Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is E itt er víst; metin munu falla, flest ef ekki öll. Baráttan fyrir forseta- kosningarnar í Banda- ríkjunum haustið 2008 verður sú dýrasta í sögunni. Giskað hefur verið á að frambjóðendur muni alls hafa varið einum milljarði Bandaríkjadala, rúmum 65 millj- örðum króna, þegar kjördagur renn- ur upp vestra. Nú beinist hins vegar athyglin að árangri frambjóðenda á sviði fjáröflunar; peningar eru afl þeirra hluta sem gjöra skal í banda- rískum stjórnmálum og árangur á þeim vettvangi þykir gefa mik- ilvægar vísbendingar um stöðu og sigurlíkur þeirra sem ákveðið hafa að gefa kost á sér. Frá því var skýrt um liðna helgi að Hillary Rodham Clinton, öldunga- deildarþingmaður Demókrataflokks- ins og fyrrum forsetafrú, hefði náð að safna 36 milljónum Bandaríkjadala, um 2.350 milljónum króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Clinton, sem nýtur mests fylgis frambjóðenda demó- krata ef marka má skoðanakannanir, setti með þessu nýtt met í bandarísk- um stjórnmálum. Starfsmenn framboðsins fengu ekki leynt gleði sinni er þeir gerðu grein fyrir þessari niðurstöðu. Fram kom að 26 milljóna dala hefði verið aflað frá því að framboðinu var hleypt af stokkunum síðla í jan- úarmánuði og fram til 31. mars. Tíu milljónir dala til viðbótar hefðu verið færðar af reikningum, sem opnaðir voru er öldungadeildarþingmaðurinn sóttist eftir endurkjöri í fyrra. Fimm milljónum dala hefði þegar verið var- ið í þágu framboðsins og hefði frúin því 31 milljón dala, rétt rúmar 2.000 milljónir króna, tiltæka. „Tölur þessar sýna þann gríð- armikla stuðning sem Clinton öld- ungadeildarþingmaður nýtur innan allra hópa og alls staðar í Bandaríkj- unum og tryggja um leið að við mun- um ráða yfir þeim fjármunum sem nauðsynlegir eru til að taka þátt og vinna,“ sagði Patti Solis Doyle, kosn- ingastjóri Hillary Clinton, af þessu tilefni. Raunar höfðu fregnir af ótrúlegu gengi Hillary Clinton á sviði fjáröfl- unar borist í byrjun mánaðarins. Þar ræddi um herbragð, sem viðtekið er í því skyni að sýna fram á sterka stöðu frambjóðandans; gengi í skoð- anakönnunum í nokkrum lykilríkjum og árangur á sviði fjáröflunar er haft til marks um stöðu frambjóðenda á upphafsstigum kosningabarátt- unnar. Í bandarískum stjórnmálum hafa peningarnir einnig tilhneigingu til að leita þangað þar sem þeir eru fyrir. Reynslan sýnir að miklu getur skipt að ná forystu á þessum sviðum svo snemma og viðkomandi getur jafnvel náð að hrista nokkra keppi- nauta af sér. Verulegar líkur eru á að sá frambjóðandi sem efst stendur að þessu leyti við lok þessa árs hljóti út- nefningu flokks síns sem forseta- frambjóðandi. Ljóst er að eigi þessi viðteknu sannindi við nú um stundir er staða Hillary Clinton afar sterk. Mikill stuðningur við Obama En örugg er hún engan veginn. Hafi árangur forsetafrúarinnar fyrr- verandi komið á óvart ráku menn ekki síður upp stór augu þegar upp- lýst var að Barack Obama, öld- ungadeildarþingmaður frá Illinois, hefði náð að raka saman 25,8 millj- ónum Bandaríkjadala, tæplega 1.700 milljónum króna, til að fjármagna baráttuna vegna forkosninga innan Demókrataflokksins. Tilkynningunni fylgdi að Obama hefði nú varið 6,6, milljónum dala og hefði því til reiðu 19,2 milljónir, rúmar 1.200 milljónir króna. Þessi árangur er lyginni lík- astur þegar horft er til þess að Obama er nýgræðingur á sviði lands- mála, hefur t.a.m. aðeins rúmlega tveggja ára reynslu af setu í öld- ungadeildinni. Ekki vakti síður athygli að um 104.000 manns höfðu styrkt framboð Obama samanborið við um 60.000, sem höfðu látið fé af hendi rakna til Hillary Clinton. Þetta telst mik- ilvægt og er haft til marks um að Obama hafði öðrum frambjóðendum fremur náð að tryggja stöðu sína í grasrót Demókrataflokksins. Þriðji maðurinn í forkosningum Demó- krataflokksins, John Edwards, fyrr- um öldungadeildarþingmaður og varaforsetaefni flokksins árið 2004, hefur nú tiltækar rúmlega tíu millj- ónir Bandaríkjadala, um 650 millj- ónir króna, og hefur þegar varið 3,3, milljónum dala til að kynna framboð sitt. Giuliani efstur repúblíkana Á meðal repúblíkana er staðan um margt óskýr. Mitt Romney, fyrrum ríkisstjóri Massachusetts, náði að safna 21 milljón dala, tæpum 1.400 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Næstur