Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 29
vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 29 gangstígunum og vell- inum voru tilbúnir til að taka á móti skraut- blómum, sem prýtt hafa þennan stað undanfarið. En hvað fengu reitirnir lengi að vera í friði. Senni- lega hefir ekki liðið svo ein einasta nótt, að ekki væri gengið út á reitina og þeir troðnir niður. Og nú eru þeir allir út- troðnir. Að vísu eru blómin ekki komin í reitina ennþá. En myndu þau fá að vera í friði fyrir þessum skemdarvörgum?“ Leiðarahöfundur hvetur lögreglu og almenning til þess að vernda bæinn gegn skemmdarvörgunum og vill birta nöfn þeirra op- inberlega. „sjálfum þeim til háð- ungar og öðrum til viðvörunar“. x x x Fátt hefur breytzt síðan þessiorð birtust í forystugrein Morgunblaðsins. Blómabeðin eru enn fótum troðin og því hvetur Víkverji til herferðar gegn skemmdarvörgunum í tæka tíð. Nöfn þeirra, sem kemst upp um, hafa ekki verið birt á síðum blaðs- ins. Víkverji ætlar að taka það mál upp við kollega sína sem ráða ferð- inni og forystugreinum Morg- unblaðsins. Víkverji fagnarsumri af heilum hug! Þegar nú sum- arið er gengið í almanaksgarðinn styttist í að sumar- blómin gleðji geð guma. Víkverja eru ofarlega í minni fótumtroðin blómabeð fyrri sumra og telur því tímabært að skera hér og nú upp herör gegn slíkum skemmdarverkum á almannafæri. Það er ömurlegt að horfa upp á það að fátt fái frið til þess að gleðja okkur. Jafnvel grashóll á hring- torgi, sem Víkverji ekur oft um á leið milli Reykjavíkur og Mosfells- bæjar, fer ekki varhluta af fyr- irlitningu bílstjóra, sem mörkuðu hann hjólförum í fullkomnu til- gangsleysi, í fávísri skemmd- arfýsn. x x x Það er þó engin ný bóla, aðReykvíkingar hafi þurft að horfa upp á hryðjuverk gegn gróðrinum. Forystugrein Morg- unblaðsins 27. maí 1943 heitir Bærinn okkar og þar segir m.a.: „Rjett er að minnast aðeins á um- gang borgaranna á almannafæri og á skemtistöðum. Fyrir skömmu var Austurvöllur hreinsaður og lagfærður. Reitirnir meðfram           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is VÍNIN þessa vikuna eru öll frá Nýja-heiminum, enda virðist ekkert lát á nýjum og spennandi framleiðendum sem halda sig við þá reglu er hefur komið þessum vín- framleiðsluríkjum á koppinn, nefnilega að framleiða mjög frambærileg vín á meira en samkeppnishæfu verði. Að þessu sinni tökum við fyrir vín frá tveimur framleið- endum í Suður-Afríku ogChile. Fulltrúi Suður-Afríku er Graham Beck og kennir sig við stofnanda fyrirtækisins sem er auðmaður úr námu- vinnslugeiranum er hefur byggt upp framsækið og spennandi fyrirtæki. Graham Beck á um 360 hektara af ekrum á fjölmörgum ræktunarsvæðum Suður-Afríku og stílinn er nútímalegur og aðgengilegur. Vín sem vel eru þess virði að gæta að. Graham Beck Cabernet Sauvignon 2004 er gott dæmi um nútímalegan rauðvínsstíl enda er þrúgan Cabernet „þekkt stærð“ sem er alla jafna góður mælikvarði á vín- rækt einstakra framleiðenda, ríkja og svæða ef frá eru skilin jaðarsvæði þar sem Cabernet nær ekki fullum þroska. Hér gerir hann það (cabernet er karlkyns ef ein- hver þrúga er það) svo sannarlega. Opið með bláberjum, krækiberjum, við, reyk og leðri í nefi. Allreykt og krydd- að í munni, tannínmikið. 1.690 krónur. 88/100 Graham Beck Shiraz 2003 er vínið sem mér fannst standa upp úr af þessum þremur rauðu GB-vínum. Shiraz er ekki algeng þrúga í Suður-Afríku, að minnsta kosti enn sem komið er, hér sýnir hún að hún á fullt erindi á Höfð- ann. Mikill ávöxtur, þroskaður, út í bláberjasultu og rab- arbara. Kaffi og súkkulaði með krydduðu – pipruðu – yf- irbragði. Í munni margslungið, eikað, langt, mjúk tannín. Ætti að vera flott með grilluðu kjöti. 1.890 krónur. 89/100 Og svo að sjálfsögðu blanda af þessu tvennu, nefnilega Graham Beck Family Vineyards Shiraz-Cabernet 2004 þar sem Shiraz-hluturinn er 60% og greinilega ríkjandi, sem er sjaldan raunin þegar þrúgur leggja lag sitt við Ca- bernet Sauvignon. Angan af kjöti, kryddi – múskat, anís og túrmerik – ásamt böku úr rauðum og svörtum berjum. Þétt og nokkuð tannískt með lakkrískeim og reyk í lokin. 1.590 krónur. 88/100 Vínfyrirtækið Adobe frá Chile sker sig frá mörgum með því að leggja áherslu á framleiðslu lífrænna vína og ekki bara það heldur bíódínamíska ræktun í anda kenn- inga Rudolfs Steiners. Emiliana Adobe Cabernet Sauvignon 2005 er ungt að upplagi, bæði vínið sem slíkt sem og vínviðurinn sem að baki liggur, en aldur vínviðar endurspeglast í bragð- einkennum ávaxtarins. Í nefi eru krækiber, sólber, græn paprika og fremur hörð tannín og sýra. Það þarf smá tíma í glasi til að mýkjast en vinnur vel með mat. 1.490 krónur. 84/100 Emilliana Adobe Syrah 2005 er enn eitt dæmið um að Syrah (Shiraz) sé að festa sig í sessi sem þrúga í Chile er getur meira en keppt við Cabernet. Rabarbarasulta, dökkt súkkulaði, kryddað og eikað, mjúkt, þykkt og þægi- legt í munni. 1.490 krónur. 86/100 Adobe Chardonnay 2006 hefur rétt eins og mörg önn- ur nýjaheims-Chardonnay ekki mikil karakter-einkenni. Þetta vín er fyrst og fremst enn eitt af þessum neyslu- vænu og hugljúfu ungu Chardonnay-vínum sem virðist vera endalaust uppspretta af utan Evrópu. Sem slíkt stendur það vel fyrir sínu. Sítrusávöxtur í bland við suð- ræna hitabeltisávexti, ferskt, með temmilegri sýru upp á ferskleikann, snert af eik. 1.390 krónur. 85/100 Vín frá Chile og Suður-Afríku Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.