Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Maður Lifandi Hæðarsmára 6,
Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Krónan Mosfellsbæ
Nóatún Hafnarfirði
Spirulina
Orkugefandi og brennsluaukandi.
Skila fyrir kl. 13:00 miðvikudaginn 18. apríl. Send
0. Fífan, Kópavogi 20. - 22. apríl 2007
0. Listi yfir sýnendur
0. Opnunartími (sama og í Sumarblaðið þ.e. á
0. Miðaverð
0. Trick show mynd + texti (Heimsmeistarinn
dair
0. Blómaskreytir 2007!
0. Hönnunarkeppni um umhverfislistaverk!
0. Landsleikur á Ferðatorgi - yfir 100 vinninga
Sumarhúsið
& Garðurinn
BLÓMASKREYTIR 2007! HÖNNUNARKEPPNI UM UMHVERFISLISTAVERK! LANDSLEIKUR Á FERÐATORGI - YFIR 100 VINNINGAR!
Abacus á Íslandi
Allianz á Íslandi
All Senses “Upplifðu allt á
Vesturlandi”
Asar ehf
Gljúfrasteinn - Laxness safn
Hótel Glymur
Ferðamannasetur Hvanneyri
Ullarsetrið
Sveitafitness
Búvélasafnið
Landbúnaðarháskólinn
Fossatún
Snorrastofan í Reykholti
Ferðaþjónustuan Húsafelli
Hraunsnef
Sæferðir
Hótel Framnes
Hótel Ólafsvík
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Hótel Hellnar
Ensku Húsin við Langá
Landnámssetur Íslands
Hótel Hamar
Hamarsvöllur
Leynir Golfvöllur
A-Skaftafellssýsla
Atlantsolía
Áburðaverksmiðjan
Áfangar
Ásútgáfan
Bátar og sport ehf
Billjón ehf - Floridahús.
BM Vallá
Borgarhús ehf
Bos ehf
Borgarplast hf
Dúkþak ehf
Edda Hótel
Enjo á Íslandi
EON arkitektar - Hljómskál-
agarður
Eyrfeld ehf
Express Ferðir
Farfuglar
Fánasmiðjan
ferd.is
Ferðafélag V-Barðastrandasýslu
Ferðaþjónustan Breiðuvík /
Látrabjarg
Hænuvík
Stekkaból - gistiheimili
bildudalur.is
Villimey
Vesturfari
Skrúðhamrar - gistiheimili
Bjarmaland - gistiheimili
Minjasafnið Hnjóti
Þorpið
Bjarkarholt - gistiheimili
Hamraborg - gistiheimili
Hótel Flókalundur
Ferðaklúbbur 4x4
Ferðamálasamtök Austurlands
Ferðamálasamtök Höfuðbor-
garsvæðisins
Ferðamálasamtök Íslands
Ferðamálasamtök Norðurlands
eystra
Ferðamálasamtök Norðurlands
vestra
Ferðamálasamtök Suðurlands
Ferðamálasamtök Suðurnesja
Ferðamálasamtök Vestfjarða
Ferðamálasamtök Vesturlands
Ferðamálaskóli Kópavogs
Ferðamálastofa
Ferðaþjónusta bænda
Félag Blómaskreyta
Félag ferðaþjónustubænda
Félag leiðsögumanna
Félag skrúðgarðyrkjumeistara
Samband iðnaðarins
Fjölur ehf
Flugfélag Íslands
Flúðasveppir
Fosshotel
Fuglaverndarfélag íslands
GA Tours - Golf Activity Ltd.
Garðyrkjufélag Íslands
Garðyrkjustöð Ingibjargar
Gámaþjónustan hf
GB ferðir
Glugg-inn
Gluggar og garðhús ehf
Glófi
Golfborgir
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Golfleikjaskólinn
Golfsamband Íslands
Gosbrunnar ehf
Grillbúðin
Habitana House
Haraldur Þráinsson
Hálendisferðir
Hárkarla- og ferðaþjónustan
Bjarnahöfn
Heklusetrið
H. Jacobsen ehf, Saladmaster
Hjukse Bruk - Norsk sumarhús
Hljómsýn - Tivoli útvörp
Hole in One
Hollusta úr hafinu
Hólaskóli
Hópbílar
Hótel Akureyri
Hótel Búðir
Hrein fjárfesting
Hrífunes
Hús og bjálkar ehf
Iceland Express
Iceland Excursions - Gray Line
Iceland
Icelandair
Icelandair Hotels
Indriðastaðir ehf
Indus ehf
Innlit húsgögn ehf
Inns of Iceland
Í ríki Vatnajökuls
Gistiheimilið Ásgarður, Höfn.
