Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 26
|föstudagur|20. 4. 2007| mbl.is daglegtlíf Vínin þessa vikuna eru öll frá Nýja heiminum, enda virðist ekkert lát á nýjum og spenn- andi framleiðendum þar. » 29 vín Á vefvarpinu er að þessu sinni kennt hvernig búa á til graflax, enda er það nokkuð sem hver veiðimaður ætti að kunna. » 28 netið Þórhallur Vilhjálmsson er mat- gæðingur sem tínir sína eigin sveppi, en á erfitt með að fylgja uppskriftum. » 30 matur Ég er mikið fyrir að veraúti í náttúrunni, fara ígönguferðir eða hjóla.Ég bý í Fossvoginum og þegar vorar er freistandi að hjóla eftir stígnum út í Nauthólsvíkina og þaðan út á Nes,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á Seltjarnarnesi og upphafskona að árlegum Gróttudegi sem haldinn verður á morgun úti í Gróttu. „Okkur hjónunum finnst líka gaman að ferðast innanlands og eigum tjaldvagn sem við förum með út á land um helgar yfir sumartím- ann,“ segir hún, en eiginmaður hennar er Brynjúlfur Sæmundsson íslenskukennari við MS. Lestur og garðvinna „Það er auðvitað gott að hvíla sig líka um helgar og það er ákveðin hvíld fólgin í því að fara út í garð og puða aðeins. Líklega hvílist ég þó best með góða bók í hönd og einmitt núna er ég að lesa Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur sem er áhrifamikill lestur. Þegar færi gefst höfum við hjón- in brugðið okkur yfir helgi til út- landa. Bæði börnin eru búsett er- lendis og sérstaklega eftir að barnabörnin fóru að fæðast finnst okkur freistandi að skreppa í heim- sókn til að fylgjast með þroska þeirra.“ Hrafnhildur fer gjarnan í leikhús og nýlega sá hún Sitji Guðs englar í Þjóðleikhús- inu. „Það voru engin börn með okk- ur, við fórum bara hjónin og það var mjög gaman.“ En hvernig datt henni í hug að halda árlegan Gróttudag? „Skömmu eftir að ég fór að vinna sem leikskólafulltrúi á Seltjarnar- nesi áttaði ég mig á því að jafnvel íbúar á Nesinu höfðu ekki komið út í Gróttu og út frá því kviknaði hug- myndin að fjölskyldudegi þar,“ seg- ir Hrafnhildur. Fyrsta árið var algjörlega rennt blint í sjóinn með hversu margir myndu mæta en þá strax mættu um fjögur hundruð manns og uppfrá þessu hefur deginum vaxið fiskur um hrygg. „Leikskólakennarar sáu svo um dagskrá og skipulagningu dagsins, næsta árið grunnskólakennarar, þá tónlistarkennarar, unglingar í fé- lagsmiðstöðinni, slysavarnadeild kvenna og í ár verður það Selkór- inn sem sér um skipulagningu og dagskrá. Ár hvert hefur dagurinn borið keim af því hver hefur umsjónina með höndum og í ár mun Selkórinn skipta sér í hópa og syngja bæði úti og inni fyrir gesti eyjunnar.“ Fjársjóðir í fjörunni Hrafnhildur segir að bara sé hægt að komast á fjöru út í Gróttu og á morgun er fjara milli klukkan eitt og fjögur. „Þá verður hægt að kíkja upp í vitann, börnin fá poka til að setja í fjársjóði sem þau finna í fjörunni, og hægt verður að kaupa vöfflur, safa og kaffi í fræðasetrinu. Björgunarsveitin Ársæll er með bíl og ekur þeim sem ekki treysta sér til að ganga.“ Er hvað er svo um að vera í Gróttu á öðrum tímum ársins? „Í maí og júní er öll umferð bönnuð í eyjunni vegna fuglavarps. Í september koma nem- endahópar og upplifa náttúruna og lífríkið í eyjunni og vinna verkefni út frá því.“ gudb@mbl.is Fjársjóðsferð í fjöruna Morgunblaðið/Ásdís Vor Hrafnhildur Sigurðardóttir hjólar gjarnan þegar birtir og veðrið fer að batna og fer líka í langa göngutúra. SÚKKULAÐI, súkkulaði! Bara orð- ið súkkulaði fær mörg okkar til að hlaupa út í búð og kaupa það sem orðið stendur fyrir, standandi næst- um ær yfir úrvalinu í hillunum. En vitum við eitthvað um fyrirbærið – annað en að það er óhemjugott? Á vefmiðli The Guardian er að finna allmikla uppljóstrun um leyndar- dóma súkkulaðis og hvernig maður virkilega á að njóta þess að borða gott súkkulaði.  