskyldu um leið og Guðríður mágkona frænka hennar. Mín fyrstu kynni af henni voru að ég var send á Háaleit- isbrautina að sækja Svenna sem var hjá henni í pössun. Síðan var Gugga ætíð með okkur á öllum stundum þegar fjölskyldurnar komu saman. Gugga var einstaklega hjálpleg og ekki sjaldan sem hún var komin inn í eldhús til að hjálpa til ef eitthvað var um að vera. Ég er ekki mikil prjóna- kona, en það var ekki ónýtt að eiga Guggu að, hún kom til mín með sokka og vettlinga á börnin mín á haustin og ekki var bara eitt par prjónað ár hvert heldur voru yfirleitt þrenn pör. Gugga átti einn son, hann Helga, og síðan má ekki gleyma því að Guðríður mágkona mín var henni sem besta dóttir alla tíð og einnig sá Gugga ekki sólina fyrir Guðjóni bróður og strákunum þeirra öllum. Ég þekki ekki til ævi Guggu framan af en veit að hún kom austan úr Landbroti. Gugga var kona með drauma sem hún lét rætast og mun- um við öll seint gleyma þegar hún var búin að kaupa sér íbúðina á Snorrabrautinni. Hún vildi bara fá ítölsk nýtísku húsgögn í íbúðina og var séð um að það gerðist. Þegar allt var tilbúið þá bauð hún öllum í stór- fjölskyldunni til veislu, fyrst var far- ið á Snorrabrautina og síðan var haldið á Grillið á Hótel Sögu þar sem við fylltum tvö stór hringborð og allt í boði Guggu. Við Lúlli og börnin okkar þökkum alla þá vináttu og góðmennsku sem hún gaf okkur alla tíð. Lúlli er erlendis og Steinunn býr erlendis og geta því ekki fylgt henni síðasta spölinn og senda þau ásamt Bjarna og Laufey og undirritaðri samúðarkveðjur til Helga, Elísabet- ar og fjölskyldu. Guðríður mín, við öll sendum líka þér og fjölskyldunni samúðarkveðjur, Gugga var stór partur í ykkar lífi alla tíð. Við Lúlli ásamt börnum okkar þökkum fyrir að hafa fengið að kynn- ast einstakri konu. Sigrún Böðvarsdóttir. Guðríður Erasmusdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.