Gistiheimilið Hvammur, Höfn
Farfuglaheimilið Nýibær, Höfn
Hótel Höfn
Gistiheimilið Hafnarnes, Höfn
Árnanes, gistiheimili,
veitingastaður, gallerí
Gistiheimilið Hoffeli
Hótel Edda , Nesjaskóla
Fosshótel Vatnajökull
Ferðaþjónusta bænda,
Brunnhól
Gistiheimilið Hólmi
Ferðaþjónustan Skálafelli
Ferðaþjónusta bænda
Smyrlabjörgum, veitingar,
gisting
N
okkuð hefur verið fjallað um
gervigreind í fjölmiðlum
undanfarið, enda vænta menn
þess að stórstígar framfarir
eigi eftir að verða á því sviði í
takt við sífellt öflugri örgjörva. Gervigreind
er þó víðara svið en margur áttar sig á, á ekki
bara við um vélmenni og róbóta heldur einnig
nýtist hún vel við listsköpun svo dæmi séu
tekin. Tónskáldið Kjartan Ólafsson hefur
þannig nýtt sér gervigreind í tónsmíðum í
fjölda ára og kennir nemendum sínum að nýta
hana.
Kjartan Ólafsson segir gervigreind í raun
gamalt viðfangsefni, menn hafi byrjað að
velta fyrir sér slíkum hlutum fyrir mörgum
áratugum. Kippur hafi síðan komið í gervi-
greindarfræði rétt eftir 1950 þegar til varð
forritunarmál, Lisp, sem unnið gat eftir þeim
forsendum sem gervigreind krefst. Gervi-
greindarforrit hafa verið notuð í ýmis verk-
efni til að mynda til að stýra geimferjum,
stjórna gagnabönkum og til að semja tónlist
og Kjartan nýtti sér einmitt Lisp til að semja
Calmus-tónsmíðakerfið sem hann lauk við
1996 eftir að hafa unnið við það frá 1988, en
verkefnið vann hann sem lið í námi sínu í tón-
smíðum við Sibeliusar-akademíuna finnsku.
Eðlilegt skref að nýta
gervigreind við tónsköpun
„Menn hafa notast við ýmsar aðferðir í tón-
smíðum í marga áratugi, en þegar ég vann að
Calmus var gervigreindartæknin orðin það
þróuð að hún var aðgengileg fyrir aðra en sér-
hæfða vísindamenn og tæknimenn. Það má
segja að þar hafi mæst fagleg þekking og
tækniþekking, því tæknin var orðin það að-
gengileg að venjulegur maður gat tekið þátt í
þeirri þróun,“ segir hann og bætir við að það
hafi í raun verið mjög eðlilegt skref að menn
tækju að nýta sér gervigreind við tónsköpun á
þennan hátt, enda hafi menn þá löngu verið
farnir að beita svipaðri tækni við tónsköpun
án þess að hafa tölvur.
„Það má til að mynda segja að gríska tón-
skáldið Iannis Xenakis hafi beitt aðferðum
líkindafræðinnar s.s. Markov-keðjum, á þann
hátt að hægt er með góðum vilja að skilgreina
það sem gervigreind.“
Raunveruleg greind
Calmus-forrit Kjartans er einmitt skrifað í
Lisp og nýtir sér gervigreind, eða eins og
Kjartan lýsir því þá mætast í því gervigreind
og mannleg greind. „Calmus tekur við hug-
myndum höfundarins og býr síðan til tónefnið
sem notað í í tónverk. Þetta er mjög kraftmik-
ið tæki og segja má að sá sem notar tækið sé í
samskiptum við tónsmíðakerfið, eigi við það
einskonar samtal.