Veldu hreint súkkulaði, dökkt eða mjólkursúkkulaði. Súkkulaði með bragðefni eða fyllingu bragðast að mestu eins og „aukaefnin“.  Vertu viðbúinn því að gott súkku- laði sé dýrara en súkkulaðistykkið sem þú kaupir venjulega. Góðar vörur eru dýrari, sbr. vín og osta, þó að dýrt merki ekki endilega gæði. Gott er hins vegar sjaldnast ódýrt.  Hollt súkkulaði er málið. Allt súkkulaði úr grunnhráefni er hollt – í hófi þó.  Athugaðu hvort súkkulaðið er nokkuð útrunnið og eins hitastigið í búðinni sem má ekki vera meira en 23°C, allt til að komast hjá því að kaupa skemmt súkkulaði.  Hlutfall kakós hefur ekki áhrif á gæði súkkulaðisins, ólíkt því sem margir halda. Fyrir kunnáttufólk í súkkulaði skiptir prósentutala kakós eins litlu máli og hlutfall alkóhóls í víni. Prósenta kakós sýnir einfald- lega hve sætt súkkulaðið er.  Hvítt súkkulaði er ekki „viður- kennt“ sem súkkulaði af „súkku- laðiheiminum“ heldur telst til sæt- inda.  Smakkaðu á súkkulaði – sem er allt annað en að borða það – og til þess þarftu að vera tilbúinn, andlega og líkamlega. Öll fimm skilningar- vitin, sjón, heyrn, ilman, smekkur og tilfinning, eru kölluð til til að njóta súkkulaðis til hins ýtrasta. Það ku ekki virka eftir reykingar eða þunga máltíð, né heldur hjá þreyttum og stressuðum. Þekkirðu leyndardóma súkkulaðis? Morgunblaðið/Þorkell Ómótstæðilegt Leyndardómar súkkulaðis eru margir og margvíslegir. Sjórinn: Fjöruferð með börnunum Útivist: Göngutúr Hreyfing: Hjólatúr meðfram ströndinni Hressing: Sundferð Afslöppun: Einnig að gera ekkert og æfa sig í að láta sér leiðast – það er afar hollt. Hrafnhildur Sigurðar- dóttir er mikið fyrir bæði útiveru og ferðalög, þó að lesturinn og garð- vinnan heilli ekki síður. Guðbjörg Guðmunds- dóttir sló á þráðinn til Hrafnhildar sem er upp- hafsmaður Gróttudaga. Skömmu eftir að ég fór að vinna sem leikskóla- fulltrúi á Seltjarnarnesi áttaði ég mig á því að jafn- vel íbúar á Nesinu höfðu ekki komið út í Gróttu. Í framhaldi af yrkingum um and-skotann áminnir Sigurður Sig- urðarson dýralæknir hagyrðinga um „að hinn íslenski andskoti er sérlega skemmtileg persóna, svolít- ið grunnhygginn og unnt að leika á hann. Auðvelt að verjast vélabrögð- um hans þeim sem hafa andvara á sér. Hann er orðheldinn, en það er meira en hægt er að segja um ýmsa andskota hans. Auðvelt er að fá hann til ýmissa sendiferða og við- vika. Miðlungs hagyrðingar geta kveðið svikk á hann og létt er fyrir góða hagyrðinga að kveða hann niður, ef á þarf að halda. Farið vel að honum eins og ætíð skal gera við minni máttar persónur. Óskið hon- um ekki slysa og háska. Haldið hon- um grönnum og hlaupalegum með því að sýna hóf í háskasamlegu orð- bragði. Hann launar það síðar.“ Davíð Hjálmar Haraldsson gríp- ur yrkingar um andskotann á lofti: Ég signi mig og sálma gala, sælu í bæn til Drottins finn, en hina skil sem hugsa og tala helst um næsta bústað sinn. Þá Jón Arnljótsson: Fjöldinn hefur verið vandi, þó vissu hafi margir skólar, en fjárinn víst er óteljandi, eins og bæði vötn og hólar. Sigrún Haraldsdóttir: Nú þanka minn ég þen og spinn, er þetta kannski meinið? Er ég sjálfur andskotinn inn við fjandans beinið? Jón Arnljótsson svarar: Upp hefur verið mörgu mokað og mikið spurt um andskotann, en það er alveg útilokað að þú getir verið hann. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Hinn íslenski andskoti HANN er svo sannarlega óvenju- legur hundurinn sem hér sést, enda sjaldan sem maður sér hund búinn til úr ávöxtum. Kokkurinn sem á heiðurinn að þessum ávaxta-hvutta er að útbúa hann fyrir jómfrúarferð skemmtiferðaskips sem vígt verður í Hamborg í dag. Skip- ið er alls 252 metra langt og rúmar 1.025 manns í klefa. Ávaxta-hvutti Reuters Hrafnhildur mælir með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.