Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 25 da auglýsingarnar á augl@mbl.is 
 n fagstefnu) Peter Jöhncke sýnir glæsileg tilþrif)+ logo Icelan- ar! YFIR 300 SÝNENDUR TAKA ÞÁTT! MIÐAVERÐ Fullorðnir kr. 1000 / Helgarpassi kr. 1500 Börn 6 - 12 ára kr. 500 / Öryrkjar og ellilífeyrisþegar kr. 500 WWW.ICELANDAIR.IS Peter Jöhncke er í boði Icelandair HESTATEYMINGAR FYRIR BÖRNIN! HEIMSMEISTARINN PETER JÖHNCKE SÝNIR! GLÆSILEG TILÞRIF! Ferðaþjónustan Lækjarhúsum Ferðaþjónustan Hala Ferðaþjónustan Hrol- laugsstöðum/Gerði Farfuglaheimilið Vagnsstöðum Gistiheimilið Bölti, Skaftafelli Hótel Skaftafell, Freysnesi Frost og Funi , Hofi Ferðaþjónustan Litla-Hofi Gistiheimilið Vesturhús, Öræfum Tjaldsvæðið Skaftafelli, Tjaldsvæðið Svínafelli Öræfum Tjaldsvæðið Höfn Tjaldsvæði Stafafelli Jöklasýningin Höfn Byggðasafnið Höf Golfvöllur Höfn Sundlaug Hafnar Sjóminjasafn, Höfn Jöklajeppar, Ís-og ævintýri Vatnajökull.is Lónsöræfaferðir Íslenskir fjallaleiðsögumenn Jöklulsárlón Öræfaferðir, Hofsnesi /ferðir í Ingólfshöfða Þórbergssetur Flosalaug, (sundlaug) Öræfum Veitingahúsið Víkin, Höfn Ósinn, Höfn Kaffihornið, Höfn Hótel Höfn Hafnarbúðin Fosshótel Vatnajökull Árnanes Veitingasalan Þórbergssetri Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum Hótel Skaftafell, Freysnesi Veitingasalan við Jökulsárlón Bakaríið Miðbæ, Höfn (konditori) Hafnarbúðin Söluskáli Freysnesi Humareldhúsið Höfn Íshestar Íshúsið ehf Íslandsmálning ehf Íslenska gámafélagið Ísrör ehf Janusbúðin KB ráðgjöf KBA hf, Spakongen K. Karlsson Kator ehf Kirsuberjatréð Kópavogsbær Kvenfélagasamband Íslands Kverkus ehf Kynnisferðir - Reykjavík Excursions Köfunarskólinn Landbúnaðarháskóli Íslands Landgræðsla ríkisins Landsbjörg Leiðsögmannaskólinn Leirubakki Lífland hf Ljóri ehf Logo prent Lotto Magnað Austurland Skíðasvæðið í Stafdal / Sundhöll Seyðisfjarðar Hótel Aldan Ferðamálafélag Djúpavog- shrepps Tækniminjasafn Austurlands Skálanes náttúru- og menningarsetur Skaftafell menningarmiðstöð Skemmtilegt ehf Djúpivogur Fjarðabyggð Icelandic Mountain Guide Seyðisfjörður Marco Masa Minniborgir ehf Mótormax MV heildverslun Nevada Bob Ofnasmiðja Reykjavíkur ehf Olíufélagið hf Parket og gólf Partýbúðin Perla Investment PGV Pjaxi Plús minus optic Powerade Progolf Purity herbs Radisson SAS 1919 Rangárþing eystra Kaffi Langbrók Ferðaþjónustan Smáratúni Hótel Hvolsvöllur Byggðasafnið á Skógum Torfastaðir ehf. Hótel Skógar GHR Sögusetrið Hvolsvelli Saumur og merking Sána ehf Securitas Seglagerðin Ægir Sixt bílaleiga Signature húsgögn Skorri ehf Skógræktarfélag Íslands Stilling Stokkar og steinar Sturlaugur & Co Sumarhúsið og garðurinn Sölufélag garðyrkjumanna Thorsson & Kruse Sales ehf Tímaritið Gróandinn Tónmilda Ísland Umhverfisstofnun Urtasmiðjan ehf Útivera Vatnsvirkinn ehf Vatnsrúm ehf - 4you VDO Verkhönnun og tæknisalan Vestanviður ehf. Vesturröst Vetrarsól Vélaborg Vélaver hf Víðitré Vogabær Víkingaslóðir Ömmubakstur Wellamed-Ísland TVÆR samstæðar einkasýningar standa yfir á annarri hæð Safns. Annarsvegar er það sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar, Jardin Vilayet (Garður Vilayets) og hinsvegar sýn- ing franska listamannsins Hugues Reip, Eden. Báðir taka þeir fyrir plöntuheiminn út frá sérstæðu sjón- arhorni og ná sýningarnar vel sam- an. Sigurður Árni hefur aðallega fengist við málaralistina og haft grunnþætti sjónarinnar, -ljós og skugga, sem meginþema. Í Safni sýnir hann aftur á móti fjölda ljós- mynda af skuggum trjáa á vegg. Reyndar glittir í trjágreinar í ein- staka myndum, en skuggarnir eru engu að síður í aðalhlutverki. Ljós- myndirnar hafa ekki álíka nærveru og ég þekki í málverkum Sigurðar og einhverjir töfrar sem eru í mal- eríinu hverfa í raunsæi ljósmynd- arinnar. Engu að síður skilar þessi fjöldi mynda vissri fegurð í tóma- rúmi eða efnisleysu og sjálfur garð- urinn, sem er listrýmið í þessu til- felli, verður ósýnilegur partur af verkinu. Hugues Reip fer akkurat