Það er þetta samtal sem er helsta nýjungin
í tónsmíðum og að mínu viti gríðarlega mikil-
vægt. Tónskáld hafa alltaf unnið með tón-
smíðakerfi í gegnum aldirnar, en í stað þess
að tónskáldið skrifi verk sitt á blað þá ávarpar
blaðið tónskáldið og leggur því til ýmsar hug-
myndir sem það síðan velur úr. Í raun er ekki
rétt að kalla þetta gervigreind, heldur er
þetta raunveruleg greind, framlenging á
greind listamannsins, þó hún sé ekki byggð á
líffræðilegum þáttum.“
Kjartan er prófessor í tónsmíðum og tón-
fræði við Listaháskóla Íslands og sinnir þar
m.a. rannsóknum á notkun gervigreindar-
tækni í tónsköpun. Hann kennir líka 20. aldar
tónsmíðar en á síðasta misseri námsins vinna
nemendurnir við Calmus og læra þar að nýta
sér þetta samtal við tónsmíðakerfið, að nýta
sér það að til sé safn efniviðar og hugsun sem
þau geta sett inn í kerfið og gerir að verkum
að þau geta gert ákveðnar tilraunir og mótað
efnið miklu meira, sparað sér blýant og strok-
leður.
Gervigreind er gamalt viðfangsefni
Fyrirbærið gervigreind er
vinsælt viðfangsefni fjölmiðla
en á sér lengri sögu en menn
kannski átta sig á. Árni
Matthíasson ræddi við
Kjartan Ólafsson sem hefur
nýtt gervigreind við tón-
smíðar í tvo áratugi.
Morgunblaðið/ÞÖK
Tónsmiðir Kjartan Ólafsson og nemendur hans. Frá vinstri: Páll Ragnar Pálsson, Hafdís
Bjarnadóttir, Óttar Sæmundsson, Ragnhildur Gísladóttir, Mamiko Dís Ragnarsdóttir, Anders
Camilo Ramon Rubiano og Kjartan sjálfur sem nýtir gervigreind við tónsmíðar.
GEIRÞRÚÐUR Finnbogadóttir Hjörvar (f.
1977) er einn hinna ungu listamanna sem boðið
hefur verið að spreyta sig með einkasýningu í D-
sal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Rýmið
og skynjun áhorfandans eru viðfangsefni hennar
líkt og gefið er til kynna með yfirskrift sýningar-
innar: Hinn firrti áhorfandi. Innsetningin sam-
anstendur af körfubolta, blikkljósi og tónlist sem
berst úr hátölurum. Þessi sviðsetning er einföld
en áleitin.
Þegar komið er inn tekur við óvissuástand.
Blikkljósið og salurinn minna á dansstað á 10.
áratugnum en það vantar fólkið og dynjandi
teknótónlistina. Í stað þess að horft sé á „upp-
lýst“ fólk sem er líkt og frosið í dansstellingum,
beinist athyglin að körfubolta sem virðist í lausu
lofti – eða réttara sagt svörtu tómi – umlukinn
eins konar geislabaug. Boltinn speglast ekki að-
eins á sjónhimnu áhorfandans, heldur verður
hann einnig eins og spegilmynd augasteinsins
sem tekur að skoppa um í rými salarins. Skoppið
er þó einungis sjónhverfing og óvissa áhorfand-
ans stigmagnast með hverju skoppi þrátt fyrir
rökræna úrvinnslu heilans á aðstæðum. Röddin í
hátalaranum endurtekur í sífellu sömu setn-
inguna. Hið sterka áreiti truflar skynjun við-
staddra og (dá)leiðir þá að óræðum mörkum
vitundarinnar.
Á þessari sýningu snýr Geirþrúður með ögr-
andi en jafnframt húmorískum hætti upp á hug-
myndina um gagnvirkt merkingarsamband
áhorfanda og verks. Hugmyndin gengur út á að
virkja skynjun áhorfandans til slíks samtals en
Geirþrúður gengur lengra og neyðir hann bein-
línis út að brún firringarinnar og fáránleikans.
Sjónhverfingar
Anna Jóa
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Til 29. apríl 2007. Opið alla daga kl. 10–17.
Aðgangur 500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar 250 kr.
Hópar (10+) 250 kr. Yngri en 18 ára: ókeypis.
Ókeypis á fimmtudögum.
Hinn firrti áhorfandi – Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
Geirþrúður Snýr upp á hugmyndina um gagn-
virkt merkingarsamband áhorfanda og verks.