kemur Rudolph Giuliani, fyrrum borgar- stjóri New York, með 15 milljónir dala og þriðji er John McCain, stríðs- hetja og öldungadeildarþingmaður frá Arizona, með 12,5 miljónir dala. Í skoðanakönnunum mælist forskot Giulianis yfirleitt nokkuð traust en þó er þess að geta að McCain hefur naumt forskot samkvæmt könnunum í New Hampshire. Staðan í New Hampshire vekur jafnan athygli og umtal þar sem fyrstu forkosningarn- ar fara fram þar. Gott gengi Romn- eys á sviði fjáröflunar hefur enn ekki skilað sér í skoðanakönnunum og vera má að svo verði einfaldlega ekki. Almennt nægir auðurinn einn og sér ekki til að tryggja árangur. Nokkuð kemur á óvart hversu erfið staða Johns McCains virðist vera á upp- hafsstigum baráttunnar. Vera kann að stuðningur við innrásina í Írak valdi nokkru þar um þótt tæpast dugi sú skýring ein og sér. Strangar reglur gilda um fjár- söfnun frambjóðenda og mega ein- staklingar t.a.m. aðeins styrkja hvern frambjóðanda um 2.300 dali, um 150 þúsund krónur. Á hinn bóginn geta fyrirtæki og ein- staklingar farið framhjá reglum þessum með ýmsu móti t.a.m. með því að styrkja svonefndar „stjórn- málanefndir“ (e. „Political Action Committee“) frambjóðenda. Há- marksframlag er þá 10.000 dalir. Opinber stuðningur sennilega afþakkaður Rúm 30 ár eru nú liðin frá því að komið var á opinberum stuðningi við forsetaframbjóðendur í Bandaríkj- unum og á það við um forkosningar flokkanna (með ákveðnum takmörk- unum þó), styrk vegna flokksþinga og kostnað við kosningarnar sjálfar, þ.e. þegar ferli forkosninga er lokið og fyrir liggur hverjir verða fram- bjóðendur stóru flokkanna tveggja. Kerfið virkar á þann veg, að fram- bjóðendur gefa upp hversu mikils fjár þeir hafa aflað og leggur rík- isvaldið síðan fram upphæð á móti, þó ekki meira en sem nemur 100 döl- um fyrir hvert einstakt framlag. Gegn því að þiggja framlag þetta skuldbinda frambjóðendur sig til að halda í heiðri þær reglur sem fylgja stuðningnum. Víst þykir nú að helstu frambjóðendur muni afþakka styrk þennan. Með því móti verða engar hömlur lagðar á þá fjármuni sem frambjóðendum er heimilt að verja í kosningabaráttunni. Ýmsir hafa áhyggjur af sívaxandi vægi fjármuna í bandarískum stjórn- málum. Ekki verður sagt að slíkar at- hugasemdir teljist nýlunda. Athygli vekur hversu vel frambjóðendum Demókrataflokksins gengur á sviði fjáröflunar; nærri lætur að þeir hafi náð að safna átta dölum fyrir hverja fimm, sem repúblíkönum hefur tekist að krækja í. Barack Obama, sem forðum varð tíðrætt um neikvæð áhrif peninga í bandarískum stjórn- málum, hefur komist nærri því að biðjast afsökunar á velgengni sinni á þessu sviði og í röðum fjenda hans sem samherja heyrast þær raddir að honum kunni að reynast erfitt að við- halda þeirri ímynd sinni að hann sé „óspilltur“ nýliði með óhefðbundna sýn til samfélags og stjórnmála. Hið sama á raunar við um Hillary Clinton; andstæðingar hennar vísa til þess að hún hafi stutt innrásina í Írak og hyggist sýnilega taka fullan þátt í hinum karllægu stjórnmálum pen- inga og auglýsingamennsku. Á móti hljóta menn að spyrja hvort fram- bjóðendur í Bandaríkjunum geti gert sér nokkra von um árangur ákveði þeir hinir sömu að hundsa hinn póli- tíska veruleika. Árangur Hillary Clinton á pen- ingasviðinu sem og í skoðanakönn- unum þýðir að hún hefur náð forystu á upphafsstigum baráttunnar innan Demókrataflokksins. Ljóst er að hún nýtur góðs af því að andstaðan er klofin í tvær fylkingar þeirra Obama og Edwards. Að auki er það svo að hún er þekktust frambjóðenda og flestar umdeildari hliðar persónu hennar og ferils liggja fyrir. Það mun svo aftur gera andstæðingunum erf- itt fyrir þegar blásið verður til við- tekinna auglýsingaherferða í því skyni að sverta hana í augum al- mennings. Öll met slegin í fjáröflun Frambjóðendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum raka nú saman áður óþekktum fjár- hæðum og ljóst er að útgjöldin verða með öllu hömlulaus fram að kjördegi á næsta ári Reuters Kosningavél Barátta Hillary Rodham Clinton þykir afar skilvirk og hún ræður nú þegar yfir gríðarlegum fjármunum. Reuters Nýliðinn Barack Obama þykir öflugur frambjóðandi þótt ekki búi hann yfir mikilli reynslu, hefur aðeins setið tvö ár í öldungadeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.