hina leiðina að rýminu. Hann fyllir það uppstækkuðum ljósmyndum af blómum sem standa á pappaspjöld- um á gólfinu og notar hann tvívíðar myndirnar til að gefa blekkinga- mynd frá einu sjónarhorni eins og fyrir myndavél eða leiksvið. Það er B-mynda- og skopmyndabragur á þessari innsetningu Reips og virka risastór blómin líkt og furðulegur gróður á fjarrænni plánetu í ódýrum sci-fi sjónvarpsþætti eða þessvegna sem leikmynd fyrir ein- hverja álfasamkomu í Stundinni okkar. Leyfir listamaðurinn sér að hafa gróðurinn gervilegan eins og til að skapa einfaldan og dálítið barnslegan ævintýraheim. Í Eden bitu Adam og Eva í ávöxt af þekkingartrénu og glötuðu þar með barnslegu sakleysi sínu og urðu með- vituð. Máski er listin hér hugsuð sem leið til að auka meðvitund manns á sjálfum sér og umhverfi með því að gefa henni fantasíukennda mynd. Allavega ef málið er skoðað út frá viðteknum hugmyndum heimspekingsins Mart- ins Heideggers um að tilvistarleg skynjun okkar byggist á líkamanum og rýminu sem umlykur hann, þá ruglar það vissulega í manni að hafa yfirfullt rýmið af framandlegum blómum eins og þegar skynjun manns er ögrað með skuggum trjáa í tómu rými. Plöntumyndir MYNDLIST Safn Opið mið. - fös. kl. 14-18 og lau.-sun. kl. 14-17. Sýningum lýkur 12. maí. Aðgangur ókeypis Sigurður Árni Sigurðsson / Hugues Reip Jón B.K. Ransu Sigurður Árni Máski er listin hér hugsuð sem leið til að auka meðvitund manns á sjálfum sér og um- hverfi með því að gefa henni fantasíukennda mynd. ROTNANDI sýning / Tilfinningalandslag (Ex- ibition’s ruins / Emotional landscapes) er heiti sýningar á verkum eftir tólf listamenn sem nú stendur yfir í Safni og er hluti af hátíðinni „Franskt vor á Íslandi“ (Pourquois pas?). Sýn- ingin er óvenjuleg að því leyti að listamenn- irnir eru með puttana í verkum hver annars. Claude Rutault hefur til að mynda þakið verk eftir Birgi Andrésson hvítri málningu sem virðist þá vera hluti af einlitum hvítum mál- verkum Francois Morellets. Ljóskastarar Elínar Hansdóttur lauma hins vegar smá lit í innsetningu Moreillets og umhverfis textaverk Jeremy Millars sem er sýnt á skjámynd og gellur einnig í hátölurum sem hannaðir eru af Gabríelu Friðriksdóttur og M/M (París). Lit- þrykk Nicholas Garaits hanga á skúlptúrum Oliviers Mossets sem þrengja ískyggilega að verki Stefans Bruggemanns, Off, úti í horni, en framlag Bruggemanns felst í því að taka ljós- verk eftir Dan Flavin úr sambandi. Í ábæti við allt þetta hefur Claude Rutault sett hvítan striga yfir allar merkingar við öll verk í safn- inu, hvort sem þau tilheyra sýningunni eða safneigninni. Hér þarf auðvitað fantagóða sýningarstjórn til að halda utan um sýninguna og hafa jafn- vægi á málunum. Sá heitir Mathieu Copeland, fæddur í Frakklandi búsettur í London, og með markvissri hugmyndasmíði sinni fer hann vel inn á umdeild og margrædd mörk þegar sýningarstjórn verður að listaverki í sjálfu sér. Þá er sjónrænum þætti haldið í algeru lág- marki. Mikið til einlitar myndir, kassalaga form að hátölurunum undanskildum, texta- verk, hljóðverk, ljósverk, slökkt ljósverk og ein lítil teikning Gustavs Metzgers, sem svo- sem æpir ekki á mann. Fellur sýnileg ímynd listaverks þar með inn í eyðiland og, eins og yfirskriftin gefur til kynna, er framsett sem hverfandi rústir eða jafnvel samansafnaðar minningar, enda hrynja listaverkin yfir hvert annað. Engu að síður er margt að fá fyrir skynjunina og yfir sýningunni liggur einhver ljúfur lýrískur blær, fullur af leik listamanna við hvern annan, við listrýmið og við virkni stofnunarinnar. Mæli ég margfalt með þessari sýningu. List í eyðilandi MYNDLIST Safn Opið mið.–fös. kl. 14–18 og lau.–sun. kl. 14–17. Sýningu lýkur 12. maí. Aðgangur ókeypis. Tólf listamenn í samvinnu við sýningarstjórann Mathieu Copeland Morgunblaðið/Árni Sæberg Rotnandi sýning Verk eftir Francois Morellet „69“. Sýningunni lýkur 12. maí. Jón B.K. Ransu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.